Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Gamla húsið
Gamla húsið
Gamla húsið
Ebook217 pages3 hours

Gamla húsið

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Norðarlega í Syðstuvík, í hlíðardrögum, standa tvö hús. Annað er fallegt, hvítt og nýlegt en í húsinu býr sýslumaður og Rúna dóttir hans ásamt strangri frænku sem sér um uppeldi Rúnu. Næsta hús við er gamalt og hrörlegt kot, sem þó er umvafið ást og í kotinu búa öldruð og fátæk hjón. Þau eiga eina dóttur sem flutti erlendis og nú hafa engin bréf borist frá henni um nokkuð skeið. Sýslumaðurinn er góður og sanngjarn, þá sérstaklega í garð nágranna sinna. Rúna er afskaplega forvitin um líf annarra í sveitinni, þá sérstaklega þeirra sem búa við fátækt, hún vill allt gera handa öllum og fá pabba sinn með í lið. Þegar hin dularfulla Dína Jockums kemur með skipi til Syðstuvíkur verða feðginin mjög forvitin um hana.En ekki eru allir í sveitinni þar sem þeir eru séðir. Leyndarmál og löngu gleymd tengsl krauma undir yfirborðinu þegar þessi leyndardómsfulli gestur tekur þátt í samfélagi Syðstuvíkur. En einn þorpsbúi með glöggt auga sveipir hulunni af ráðgátunni.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /html
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 27, 2023
ISBN9788728569207

Related to Gamla húsið

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Gamla húsið

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Gamla húsið - Guðrún Lárusdóttir

    Gamla húsið

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569207

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    SÝSLUMANNSDÓTTIR.

    Þorpið stendur í hlíðardrögum, norðanvert við fjörðinn. Húsin eru á víð og dreif upp eftir hlíðunum og meðfram sjónum, eins og þeim hafi verið dembt þar af handahófi. Flest eru lítil og óásjáleg, illa löguð, með alla vega viðbótum, sem minna einna helzt á stagbætta flík.

    Ofarlega í hlíðinni er þó eitt fallegt hús, sem laðar að sér augu þeirra, er um þorpið ganga. Það er hvítmálað, með ljósgrænum gluggum og dyra-umbúnaði, og girðing er umhverfis fagran, vel hirtan blómareit. Hvíta húsið stingur mjög í stúf við kotin í kring, og ókunnugir menn, sem koma í fyrsta sinn til Syðstuvíkur, spyrja undir eins, hver eigi snotra býlið í hlíðinni. Og það veit hvert mannsbarn í Víkinni.

    „Sýslumaðurinn á húsið. Sýslumaðurinn býr í húsinu."

    Þegar kveldsólargeislarnir skína á gluggaröð hvíta hússins, glóa þeir eins og skíragull. Þá er eins og ósýnileg hönd breiði töfrablæju yfir sýslumannssetrið, og þorpsbörnin hætta snöggvast að leika sér og fara að horfa á húsið, eins og þau hafi aldrei séð það fyrr og hrópa: „Sko! það Iogar í gluggunum! En blessuð sólin, sem elskar allt, sneiðir heldur ekki hjá rislægri kotunum. Henni er jafn ljúft að verma gamla húsið með hlýjum kveðjukossi, áður en hún hnígur til viðar, og börnin kalla hvert til annars: „Sko! það logar líka í gluggunum á gamla húsinu!

    En þegar þau minnast á gamla húsið, dregur skyndilega niður í þeim. — „Uss, höfum ekki hátt, — það er draugagangur í gamla húsinu!"

    Það slær þögn á hópinn, og hálfsmeykum augum er rent útundan sér í laumi á gamla húsið með skekkta stafna og hrörlegt þak, sem virðist tæplega muni standa af sér snarpa vindhviðu. En á litlu, grænu gluggarúðurnar slær fegursta gullslit. Gamla húsið er umvafið yl og ástúð kveldsólarinnar.

    Fyrir nokkrum árum var ekki önnur byggð í Syðstuvík, en fáeinir kotbæir umhverfis Víkina, sem þá var ábúðarjörð sjálfseignarbónda, er Jón hét Jónsson. En þegar hann lét af búskap, skiptu synir hans jörðinni á milli sín og seldu. Litlu síðar fékk Víkin kaupstaðarréttindi og tók smám saman þeim stakkaskiptum, að hefði Jón heitinn Jónsson litið upp úr gröf sinni, þá mundi hann tæplega hafa þekkt jörðina sína aftur. Þar sem kýrnar hans höfðu legið með sætu jórtri í grænum högum voru nú stígar og húskofar, og túninu hans var breytt í stakkstæði. Búskaparaðferðin hans var horfin úr sögunni. Nýir tímar fóru í hönd í Syðstuvík.

    Húsunum fjölgaði. Fólkinu fjölgaði. Það var komið kaupstaðarsnið á Syðstuvík. Og svo kom sýslumaðurinn. Hann keypti strax stóra lóð og byggði sér fallegt hús.

    Hann lét rækta væna túnspildu í kring um húsið, og gróðursetti blómagarð, sem vakti athygli Víkurbúa. En kotræksni er stóð á lóðinni fylgdi með í kaupunum. Það var alltaf nefnt „gamla húsið" til aðgreiningar frá nýja húsinu sýslumannsins.

    „Við rífum það í eldinn," sagði sýslumaðurinn.

    Gömul hjón höfðu átt heima í kotinu mest allan búskap sinn. Þeim leizt ekki á blikuna og fóru bónarveg að sýslumanni að rífa ekki húsið, á meðan þau þyrftu á jarðnesku húsnæði að halda.

    Gamla húsið var að vísu til mjög mikillar óprýði á lóð sýslumannsins, og skyggði talsvert á útsýnið frá nýja húsinu, en þegar Oddný gamla kom haltrandi heim til sýslumannsins og bar upp erindið fyrir sjálfa sig og mann sinn, hann Jóakím gamla, sem lá í kör, blindur og heyrnarsljór, þá gat sýslumaðurinn ekki fengið af sér að neita bón hennar. Við sjálft lá, að hann klökknaði undir blessunaróskum og fyrirbænum, sem gamla konan jós yfir hann.

    Sýslumaðurinn var léttur á brúnina, þegar hann horfði á eftir Oddnýju gömlu, er hún staulaðist aftur heim til sín. Ef hann hefði fylgt henni eftir eða skyggnzt inn í litla herbergið, þar sem Jóakín gamli kúrði í rúmfletinu sínu og beið þess, milli vonar og ótta, að konan hans kæmi með svarið, þá hefði sýslumaðurinn séð sjón, sem hann hefði seint eða aldrei gleymt. Þá hefði hann einnig séð, að í gamla húsinu voru verðmæti, sem ekki fást fyrir gull. Því að þar ríkti ást, eindrægni og trúnaðartraust, sem veitir hjörtum mannanna sannan frið.

    Oddný laut ofan að manni sínum og hrópaði í eyra hans:

    „Þá er ég nú komin aftur, elskan mín. Hann er blessaður maður, þessi sýslumaður. Hann hreyfir ekki við okkur í bráðina. Við megum vera hér kyrr. Guði sé lof!"

    Jóakím fálmaði eftir hönd konu sinnar og mælti með titrandi röddu:

    „Æ, góður Guð veri lofaður! — Það hlaut að vera! Ég bað Drottin minn um þetta. Hann hefur hlustað á kvakið mitt í meira en 80 ár og daufheyrist ekki við því, þegar ég er orðinn aumingi! Oddný mín, við skulum þakka honum þessa góðu gjöf."

    — — —

    Sýslumaðurinn stóð við gluggann, þegar lítil, ljóshærð stúlka gægðist brosleit inn fyrir hurðina.

    „Pabbi, má ég koma?" Röddin var skær og mjúk og snerti sýslumanninn eins og hlý vinarhönd.

    Hann leit við, og bros fæddist í augum hans, er hann rétti báðar hendur á móti henni.

    „Rúna mín! Já, komdu — vertu velkomin!" sagði hann með viðkvæmni.

    Hún hoppaði léttfætt inn eftir gólfinu og fól kollinn við brjóst hans, er hann settist með hana á legubekkinn og strauk hendinni um glóbjarta kollinn hennar.

    „Pabbi, hvaða gamla kona var þetta, sem fór áðan? Ósköp var hún illa búin! Er hún ekki voða skelfing fátæk, pabbi?"

    „Hún á heima í gamla húsinu hérna fyrir neðan," svaraði faðir hennar og kyssti um leið á gyllta hárið.

    „Í ljóta húsinu, þar sem krakkarnir segja, að draugarnir séu?" svaraði hún og horfði fast á föður sinn.

    „Já," svaraði hann.

    „Á hún ekki óttalega bágt, pabbi? Sástu ekki, hvað hún var í ljótum skóm, og hún á víst ekkert sjal, pabbi — — mig langar til að gefa henni eitthvað. Má ég það?"

    Það voru skær og fögur barnsaugu, sem horfðu á sýslumanninn, á meðan hún beið eftir svari hans.

    „Hvað viltu gefa henni, elskan mín?" spurði faðir hennar blíðlega.

    „Skó og sjal og — og blóm. Það er víst ósköp ljótt inni hjá henni. Má ég koma þangað, pabbi?"

    „Ég veit ekki, góða mína, það er kannske ekki vert, — við vitum ekkert, hvað gengur að gamla manninum."

    „Það er bara elli, sem gengur að honum, svaraði hún fullorðinslega. „Hún frænka segir það.

    Sýslumaðurinn brosti. „Já, ekki er það næm veiki, allra sízt fyrir þig, blíðan mín."

    „Má ég þá fara þangað, pabbi?" spurði Rúna og horfði sakleysislegu augunum á föður sinn.

    „Spurðu hana frænku þína um það, vina mín, ef hún leyfir þér það, þá máttu fara fyrir mér."

    Rúna litla smeygði sér úr fangi föður síns, hoppaði léttfætt yfir gólfið til dyranna og kinkaði kolli til hans brosandi í gættinni, áður en hún hvarf fram fyrir dyrnar.

    Hún hljóp í einum spretti inn ganginn, sem skipti húsinu eftir endilöngu og aðgreindi herbergin beggja megin. Gangurinn var lagður þykkri ábreiðu, og heyrðist eigi hið léttfætta fótatak litlu stúlkunnar.

    Innst í ganginum var hurð. Hjá henni staðnæmdist Rúna litla eitt augnablik, áður en hún drap hægt að dyrum. Hún lagði eyrað að hurðinni, gægðist snöggvast inn um skráargatið, lauk hurðinni því næst hægt upp og hélt um lásinn, á meðan hún leit inn fyrir. Herbergið var rúmgott og hátt til loftsins. Sólin skein inn um tvísetta gluggaröð og klæddi herbergið skæru geislaskrúði, sem glitraði fagurlega í fögrum og vönduðum húsmunum í herberginu. Litfagrar rósir teiguðu að sér yl sólargeislanna, og sendu þær frá sér sætan ilm, eins og þakkarfórn á altari lífsins og ljóssins. Hávaxnir pálmar vörpuðu kælandi skuggum á smágjörvar urtir, sem ekki þoldu hina heitu sólargeisla, og laufríkur vafningsviður vafði að sér fagrar myndir á þilinu gegnt gluggunum.

    Rúna litla þokaðist inn fyrir dyrnar og skimaði um herbergið, með svip og látbragði fullorðins manns, en þegar hún sá, að enginn var í herberginu, gekk hún djarflega inn eftir gólfinu.

    Þetta var herbergi frænku hennar. Hér mátti Rúna litla ekki snerta nokkurn hlut nema með hennar leyfi. En hér var margt að sjá! Frænka hennar hafði farið víða og átti margt fallegt og fágætt, sem Rúnu þótti mjög mikið til koma. Og þegar sem allra bezt lá á frænku, þá sýndi hún Rúnu minjagripina sína og sagði henni, hvaðan hver hlutur var. En þá lagði hún litlu stúlkunni oftast nær svo strangar lífsreglur um leið, að hún naut þess ekki nema til hálfs. Frænka átti meðal annars mikið af fallegum steinum. Rúnu litlu fannst þeir bera af flestu, sem hún átti. Sumir steinarnir voru svo einkennilegir, að þegar þeir voru bornir upp að augunum, var eins og sæi inn í uppljómaðar töfrahallir, aðrir báru alla regnbogans liti, aftur voru aðrir skuggalegir, eins og sæi ofan í hyldýpi. Já, frænka átti margt fallegt! Postulínskerin hennar og silfurbikararnir, fílabeinsöskjurnar og krystalsstjakarnir, allt voru þetta gersemar í augum Rúnu litlu.

    Rúna litla staðnæmdist á miðju gólfinu og renndi augunum á allt þetta, sem í hennar augum var ímynd þess, sem fegurst var og fullkomnast. Hún hélt að sér höndunum, til þess að vera alveg viss um að snerta ekki á neinu. Hún vissi vel, að frænku hennar var ekki um það gefið. Þannig stóð hún drykklanga stund í sömu sporum, eins og lítill ljósálfur innan um angandi blóm og bjarta sólargeisla. —

    Hvar var frænka annars? Hún hlaut að vera á næstu grösum, að öðrum kosti hefði hún lokað herberginu og tekið lykilinn úr skránni, — hún gerði það ævinlega, ef hún fór eitthvað í burtu.

    Rúna litla var í þann veginn að fara út, þegar hún heyrði málróm frænku sinnar álengdar. Hún var að tala við Soffíu, innistúlkuna. Rúna litla heyrði, að frænka sagði:

    „Hef ég ekki margsinnis sagt yður það, Soffía, að ég vil ekki hafa, að barnið sé að flækjast með krökkunum hérna? Þér eigið að muna það, sem ég segi yður!"

    Rúna litla heyrði ekki, hvað Soffía sagði, en svo tók frænka aftur til máls, og var enn háværari:

    „Það er engin afsökun, — alls engin." Og rétt á eftir kom hún. Hún var í svörtum flauelskjól, sem féll þétt að háum og þrekvöxnum líkama hennar, svört perlufesti glitraði um hvítan hálsinn og í eyrunum bar hún hringi af sömu gerð, sem hentust til, er hún gekk inn ganginn á silfurbrydduðum flauelsskóm, hraðstíg og hnarreist. Hún horfði hátt og hvasst upp fyrir gullspangargleraugun, og er hún kom auga á Rúnu litlu, sem sýndist svo ofur smá við hliðina á henni, sagði hún hvatskeytlega:

    „Því hefurðu hurðina opna, barn? Þú veizt þó, að ég hata opnar hurðir!"

    Rúna litla hallaði hurðinni aftur.

    „Og hvað ertu að gera hér inni, barn? spurði hún ennfremur. „Þú veizt, að ég vil ekki láta ganga um herbergið mitt, þegar ég er ekki viðstödd.

    „Ég ætlaði bara að tala dálítið við þig, frænka," sagði Rúna litla.

    „Einmitt það, sagði frænka og settist í hægindastólinn hjá pálmanum; hún hvíldi fæturna á útsaumuðum fótaskemmli, lagði handlegginn á stólbríkurnar og hallaði sér makindalega aftur á bak í stólinn. „Jæja, hvað var það þá, Rúna litla?

    „Ég ætlaði bara að spyrja þig, hvort ég megi ekki heimsækja gömlu hjónin í gamla húsinu, sagði hún hikandi og hálf-vandræðaleg. — „Hann pabbi segir —

    Frænka hennar greip fram í fyrir henni:

    „Pabbi segir auðvitað, að þú megir það! — Hvað ætli það sé, sem hann ekki leyfir þér? Já, hvað ætli það sé?"

    Röddin varð örlítið þýðari, er hún virti fyrir sér sakleysislega andlitið og blíðlegu augun, sem horfðu á hana.

    „Heimsækja gömlu hjónin — segirðu. — Oddnýju gömlu og Jóakím! — Hann liggur í kör, — hún er hölt og skökk af gigt. Og húskofinn þeirra er fullur af rottum! Heldurðu, að það sé nokkuð gaman fyrir þig, að koma til þeirra? Þú verður bara dauðhrædd, barn."

    Rúna litla brosti. Brosið var eins og sólarbros á björtum vordegi.

    „Nei, nei, frænka! Ég verð ekki hrædd. Á ég að segja þér? — Hún Oddný kom hingað í dag til hans pabba. Hún var að biðja hann um eitthvað — og pabbi gerði það víst, hún var svo glöð, þegar hún fór, — ég sá það — en frænka, ég sá líka, að hún hafði svo ósköp ljóta skó á fótunum, og hún hafði ekkert sjal, — ekkert nema ljóta prjónahyrnu á herðunum. Henni hlýtur að vera kalt, og hún er víst blaut í fætur, frænka — Rúna talaði með ákefð og gætti þess ekki, að hún var farin að brjóta upp á rósóttu silkiábreiðuna á borðinu, sem hún stóð hjá, en hún hætti því, er hún tók eftir augnaráði frænku sinnar. „— Og svo spurði ég hann pabba, hvort ég mætti ekki gefa henni skó og sjal — og blóm —. Rúna litla skotraði augunum til rósanna í gluggunum. — „Ég er viss um, að henni þætti gaman að fá blóm, og við eigum svo mikið af blómum."

    „Er það ekki eitthvað fleira, sem þig langar til að gefa þeim?" spurði frænka hennar kímileit.

    „Jú, jú, svaraði Rúna litla glaðlega. „Langtum fleira! Hún á sjálfsagt engar myndir á þilin hjá sér, og ekkert til að breiða á borðið sitt, og engan blómsturvasa undir blómin, sem ég ætla að gefa henni —.

    „Það verður býsna margt, sem þú færir henni, heyrist mér, sagði frænka hennar hlæjandi. „En hver á að leggja til peningana fyrir það?

    „Hann pabbi, svaraði Rúna litla einlægnislega, „og þú, frænka mín. Ég skyldi líka gefa henni peningana, sem hann pabbi minn gaf mér í gær, ef ég væri ekki búin að eyða þeim.

    „Svo pabbi þinn gaf þér peninga í gær, sagði frænka og varð allt í einu svo blíð á manninn. „Var það mikið?

    „Já, já, sagði Rúna litla. „Hann gaf mér 5 krónur og sagði, að ég mætti gera við þær, það sem ég vildi.

    „Já, já, svaraði frænka hennar. „Og þú hefur auðvitað keypt þér sælgæti, var ekki svo?

    „Nei," svaraði Rúna litla dræmt.

    „Hvað keyptirðu þá? Þú sagðist vera búin að eyða peningunum," sagði frænka hennar, og fór að rjála við festina um hálsinn á sér.

    „Ég keypti bara brauð," svaraði Rúna litla og horfði niður fyrir sig.

    „Brauð! hrópaði frænka. „Færðu ekki nóg að borða? Af hverju keyptirðu brauð?

    „Jú, frænka," svaraði Rúna litla og brosti ofur lítið. „Ég fæ nóg að borða. En sum börn fá ekki nóg að borða. Ég kom inn til hennar Lottu á Hóli í gær, og þau voru að drekka kaffið sitt. En þau fengu ekkert með því. Og ég spurði hana Lottu, hvort þau ættu ekkert með kaffinu, og Lotta sagði, að hún mamma sín ætti ekki einn eyri til að kaupa brauð fyrir, og svo hvíslaði ég að henni Lottu, að þau skyldu ekki drekka kaffið fyrr en ég kæmi aftur, og svo stökk ég til bakarans og keypti brauð fyrir alla peningana, sem pabbi gaf mér. — Þú hefðir átt að sjá, frænka, hvað þau urðu fegin! Lotta vildi svo endilega láta mig drekka kaffið með þeim."

    „Og þú gerðir það?" sagði frænka hennar.

    „Já, auðvitað. Ég mátti til."

    „Þess vegna hafðirðu ekki lyst á mjólkinni þinni í gær," sagði frænka í ströngum tón.

    „Ég var þá einmitt alveg nýbúin að drekka kaffið, sagði Rúna litla. „Bollarnir á Hóli eru svo fjarska stórir, bætti hún við.

    „Hvað heldur þú, að faðir þinn segi um þetta?" spurði frænka hennar og horfði á hana hvössum augum.

    Rúna litla leit ekki undan augnaráði frænku sinnar.

    „Ég sagði pabba það sjálf, sagði hún lágt. „Og hann sagði ekki neitt.

    „Það veit ég," sagði frænka hennar og hló við. „Auðvitað er það eftir honum! En ég segi, að slíkt og þvílíkt eigi ekki að koma fyrir, Rúna litla! Að þú, sýslumannsbarnið, sem hefur allsnægtir í heimahúsum, sért að borða brauð fátæklinganna hérna í kaupstaðnum! Þar að auki læt ég ósagt, hvað hollt það er fyrir þig. Það er ekki sagt, að það sé allstaðar farið svo þrifalega með matinn hjá þessu fólki."

    Rúna litla fór að kjökra. Hinn strangi málrómur frænku hennar skaut henni skelk í bringu.

    „Dæmalaus einfeldningur ertu alltaf, Rúna mín, sagði frænka hennar og hristi höfuðið. „Ég vil, að þér skiljist það, barn, að þú átt ekki að vera að troða þér inn í kofana hérna í kring. Þú lærir þar kannske siði, sem eru okkur hér öldungis ósamboðnir.

    Rúna litla var hætt að kjökra. Hún þerraði sér um augun með handarbakinu. Það var auðséð, að henni var talsvert niðri fyrir, er hún sagði, hægt og skýrt: „Ég læri alls ekkert ljótt á Hóli. Hún mamma á Hóli er góð við alla, og hún kennir börnunum sínum bara það, sem er fallegt."

    „Mamma á Hóli?" endurtók frænka hennar spyrjandi.

    „Já, ég kalla hana það. Hún segir, að ég eigi að kalla sig það!" svaraði Rúna litla einlægnislega.

    „Kallarðu hana þá mömmu þína eða hvað?" spurði frænka og röddin varð aftur hörð og köld.

    „Eins og hún Lotta,"

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1