Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Kalda hjartað: ævintýri
Kalda hjartað: ævintýri
Kalda hjartað: ævintýri
Ebook63 pages1 hour

Kalda hjartað: ævintýri

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Peter Marmot þráir meira í líf sitt en að vinna í kolanámu föður síns. Þegar hann heyrir af anda, sem býr í skóginum og getur látið óskir rætast, fer hann að finna hann. Heppnin er með honum og hann fær allar sínar óskir uppfylltar. Ekki líður á löngu þar til Peter finnur fyrir mikilli vanlíðan, en til þess að losna frá henni fer hann að finna hættulegan anda. Andinn bíður Peter steinhjarta til þess að losna við allar tilfinningar sínar og eins mikinn pening og hann lystir. Næsta dag leggur hann upp í heimsferðalag þar sem hann mun læra hinar ýmsu lífsins lexíur. Þetta er heimsfrægt ævintýri sem kvikmyndirnar "Heart of Stone" og "Das Kalte Herz" er byggðar á.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728428153

Related to Kalda hjartað

Related ebooks

Related categories

Reviews for Kalda hjartað

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Kalda hjartað - Wilhelm Hauff

    Wilhelm Hauff

    Kalda hjartað

    Ævintýri

    SAGA Egmont

    Kalda hjartað: ævintýri

    Translated by Kjartan Helgason

    Original title: Das kalte Herz

    Original language: German

    Cover image: Shutterstock

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 1827, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728428153

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    E NGINN MAÐUR, sem ferðast um Schwaben, á Suðvestur-Þýzkalandi, skyldi gleyma því að staldra við í Svartaskógi, austanverť Rínardalsins. Ekki sökum trjánna einna saman. Að vísu skarta þar við himin grenitré í glæstasta skrúða. Heldur vegna íbúanna, sem eru merkilega ólíkir öðru fólki þarlendis. Þeir hafa meir en meðalvöxt og eru bæði herðabreiðir og stórvaxnir. Hinum styrkjandi svala, sem leikur um grenikönglana í morgunsárinu, anda þeir að sér frá barnæsku, og hann magnar þá ef til vill umfram dalbyggja og sléttubúa. Og þeir eru ekki aðeins frábrugðnir utanskógarfólki í fasi og fyrirferð, heldur einnig í klæðaburði og siðum.

    Mestir sundurgerðarmenn í klæðaburði eru þeir, sem búa Rínarmegin í Svartaskógi. Karlmennirnir láta skegg sitt vaxa eftir vild, búast svörtum kufli og eru í buxum í víðara lagi. Þeir ganga í rauðum sokkum og hafa strýtuhatt á höfði. Slíkur búningur gefur þeim að visu framandi yfirbragð, en þó alvöru- og sómasvip. Flestir fást þar við glergerð. Sumir stunda þó úrsmíðar og ferðast með úr um hálfan hnöttinn í söluskyni.

    Hinumegin skógarins búa menn sömu ættar. Þeir stunda aðra atvinnu, timburverzlun, og hafa því vanizt á aðra siði. Þeir fella grenitrén í skóginum, höggva þau til, og árnar Nagold, Necker og Rín fleyta þeim síðan alla leið til Hollands. Þar eru Skógarbúar alþekktir og timburflotarnir þeirra afarlöngu. Þeir koma við í hverri Rínarborg og bíða hinir bröttustu eftir kaupendum að bjálkum sínum og borðum. Stærstu viðina kaupa þó herramenn í Hollandi rándýrt og nota til skipasmíða.

    Á þessu flakki venjast flotamennirnir á meir en lítið hörkuvolk. En þeim er mesta unun að bruna í hendingskasti niður árnar. Og mesta þraut að þramma heim á leið, upp með fljótunum.

    Þessir menn búast hátíðaskarti á annan veg heldur en glersmiðirnir hinumegin skógar. Þeir búast dökkleitum léreftskufli og smella þar utan yfir þverhandarbreiðum axlaböndum grænlituðum. Buxurnar eru úr svörtu skinni. Upp úr buxnavasa gægist látúnskvarði, sem einskonar heiðursmerki. Þeim finnst samt stígvélin taka öllu öðru fram. Engin stígvél í heimi eru stærri. Toga má þau tvær spannir upp fyrir hné, og það er nú sitthvað. Flotakarlarnir geta öslað í þeim á þriggja feta dýpi, án þess að blotna í fæturna.

    Eigi alls fyrir löngu trúðu menn því á þessum slóðum, að álfar hefðust við í skógunum. Og skrýtið var það, að þeir voru með tvennskonar móti, eins og mannfólkið. Glergerðarmennirnir kunnu að segja frá þriggja og hálfs feta löngum glerdverg. Enginn sá hann öðruvísi til fara en með barðastóran strýtuhatt, í víðbuxum og svartkufli og í rauðum sokkum. Skógarhöggsmannamegin gekk annar kynjamaður ljósum logum. Það var Mikki Hollendingur, stærðar risi í flotamannabúningi. Og það sögðu menn er sáu, að ekki vildu þeir borga úr sínum vasa allar þær kálfshúðir, sem þurft hefði í stígvélin hans. Önnur eins stígvél hafði enginn séð. Í þeim gat meðal maður staðið og farið nærri á bólakaf. Og á þessum náungum var hinn mesti munur, því að glerdvergurinn var góðmenni, en Mikki þrælmenni í bak og fyrir.

    Eitt sinn komst unglingspiltur frá Svartaskógi í kynni við báða þessa kyňjamenn og reyndi nú sitthvað eina, eins og þið fáið brátt að heyra.

    Í Svartaskógi bjó endur fyrir löngu ekkja nokkur, Barbara Munk að nafni. Maður hennar hafði verið kolagerðarmaður alla ævi. Þau eignuðust einn son, Pétur. Hann tók við kolabrennslunni eftir dauða pabba síns, sextán ára gamall.

    Pétur litli Munk var sniðugur strákur, sem féll starfið vel í geð. Hann hafði ekki vanizt öðru betra en að sitja yfir sírjúkandi kolagröf vikum saman, eða fara sótsvartur, svo að fólki hryllti við, til bæjarins með föður sínum að selja kol. En kolagerðarmenn hafa nægan tíma afgangs til þess að grufla um sjálfa sig og aðra. Og þegar Pétur sat við kolabrennsluna inn á milli rökkurreifaðra grenistofna, umvafinn órjúfandi skógarkyrrð, greip hann óljós þrá, svo að vart mátti hann verjast gráti. Eitthvað mæddi hann og gerði honum gramt í geði, án þess hann gæti gert sér grein fyrir því, hvar skórinn kreppti að. Loks rann upp fyrir honum ljós sannleikans í þessu efni. Hann var dauðóánægður með stöðu sína! Það var allt og sumt! Hann fór að hugsa með sjálfum sér: „Það er auma lífið

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1