Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Umhverfis jörðina á áttatíu dögum
Umhverfis jörðina á áttatíu dögum
Umhverfis jörðina á áttatíu dögum
Ebook244 pages3 hours

Umhverfis jörðina á áttatíu dögum

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Phileas Fogg er Englendingur með mjög nákvæman persónuleika. Hann borðar morgunmat kl. 8:23, rakar sig kl. 9:37 og leggur af stað í Re-form klúbbinn kl. 11:30. Hann les, borðar og ferðast ekki. Einn dag, eftir að hafa lent í rifrildi vegna greinar á vegum the Daily Telegraph, veðjar hann við vini síni að hann geti ferðast í kringum allan heiminn á 80 dögum. Hann fer af stað, einungis í för með franska aðstoðarmanni sínum Passe-partout. Klukkan er 8:45 á miðvikudegi þann 2. október 1872 og hann ætlar sér að verða komin til baka fyrir 21. Desember. Umhverfis jörðina á 80 dögum er eitt frægasta verk Jules Verne. Kvikmynd var gerð eftir bókinni árið 2004 með Jackie Chan og Steve Coogan í aðalhlutverkum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 12, 2021
ISBN9788726797404
Author

Jules Verne

Victor Marie Hugo (1802–1885) was a French poet, novelist, and dramatist of the Romantic movement and is considered one of the greatest French writers. Hugo’s best-known works are the novels Les Misérables, 1862, and The Hunchbak of Notre-Dame, 1831, both of which have had several adaptations for stage and screen.

Related to Umhverfis jörðina á áttatíu dögum

Related ebooks

Related categories

Reviews for Umhverfis jörðina á áttatíu dögum

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Umhverfis jörðina á áttatíu dögum - Jules Verne

    Umhverfis jörðina á áttatíu dögum

    Original title: Le Tour du monde en quatre-vingts jours

    Original language: French

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 1873, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved.

    ISBN: 9788726797404

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser. SAGA Egmont

    www.sagaegmont.com

    Saga Egmont - a part of Egmont, www.egmont.com

    I. Kapítuli.

    Þeir Phileas Fogg og Passe-partout gera þann samning með sér, að Phileas Fogg tekur að sér að vera húsbóndi Passe-partout's og Passe-partout tekur að sér að vera þjónn Phileasar Foggs.

    Árið 1872 bjó Phileas Fogg, Esq., í húsi því, sem Sheridan dó í árið 1816 – nr. 7, Saville Row, Burlington Gardens. Phileas Fogg var einn af einrænustu meðlimum Framfara-klúbbsins, þó að ávalt virtist svo sem hann gerði sér far um að komast hjá umtali. Phileas hafði eignast hús eins af mestu ræðusnillingum Englands, en hann var ólíkur fyrirrennara sínum að því leyti, að enginn vissi neitt um hann, því að hann var dulur maður, þó hann væri hugrakkur og legði lag sitt við hina helztu menn. Sumir sögðu, að hann væri líkur Byron – að eins ásýndum, því að framferði hans var óaðfinnanlegt – en þessi Byron hafði þó skegg á kinnum og á efri vör; þessi Byron lét ekkert á sig fá, og hefði getað lifað 1000 ár án þess að eldast.

    Phileas Fogg var brezkur maður í húð og hár, þó að hann hafi ef til vill ekki verið Lundúna-maður. Hann sást aldrei á kaupmanna-samkundum, né á banka Englands, né hjá neinum af hinum miklu verzlunarmönnum borgarinnar. Aldrei kom nokkurt skip inn í höfn Lundúnaborgar með vörur til Phileas Fogg. Hann var ekki í neinu stjórnarembætti. Hann hafði aldrei verið ritaður á meðlimaskrá neins lögfræðingafélags. Hann hafði aldrei fært mál fyrir nokkrum dómstóli verzlegum né geistlegum. Eigi var hann kaupmaður né verksmiðjueigandi, né bóndi, né maður sem ræki neins konar atvinnu. Eigi var það vandi hans að sækja fundi konunglega vísindafélagsins né neinna annara lærdóms-félaga í borginni. Hann var blátt áfram meðlimur »Framfara«-klúbbsins. Það var alt og sumt.

    Ef nokkur hefði spurt, hvernig hann hefði orðið meðlimur klúbbsins, þá hefði spyrjandanum verið svarað því, að hann hefði verið borinn upp af bankastjóranum Baring; hjá þeim var hann í reikningi, og átti þar jafnan inni, og þeir borguðu ávísanir hans reglulega og tafarlaust.

    Var Phileas Fogg auðugur maður? Vafalaust. En jafnvel kunnugustu kjaftakindur gátu ekki sagt, hvernig hann hefði komizt yfir efni sín, og Mr. Fogg var síðasti maðurinn, sem menn mundu hafa leitað til í því skyni að verða nokkurs vísari um það efni; Hann var enginn eyðslubelgur, en aldrei grútarlegur; og hvenær sem farið var fram á, að hann legði fé fram til einhvers góðs eða nytsamlegs fyrirtækis, þá gaf hann með glöðu geði, og oft án þess að láta nafns síns getið.

    Í stuttu máli, hann var einn af hinum fátöluðustu mönnum. Hann talaði lítið, og þagmælska hans gerði líf hans enn leyndardómsfyllra. Engu að síður var líf hans brotalaust og blátt áfram, en hann hagaði öllum sínum gerðum eftir stærðfræðislegri nákvæmni, sem var í sjálfu sér grunsöm fyrir ímyndunarafli kjaftaskúmanna.

    Hafði hann nokkurn tíma ferðast? Það var mjög líklegt, því að enginn var betur að sér í landafræði. Það virtist svo sem enginn afskektur staður væri sá, sem hann ekki bæri sérstök kensli á. Stundum bar það við, að hann leiðrétti með fáeinum setningum ótal orðasveima, sem gengu í klúbbnum viðvíkjandi hinum og öðrum týndum eða nálega gleymdum ferðamönnum; hann var vanur að benda á, hver líkindin væru í raun og veru; og það var eins og hann væri gæddur þeirri ófreskisgáfu, að sjá í gegn um holt og hæðir, svo nákvæmlega rættist grunur hans síðar, Hann var maður, sem hefir hlotið að hafa komið hvervetna – í anda að minsta kosti.

    Eitt var víst, hvað sem öðru leið, og það var, að hann hafði farið frá Lundúnum um mörg ár. Þeir, sem voru honum kunnugastir, voru vanir að fullyrða, að enginn hefði nokkurn tíma séð hann annarsstaðar en á leiðinni til klúbbsins eða frá honum. Hans eina skemtun var sú að spila vist, og svo að lesa dagblöðin. Vistspilið átti einstaklega vel við jafnþögulan mann eins og hann var að eðlisfari, og hann vann líka venjulega; en ágóða sínum varði hann jafnan einhverjum til góðs. Það var auðséð, að Mr. Fogg spilaði spilsins vegna, en ekki til að græða fé. Það sem sérstaklega vakti honum yndi við spilamenskuna var að þreyta kunnáttu sína, reyna sig; en þeirri raun fylgdi engin þreyta, og hann þurfti ekki að hafa mikið fyrir því, svo að þetta átti ágætlega við hann.

    Enginn hafði nokkurn tíma kent Phileas við konu né börn; ekki átti hann heldur nein náin skyldmenni né góða vini, enda eru þeir sjaldgæfir í þessum heimi. Hann bjó einn í húsi sínu í Saville Row, og enginn heimsótti hann né kom þar inn. Hann lét sér nægja með einn þjón. Hann borðaði allar máltíðir í klúbb sínum, en hann sat aldrei við sama borðið sem nokkur kunningi hans, bauð ekki heldur neinum utanfélagsmanni að neyta með sér miðdegisverðar. – Hann fór að eins heim til sín um miðnætti til að sofa, ávalt á sama tíma, því að hann lagði sig aldrei fyrir í neinu þægilegu rúmi, sem Framfara-klúbburinn hefir til handa meðlimum sínum. Tíu stundir af sólarhringnum var hann heima, og þær notaði hann, sumpart til að sofa, sumpart til að klæða sig eða afklæða. Gengi hann, þá var það í forstofunni með málaða steingólfinu, eða í hringmynduðu súlnagöngunum undir stóru hvelfingunni, sem haldið var uppi af 20 íóniskum súlum. Þar gekk hann stundum með afmældum skrefum. Þegar hann borðaði miðdegisverð eða morgunmat, þá voru bornar fram allar beztu kræsingar klúbbsins; honum var þjónað af hinum alvarlegustu þjónum í svörtum kjólum, og stigu þeir varlega til jarðar, þegar þeir voru að færa honum matinn á sérstökum postulínsdiskum, og á dýrustu damask-dúkum. Vín hans var geymt í flöskum úr efni, sem nú er ófáanlegt og scherry hans var ískælt svo mátulega sem allra framast var auðið.

    Ef það er nokkur sönnun fyrir einræningsskap að haga lífi sínu á þennan hátt, þá verður því ekki neitað, að töluvert mælir með því, að hann hafi einrænn verið.

    Húsið i Saville Row var ekki mjög skrautlegt, en það var framúrskarandi þægilegt. Auk þess var svo lítið að gera í húsinu sem framast var mögulegt, þar sem lifnaðarhættir húsbóndans voru eins og þeir voru. En Phileas Fogg viðhafði þá ströngustu reglusemi í öllu sínu heimilislífi – reglusemi, sem var næstum því yfirnáttúrleg. Einmitt þennan dag hafði Fogg sagt James Forster upp, af því að pilturinn hafði hitað vatn það sem Fogg rakaði sig úr, svo að það var 84 gráður á Farenheit í stað þess sem það, átti að vera 86 gr.; Phileas var nú að bíða eftir manni í hans stað; hans var von milli 11 og 11½.

    Phileas Fogg sat í hægindastól sínum, og hélt fótunum fast saman; hendurnar lágu á hnjánum, og hann sat keipréttur; höfðinu hélt hann upp og var að gæta að klukkunni, sem var mjög margbrotin, sýndi stundirnar, mínúturnar, sekúndurnar, daga vikunnar og mánuði ársins. Þegar klukkan sló 11½ ætlaði Mr. Fogg, eftir vana sínum, að fara út í klúbb sinn.

    Rétt í því bili heyrðist barið á herbergisdyrnar, og James Forster, þjónninn sem átti að fara, kom inn, og sagði, að nýi maðurinn væri kominn.

    Ungur maður, á að gizka þrítugur, kom inn og hneigði sig.

    » Þér eruð franskur, og heitið Jón, er ekki svo?« spurði Phileas Fogg.

    »Jean, herra, ef yður stendur á sama«, svaraði nýkomni maðurinn. »Jean Passe-partout [ ¹ ], viðurnefni, sem hefir fest sig við mig, af því að eg hefi verið gefinn fyrir að breyta til um atvinnuvegina. Eg held eg sé heiðarlegur maður; en svo eg tali blátt áfram, þá hefi eg reynt æði margt. Eg hefi ferðast um sem söngmaður; eg hefi verið reiðmaður á dýrasýningu, og þar var eg vanur að stökkva líkt og Leopard og ganga á strengjum líkt og Blondin; svo varð eg kennari í leikfimi; og að lokum varð eg slökkvimaður í París, til þess að gera eitthvert þarft handarvik, og hefi á bakinu þann dag í dag ör eftir ýms ill brunasár. En það eru fimm ár síðan eg fór af Frakklandi, og af því að mig langaði til að njóta þeirrar ánægju, sem heimilislífinu fylgir, þá varð eg þjónn á Englandi. Sem stendur er eg atvinnulaus, og af því að eg hefi heyrt, að þér séuð sá reglusamasti gentlemaður í öllu brezka ríkinu, þá kom eg hingað í þeirri von, að eg mundi geta lifað rósömu lífi og gleymt nafni mínu: Alt í öllu – Passe-partout!«

    »Passe-partout hentar mér«, svaraði Mr. Fogg. »Eg hefi heyrt mjög gott um yður, og þér hafið fengið góð meðmæli. Þér vitið, hvernig vistráða-skilyrði mín eru?«

    »Já«.

    »Gott og vel. Hvað er klukkan yðar?«

    »Tuttugu og tvær mínútur yfir 11«, svaraði þjónninn, um leið og hann leit á feykilega stórt silfurúr.

    »Yðar klukka er of sein«, sagði Mr. Fogg.

    »Fyrirgefið þér, það er ómögulegt!«

    »Hún er fjórum mínútum of sein. Það gerir ekkert til; það er nóg, að við höfum tekið eftir villunni. Upp frá þessu augnabliki, 29 mínútur eftir 11 fyrir hádegi þann annan október 1872, eruð þér í minni þjónustu«.

    Um leið og Phileas Fogg sagði þetta, stóð hann upp, eins og sjálfhreyfibrúða hefði getað gert, og fór úr herberginu án þess að segja nokkurt orð framar.

    Pass-partout heyrði götudyrunum lokað; það var nýi húsbóndinn hans, sem hafði farið út. Skömmu síðar heyrði hann þeim aftur lokað – það var fyrirrennari hans, James Forster, sem var að fara.

    Passe-partout var þá einn eftir í húsinu í Saville Row.

    II. Kapítuli.

    Passe-partout verður þess fullviss, að hann hafi nú loks hlotið það hlutskifti, er hann hafði lengi þráð.

    PASSE-PARTOUT vissi eitt augnablik ekki alminnilega, hvaðan á sig stóð veðrið. »Það veit hamingjan, að eg hef séð skepnur maddömu Tussands alveg eins fjörugar eins og nýi húsbóndinn minn er«.

    Skepnur maddömu Tussands voru allar úr vaxi, og þær vantaði að eins talgáfuna.

    Á þeim stutta tíma, sem Passe-Partout hafði verið í návist Mr. Foggs, hafði hann veitt húsbónda sínum nákvæma eftirtekt. Hann virtist vera hér um bil fertugur að aldri, og var fríður sýnum; hár var hann og vel vaxinn, ekki of feitur. Hann hafði ljóst hár og skegg, bjartleitar augabrýr, nokkuð fölt andlit og mjallhvítar tennur. Það sýndist hvíla sérstök rósemd yfir honum, sem er eiginleg þeim mönnum, sem meira eru gefnir fyrir verk en orðmælgi. Hann var stiltur, hæglyndur og glöggsýnn, alger fyrirmynd þessara rólegu Englendinga, sem menn hitta svo oft á Stórbretalandi, og sem Angelica Kauffmann hefir lýst svo dásamlega. Menn fengu ósjálfrátt þá hugmynd um Mr. Fogg, að hann væri í algerðu jafnvægi, eins og ágæt stundaklukka, sem er prýðilega vel stilt. Hann var sannast að segja persónugerfing nákvæmninnar, og það var jafnvel auðséð á höndunum og fótunum á honum; því að því er eins varið með menn eins og lítilfjörlegri skepnurnar, að af útlimum þeirra má ráða vissar tilhneigingar þeirra.

    Phileas Fogg var einn af þessum nákvæmu mönnum, sem aldrei þurfa að hraða sér, ávalt eru búnir til alls, og fara sparlega með hreyfingar sínar. Hann gekk jafnvel aldrei einu skrefi of langt; hann fór jafnvel styztu leiðina; hann leit aldrei á neitt að óþörfu, né leyfði sjálfum sér neina líkamshreyfing, sem var ofaukið. Enginn hafði nokkurn tíma séð hann í geðshræringu. Honum mundi síðast af öllum mönnum hafa dottið í hug að flýta sér, en hann kom jafnan nógu snemma. Hann lifði alveg út af fyrir sig og féll svo að segja hvergi inn í stillingar félagslífsins. Hann vissi, að lífinu er samfara töluverður árekstur; og með því að áreksturinn tefur ávalt fyrir því, að menn komist áfram, þá rak hann sig aldrei á neinn.

    Af Jean, sem kallaði sig Passe-partout, er það að segja, að hann var Parísarmaður í húð og hár. Hann hafði verið fimm ár á Englandi sem þjónn heldri manna, og allan þann tíma hafði hann leitazt við að fá húsbónda líkan Mr. Fogg, en ekki tekist það fyrri en nú.

    Passe-partout var ekki einn af þessum oflátungs-spjátrungum, sem láta mikið yfir sér, en eru ekkert nema ósvífin flón; hann var gæðagrey, geðslegur á svip, með nokkuð þykkar varir, sem jafnan voru við búnar að hirða mat sinn eða henda koss; höfuðið var góðlátlegt og hnöttótt, einmitt þess konar höfuð, sem hver maður vill á vini sínum vita. Hann var ljós-bláeygur, vel í holdum, vöðvamikill og all-rammur að afli. Hárið bar hann nokkuð þyrilslega. Og eins víst og það er, að marmaramyndasmiðir fornaldarinnar kunnu að haga hári Minervu á 18 ólíka vegu, eins víst var það, að Passe-partout kunni að eins að hagræða hári sínu á einn veg, og það var með þremur hárgreiðu-dráttum upp á við.

    Vér viljum engar spá-getur að því leiða, hvernig Mr. Fogg mundi hugnast að eðlisfari Passe-partouts. Það var spurning, hvort Passe-partout væri einmitt sá maður, sem slíkum húsbónda mundi geðjast að. Reynslan ein gat skorið úr því. Eftir að hann hafði verið á þessum flækingi fyrra hluta æfi sinnar, hlakkaði Passe-partout nú til hvíldarinnar.

    Hann hafði heyrt að orðtaki gerða reglusemi og ró enskra herramanna, og hann hafði því farið til Englands til að leita þar gæfu sinnar; en alt fram að þessu hafði lánið ekki leikið við hann. Hann var búinn að reyna sex vistir, en gat í engri þeirra unað. Í öllum þessum sex stöðum hafði húsbóndinn annaðhvort verið dutlungafullur, eigi reglubundinn í háttsemi eða flögrandi og óstöðugur, og átti þetta illa við Passe-partout. Síðasti húsbóndi hans hafði verið hinn ungi lávarður Longsferry, M. P.; hann hafði eitt kvöld verið á túr í Haymarket og komu lögregluþjónarnir heim með hann á herðum sér um morguninn. Passe-partout vildi um fram alla muni geta borið virðingu fyrir húsbónda sínum, og leyfði sér allra-virðingarfylst að finna að þessu við húsbóndann; en honum var tekið það illa upp, og sagði hann þá upp vistinni. Það var um þessar mundir, að hann heyrði að Phileas Fogg vantaði þjón, og bauð hann sig í þá vist. Svona gentlemaður, sem var reglusemin sjálf í öllu sínu dagfari, var aldrei úti á nóttunni, ferðaðist aldrei, var aldrei nokkurn tíma daglangt að heiman – það hlaut að vera húsbóndi eftir hans höfði; svo hann bauð honum þjónustu sína, og hún var þegin eins og vér höfum séð.

    Þannig vék því við, að þegar klukkan var hálf-tólf var Passe-partout vita-aleinn í húsinu í Saville Row. Hann tók þegar að kanna húsið hátt og lágt. Alt í þessu húsi var í svo skipulegri reglu, svo alvarlegur, nærri því púrítanskur blær á öllu, að honum geðjaðist að hið bezta, Honum fanst húsið eins og ljómandi falleg skel utan um snigil; en það var snigil-skel uppljómuð og hituð með gasi og svaraði einkar-vel tilgangi sínum. Hann fann brátt herbergi það, sem honum var ætlað í að búa, og líkaði það vel. Með rafurmagnsbjöllum og togleðurspípum mátti gefa merki sín á milli og mælast við úr herbergi hans og herbergjunum niðri. Á arin-hyllunni stóð rafurmagnsstundaklukka, sem gekk nákvæmlega upp á sekúndu í samræmi við klukku í svefnherbergi Phileas Foggs.

    » Þetta er einmitt það sem á við mig«, sagði Passe-Partout við sjálfan sig.

    Í herberginu tók hann einnig eftir auglýsingu, sem fest var upp á vegginn rétt uppi yfir klukkunni. Þetta var skrá yfir hans daglegu skyldur. Var þar upp talið hvert viðvik, sem hann átti að gera frá því kl. 8 á morgnana – Mr. Fogg fór ávalt á fætur kl. 8 – og þar til hálfri stundu fyrir hádegi að Mr. Fogg fór að heiman til að snæða morgunverð í Framfaraklúbbnum. Á skránni var alt upp talið: te og steikt franzbrauð kl. 23 mínútur yfir 8; rakstrarvatnið kl. 7 mínútur yfir hálf-níu; að hjálpa húsbóndanum við að klæða sig kl. 10 mínútur yfir hálf-tíu, og svo framvegis. Og svona var alt uppskrifað og öllu niður raðað frá kl. hálf-tólf, að hin staka reglusemis-fyrirmynd, Mr. Fogg, fór út, og til miðnættis, að hann lagðist til svefns. Passe-partout settist glaður í bragði við að lesa tímaskrána og reyna að læra hana utan að.

    Fataskápur Mr. Foggs var fullur af fatnaði og alt í prýðilegustu röð og reglu. Sérhverjar buxur, sérhvert vesti, sérhver frakki hafði sína einkunnar-tölu, og svo var skrá yfir allan fatnaðinn, þar sem hver leppur var talinn upp með sinni einkunnartölu, og var dagsetning aftan við hverja flík, sem sagði til, hvenær hana skyldi nota, alt eptir árstíðunum. Það voru meira að segja til varabirgðir af skóm og stígvélum.

    Þegar hinn nafnfrægi, en óreglusami Sheridan hafði átt þetta hús, þá hafði það verið musteri regluleysis og hirðuleysis; nú ríkti þar einveldi regluseminnar. Ekki var þar nein lestrarstofa né neinar bækur, enda hefði það verið óþarft fyrir Mr. Fogg, því í Framfaraklúbbnum voru 2 lestrarsalir. Í svefnherbergi hans var lítill skápur úr járni fyrir peninga og verðmæt skjöl, og var hann svo vandlega og rammlega gerður, að eigi máttu þjófar né eldur granda. Engin voru skotvopn í húsinu né neitt annað af vopna tagi, og bar alt þess vott, að eigandinn væri friðsamur maður og hæglátur.

    Þegar Passe-partout hafði skoðað alt í húsinu í krók og kring, neri hann saman höndunum af gleði, ánægjubros lék um andlitið og hann sagði við sjálfan sig:

    »Þetta líkar mér; þetta er það sem við mig á. Við skiljum hvor annan til fullnustu við Mr. Fogg. Hann er fyrirmynd af reglusömum manni, – hrein maskína! Já, mér er svo sem ekki mikið á móti skapi að hafa maskínu fyrir húsbónda«.

    III. Kapítuli.

    Greinir frá samtali, sem líkindi eru til, að muni verða all-kostnarsamt fyrir Phileas Fogg.

    PHILEAS Fogg fór að heiman á slaginu kl. hálf-tólf; og er hann hafði stigið hægra fæti fram fyrir vinstra fót fimm hundruð sjötíu og fimm sinnum,

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1