Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ívar hlújárn
Ívar hlújárn
Ívar hlújárn
Ebook176 pages2 hours

Ívar hlújárn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Ívar hlújárn er söguleg skáldsaga sem gerist á 12. öld á Englandi þegar enska þjóðin lýtur valdi Normanna. Hinn elskaði þjóðhöfðingi, Ríkharður ljónshjarta hefur verið handtekinn á heimleið sinni úr krossför. Svikuli bróðir hans, Jóhann prins, hyggst nýta tækifærið til að leggja undir sig landið og taka við konungsvaldinu. Þvert gegn vilja föður síns leggur riddarinn Ívar hlújárn upp í háskaför til að frelsa Ríkharð konung og freistast um leið til að fylgja forboðinni ást sinni á lafði Róvenu. Hér flétta rómantík og hetjudáðir ævintýralegan söguþráð sem endurspeglar menningu og tíðaranda miðalda. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 4, 2023
ISBN9788728449134
Ívar hlújárn
Author

Sir Walter Scott

Sir Walter Scott was born in Scotland in 1771 and achieved international fame with his work. In 1813 he was offered the position of Poet Laureate, but turned it down. Scott mainly wrote poetry before trying his hand at novels. His first novel, Waverley, was published anonymously, as were many novels that he wrote later, despite the fact that his identity became widely known.

Related to Ívar hlújárn

Related ebooks

Related categories

Reviews for Ívar hlújárn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ívar hlújárn - Sir Walter Scott

    Ívar hlújárn

    Translated by Þorsteinn Gíslason

    Original title: Ivanhoe

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1820, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728449134

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Í hinu fagra héraði milli Sjeffíld og Donkaster, sem fyrr á tímum var viði vaxið, voru Rósastríðin háð, endur fyrir löngu, en síðar urðu þessir skógar felustaðir hraustra útlaga, sem ensk þjóðkvæði herma margt um, og afrek þeirra.

    Í þessu héraði gerist saga vor, á tímum Ríkharðs Ljónshjarta, undir lok ríkisstjórnarára hans. Þessi þjóðhöfðingi var af göfugum ættum og frægur fyrir alla riddaramennsku og hugrekki. Hann hafði tekið þátt í einni krossferðinni og hlotið mikla frægð af, en síðan verið hertekinn af Hinriki VI. Þýzkalandskeisara.

    Og nú stundi enska þjóðin undir oki og ofríki hinna ráðríku aðalsmanna af Normannaættum. Með sigri Vilhjálms frá Normandí höfðu þeir steypt af stóli hinum fornu, engilsaxnesku konunga- og aðalsættum og allt vald var nú í þeirra höndum. Þeir gerðu gys að mótmælum enska ríkisráðsins, heimtuðu hlýðni og lotningu af Englendingum, og uku í sífellu herafla sinn í landinu, til þess að tryggja völd sín.

    Um þessar mundir var hinn samvizkulausi fantur, Jóhann, bróðir konungsins, að búast til að leggja undir sig landið og taka sér konungsnafn. Það var því ekki að furða, þótt enska þjóðin, sem tilbað Ríkharð Ljónshjarta, sem sinn sanna vin og verndara, lifði ennþá í voninni um, að hann losnaði bráðlega úr fangelsinu og sneri heim til lands síns.

    Sólin var að setjast. Í fallegu rjóðri í skóginum höfðu tveir menn staðnæmzt, til þess að hvíla sig. Hinn eldri þeirra var í óbrotnum fötum úr sútuðu hreindýrsskinni, eins og svínahirðar notuðu, og með ilskó bundna á fætur sér, með svínsleðurþvengjum. Yngri maðurinn var í rauðblárri treyju, einkennilega skreyttri. Bjöllurnar á húfu hans bentu til þess, að hann væri fífl, en þau héldu ríkismenn oft í húsum sínum á þessum tíma. Báðir höfðu hringa um hálsinn, og áletrun á þessum hringum gaf til kynna, að þeir væri þrælar höfðingjans, Sjóðríks hins saxneska.

    Umtalsefni þeirra var ok og ofríki Normannanna, og svínahirðirinn sagði:

    „Það bezta og ljúffengasta af matnum okkar er á borðum þeirra, og fallegu stúlkurnar okkar þeim til gamans, en hraustustu mennirnir okkar verða að berjast fyrir þá. Við höfum lítið annað eftir en rétt loftið, sem við öndum að okkur. Ert þú ekki á sama máli, Vembill?"

    „Víst er ég það, svaraði fíflið, „en gættu tungu þinnar, Gyrður. Ef eitt orð af þessu tali þínu bærist til eyrna Filippusar Illhugasonar eða Uxaskalla, yrðir þú hengdur upp í næsta tré.

    „Satt er það, svaraði Gyrður, „en nú er framorðið og við verðum að flýta okkur heim.

    Eftir stutta stund riðu nokkrir menn fram á þá félaga. Tveir, sem voru fyrir hinum, virtust vera af háum stigum. Annar þeirra bar klæðnað Sistermúnka, og Vembill þekkti, að þarna var kominn Ýmir ábóti, sem var frægur fyrir ágirnd sína og sællífi, og gerði lítið að því að halda boðorð múnkareglu sinnar.

    Hinn var grannur, sterkbyggður maður, harðlegur á svip. Hann bar einnig múnkaklæðnað, en undir honum mátti sjá á hringabrynju.

    Þessum tveim fylgdu tveir þjónar, kolsvartir á hörund og með hvíta vefjarhetti, svo að sjá mátti, að þeir voru upprunnir frá Austurlöndum. Ábótinn stöðvaði hest sinn og spurði:

    „Veiztu af nokkrum góðgum gististað hér á næstu grösum?"

    „Ef þér viljið eyða kvöldinu í iðrun, svaraði fíflið, „þá skuluð þér ríða áfram þennan stíg, til kofa guðhrædda einsetumannsins – en annars efast ég um, eftir útliti yðar að dæma, að sú sé ætlun yðar.

    „Sparaðu glósur þínar, skelmir, sagði einn af fylgdarliðinu, „og vísaðu okkur til húss Sjóðríks hins saxneska.

    „Vegirnir eru slæmir, sagði Gyrður, „og heimilisfólk Sjóðríks fer snemma í háttinn. Hvaða rétt hafið þér, auk þess, til að heimta gistingu af herra mínum?

    „Gerir þú gys að mér, þræll?" æpti brynjaði riddarinn og reiddi svipu sína á loft. En ábótanum tókst samt að afstýra öllu ofbeldi. Hann reið milli félaga síns og svínahirðisins og æpti:

    „Brjánn sæll, láttu ekki eins og þú sért að stjórna heiðnum Tyrkjum og Serkjum. Síðan sneri hann sér að Vembli og sagði: „Viltu vísa mér leiðina heim til Sjóðríks, vinur?

    „Sjálfsagt, yðar hágöfgi, svaraði fíflið. „Þér haldið áfram þessa götu, þangað til þér komið að krossmarkinu. Þaðan liggur gatan til hægri heim til Sjóðríks.

    Ábótinn þakkaði fyrir sig og síðan keyrðu reiðmennirnir hestana sporum og héldu áfram. – „Hvers vegna leyfðirðu mér ekki að berja fantana?" spurði riddarinn reiðulega.

    „Af því að það hefði komið af stað ófriði milli ykkar Sjóðríks. Þessi ríki óðalshöldur er stoltur og uppstökkur og frægur fyrir óvild sína til okkar Normanna – ekki sízt til hinna ríku nágranna sinna, Filippusar Illhugasonar og Uxaskalla."

    „Þú hefir vafalaust rétt að mæla. En mig langar nú mest til að hitta dóttur hans, sem er fræg fyrir fegurð sína."

    „Sjóðríkur er ekki faðir hennar, heldur frændi hennar og fjárhaldsmaður. En varaðu þig, því að hann gætir hennar svo vandlega, að hann rak sinn eigin son að heiman, af því að honum varð of tíðlitið til hennar."

    Nú voru ferðamennirnir komnir að krossinum, sem Vembill hafði sagt þeim frá. Það var orðið niðdimmt og ábótinn sagði, að þeim gæti orðið erfitt að komast leiðar sinnar í svona myrkri. En þá tóku þeir eftir manni, sem lá í hnipri við krossinn.

    „Ýttu við honum með lensunni þinni, skipaði hann einum af fylgdarmönnum sínum. „Það er hugsanlegt, að hann geti vísað okkur til vegar.

    Maðurinn þaut upp, og er hann var spurður vegar heim til Sjóðríks, svaraði hann:

    „Vegurinn er mjög slæmur, en hinsvegar nauðþekki ég hann, því að ég er uppalinn hér um slóðir. Ég er á sömu leið, og skal með ánægju gerast leiðsögumaður ykkar."

    „Þakka þér fyrir, en segðu okkur fyrst, hver þú ert."

    „Ég er pílagrímur, svaraði maðurinn, „og nýkominn frá Landinu Helga.

    Þeir héldu nú áfram leið sinni með pílagríminn í fararbroddi, og fóru gegnum skóginn, en sér til undrunar fóru þeir öfugt við það, sem fíflið hafði sagt þeim. Hinsvegar treystu þeir pílagrímnum betur en fíflinu og héldu áfram mótmælalaust. Brátt komu þeir í Rauðuskóga, sem var búgarður Sjóðríks, og sáu nú, að fíflið hafði reynt að villa þá.

    Þarna voru byggingar lágreistar en miklar um sig, og allt kring um þær var virkisgröf.

    Um það leyti, sem reiðmennirnir voru að nálgast bæinn, sat húsbóndinn í Rauðuskógum í sæti sínu í víðu, lágreistu stofunni. Hann var að neyta kvöldverðar síns við langt borð úr þykkum, óhefluðum fjölum.

    Sjóðríkur hinn saxneski var herðabreiður og sterklega vaxinn, opinskár og einbeittur á svip. Í kvöld var hann í illu skapi.

    „Hver fjandinn er orðinn af Gyrði og Vembli? Sennilega hafa þeir verið herteknir til þess að þjóna Normönnum. En ég skal hefna mín á þeim aðskotadýrum. Þeir halda, að þeir geti komið mér á kné. En þótt ég sé sonarlaus og einn míns liðs, skal ég sýna þeim, að ennþá er eitthvað eftir af mér. Ó, Vilfreður sonur minn! stundi hann, „ef þú hefðir aðeins getað stillt skip þitt, væri faðir þinn ekki einn síns liðs í elli sinni!

    Þessar hugleiðingar hans tóku skjótan enda, því að úti fyrir var blásið í horn.

    „Farið út að hliðinu, skipaði hann, „og aðgætið hver kominn er.

    Eftir skamma stund komu boð þess efnis, að Ýmir ábóti og Brjánn riddari, höfuðsmaður Musterisriddarareglunnar, biði við brúna með fámennu fylgdarliði, og beiddist gistingar um nóttina, þar eð þeir væru á leið til burtreiðanna í Askbæ.

    „Farðu og segðu þeim, að þeir séu velkomnir, sagði Sjóðríkur og bætti því næst við: „Stingdu gat á elztu víntunnuna, og settu bezta mjöðinn og tærasta aldinsafa á borðið. Normannahundarnir skulu ekki geta sagt, að engilsaxneskir bændur kunni ekki gestrisnisreglur. Látið síðan lafði Róvenu vita, að vér munum ekki búast við henni í kvöld, nema hún æski þess alveg sérstaklega.

    „Hún æskir þess áreiðanlega alveg sérstaklega, svaraði ein þernan fljótt, „því að hún vill alltaf heyra nýjustu fréttir frá Gyðingalandi.

    Sjóðríkur sendi hinni svörulu þernu illilegt augnagot og varð síðan hugsi, en skömmu síðar stóð hann upp snögglega, er vængjahurðunum var hrundið upp. Ábótinn og Musterisriddarinn gengu inn, og á eftir þeim fjórir húskarlar, er báru logandi kyndla.

    Sjóðríkur sté niður af sætispalli sínum og gekk þrjú skref í áttina til gesta sinna.

    „Mér þykir fyrir því, velæruverðugi ábóti, að heitstrenging bannar mér að ganga lengra til að fagna gestum eins og yður og þessum hrausta riddara hins helga Musteris. Afsakið einnig, að ég get ekki talað hina normönnsku tungu yðar."

    Ábótinn, sem var friðarins maður, hvenær sem honum var það í hag, sagði nokkur vingjarnleg orð til þess að sefa Sjóðrík hinn saxneska.

    „Ég mæli jafnan á frakknesku, sem er tunga Ríkharðs konungs og aðalsmanna hans, sagði Musterisriddarinn, „en ég skil ensku nægilega til þess að geta gert mig skiljanlegan innlendum mönnum.

    Sjóðríkur beit á vörina við þessa móðgun, en stillti þó reiði sína og bað gestina að setjast í tvö sæti, sem voru skör lægri en hans eigið sæti, og gaf síðan bendingu um að bera mat á borð.

    „Ég bið ykkur að taka til þakka óbrotinn mat," sagði hann við gestina. – Annars var ástæðulaust að afsaka máltíð þá, sem þarna var fram borin. Svínakjöt, tilreitt á ýmsan hátt, einnig alifuglar, rádýrakjöt, geita og héra, ennfremur ýmsar tegundir fiskjar og allskonar sætindi úr ávöxtum og hunangi voru þarna á borðum. Fyrir framan hvern höfðingjanna var silfurbikar, en á langborðinu voru geysistór drykkjarhorn.

    Um það bil er máltíðin skyldi hefjast, hóf brytinn snögglega sprota sinn og kallaði hátt: „Þögn! Þokið fyrir lafði Róvenu!" Þá opnuðust hliðardyr og lafði Róvena kom inn og í fylgd með henni fjórar þernur, og gengu með yndisþokka upp á pallinn. Enda þótt Sjóðríkur gæti ekki annað en séð, hvílík áhrif fegurð meyjarinnar hafði á riddarann, og kynni því illa, lét hann á engu bera, en reis á fætur til þess að taka móti frænku sinni.

    Með gamaldags virðingu og viðhöfn leiddi Sjóðríkur frænku sína til húsmóðursætisins, er var til hægri við hans eigið sæti.

    Allir risu úr sætum sínum og fögnuðu henni. Með yndisþokka svaraði hún þessari kveðju og settist við borðið. Áður en hún var setzt, hafði riddarinn hvíslað að ábótanum:

    „Þú hafðir rétt að mæla. Aldrei hefi ég augum litið fegurri konu."

    „Gættu þín,svaraði ábótinn. „Sjóðríkur hefir auga á þér.En Brjánn riddari, sem var vanur að fara eingöngu eftir eigin geðþótta, hafði ekki augun af hinni fögru, engilsaxnesku konu, og skeytti engu aðvörun vinar síns.

    Það var heldur engin furða, þótt hann yrði hrifinn af meynni. Hún var há vexti, og vaxin eins og bezt getur orðið, höfuðið fallega lagað og yfirliturinn óvenju bjartleitur. Skæru, bláu augun virtust geta skipað fyrir engu síður en beðið. Enda þótt mest bæri á mildinni í svip hennar, var það auðséð, að hún hafði sterkan vilja og var vön því að segja fyrir. Hún var ekki að ófyrirsynju af saxneskum konungaættum.

    Þegar lafði Róvena varð þess vör, að riddarinn starði þannig á hana, dró hún silkiblæju fyrir andlit sér. Sjóðríkur sá þetta, svo og ástæðuna til þess. „Herra Musterisriddari, sagði hann, „kinnar vorra engilsaxnesku meyja eru óvanar því, að krossfarar stari mjög á þær. „Sé svo, bið ég lafði Róvenu fyrirgefningar, svaraði hinn, „en lengra nær auðmýkt mín ekki. – Róvena lét eins og ekkert hefði í skorizt og ávarpaði nú riddarann: „Hafið þér góðar fréttir að færa frá Gyðingalandi? „Ekki aðrar en þær, að ég get staðfest orðróminn um vopnahlé við soldáninn.

    En nú tók Vembill fram í fyrir honum. Hann hafði setið á sínum venjulega stað hjá hundunum, að baki húsbóndanum, og öðru hvoru rétti húsbóndinn honum bita. Við hann mælti nú riddarinn: „Þú verður ekki ellidauðúr, fífl, ef þú segir mörgum álíka vel til vegar og okkur í kvöld."

    „Hvað heyri ég, þorparinn þinn, sagði nú Sjóðríkur, „vísarðu ferðamönnum á villugötur? Ég skal láta hýða þig, – þú ert bæði fantur og fífl. „Nei, nei, frændi, svaraði Vembill, „ég gerði ekki annað af mér en það, að fara handavillt á sjálfum mér, og sá, sem lætur fífl vísa sér veg, er sjálfur fífl. Til allrar heppni fyrir Vembil, kom smásveinn inn í þessu og tilkynnti að aðkomumaður væri fyrir dyrum úti. „Látið hann koma inn, og standa af sér óveðrið í nótt, sagði Sjóðríkur. Litlu síðar kom sveinninn aftur og hvíslaði í eyra húsbónda sínum: „Þetta er Gyðingur, sem nefnist Ísak frá Jórvík.

    „Hver fjandinn, sagði ábótinn, „á að hleypa villutrúarmönnum eins og Gyðingum hér inn? „Á Gyðingahundur að fá að koma nærri verndara hinnar heilögu grafar?" bergmálaði riddarinn.

    „Það virðist svo sem Musterisriddarar elski aurana Gyðinganna meir en félagsskap þeirra," sagði Vembill, því að það var á allra vitorði, að fátækir aðalsmenn leituðu oft til hinna ofsóttu en auðugu Gyðinga, til þess að fá peningalán.

    „Látum Ísak sitja hjá Vembli, sagði Sjóðríkur, „það fer vel á því, að fífl og Gyðingur séu sessunautar.

    „Fíflið mun geta víggirt sig fyrir Gyðingnum," svaraði Vembill og hélt á lofti svínakjötsbita. Hann vissi vel, að Gyðingar telja svínið óhreint dýr.

    „Þei, þei, þarna kemur hann," sagði Sjóðríkur. Og Ísak frá Jórvík var vísað inn, viðhafnarlaust.

    Hann hafði reglulegt og skarplegt andlit, arnarnef, grátt hár og sítt alskegg. Hann hefði getað heitið fríður, ef bogna bakið hefði ekki borið merki hatursins, sem þjóð hans hafði átt við að búa, kynslóð eftir kynslóð.

    Sjóðríkur sjálfur kinkaði kolli til Ísaks, kuldalega, og benti honum að setjast neðst á hinn óæðra bekk, en þar bauðst enginn til þess að þoka fyrir honum. Hann leit kringum sig, feiminn og biðjandi augum, en aðeins Pílagrímurinn, sem nú hafði lokið máltíð sinni við eldinn, aumkaðist yfir hann. Hann stóð upp og bauð honum sæti sitt.

    Síðan sá Pílagrímurinn fyrir því, að Gyðingnum væri borinn matur frá lágborðinu, en sjálfur gekk hann upp að háborðinu, þar sem húsbóndinn sat með hinum tignu gestum. Þeir töluðu um veiðar, en Róvena talaði við þernur sínar. Nú hóf Sjóðríkur upp bikar sinn: „Skálið við mig fyrir hinum ensku verndurum hinnar heilögu grafar. Hraustari riddarar munu hvergi finnast!" – „Já, fyrir

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1