Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Makbeð
Makbeð
Makbeð
Ebook122 pages1 hour

Makbeð

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Eina örlagaríka nótt hittir hinn hugrakki skoski hershöfðingi, Macbeth, þrjár nornir sem spá fyrir um að hann muni einn daginn verða konungur Skotlands. Macbeth er skeptískur, en með hvatningu frá grimmilega metnaðarfullri eiginkonu sinni, frú Macbeth, drepur hann Duncan konung og tekur við konungsveldinu. Þegar hann er þvingaður til þess að fremja fleiri morð, spíralar Macbeth í ofsóknarbrjálæði og valdafíkn. Macbeth er meistaraverk sem og eitt af dimmustu verkum Shakespeare. Vinsældir þess og áhrif hafa tryggt það að að leikritið er víða flutt reglulega enn í dag.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 12, 2021
ISBN9788726797343
Makbeð
Author

William Shakespeare

William Shakespeare is widely regarded as the greatest playwright the world has seen. He produced an astonishing amount of work; 37 plays, 154 sonnets, and 5 poems. He died on 23rd April 1616, aged 52, and was buried in the Holy Trinity Church, Stratford.

Related to Makbeð

Related ebooks

Reviews for Makbeð

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Makbeð - William Shakespeare

    Makbeð

    Translated by Matthías Jochumson

    Original title: Macbeth

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 1623, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved.

    ISBN: 9788726797343

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser. SAGA Egmont

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont - a part of Egmont, www.egmont.com

    Persónur:

    Duncan, Skota konungur.

    Malcolm,

    synir hans.

    Donalbain,

    Macbeth,

    hershöfoingjar hans.

    Banquo,

    Macduff,

    Lenox,

    Rosse,

    skozkir höfðingjar.

    Menteth,

    Angus,

    Cathness,

    Fleance, sonur Banquos.

    Sigvarður, jarl af Norðymbralandi.

    Sigvarður ungi, sonur hans.

    Seyton, fyrirliði Macbeths.

    Sonur Macduffs.

    Enskur læknir. Skozkur læknir.

    Liðsmaður. Dyravörður.

    Gamalmenni.

    Frú Macbeth.

    Frú Macduff.

    Hirðkona.

    Hekata og þrjár nornir.

    Lávarðar, höfðingjar, hermenn, morðingjar (flugu-

    menn), þjónustumenn.

    Vofa Banquos og aðrir svipir.

    Framfer á Skotlandi nema síðari partur 4. þáttar;

    hann framfer á Englandi.

    Fyrsti þáttur.

    1. Atriði.

    Bersvæði. Þrumur og eldingar. (Þrjár nornir koma.)

    1. norn. Nær er stundin stefnu til,

    við storm og regn eða skruggubyl?

    2. norn. Þá úti er þessi orrahríð

    og unnið og glatað þetta stríð.

    3. norn. Það verður senn, um sólarlagstíð.

    1. norn. Á hvaða stað?

    2. norn. Á heiði hér.

    3. norn. Helzt þar Macbeth finnum vér.

    1. norn. Eg skal koma, Ketta grá!

    2. norn. Padda kallar.

    3. norn. Skjótt, skjótt!

    Allar. Ljótt er fagurt og fagurt Ijótt,

    flogrum í sudda, þoku og nótt.

    (Pær hverfa.)

    2. Atriði.

    Herbúðir nálægt Fores. Hergnýr. (Duncan, Malcolm, Donalbain, Lenox og fylgdarmenn; særður liðsmaður kemur.)

    Dunc. Hver kemur særður? Sá er þannig leikinn,

    að hann mun geta kennt oss hvað er nýjas

    um ófriðinn að frétta.

    Malc. Það er kempan,

    er hjó mig, eins og hetja og bezti drengur

    úr óvinanna höndum. — Heill, nú vinur!

    Lát konung heyra, hversu stríðið stóð,

    er burt þú fórst úr bardaganum.

    Liðsm. Tvísýnt,

    sem tveir menn þreyti sund að þrotum komnir

    og haldi hvor um annan. Macdonwald

    hinn illi varð nú sannur drottinssviki,

    því, auk þess sem hann áður búinn var

    með öllum vömmum, sem að nöfnum nefnast,

    þá fékk hann með sér Kerna og Gallowglassa

    til liðs úr Vestureyjum og frá írum,

    og lukkan hló við illri uppreist þrælsins,

    sem væri skækja hans; þó skorti meira;

    hinn hrausti Macbeth — hann ber nafn með rentu —

    að hamingjunni glotti og hristi brandinn,

    sem frægðin rauk af, drifnum mannadreyra;

    og eins og sannur sonur hugprýðinnar

    hjó kappinn beina braut unz hittir þrælinn,

    bauð hvorki hönd né hirti um langar kveðjur,

    en ristir sundur kvið hans upp í kok,

    og festir hausinn hæst á virkisvegginn.

    Dunc, Ó hrausti frændi, hugumstóra hetja!

    Liðsm, En svo sem þegar svartur manndrápsbylur

    með voðaskruggum skyggir allt í einu

    nýrisinn röðul, eins kom óðar ný þraut

    úr upprás þeirri, hvaðan lánið brosti.

    Heyr, Skotákóngur! heyr mín orð! því óðar

    en hreystin hafði rekið lands vors réttar

    og komið frárri Kernasveit á flótta,

    þá kemur Noregs konungur með nýtt lið,

    með bjartskyggð vopn og býst að sæta færi

    og vekur nýja hríð.

    Dunc. En varð þá eigi

    þeim foringjunum Macbeth bilt, og Banquo?

    Liðsm. Sem örn við tittling eða ljón við héra;

    það eina get eg yður hermt með sanni

    þeir hömuðust nú hálfu meir’ en áður,

    sem stórskotbyssur, tvennum þunga troðnar,

    en hvort þeir vildu taka bað í blóði,

    eða’ endurhlaða Hausaskeljastaðinn,

    það veit eg ei —

    nú er eg þrotinn; sár min heimta hjálp.

    Dunc. Þig heiðra orð ei hóti verr en sár,

    því hvort um sig er drengsmark. Sækið læknir.

    (Liðsmaðurinn er leiddur út. Rosse kemur.)

    Hver kemur þar?

    Malc. Hinn ríki than af Rosse.

    Len. Úr augnasvip hans horfir bráður hraði;

    svo horfir sá, sem hermir stórtíðindi.

    Rosse. Guð blessi konung!

    Dune. Hvaðan komstu, than?

    Rosse. Eg kem nú beint frá Fife, hæsti herra,

    því fánar Noregs leika sér við loptið,

    og blakta svölun yðar móðu mönnum;

    konungur Noregs kom með ægan her,

    og drottinssvikinn Kawdor var þar kominn

    til liðs við hann, og hóf upp skæða hríð,

    unz stríðsgyðjunnar stáliklæddur ástvin

    kom móts við hann og makann sinn lét finna,

    þar oddur mætti egg, og armur armi,

    unz dramb hans þvarr. í einu orði sagt,

    vér fengum sigur.

    Dune. Hvílík heillasaga!

    Rosse. Nú hefur kóngur Noregs, Sveinn, beiðzt sætta,

    en eigi fékk hann leyfi að jarða lið sitt,

    ef eigi gyldi áður þúsund aura,

    á ey hins helga Kolúmbu í sjóð vorn.

    Dunc. Sá Kawdors than í tryggðum skal ei svíkja

    oss oftar. Farið, birtið skipan skjóta

    hann skuli deyja, en tign hans Macbeth hljóta.

    Rosse. Þann boðskap, herra, skal eg óðar inna.

    Dunc. Og allt, sem glatar hann, skal Macbeth vinna.

    (Þeir fara.)

    3. Atriði.

    Heiði. Skruggur. (Nornirnar þrjár koma.)

    1. norn. Hvar hefur þú verið, systir?

    2. norn. Saxað svín.

    3. norn. En þú, systir?

    1. norn. Eg mætti sjómannskonu, er hafði hnetur

    í svuntu sinni og var að gófla og gófla;

    æ gebb’ mér, seg’ eg.

    Burt, þú hin arma! kallar kerlü-dyrgjan;

    en bóndinn stýrir,,Tígri" út í Tyrkland:

    í völskuham þó vanti stýri,

    á sáldi skal eg synda eftir sigludýri.

    Það skal eg efna, og það skal eg efna.

    2. norn. Eg gef þér vind.

    1. norn. Þú ert greiða kind.

    3. norn. Á annan eg kalla.

    1. norn. Sjálf á eg hina alla.

    Á hverja höfn, úr hverri átt,

    hvassir stormar blási hátt,

    allt í kring um kompáss hring;

    eg skal þurrka hann sem hey,

    hvíld og værð hann fá skal ei;

    vikur níu og níutíu,

    neyti hann hvorki svefns né hlýju;

    og ef hann sekkur ei á kaf,

    við illan leik hann komist af.

    Sko hvað eg á.

    2. norn. Sýn mér, sýn mér!

    1. norn. Köggull manns, er kom af sjó,

    en kafnaði rétt við landið þó.

    (Trumba heyrist.)

    3. norn. Maður trumbu slær,

    Macbeth er nær!

    Allar. Töfrasystur svo í hring

    svífa fold og lög í kring; —

    þrisvar mér og þrisvar þér,

    þrisvar enn, það níu er. —

    Sviðið er töfrað! þey, þey, þey!

    (Macbeth og Banquo koma.)

    Macb. Jafnfagran dag svo dimman sá eg aldrei.

    Banq. Er langt til Fores? — Hvaða, hvaða skrípi?

    svo ljót og föl og fáránlega búin?

    þær líkjast engum ofanjarðar búum

    og sjást á jörðu samt. — Er líf í ykkur?

    má heimta af ykkur svar? Þið sýnist skilja,

    því sérhver ykkar leggur skorpinn fingur

    á bleika vör; — þið líkist ljótum kvendum,

    en kampar ykkar kenna mér þó annað.

    Macb. Hvað eruð þið? Nú, mælið, ef þið megið!

    1. norn. Öll heill þér, Macbeth! heill þér, than af Glamis!

    2. norn. Öll heill þér, Macbeth! heill þér,than af Kawdor!

    3. norn. Öll heill þér, Macbeth! heill, þú verður kóngur!

    Banq. Því brá þér, vin? sem hræddist þú að heyra

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1