Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Í Rauðárdalnum
Í Rauðárdalnum
Í Rauðárdalnum
Ebook451 pages9 hours

Í Rauðárdalnum

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan fjallar um ungan Íslending sem flyst til frænku sinnar í Winnipeg rétt fyrir aldamótin 1900. Hún ber nafn sitt af Rauðárdal (Red River Valley) í Manitoba, þar sem Winnipegborg er staðsett, en þar bjó töluvert af Íslendingum þegar bókin var skrifuð. Þetta er ævintýraleg spennusaga um fólk í furðulegum aðstæðum, en er þó skrifuð af einlægni og innsæi um mannlega hegðun.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728240489
Í Rauðárdalnum

Read more from Jóhann Magnús Bjarnason

Related to Í Rauðárdalnum

Related ebooks

Related categories

Reviews for Í Rauðárdalnum

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Í Rauðárdalnum - Jóhann Magnús Bjarnason

    Í Rauðárdalnum

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1942, 2022 Jóhann Magnús Bjarnason and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728240489

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Vini mínum oǵ velǵjörðamanni

    Jóhannesi P. Pálssyni, M.D.,

    tileinka éǵ þessa söǵu

    með virðinǵu og þakklætu

    J. M. B.

    FYRRI HLUTI

    FYRSTI ÞÁTTUR

    I.

    Skakka húsið.

    Það var síðla dags þann 28. júnímánaðar 1883, að ég kom til Winnipeg. Ég hafði verið fimm sólarhringa á leiðinni austan frá Nýja-Skotlandi, þar sem ég hafði átt heima í átta ár. Ég var sextán ára gamall, einn míns liðs, þekkti engan í Winnipeg og átti þar engan að, nema frændkonu mina, Sólrúnu að nafni, sem ég hafði aldrei á æfi minni séð. En henni hafði ég skrifað áður en ég lagði af stað frá Halifax, og ég vissi, að hún, að öllu forfallalausu, mundi mæta mér á járnbrautarstöðinni í Winnipeg þenna dag.

    Nú var ég kominn til Winnipeg — til hinnar ungu framfaraborgar í hinum frjósama Rauðárdal — til höfuðborgar hins víðáttumikla, kostasæla, en strjálbyggða Norðvesturlands í Canada — borgarinnar, sem menn úr ýmsum löndum streymdu til í þúsunda tali, og sem Íslendingar í Vesturheimi höfðu þegar gjört að höfuðbóli sinu. — Mig hafði lengi dreymt unaðsfulla drauma um þessa borg, þó ég ungur væri, hafði gjört mér margar glæsilegar vonir um hana og hafði lengi þráð að sjá hana og eiga þar heima, og ég bjóst við, að verða þar ríkur og ætlaði að una þar allt til daganna enda.

    En Winnipegborg var á þeim árum tnjög tilkomulítil í samanburði við það, sem hún er nú. Hún var þá á gelgjuskeiðinu — að visu framúrskarandi stórvaxin eftir aldri og bráðþroska, en fremur sviplítil og óséleg ásýndum. Nú er hún búin að ná miklum þroska, stærri svip, meiri fegurð, meiri fullkomnun, og hún á óefað eftir að verða ein hin allra glæsilegasta stórborg í Vesturheimi.

    Ég man glöggt eftir því, hvað mér brá í brún, þegar ég kom til Winnipeg, því að þar var allt á annan veg en ég hafði búizt við, allt annar svipur á öllu, en ég hafði í fyrstu ætlað. Það hafði komið þar steypiregn þenna dag, og var rétt að stytta upp, þegar ég steig út úr vagninum. Einhver deyfðarsvipur hvíldi þar yfir öllu, að mér virtist, vatnið lak enn í stórum dropum af þakinu á vagnstöðvaskálanum, sem var fremur ósélegt timburhús og næsta ólikt hinni veglegu höll, sem nú stendur þar. Strætin voru forug og blaut, og stórir leðjupollar voru hér og þar — jafnvel á sjálfu Aðalstrætinu. Menn og skepnur, sem fóru um göturnar, voru með ótal leirslettum, og hin límkennda Rauðárdalsleðja loddi við fæturna og hlóðst og hnoðaðist utan um hófana á hestunum og stígvélin á fólkinu, svo að tilsýndar leit það út, sem allir þrömmuðu áfram á þungum þrúgum og með ógurlegustu erfiðismunum. Allar gangstéttir með fram götunum voru úr plönkum, en hvergi sást steinstétt. Og þessar gangstéttir voru víða svo mjóar, að tveir menn gátu trauðla gengið samsíða eftir þeim, og á mörgum strætum, jafnvel inn í miðjum bænum, voru alls engar gangstéttir komnar. Og húsin voru víða strjál og lág og ekki alstaðar í beinni röð með fram götunum — ekki einu sinni á Aðalstrætinu og Portage Avenue. Að austanverðu á Aðalstrætinu, alla leið frá C. P. R. vagnstöðinni og suður í Logan Avenue, sem þá var kallað: Logan Street, voru aðeins litlir, lágir, kollhúfulegir timburkofar — og sumir þeirra stóðu spölkorn frá gangstéttinni. En víða í sundunum á milli þessara kofa voru tjöld, sum hvít og nýleg, sum röndótt, og önnur bleik fyrir elli sakir, eða mórauð, eða flekkótt og veðurbarin. Í flestum af þessum tjöldum voru seld aldin og svaladrykkir og ýmislegt glingur. Rétt fyrir norðan járnbrautina, en beint á moti vagnstöðinni, voru steinkolabingir, og þar fyrir austan stóðu nokkrir borðviðarhlaðar og eldiviðarstaflar, og allt í kring voru hinir einkennilegu timburkofar (shanties) og hin litlu, hvítu, röndóttu og bleiku tjöld. En suður á Aðalstrætinu, og eins á Princessog King-strætum, voru að sjá háreistar byggingar, sumar úr múrsteini, aðrar úr timbri — sumar þegar fullgjörðar, en aðrar voru enn í smíðum.

    Þannig kom Winnipeg mér fyrir sjónir, fyrst þegar ég kom þangað. Þessi töfraborg dagdrauma minna, þessi fagra Eldorado, sem ég hafði reist á hinar mörgu, glæsilegu framtíðarvonir mínar, var þá eftir allt saman ekki svipmeiri en þetta. En þrátt fyrir það var hún ákaflega stór eftir aldri, var að leggja undir sig allt svæðið milli Rauðár og Assiniboine-àrinnar, allt frá Kildonan til Armstrongs-tanga, teygði fingurna vestur á grassléttuna, steig skessuskrefum í áttina til framfara og þjóðþrifa, og gaf góðar vonir um að verða með tímanum mikil borg og fögur. Þær vonir hafa þegar rætzt — og meira en það. Hver mundi hafa trúað því, vorið 1883, að Winnipeg yrði eftir tæp þrjátíu ár það, sem hún nú er orðin?

    Fáum mínútum eftir að ég steig út úr vagninum, var allt samferðafólk mitt horfið, ekkert af því var íslenzkt, svo að ég vissi. Ég var vist eini Íslendingurinn, sem kom til Winnipeg þann dag. Sumt af fólkinu fór fótgangandi út í bæinn með vinum sínum og vandamönnum, sem komið höfðu til að mæta þeim, nokkrir voru fluttir burt í leiguvögnum (cabs), en flestir lögðu af stað með ökumönnum hinna ýmsu hótela. Þessir ökumenn höfðu stöðvar sínar, þegar járnbrautalesta var von, þétt við vesturendann á vagnstöðinni, og strax og lestin kom, gengu þeir fram á gangstéttina fyrir norðan og hrópuðu óaflátanlega, hver í kapp við annan. Einn nefndi þetta hótelið og annar hitt, eins hátt og röddin leyfði. Ég man eftir því, að þá voru nefnd nokkur hótel, sem síðan hafa annað hvort breytt um nöfn, eða alveg hætt að vera til, eins og til dæmis: Grand Union Hotel, Hasting’s House, Davis House og Gable Hotel.

    Ég var nú orðinn einn eftir af öllu ferðafólkinu og skimaði í aliar áttir til að vita, hvort ég sæi ekki einhverja konu, sem útlit hefði fyrir að vera íslenzk. En þar sást engin kona á ferð. Þær fáu konur, sem staðið höfðu á vagnstöðvarstéttinni, þegar ég kom, voru nú allar horfnar. Frænka mín hafði áreiðanlega ekki verið á meðal þeirra. Að visu hafði ég aldrei séð hana, en ég hafði oft heyrt henni lýst og trúði ekki öðru en ég mundi þekkja hana, ef ég sæi hana. Mér hafði verið sagt, að hún væri lítil vexti, með ljóst hár mikið og dálítið skarð í hökuna. Þetta fannst mér nægilegt til þess, að ég gæti þekkt hana. En hún átti að þekkja mig á því, að ég hafði stórt ör á vinstri kinninni og var hár vexti eftir aldri, en fremur grannur og holdskarpur.

    Svo leið nokkur stund, að frænka mín kom ekki, og ég fór að hugsa um, að ég skyldi biðja umsjónarmann vagnstöðvarinnar að visa mér á einhvern Íslending. Því að gæti ég náð tali af Íslending, var ég viss um að geta fundið frænku mina. En töluna á húsi hennar vissi ég ekki og ekki heldur nafnið á strætinu, sem hún bjó í, því að hún hafði aldrei getið um það í bréfum þeim, er hún hafði skrifað mér, enda voru þá ekki komnar tölur á húsin í Winnipeg, nema á stöku stræti. En ég vissi, að hús frænku minnar var á Point Douglas og allnærri ánni.

    Rétt í því að ég ætlaði að fara að gefa mig á tal við umsjónarmannn vagnstöðvarinnar, tók ég eftir því, að lítil kona gekk meðfram járnbrautinni að austan og stefndi til mín. Hún gekk rösklega og þreklega, og vaggaði ofurlítið og sló út hægri handleggnum með köflum, eins og hún væri að banda einhverju frá sér. Þegar hún kom nær, sá ég, að hún hafði ljóst hár, sem var rétt í þann veginn að byrja að hærast. Í hökuna var ofurlítið skarð, augun voru stór og skær, en margar rákir í augnakrókunum og nokkrar hrukkur í kinnunum. Hún leit út fyrir að vera um fimmtugt. Ég vissi strax, að þetta var Sólrún frænka min. — Hún gekk rakleitt til min, heilsaði mér á íslenzku og rak að mér rembings koss.

    „Ég hefði þá verið steinblind, ef ég hefði ekki þekkt þig — jafnvel á meðal margra þúsunda, sagði hún, „því að þú ert eftirmyndin hans afa þíns sáluga. Ég hélt samt, að þú værir ekki orðinn alveg svona hár, en ég bjóst við, að þú værir dálítið þreknari. — Þú verður nú að fyrirgefa, hvað ég kem seint. En lestin kom fyrr en mig varði, og svo var dálítið annað, sem tafði mig.

    Ég bað hana að tala ekki neitt um það, en gat þess, að ég væri því feginn, að vera kominn til Winnipeg og búinn að finna hana.

    „Við skulum nú leggja strax af stað heim til mín, sagði hún, „en hugsaðu ekkert um farangur þinn fyrr en í fyrramálið.

    Og svo lagði ég af stað með frænku minni og hélt á töskunni minni í hendinni. Við héldum fyrst austur með járnbrautinni nokkurn spöl og beygðum svo norður að ánni. Og frænka mín gekk svo hratt, að ég átti fullt í fangi með að geta gengið henni samsíða. Og ekki var hún heldur þegjandi á leiðinni, var alltaf að fræða mig um eitt og annað, sem mest laut að hinni miklu atvinnu, sem þá var í Winnipeg, hinu háa kaupgjaldi og stöðugu fólkseklu.

    „Nú erum við komin á Gladstone-strœti", sagði hún allt í einu, „og þarna sérðu skakka húsið, þar sem ég á heima." Og hún benti á stórt hús, sem stóð á árbakkanum.

    „Af hverju er það kallað skakka húsið?" sagði ég.

    „Af því að það hallast ofurlítið," sagði frænka mín, „en ég kann þar undur vel við mig, því að áin er svo nærri, og húsaleigan er ekki mjög tilfinnanleg í samanburði við það, sem hún er annars staðar. — Ég hefi þar til umráða fjögur herbergi uppi á loftinu. Við Anna mín fluttum okkur þangað snemma í vor. Hún vinnur á daginn í þvottahúsi rétt fyrir sunnan vagnstöðvarnar, en ég þvæ föt heima hjá mér fyrir ýmsa hér í nágrenninu, og þar að auki sel ég þremur mönnum fæði. — Já, þeir eru allir íslenzkir bordmennirnir minir."

    Litlu síðar vorum við komin að skakka húsinu. — Það stóð á Rauðárbakkanum og örskammt fyrir norðan „gasmylnuna" gömlu á Point Douglas. Það var eitt af allra elztu húsunum í borginni og hafði einu sinni verið glæsilegt gistihús, eða hôtel, og hét þá „The Buffalo" (Visundurinn). En árið 1882, þegar Rauðá flæddi yfir Point Douglas, skekktist það töluvert og var jafnan kallað „skakka húsið" eftir það, og úr því var lítil rækt við það lögð. Það var allstórt timburhús, tvílyft, með flötu þaki, og hafði í fyrstu verið málað hvítt, en var orðið bleikt og ósélegt á síðari árum. Það stóð þarna um mörg ár, eitt og afskekkt á Rauðárbakkanum, eins og strandað hafskip, þögult og skuggalegt. Það var eins og skuggi þess væri svartari en skuggar annarra húsa — eins og vindurinn hefði þar lengsta viðdvöl og hvini þar ömurlegast — eins og norðaustan rigningarnar leituðu þar mest á, og fyndu þar alstaðar smugu — eins og hrímið yrði þar meira á rúðunum en á öðrum gluggum, — og það var eins og snjóskaflarnir yrðu bæði stærri og þéttari þar umhverfis en annars staðar. — Og þó að borgin stækkaði ár frá ári með geysihraða, teygði sig langt vestur á sléttuna og færði sig yfir allan Point Douglas, og húsin yrðu alltaf þéttari og þéttari meðfram hverju stræti, þá var eins og allir forðuðust lengi vel að byggja nærri þessu einverulega, veðurbarða, skakka húsi. Það var rétt eins og allir hefðu ímugust á því, vildu byggja sem allra fjærst því og ganga sem sjaldnast fram hjá því, hvernig sem á því stóð.

    Skakka húsið minnti alltaf á skakka turninn í Pisa. Það minnti lika á eyðihús, sem fengið hefir orð á sig fyrir reimleik, því að hús þetta átti sér sögu — að nokkru leyti sanna, og að sumu leyti osanna — sögu um kynlega atburði, sem gjörzt höfðu innan veggja þess á fyrri árum, þegar flestir hvítir menn í Rauðárdalnum voru æfintýramenn og hetjur. En saga sú var aldrei rituð og er nú fáum kunn.

    Húsið sneri í norður og suður, og voru flestir gluggarnir á þeirri hliðinni, sem vissi að ánni. Aðaldyrnar voru á suðurstafninum, en á norðurstafninum að utan lá stigi með handriði upp á loftið. Undir hálfu húsinu var kjallari, sem í fyrstu hafði verið djúpur, en var nú hruninn saman og aldrei notaður. Að utan mátti skríða í tveim eða þremur stöðum inn undir húsið (undir aurstokkana) um holur, sem höfðu komið af völdum flóðsins vorið 1882, og enn var ekki búið að fylla þær upp eða byrgja þær. Og vindurinn blés þar inn undir gólfið, stundi þar og veinaði ömurlega og hélt oft vöku fyrir fólkinu, sem bjó þar uppi á loftinu. En niðri í húsinu bjó aldrei neinn, eftir að það skekktist, þar var neglt fyrir alla glugga og dyrnar harðlæstar.

    Við frænka mín gengum upp á loftið í skakka húsinu. Það brakaði og brast í stiganum, sem lá upp á veggsvalirnar eða pallinn fyrir framan dyrnar, þar sem farið var inn, og handriðið titraði, þegar á það var stutt. Eftir endilöngu loftinu lá mjór og skuggalegur gangur. Öðru megin við hann voru sex herbergi og fimm hinum megin. En á milli annars og þriðja herbergis að sunnan, og þeim megin við ganginn, sem herbergin voru aðeins fimm, var bil nokkurt, á að gizka tiu feta breitt. Þar hafði áður legið stigi upp á loftið úr ganginum niðri, en nú var búið að negla fjalir yfir uppgönguna, og ýmislegt rusl var nú geymt þar í skotinu. Þar var dálítill gluggi á þakinu, og inn um hann lagði alla þá birtu, sem lýsti upp ganginn, þegar herbergin voru aftur.

    Allt virtist benda á, að lítið væri um hús þetta hirt. Gangurinn hafði auðsjáanlega ekki verið hvítþveginn í langa tíð. Kalkið var jafnvel hrunið úr veggjunum hér og þar, en þar sem það var ekki hrunið, voru gular rákir og sprungur og smáblettir um það alstaðar. Og hurðirnar fyrir herbergjunum voru flestar af sér gengnar, annað hvort var læsingarjárnið bilað, eða húnninn brotinn, eða eitthvað annað að. Ég þóttist strax sjá, að hér byggju eingöngu fátæklingar, og að húsaleigan mundi vera sérlega lág. Enda komst ég brátt að því, að svo var í raun og veru. Allir, sem áttu þar heima, voru nýkomnir til þessa lands. Þar var fátækt daglaunafólk — sumt af því, ef til vill, hálfgjörð olnbogabörn mannfélagsins — menn og konur, sem að líkindum, á einn eða annan hátt, höfðu liðið skipbrot vona sinna og á ættjörð sinni farið halloka í hinni endalausu baráttu, sem háð er um hvern einasta brauðbita.

    „Þetta eru nú herbergin mín," sagði frænka mín. Hún benti á fjórar dyr vinstra megin við ganginn, þegar inn var gengið. Svo sýndi hún mér öll herbergin. Þau voru öll fremur hreinleg og björt, og gluggarnir vissu að ánni. En kalkið á veggjunum var víða brostið, og dottið burtu í stöku stað. Eitt af þeim fjórum herbergjum var svefnstofa þeirra mæðgnanna, annað var notað sem eldhús,búr ogþvottahús,hið þriðja var borðstofa og setustofa, og í hinu fjórða sváfu mennirnir þrír, sem voru þar á fæði hjá Sólrúnu — mennirnir, sem hún kallaði „borðmennina" sína.

    „Klukkan er nú orðin hálfsex," sagði frænka mín, „ég verð að flýta mér að búa til kvöldmatinn, því að borðmennirnir mínir koma bráðum heim."

    Að fáum mínútum liðnum var hún búin að hafa fataskipti, kveikja upp eld í hitunarvélinni og farin að tilreiða kvöldverðinn. Hún vísaði mér til sætis í eldhúsinu; og þó að hún hefði í ótal mörgu að snúast og væri á stöðugri ferð fram og aftur um herbergið, þá var hún alltaf að tala við mig á meðan. Hún sagði mér frá tildrögunum, sem lágu til þess, að hún og maðurinn hennar sálugi rifu sig upp frá góðu bùi á Íslandi vorið 1874 og fluttust til Kinmount í Ontario, og hvernig það atvikaðist, að þau fluttust þaðan aftur árið eftir til Nýja-Íslands. Hún sagði mér um allar þær miklu hörmungar, sem fyrir hana komu þau tvö ár, sem hún dvaldi þar í bjálkakofa langt inni í skóginum. Þar missti hún manninn sinn og báða drengina sína — alla úr bólunni. Og hún sagði mér, hvernig hún fór að því að komast þaðan í burtu með Önnu litlu dóttur sína og fara til Winnipeg, hvernig hún í fyrstu, eftir að hún kom þangað, hafði orðið að brjótast áfram, til þess að þær gætu lifað, og hvernig hún að lokum hefði yfirstigið allar þrautir og væri nú búin að leggja svo mikið fé til hliðar,að hún gæti innan skamms fest kaup á lítilli bæjarlóð á Point Douglas. — Hún sagði, að Anna væri nú komin á átjánda árið, væri efnileg og heilsugóð og ynni fyrir dágóðu kaupi. — Hún sagði mér lika ýmislegt um mennina, sem voru á fæði hjá henni, — sagði, að þeir væru allir sérlega vænir menn og ráðvandir, að einn þeirra héti Kjartan og ynni við smíðar þar skammt frá; annar héti Björn og ynni við sögunarmylnu nálægt Louisebrunni, — og að hinn þriðji héti Arnór og ynni hér og þar.

    „Hann er ofurlítið undarlegur, hann Arnór, sagði frænka mín; „en hann er frómur og skikkanlegur, og þér mun falla hann vel í geð, þegar þú ferð að kynnast honum.

    Þegar klukkan var orðin sex, og gufuvélarnar í mylnunum voru að blása, var frænka mín að breiða dúkinn á borðið, og kvöldverðurinn var til. Litlu síðar komu borðmennirnir hennar heim frá vinnu sinni, og Anna nokkru þar á eftir.

    Mér var sérlega starsýnt á þessu menn, því að þó þeir væru landar mínir og hefðu engin veruleg líkamslýti eða neina óvenjulega kæki, þá voru þeir samt í mínum augum nokkuð sérkennilegir og frábrugðnir þeim fáu Íslendingum, sem ég hafði kynnzt austur í Nýja-Skotlandi. Ég sá, að Kjartan var allmikið snyrtimenni. Fötin fóru honum einkennilega vel og voru hrein, þó að hann kæmi úr vinnu, og strætin væru forug. Hann hafði um hálsinn hvítan „stífaðan" kraga og blátt hálsknýti. Og fas hans og framkoma lýsti því, að hann fann töluvert til sín og vildi hafa á sér heldri manna snið. Hann var hvorki hár né þrekinn, en hann var fallegur í vexti, dökkhærður, með dálítið yfirskegg, vel snúið. Hann var þunnleitur nokkuð og úteygður og var à að gizka rúmlega hálf-þrítugur að aldri. Þegar hann kom inn, tók hann samanbrotið dagblað upp úr vasa sínum og lagði það á borðið og fór svo að þvo sér með mestu vandvirkni.

    Björn var á líkum aldri og Kjartan, en þeir voru mjög ólíkir að flestu leyti. Björn var meðalmaður á hæð, ákaflega þrekinn og jafnbola, bjartur á brún og brá, kringluleitur og rjóður í kinnum, glaðlegur og meinleysislegur. Allar hreyfingar hans báru þess ljósan vott, að hann var friskur og karlmenni að burðum. Hann næstum hljóp við fòt, þegar hann kom heim frá vinnunni um kvöldið, og var að sjá alveg óþreyttur, en vann þó erfiðasta verkið í mylnunni. Hann var í bláum strigafötum, og það lagði megnan svitaþef af honum, þegar hann kom inn.

    En útlit og framkoma Arnórs var á allt annan veg. Hann var á tvítugasta árinu, hár og grannvaxinn, með ljós-jarpt hár og stór, grámórauð, dreymandi augu. Hann var ekki ófríður sýnum, en fremur heilsuleysislegur var hann og niðurlútur. Einhver dularkenndur raunablær hvíldi yfir öllu andlitinu, einhver undarleg ókyrrð var á taugum hans, og augun lýstu einhverjum óljósum kvíða og ístöðuleysi. Og samt var eitthvað það við hann, fannst mér, sem bar vott um miklar gáfur og gott hjarta. Hann var áreiðanlega, eins og frækna mín hafði sagt mér, „ofurlítið undarlegur," eða ekki eins og fólk gjörist flest. — Hann er lika aðal-hetjan í þessari kynlegu sögu.

    Þannig voru þá borðmennirnir hennar frænku minnar útlits, — en af ónefndum og gildum ástæðum ætla ég ekki að geta um það, hverra manna þeir voru, eða hvaðan af Íslandi. Þeir Kjartan og Björn höfðu þegar tekið sér ensk viðurnefni, því að það gjörðu margir Vestur-Íslendingar á þeim árum og gjöra það enn í dag, og var þeim það varia láandi, því að íslenzku nöfnin flest létu mjög illa í eyrum, þegar þau voru bořin fram af hérlendri alþýðu. Og þó að sum viðurnefni Íslendinga vestan hafs þyki afkáraleg og ekki vel íslenzk, þá eru mörg af þeim, að mínum dómi, mjög falleg og vel við eigandi í þessu landi.

    Þegar allir höfðu þvegið sér og greitt, og Kjartan var búinn að látá á sig nýjan kraga og nýtt hálshnýti, var tekið til snæðings, og var ýmislegt talað á meðan við sátum undir borðum. Það var Kjartan, sem mest hafði til að segja, því að hann las ensku og keypti morgunblaðið á hverjum degi, og virtist hann hafa mikið yndi af því að segja frá ýmsu, sem blaðið gat um. Um það leyti var fátt um íslenzk blöð í Vesturheimi, því að Framfari var þá liðinn undir lok, og Leifur rétt nýbyrjaður að koma út.

    „Hvernig féll þér nú við verkstjórann þinn í dag, Björn minn?" sagði Kjartan, þegar hann var nýsetztur.

    „Ágætlega, sagði Björn, „hann vann sjálfur með mér um tíma eftir hádegið og kallaði mig í hverju orði frœnda sinn "

    „Kallaði hann þig frænda sinn?" sagði Anna, „nú, honum þykir þá eitthvað ofurlítið vænt um þig."

    „Já, hann kallaði mig frænda sinn í hverju orði, þegar við vorum að hlaða saman eikarbjálkunum."

    „Ómögulega getið þið þó verið skyldir," sagði frænka mín og hellti tevatninu í bollana.

    „Hann hefir bara sagt það í spaugi," sagði Kjartan.

    „Nógu var hann þó alvarlegur, þegar hann sagði það, — og það rann og bogaði af honum svitinn," sagði Björn.

    „En hvernig sagði hann það?" spurði Anna.

    „Já, hvernig sagði hann það á ensku?" sagði Kjartan.

    „Nú, hann sagði bara: ,My friend! My friend!‘ Og hann sagði það í hverju einasta orði."

    Allir brostu, nema Arnór.

    „En enska orðið friend þýðir á íslenzku vinur," sagði Anna, „hann hefir verið að kalla þig vin sinn, af því að honum hefir þótt þú vera duglegur."

    „Á! Þýðir friend bara vinurì" sagði Björn. Hann hafði dvalið aðeins tiu mánuði í Iandinu. „Jæja! sagði hann, „einu gildir. — Ég vil lika heldur vera kallaður vinur en frændi. Og hann brosti eins og lítill drengur, sem þykist góður fyrir sig.

    „En munið þið ekki eftir manninum, sem ég var að segja ykkur frá á laugardaginn var?" sagði Kjartan.

    „Já, var það ekki hnefaleikamaðurinn mikli, sem þú sagðir, að hefði kjálkabrotið tyrkneska tröllið? sagði Björn og skar kraftalega í sundur kjötstykkið á diskinum sínum. „Ég hefði, svei mér, haft gaman af að horfa á svoleiðis leik!

    „Nei, sagði Kjartan, „það var maðurinn, sem hljóp í burtu með dóttur miljónamæringsins í New York. Það var getið um það í laugardagsblaðinu.

    „Á! Var það skollinn sá?" sagði Björn.

    „Ég man, að þú sagðir okkur frá því, sagði frænka mín og lét annan brauðdisk á borðið. „En náðust þau aftur?

    „Ja, það er nú saga að segja, sagði Kjartan. „En eins og þið sjálfsagt munið, þá var miljónaeigandanum það þvernauðugt, að þau næðu saman, því að pilturinn var víst fremur fátækur. Þá tóku ungu hjúin sig saman um að strjúka burtu úr New York og fara til Chicago og giftast þar. Og svo var það eina nótt í vikunni, sem leið, að stúlkan fór á dansleik með frænda símun. En rétt fyrir miðnætti gekk hún út til að kæla sig og kom aldrei inn aftur. Daginn eftir kom það í ljós, að pilturinn var lika horfinn frá heimili sinu og hafði ekki komið heim um nóttina. Nú var leitað að þeim durum og dyngjum, og símskeyti send í aliar áttir, en á laugardaginn var voru þau ekki fundin. Og gamli miljónamæringurinn var hamslaus af sorg og gremju.

    „En tóku þau nokkuð með sér af peningum karls?" spurði Björn.

    „Nei, þau voru ekki að hugsa um það, sagði Kjartan, „en daginn áður hafði stúlkan pantsett demantshálsfesti, sem hún átti, fyrir tólf hundruð og fimmtiu dölum.

    „Svo mikið hefði ég aldrei lagt í sölurnar, sagði Arnór, „og ég er viss um, að hún hefir tekið það nærri sér að látá frá sér festina.

    „Ástin er blind," sagði frænka min lágt.

    „En til hvers skrambans var strákurinn að hlaupa í burtu með stúlkuna, fyrst hann fékk ekki neina af miljónum karlsins með henni?" sagði Björn.

    „Jæja! sagði Kjartan og leit brosandi til Önnu. „Nú eru þau loksins komin í leitirnar.

    „Og harðgift, vona ég," sagði Anna.

    „Ekki er það nú alveg, sagði Kjartan íbygginn á svip, en það stendur til.

    Nú urðu allir að eftirtekt.

    „Svoleiðis var, hélt Kjartan áfram, „að pilturinn og dóttir miljónamæringsins fóru um nóttina um borð í hraðlest, sem ætlaði til Chicago, og komust þangað heil á húfi. En fregnin um það, að þau hefðu strokið var komin þangað löngu á undan þeim, og hvernig sem þau reyndu, þá fékkst enginn prestur til að gefa þau saman í hjónaband. — Einn góðan veðurdag komu þau svo aftur til New York, en voru þó ekki samferða. — Þegar stúlkan kemur heim, sættist hún undir eins við föður sinn og segir honum að pilturinn haf í brugðið föstu heiti við sig, þegar til Chicago hefði komið, og biður hún hann að hefja strax mál á hendur hinum unga svikara fyrir tryggðarof. Karl er mjög fús til þess og hyggur, að hann með þessu mòti geti hefnt sín á piltinum fyrir þá minnkun og skapraun, sem hann hafði orðið að þola. Hann lætur nú tafarlaust stefna piltinum og svo kemur málið í rétt. Í fyrstu játar pilturinn á sig sökina, og ekkert annað liggur nú fyrir, en að dæma hann til fjárútláta fyrir svik sin og pretti og miljónaeigandinn er næsta þungur í kröfum fyrir hönd dóttur sinnar. En þegar á réttarhaldið líður, býðst pilturinn allt í einu til að bæta fyrir brot sitt, með því að standa við hið fyrra loforð sitt og ganga að eiga stúlkuna, ef hún sé ennþá fús til að eiga hann. En stúlkan var auðvitað fús til þess, því að þetta var samantekið ráð þeirra, og lét hún málið falla niður, hvað sem faðir hennar sagði. Og karl varð að lokum að sætta sig við þetta og varð nauðugur að gefa það eftir, að þau ættust. En að líkindum hefir hann séð, að dóttir hans hefir beitt hann brögðum, og nagar hann sig nú í handarbökin fyrir heimskuna.

    „Hvaða grýti, sagði Björn. „Þau léku þar laglega á gamla skrögg.

    „Mitt álit er það, að dótturinni hafi farizt mjög óheiðarlega við föður sinn," sagði Arnór. Það voru fyrstu orðin, sem ég heyrði hann segja.

    „En henni var vorkunn, sagði Anna, „þar sem karlfauskurinn stóð svona stranglega á móti því, að hún ætti manninn, sem hún elskaði.

    „Og lék ekki guðsmaðurinn, hann Jakob, á föður sinn forðum?" sagði frænka mín og brosti góðlátlega.

    Nú varð þögn nokkra stund.

    „En vitið þið hvað! sagði Kjartan allt í einu. „Það var stolið úr búð á Aðalstrætinu í nótt, einhverntíma á tímabilinu frá klukkan tíu í gærkvöldi til klukkan fimm í morgun. Ég las um það í morgunblaðinu. Heyrðir þú ekki talað um það í dag, Arnór?

    „Nei," sagði Arnór og horfði hvössum augum á Kjartan.

    „Búðin, sem stolið var úr, er þó skammt frá byggingunni, sem þú vinnur við."

    „Sem ég vinn við?" sagði Arnór. Og ég sá, að hann skipti litum.

    „Já, sagði Kjartan, „og það var eitthvað af fatnaði, sem tekið var. Þjófurinn hafði farið inn í búðina um glugga, sem er nærri bakdyrunum. Það lítur út fyrir, að hann hafi verið þar nokkuð kunnugur. Og sumir geta þess til, að þjófurinn sé einhver af mönnunum, sem hafa verið að vinna þar í kring undanfarna daga. Einhver þóttist lika hafa orðið var við það í nótt, að maður í verkamannabúningi var á reiki í kringum þessa búð.

    „Maður í verkamannabúningi á reiki þar í kring?" sagði Arnór. Og mér sýndist hann fölna í framan.

    „Já, sagði Kjartan, „og það hafði litið út fyrir að vera ungur maður, hár og grannur.

    „Hár og grannur?" tautaði Arnór. Og ég tók eftir því, að hann svitnaði ofurlítið á enninu.

    „Og þeir halda, að það hafi verið útlendingur," sagði Kjartan og leit til Önnu.

    „Kannske þeir haldi, að það hafi verið Íslendingur?" sagði Björn. Hann hafði nú auðsjáanlega allan hugann á matnum, og renndi hýru auga til sætabrauðsins á borðinu.

    „Ekki veit ég það, sagði Kjartan, „en það er alveg eins vist.

    Mér sýndist hræðslusvipur breiða sig yfir andlitið á Arnóri, og bollinn hristist í hendinni á honum.

    „Láttu mjólk í tevatnið þitt, Arnór," sagði frænka mín.

    „Já, þakk! sagði Arnór, en hann lét þó ekki mjólkina í tevatnið. Svitinn brauzt út á enninu á honum, og ég þóttist sjá, að hann hefði ákafan hjartslátt. „Fyrirgefið! sagði hann allt í einu og færði sig frá borðinu.

    „Arnóri er illt," sagði frænka min.

    „Ó, nei!" sagði Arnór lágt og þurrkaði svitann af enninu.

    „Ég vona að þér hafi ekki orðið flökurt af að heyra þetta, sem ég var að segja, sagði Kjartan. „Þú þarft ekki að vera hræddur um, að þú verðir grunaður um að hafa brotizt inn í búðina á Aðalstrætinu, þó að þú hafir um tíma unnið þar nærri, og sért hár og grannur vexti, og þar að auki útlendingur.

    „Nei, þú þarft ekki að vera neitt hræddur um það, Arnór minn," sagði frænka mín blíðlega.

    „Ég er ekkert hræddur um það, sagði Arnór og brosti raunalega, „en samt getur grunur fallið á mig eins og hvern annan.

    „Blessaður vertu! sagði Kjartan, „sá, sem hefir góða samvizku, hefir ekkert að óttast. En þú ert alltaf svo hræddur og ímyndar þér allt mögulegt. Heldurðu kannske, að enginn útlendur verkamaður hér í Winnipeg sé hár og grannur, nema þú einn?

    „Enginn af þeim íslendingum, sem vinna nærri þessari búð, hefir það vaxtarlag, nema ég," sagði Arnór.

    „En enginn hefir sagt, að það hafi verið Íslendingur, sem sást í nótt á reiki nálægt búðinni, sagði Kjartan, „og þó að hann hefði útlit fyrir að vera útlendingur, þá gat það hafa verið hérlendur maður, þrátt fyrir allt og allt. Og svo er engin sönnun fyrir því, að það hafi verið þjófurinn, sem sást þar á ferð.

    „Oft fellur grunur á saklausa menn, sagði Arnór „og sé þjófurinn líkur mér í vexti, getur hann fengið einhvern kunningja sinn til að vekja eftirtekt lögreglunnar á mér.

    „En þó hann gjörði það, og grunur fèlli á þig, sagði Kjartan og hló, „þá getur enginn lifandi maður sannað það, að þú sért þjófurinn.

    „Við öll, sem hér erum, sagði frænka mín og studdi hönd undir kinn, „við öll, að undanteknum honum frænda mínum þarna, getum borið þér vitni um það, að þú varst hér heima hjá okkur, frá því að þú komst úr vinnunni í gærkvöldi, og þangað til að klukkan var hálf sjö í morgun. Þú mátt því vera alveg rólegur og hrinda þessari hugsun með öllu frá þér.

    Mér virtist glaðna ofurlítið yfir Arnóri við þessi orð frænku minnar, hann brosti, augun urðu skærari, hann dró djúpt andann, stóð upp og gekk hvatlega út úr borðstofunni.

    Máltíðinni var nú lokið. Þeir Kjartan og Björn fóru litlu síðar út í bæinn sér til skemmtunar, en Arnór gekk niður með ánni og settist þar á bakkann. Frænka mín fór að þvo upp af borðinu, eftir að hafa tekið sér fáeina bita af leifunum og drukkið einn bolla af tevatni.Á meðan sagði hún mér, að hún væri að hugsa um að láta mig sofa þar í borðstofunni um nóttina. Eitt af herbergjunum á loftinu sagði hún, að væri tómt Daginn eftir ætlaði hún að láta Önnu finna eiganda hússins og fá þetta herbergi til leigu, og þar átti ég að sofa framvegis og hafa þann af borðmönnunum hennar fyrir herbergisnaut, sem mér geðjaðist bezt að. Ég bað hana að hafa það allt, eins og hún teldi hentugast, en sagðist halda, að við Arnór mundum eiga bezt skap saman. Og frænka mín brosti blíðlega, og ég sá, að henni þótti vænt um, að ég tók Arnór fram yfir hina. Hún þóttist vita, að ég kenndi í brjósti urn hann.

    Og síðar um kvöldið gengum við Anna fram á árbakkànn. Arnór sat þar og horfði á vatnsfallið. Rauðá veltist þar fram, skolmórauð, straumhörð, þögul og þung eins og dauðinn. Nokkuð af lurkum og viðarrusli barst með straumnum, einkum nærri bakkanum, og einstaka stór trédrumbur flaut fram hjá lengra út á fljótinu. Og hér og þar á bakkanum stóðu berfættir drengir og karlmenn í háum stígvélum og voru að reyna að krækja í þessa lurka og þetta rusl og draga það upp á þurrt land, til þess að nota það síðar fyrir eldivið. Bakkinn hinum megin við ána var að sjá víða ávalur og grasi vaxinn. Þar voru menn og konur á skemmtigöngu í kvöldkyrrðinni, reikuðu þar fram og aftur og fóru hægt; og af og til barst hlátur ungra manna frá hinu dökkgræna skógarbelti fyrir austan. En á Louise-brúnni stóðu nokkrir menn, hölluðust fram á handriðið og horfðu á straumfallið í ánni. Og í kjarrinu, yzt á oddanum á Douglas-tanganum, sátu nokkrir unglingspiltar og biðu eftir ljósaskiptunum, svo að þeir gætu baðað sig í ánni alveg óáreittir. En við og við heyrðist þar samt dálítið skvamp, þó að enn væri vel bjart, og stundum kom eitt og eitt höfuð í ljós úti á ánni, fram undan oddanum, en hvarf aftur jafnharðan.

    Allt í einu heyrði ég, að gufubátur blés þar norður á ánni. Og fám mínútum síðar sá ég, hvar hann kom fyrir nesið, þar sem Redwood-brúin er núna. Það var lítið en fallegt skip, hvitt á lit, og hafði í togi stóran flutningsbát („barða) hlaðinn borðvið. — Anna sagði mér, að þessi gufubátur héti „Victoria, og að íslenzkir menn ættu hann, að skipstjórinn væri íslenzkur, að vélstjórinn væri íslenzkur, og að öll skipshöfnin væri íslenzk. Og borðviðurinn, sem var á „barðanur," var sagaður norður við Winnipeg-vatn, í mylnu, sem lika var eign Íslendinga, og mennirnir, sem unnu við þá mylnu, voru Íslendingar. — Og báturinn óx í mínum augum um allan helming, þegar ég heyrði þetta, og mér virtist hann mik lu fallegri og hraðskreiðari en áður, bara af því, að Íslendingar áttu hann og stýrðu honum að öllu leyti.

    Það var mjög fágætt á þeim árum, að Íslendingar í Ameriku væru annað en fátækir frumbýlingar í skóglöndum og einfaldir daglaunamenn. Winnipeg-Íslendingar unnu þá yfirleitt stritvinnu, báru múrgrjót og kalk (mortar) við flestar byggingar og mokuðu leðju og sandi. Þeir þóttu duglegir verkmenn og allra manna þolnastir og gátu sér góðan orðstír fyrir þrek og atorku. En smátt og smátt komu flestir þeirra ár sinni svo fyrir borð, með hyggindum og sparsemi, að þeir gátu hætt að vinna þunga erfiðisvinnu. Nú eru margir þeirra handverksmenn, aðrir vel metnir kaupsýslumenn og stórbændur, nokkrir skrifstofuþjónar og hálaunaðir embættismenn, og fáeinir hafa náð sæti á löggjafarþingum landsins. En aðrir útlendingar hafa tekið við rekunum og kalktrogunum af þeim og vinna stritvinnuna.

    Við Anna gengum eftir árbakkanum fram og aftur nokkra stund. Af og til gaf ég Arnóri gætur. Hann sat alltaf á sama stað og starði út á ána, en endrum og sinnum leit hann um öxl og horfði upp eftir strætinu, eins og hann ætti von á einhverjum úr þeirri átt. Ég þóttist vita, að honum liði illa, og ég kenndi í brjósti urn hann.

    „Er hann oft svona undarlegur?" sagði ég við Önnu.

    „Já, mjög oft, sagði hún. „Hann er svo hjartveikur og ímyndunarfullur, að það eru sönn vandræði. Hann vinnur aldrei á sama stað, nema örfáa daga í senn. Það má ekkert fyrir koma, svo að hann hlaupi ekki buřt úr vinnunni. En samt er það undarlegast, hvað hann hverfur oft.

    „Hverfur hann stundum?" sagði ég og leit stórum augum á Önnu.

    „Já, það er nú það, sem okkur þykir leiðinlegast af því öllu. Hann er stundum heila viku í burtu, og enginn veit neitt um hann."

    „Drekkur hann?" spurði ég.

    „Ekki höfum við orðið vor við það, sagði Anna, „en það getur skeð, að hann sé á drykkjutúr, þegar hann er í burtu. Samt er útlit hans með bezta móti, þegar hann kemur aftur, og það liggur við, að hann sé kátur um tíma á eftir. — Það var núna um miðjan þenna mánuð, að hann hvarf síðast. Hann fór seint um kvöld vestur í bæinn og kom ekki heim aftur fyrr en eftir fimm sólarhringa. Og hann hvarf tvisvar áður í vor — var þrjá daga burtu í annað sinn og næstum heila viku í hitt skiptið. Í hvert sinn, sem hann hefir horfið, hafa þeir Kjartan og Björn spurt um hann hjá Íslendingum, því að Kjartan þekkir alla íslendinga í bænum, og eins hafa þeir spurt um hann á lögreglustöðvunum, en enginn hefir vitað neitt um hann, enda þekkja hann fáir, því að hann kom til bæjarins í fyrrahaust.

    „En hafið þið ekki spurt hann, hvað hann hafi verið að fara, þegar hann hefir komið heim aftur?" sagði ég.

    „Jú, oft og mörgum sinnum, en hann segir aldrei neitt um það".

    „Á hann nokkur skyldmenni hér í Ameriku?"

    „Ekki hér í Winnipeg. En hann var um tíma í New York, eftir að hann kom að heiman, og þar getur einhver af ættingjum hans verið. Hann hefir samt sagt mömmu, að foreldrar sínir væru löngu dánir, en að hann ætti eina systur á Íslandi."

    „En borgar hann skilvislega fyrir fæðið og húsnæðið?" spurði ég.

    „Já hann greiðir æfinlega fyrirfram til fullrar viku".

    „Og hafið þið ekki minnstu hugmynd um, hvað hann er að sýsla, þegar hann er í burtu?" sagði ég.

    „Nei, ekki hina allra minnstu. En Kjartan getur þess til, að hann sé í einhverju leynifélagi og verði að fara suður til Bandaríkjanna við og við, til þess að vera á fundum þess."

    „Þetta er allt saman sérlega dularfullt og skrítið," sagði ég.

    „Já, alveg

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1