Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Munkafjarðarklaustur: sagnir frá Lapplandi
Munkafjarðarklaustur: sagnir frá Lapplandi
Munkafjarðarklaustur: sagnir frá Lapplandi
Ebook113 pages1 hour

Munkafjarðarklaustur: sagnir frá Lapplandi

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þetta rit Jens Andreas Friis var þýtt yfir á íslensku af Birni G. Blöndal. Fjallað er um menningu og sögu Lapplands. Bókin kom út á norsku árið 1884 og byggir á rannsóknum Friis á Lapplandi. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728421062
Munkafjarðarklaustur: sagnir frá Lapplandi

Related to Munkafjarðarklaustur

Related ebooks

Reviews for Munkafjarðarklaustur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Munkafjarðarklaustur - Jens Andreas Friis

    Munkafjarðarklaustur: sagnir frá Lapplandi

    Translated by Björn G. Blöndal

    Original title: Klosteret i Petschenga

    Original language: Norwegian

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1884, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421062

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Myllnusteinninn.

    Eigum við ekki að ferðast langt norður eftir? Norður á Íshafs-strendur, þar sem lágnættissólin skín? Norður á strendur rússneska Lapplands, sem fáir þekkja enn?

    Þar nyrðra er enn þá margt og mikið, sem ókunnugt má heita öllum mönnum. Enginn skrifað um það og enginn reynt það.

    Þar hefir enginn fiskimaður fæti stigið. — Straumþungar stórár, fagurólgandi hyljir rétt undir fosshrynjandanum, er enn þá ósnert af laxveiðamönnum, stöngum þeirra og flugubeitum.

    Enginn hefir verið þar á vötnunum með net eða vörpu. Þaðan af síður urgað allan botninn fram og aftur með óþokkans ádrættinum.

    Ekki hefir nokkur veiðimaður komið þangað. — Héra greyið hoppar þar og stekkur eins óhræddur eins og hann væri í sjálfum aldingarðinum Eden. Og þarna á þessum slóðum hafa hlíðar og ásar aldrei bergmálað af lúðurþyt veiðimanna, glammi hunda, byssusmellum og drápsópum.

    Seinast þegar eg var staddur þarna norður frá, þá var það eitt sinn að kvöldlagi klukkan eitthvað 11 og glaðasólskin þó, að eg sat úti hjá Finna einum eða Finnlappa. Bærinn hans stóð á árbakka, og eg skal nú rétt bráðum segja meir af ánni. Á sólskinsbletti hinum megin árinnar og á gróandi grösum sá eg alt í einu 5 eða 6 gráleit dýr. Þau hlupu þar fram og aftur og létu sem ekkert væri. Eg hélt, að það væri kindur, og spurði Finnann, hvort það væru kindurnar hans.

    „Kindur, sagði Finnurinn, „nei, það eru ekki kindur, það eru Jenesíe, það eru hérar!

    „Einmitt það, datt mér í hug. „Það yrði meiri lætin, það yrði skárra hundaglammið ef nokkrum veiðihundum frá Kristjaníu, grimmum og fráum, væri slept hérna!

    Það er ótrúleg héramergð í stöku árum, og síðla dags, svona kl. 11, og þegar alt er „kyrt og rótt" og sólin er enn á lofti, þá koma hérarnir og hoppa og skoppa. Eftir því að dæma, ætti að sleppa veiðihundunum á þá um sama leyti og þeim er sigað heim sunnar betur.

    Ekki skortir heldur rjúpur eða hrossagauka. En það er nú sama. Rjúpurnar og gaukarnir hafa aldrei kynst veiðihundum, hvorki einum né neinum, og þekkja ekkert til þess, þegar þeir læðast áfram, snusandi og hnusandi og staðnæmast svo alt í einu með gapandi gin. — Nú! — það hafa víst ekki farið nein ósköp af bleki til þess að skrifa um þær fáu manneskjur, sem hafast hér við, og kjör þeirra. Og þó er hér til staður sá, sem að mörgu leyti er merkur vegna sagna og menja. Það var rétt af hepni, að eg komst á snoðir um það, og getur góðfús lesari séð það af því, sem á eftir kemur.

    Jæja! Við förum þá fyrst til Finnmerkur, og þegar við komumst norður til Hammerfest, þá megum við ekki gleyma því, að leita rússneska konsúlsins þar, til þess að fá „passa" eða vegabréf, vegna þess að við þurfum að komast inn í hið stóra og volduga rússneska ríki. Það er ágætt, ef við kunnum eitthvað í rússnesku, því að allir Finnar þeir, sem Rússum lúta, kunna það má nokurnveginn. Við komumst svo frá Vaðsö til Elfarness á Suður-Varangri með gufubát, og ef við erum vel heppin, þá getur skeð, að við fáum að sjá einhver hvalfangarann skjóta hval á leiðinni.

    Frá Suður-Varangri getum við svo farið fótgangandi 3—4 mílur og erum þá komin áleiðis. En þetta er líka hægt að fara sjóveg, aðra leið, og það vil eg heldur. — Ef við erum t. d. þrír saman, veiðimaður, fiskimaður og grasafræðingur, þá getum við á góðum áttæringi flutt alt með okkur, sem hugann lystir, svo sem tjöld, rúmföt, vistir og veiðarfæri. Við getum siglt eða róið, eftir því, sem veðri hagar. Við getum líka „rent á leiðinni og dregið voða-stóran þorsk eða löngu, og þau taka dálítið öðruvísi í en „blóðseyðin í Kristjaníufirðinum. Annars er ráðlegast að vera ekki með handfæri eða öngultauma frá Kristjaníu, vegna þess, að þar norður frá verða öngultaumarnir að vera jafngildir handfærunum, sem tíðkast suður í Kristjaníufirði. Ef við fáum gott leiði og erum ekki að tefja okkur á því að skjóta fugla, þá getum við komist áleiðis á einum degi. Við förum þá fyrir odda eða annes, sem nefnt er „Norðmannasetur", enda hafa Norðmenn átt þar nýlendu fyrr á öldum. Því næst beygjum við til suðurs og inn í fjörð eigi allstóran. Nefna Rússar hann Petsjenga, en Norðmenn Munkafjörð. Okkur verður ósjálfrátt að taka eftir seinna nafninu, en þó að við skimum í allar áttir, þá sjáum við hvergi merki til munka, eða að þeir hafi þar nokkurn tíma verið. Báðum megin fjarðarins eru fallegir, öldumyndaðir ásar, klæddir birkiskógi, en auðir og tómir. Við getum ekki komið auga á nokkra mannlega veru. Þar sést enginn reykur stíga í loft upp til merkis um að hér sé nokkur heimkynni manna. Þegar inn í fjörðinn kemur, gengur austur úr honum vík og er fremur aðkreft til fjarðarins. En rúm er hún, djúp og breið um sig innan til og er þar hin ágætasta höfn fyrir báta og stærri skip og ekki ísum bundin. Vík þessi eða höfnin sjálf er nefnd Pakkhús vík og bendir nafnið til þess, að hér hafi áður bygð verið. Ekki sjást þó neinar menjar pakkhúsa fremur en munka í firðinum, eins og áður er sagt.

    Við förum fram hjá lítilli á, sem kölluð er Trifonsá, og bendir það nafn á löngu liðna viðburði; svo komum við í sjálfan fjarðarbotninn og fellur Petsjengá þar út í fjörðinn. Þar eru fáeinir Finnar búsettir og leigjum við af þeim sinn bátinn hver, samskonar báta, sem hafðir eru á ám í Finnmörku. Þeir eru langir og mjóir og líkjast mjög bátum í Hallingdalsá. Hefir því líkt straumlag framleitt líka báta. Við færum nú pjönkurnar okkar yfir í elfarbátana og komum þeim þannig fyrir í þeim miðjum, að við getum sjálfir setið eða legið útaf eftir vild. Svo leggjum við af stað og höfum 2 menn á hverjum bát, annan framm í og annan aftur í, og hefir hvor þeirra langa stöng eða stjaka í hendi. Okkur miðar vel upp ána, því að við ýtum undir ferjumennina, svo að þeir stjaka hver í kapp við annan upp og meðfram árbökkunum, sem vafnir eru fallegum, hvítstofnuðum birkitrjám. Hér og hvar glittir í einstaka furutré og er það biksvart til að sjá innanum ljósgrænt birkilaufið. Furutrjánum fjölgar, þegar lengra dregur til suðurs alt þar til við eygjum þéttan furuskóg lengst í suðri. Því að elfan kemur úr suðri, svo að okkur ber þess lengra til suðurs þess meir sem okkur miðar eftir henni.

    Þegar komið er einn mílufjórðung upp eftir ánni, þá ber fyrir okkur svo yndislegan blett, að öllum kemur saman um að lenda þar og tjalda um nóttina. Þar er flöt ein, nokkrum fetum ofar en vatnsborðið. Hún er slétt eins og fjalargólf, svo að auðséð er, að hún á upptök sín að rekja til árinnar. Hér og hvar eru gamlir trjárunnar, birki, ösp og reynir, en rjóðrin milli þeirra vafin grasi. Er það ekki ósvipað því, að þar hefði einhvern tíma í fyrndinni verið gróðrarstöð.

    Þaðan af flötinni eða sléttunni er útsýn góð yfir ána, sem rennur lygn og djúp rétt fyrir neðan okkur, út á fjörðinn til norðurs og lengst í suð-austri blánar fyrir snjókrýndum fjöllum. Það er tæpast unt að finna fegurri verustað, þótt leitað sé meðfram öðrum ám Finnmerkur.

    Næsta klukkutímann erum við önnum kafnir að reisa tjöldin, strá angandi birkikvistum á gólfið, breiða hreindýrafeldi þar á ofan og koma dóti okkar fyrir, alt eftir því, sem smekkur, geðþekni og hirðusemi hvers eins býður honum.

    Þegar þessu er lokið, þá heimsækjum við hver annan. Kemur þá næst til umræðu, hvað hafa skuli til kvöldverðar eða öllu heldur miðdagsverðar, því þar nyrðra dregst sá matmálstími oft fram undir miðnætti.

    „Nýjan lax," segir veiðimaðurinn.

    „Og rjúpu-unga," segir grasafræðingurinn.

    „Og ber í eftirmat," segir fiskimaðurinn.

    „Gengur lax upp í ána hérna?" spyr og einn ferjumanninn.

    „Jú, lax, segir hann. „Já eg hefði nú haldið það að laxinn gengi hingað upp eftir. Hann gengur margar mílur upp eftir, alt upp að Hérafossi. Lengra kemst hann ekki og þar er honum troðið saman eins og síld í tunnu.

    „Jæja! Upp með laxstöngina, hjólið, línuna og ífæruna, og svo upp í bátinn aftur!"Klukkan er átta að kveldi og það er nægur tími til að

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1