Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hamlet
Hamlet
Hamlet
Ebook168 pages1 hour

Hamlet

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn."Hamlet segir söguna af hinum unga krónprins Danmerkur. Faðir hans heimsækir hann sem draugur, til þess að segja honum að það var frændi Hamlets, Kládíus, sem varð honum að bana. Hamlet virðist láta undan brjálæðinu og hyggur á hefndir frænda síns, sem hefur nýlega kvænst móður hans. Verandi hugulsamur í eðli sínu, ákveður hann að setja upp leikrit sem er byggt á kringumstæðunum sjálfum í þeirri von að frændi hans muni í kjölfarið gefa sig fram.Hamlet er eitt af frægustu verkum Shakespeare og er víða talið með fremstu bókmenntum skrifuðum á ensku. Það er ekki nema von að hlutverk Hamlets hafi verið eftirsótt af stórleikurum eins og Ethan Hawke, Jude Law og Jonathan Pryce. Lesið verkið bæði fyrir fallega textann sem og tilfinningaríku samræðurnar.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 12, 2021
ISBN9788726797367
Author

William Shakespeare

William Shakespeare was born in Stratford-upon-Avon, Warwickshire, in 1564. The date of his birth is not known but is traditionally 23 April, St George's Day. Aged 18, he married a Stratford farmer's daughter, Anne Hathaway. They had three children. Around 1585 William joined an acting troupe on tour in Stratford from London, and thereafter spent much of his life in the capital. A member of the leading theatre group in London, the Chamberlain's Men, which built the Globe Theatre and frequently performed in front of Queen Elizabeth I, Shakespeare wrote 36 plays and much poetry besides. He died in 1616.

Related to Hamlet

Related ebooks

Reviews for Hamlet

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hamlet - William Shakespeare

    Hamlet

    Translated by Matthías Jochumson

    Original title: Hamlet

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 1602, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved.

    ISBN: 9788726797367

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser. SAGA Egmont

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont - a part of Egmont, www.egmont.com

    Persónur:

    Kládíus, Danakonungur.

    Hamlet, sonur hins fyrra konungs, bróðurson Kládíuss.

    Pólóníus, ríkisráð.

    Hóraz, vinur Hamlets.

    Laertes, sonur Pólóníuss.

    Voltimann,

    Kornelíus,

    Rósinkrans, hirðmenn.

    Gullinstjarni,

    Ósrik,

    Hirðmaður.

    Prestur,

    Marsellus,

    fyrirliðar.

    Bernhardó,

    Fransiskó, liðsmaður.

    Rínaldó, þjónn Pólóníuss.

    Fyrirliði.

    Sendimaður. Sjómaður.

    Svipur föður Hamlets.

    Fortimbras, prins af Noregi.

    Geirþrúður, Danadrottning, móðir Hamlets.

    Óphelía, dóttir Pólóníuss.

    Hirðmenn, hirðfrúr, höfðingjar, hermenn, leikarar, grafarar, sjómenn, sendimenn o. fl.

    Leikurinn fer fram í Helsingjaeyri.

    Fyrsti páttur.

    1. Atriði.

    Helsingjaeyri. Varðsvið úti fyrir höllinni.

    (Fransiskó á verði. Bernhardó kemur inn.)

    Bernh. Hver þar?

    Frans. Nei, svara mér! Statt kyrr og nefn þitt nafn!

    Bernh. Kóngur vor lengi lifi!

    Frans. Bernhardó?

    Bernh. Já, hann.

    Frans. Þú kemur rétt í tæka tíð.

    Bernh. Hin tólfta stund er slegin; gakk til sængur.

    Frans. Eg þakka lausn, því nú er nístings-kalt, og mér er óglatt orðið.

    Bernh. Hefur þú haft hljóðan vörð?

    Frans. Það hreifði sig ei mús.

    Bernh. Vel, góða nótt!

    Og ef þú mætir Marsellus’ og Hóraz, þeim vökunautum vorum, bið þá skynda.

    (Hóraz og Marsellus koma inn.)

    Frans. Þeir koma, held eg. — Kyrrir! hverir þarna?

    Hóraz. Danmarkar vinir.

    Mars. Danakonungs þegnar.

    Frans. Svo, góða nótt!

    Bernh. Sof vel, þú vaskur drengur!

    Mars. Hver leysti þig?

    Frans. Mig leysti Bernhardó, og góða nótt!

    (Fransiskó fer.)

    Mars. Bernhardó!

    Bernh. Hvað þá? heyr, er Hóraz þarna?

    Hóraz. Haminn sérðu hér.

    Bernh. Velkomnir báðir vinir hingað, Hóraz!

    Hóraz. Seg, hefur sýnin sýnt sig enn í nótt?

    Bernh. Nei, eg hef ekkert séð.

    Mars. Og Hóraz segir,

    að það sé helber hugarburður okkar,

    og vill ei trúa voða-vofu þeirri,

    er okkur hefur báðum tvisvar birzt;

    því krafðist eg hann kæmi nú og vekti

    með okkur þessa stuttu næturstundu,

    að hann, ef þetta birtist, sjái sjálfur

    hið sama og við, og yrði á það orðum.

    Hóraz. Hver heimska! Það sést aldrei.

    Bernh. Sit nú fyrst;

    við skulum enn á hlustir þínar herja,

    er hafa brynjast gagnvart okkar sögu;

    í tvær nætur við höfum séð það.

    Hóraz. Setjumst,

    og látum Bernhard segja alla sögu.

    Bernh. Í fyrri nótt

    er stjarna sú, er stendur vestanmegin

    við norðurskautið, lýsti þar á lopti,

    sem nú er hún, og klukkan kvað við eitt,

    þá birtist mér og Marsellusi, — —

    Mars. Nei, hættu, þeg, þeg! þarna sést það aptur!

    (Vofan kemur inn.)

    Bernh. Í réttri mynd og líki kóngsins látna!

    Mars. Þú, Hóraz, þú ert lærður, yrð þú á það.

    Bernh. Sést þar ei kóngsins svipur? Lít á, Hóraz!

    Hóraz. Hans eftirmynd! Eg skelf af skelk og undran.

    Bernh. Það vill að yrt sé á sig.

    Mars. Spyr það, Hóraz.

    Hóraz. Seg, hver ert þú, sem herjar næturfriðinn,

    íklæddur hinum háa drottinssvip,

    er forðum prýddi dáinn Danajöfur?

    Eg særi þig við helgan himin: mæl þú!

    Mars. Það þykkist við.

    Bernh. Nei, sjá, það svífur frá oss,

    Hóraz. Kyrr! mæl þú, mæl! eg særi þig að svara.

    (Svipurinn hverfur.)

    Mars. Það hvarf, það vill ei veita okkur andsvar.

    Bernh. Hvað er nú, Hóraz, hræðist þú og bliknar?

    Er slíkt þá ekki eitthvað meir en draumur?

    Hvað hyggur þú um þetta?

    Hóraz. Það viti Guð eg gæti’ ei slíku trúað,

    ef sönn og óræk sjónarvitni þess

    ei sjálfs mín augu væru.

    Mars. Líkist það ei konunginum?

    Hóraz. Svo sem þú þér sjálfum.

    Og sömu hlífar bar hann, er hann barðist

    við Norvegs öðling, ofmetnaðarmanninn;

    eins ægði hann, er yrtist hann í bræði

    við sleðum-vana Sléttumenn á ísnum,

    og felldi þá. Nei, þetta gegnir undrum!

    Mars. Í sömu mynd og sömu feigðarstundu,

    á þessum verði sást hann tvisvar svífa.

    Hóraz. Eg veit ei neitt með vissu að ráða úr þessu,

    en helzt er þó í hug mér að það boði

    hin fáheyrðustu fjörbrot hér í landi.

    Mars. Vel, sitjum nú, og segi hver sem getur:

    hví munu þessi styrku og ströngu varðhöld

    á hverri nóttu þreyta landsins þegna?

    hví munu dag hvern stórskotbyssur steyptar,

    og hergögn dregin að frá öðrum löndum?

    og hví mun smiðum þrýst til skipasmíða,

    svo þeirra strit ei gjörir minnstu grein

    á helgum degi og virkum? Hvað mun valda,

    að þetta kófsveitt kapp er látið gjöra

    úr dimmri nóttu dagsins vinnusystur?

    Hver getur þýtt mér þetta?

    Hóraz. Það get eg;

    að minnsta kosti kvis það berst, er fylgir:

    Á konung vorn hinn sama, sem nú birtist,

    var, sem þið vitið, skorað skarpt á hólm

    af Norvegs Fortinbras, er ofsi og öfund

    fram eggjað hafði’; en Hamlet vor hinn frækni, —

    svo þótti hann í þessum helming heimsins, —

    vann Fortinbras, er samið hafði samþykkt

    og innsiglað og öllum lögum fullgilt

    að riddarasiðum réttum, missti því

    með lífi sínu, lönd þau öll, er átti,

    í sigurherrans hönd. Því kóngur vor

    bauð sama veð af sinni hálfu í móti,

    sem hefði orðið arfleifð Fortinbrass,

    ef honum hefði orðið sigurs auðið,

    allteins og hans, við sama samnings dómskrá,

    varð Hamlets hlutfall. Nú er næst að segja,

    að Fortinbras hinn yngri, óhemjandi

    af ofsa og bræði, hefur hramsað saman

    um Norvegs jaðra húsvillt lið en harðfengt,

    er fæði sitt og framfærslu skal kaupa

    með herför, sem að hrífa skal, og gjörð er —

    það dylst ei lengur lands vors stjórn — til þess

    að vinna af oss aptur harðri hendi

    og yfirgangi áður sagðar lendur,

    er með hans föður fórust. Þetta skilst mér

    sé helzta efni viðbúnaðar vors,

    og varðhaldanna rót og aðalorsök

    í þessu fumi og flaustri hér í landi.

    Bernh. Eg hygg það einmitt hljóti svo að vera.

    Vel kemur heim að kynjasvipur þessi

    á verði sést með vopn og mynd þess konungs,

    sem bæði var og enn er efni stríðsins.

    Hóraz. Hér er eitt gróm, sem glepur augu andans.

    Í Róm, á hennar hæstu sigurdögum,

    á undan falli hins fræga Júlíusar,

    þá gengu lík úr gröfum fram í hjúpnum,

    með ýl og óhljóð inn á borgarstrætin;

    eldslóða-stjörnur sáust, dreyrgar daggir,

    og teikn á sól, og sú hin vota stjarna,

    er Neptúns víðlent veldi hvílir á,

    af myrkva sýktist sem til efsta dags;

    og einmitt slíkir faralds-fyrirboðar,

    sem auðnan sendir fyrir sér með fréttir,

    sem forspjöll þess, er óðar yfir vofi, —

    það boðar skýlaust bæði jörð og himinn

    nú vorri byggð og vorum samlandsmönnum.

    (Vofan kemur aptur.)

    En, þegið! sjáið! þarna sést það aptur!

    Eg geng í fang þess, þótt eg detti dauður. —

    Nem staðar, skuggi!

    Og ef þú hefur rödd og mál í munni,

    þá mæl þú við mig!

    Ef nokkurn slíkan góðan hlut má gjöra,

    sem þér kann frið að færa og blessan mér,

    þá mæl þú við mig.

    Ef þú veizt fyrir forlög þessa lands,

    sem forðast mætti, vissu menn í tíma,

    þá mæl þú, mæl!

    Eða ef þú hefur rakað saman ránsfé

    í lífi þínu og lagt í iður jarðar,

    og gangir af því aptur, eins og mælt er

    um yður svipi: seg mér það; — statt kyrr,

    og mæl þú við mig, — Marsellus, — statt fyrir!

    (Haninn gelur.)

    Mars. Seg, skal eg höggva atgeirinum á það?

    Hóraz. Já, standi það ei kyrrt.

    Bernh. Nei, það er hér!

    Hóraz. Nei, það er hér!

    Mars. Nei, það er farið, horfið!—

    (Vofan hverfur.)

    Hóraz. Vér gjörum rangt, svo göfuglegum svip,

    að sýna oss í yfirgangi við hann.

    Því eins og loptið er það ósærandi,

    og högg vor eru fát og fíflaæði.

    Bernh. Það bjó sig til að tala, en þá gól haninn.

    Hóraz. Þá hrökk það við eins hart og syndug vera

    við dauðans ströngu stefnu. Eg hef heyrt,

    að árgalinn, sem þeytir ljóssins lúður,

    með gjöllum hálsi og hvellum jafnan veki

    dagguðinn og við gjall hans hrökkvi allir

    þeir svipir, sem að sveimi um án hælis

    í sæ, í jörð, í logum eður lopti,

    í fylgsni sín, og sannleikann í þessu

    oss sýnir einmitt þessi fyrirburður.

    Mars. Það hvarf við hanagalið. Sumir segja,

    að hvenær sem í hönd fer náðartíðin,

    er Frelsari vor fæddist, bregðist aldrei,

    að morgungalinn gjalli allar nætur,

    og engar vofur þori þá að sveima,

    nóttin sé holl og himintunglin meinlaus,

    svo líknarfull og friðhelg sé þá tíðin.

    Hóraz. Svo hefi eg heyrt, og trúi sumt sé satt. —

    En sjáið daginn, rósaguðvef reifðan,

    á austurhæðum draga daggarslóðann!

    Af verði brott! Og reynið nú það ráð mitt,

    að láta Hamlet unga vita allt,

    er sáum við í nótt, því sem eg lifi

    mun honum svara sá, sem oss er dumbur.

    Samþykkið þér vér segjum honum þetta,

    það sæmir vorri rækt til hans og skyldu?

    Mars. Já, gjarnan, gjörum svo. Nú árla dagsins

    veit eg hvar helzt vér fáum prinsinn fundið.

    (Þeir fara.)

    2. Atriði.

    Málstofa í konungsgarðinum. (Konungur, drottning, Hamlet, Pólóníus, Laertes, Voltimann, Kornelius, eðalmenn og þjónar koma.)

    Konung. Þótt enn þá grói harmur oss í huga

    af Hamlets dauða, bróður vors, og þó að

    oss sæmdi vel að syrgja hann af hjarta,

    og öllu ríki Dana að dragast saman

    í eina sorgumsollna brá; þá hefur

    þó viti voru tekizt svo að temja

    vort eðlisfar, að vér með hyggnum harmi

    nú minnumst hans, en munum líka sjálfa’ oss.

    Og því er það, að þessi systir vor, er áður var,

    er orðin nú vor drottning;

    vér kjörum hana, eins og arfa þessa

    hins róstusama ríkis, svo að kalla

    með nauðgri gleði, grát’ á öðru auga,

    en von

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1