Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Bræðurnir: saga fyrir unglinga
Bræðurnir: saga fyrir unglinga
Bræðurnir: saga fyrir unglinga
Ebook246 pages4 hours

Bræðurnir: saga fyrir unglinga

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Guðrún Lárusdóttir (1880-1938) er þekkt fyrir sögur með sterkan boðskap handa börnum, unglingum og fullorðnum. Bræðurnir er ein af lengri sögum hennar, hún er ætluð unglingum og var gefin út árið 1930. Sagan fjallar um lífsraunir tveggja stráka sem heita Axel og Jói. Jói er alltaf í grænni lopapeysu. Hann býr hjá Möllu prjónakonu við óvenjulegar fjölskylduaðstæður og er strítt mikið af bekkjarbróður sínum, honum Axel. Jói er hræddur við stríðnina og vill gera allt sem hann getur til að forðast Axel. Hann reynir að verða sér úti um öðruvísi peysu en Malla segir honum að Axel sé afbrýðisamur út í peysuna og neitar að gera aðra til að bægja burt stríðni. Strákarnir halda að þeir eigi ekkert sameiginlegt og eru nokkurs konar óvinir í bekknum. En þegar líður á söguna uppgötva þeir að líf þeirra eru samofnari en þeir gerðu sér grein fyrir áður. Þeir eiga eitthvað stórt sameiginlegt sem ristir djúpt í sál þeirra. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJun 13, 2023
ISBN9788728569276
Bræðurnir: saga fyrir unglinga

Related to Bræðurnir

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Bræðurnir

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Bræðurnir - Guðrún Lárusdóttir

    Bræðurnir: saga fyrir unglinga

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569276

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    ÓKUNNA STÚLKAN.

    Húsin skyggðu á litla steinbæinn hennar Möllu gömlu. Þau vörðu hann að miklu leyti fyrir útsynningsveðrum, en þau vörnuðu honum einnig sólar.

    Upphaflega stóð hann einn við lítt troðinn götuslóða; grasbalinn við suðurstafninn var þá ævinlega ýmist fullur af hálfsvöngum hestum eða háværum börnum, sem sinntu hvorki boði né banni gömlu konunnar, en ruddust vægðarlaust inn í kálgarðinn hennar, ef þeim bauð svo við að horfa, og hirtu ekki hót um, þó að Malla gamla væri nýbúin að setja kartöflur í hann eða sá rófunum. Þeim var það þó flestum kunnugt, krakkaöngunum, að fátt var henni kærara en kálgarðsholan, þar sem hún bjástraði sí og æ, þegar hún var að „hvíla sig frá prjónavélinni," eins og hún komst sjálf að orði.

    „Að þú skulir ekki vera vond við krakkana! sögðu nágrannakonurnar við hana oft og einatt. „Eins og þau fara með garðinn þinn og blettinn. En Malla gamla, sem hét eiginlega Marín Ingimarsdóttir, og var velmetin prjónakona, brosti fjarska góðlátlega og sagði: „Æ, nei, góðurnar mínar, það tekur því ekki, þau batna ekkert við það, og — öll höfum við börnin verið!"

    Því varð ekki mótmælt og þess vegna hélt Marín, að hún hefði borið hærri hlut; og þegar henni var bent á, hvernig hestarnir rótnöguðu litla, fallega grasblettinn hennar, svo að tæplega sást á honum stingandi strá, þá sagði gamla konan ekki annað en: „Blessaðir hestarnir!" Og það brá fyrir daufum glampa af horfnu æskufjöri í augum hennar um leið, því að einu sinni var Malla gamla ung og þá átti hún afbragðs reiðhest; Dreyri hennar var auðvitað dauður fyrir lifandi löngu, en það hafði margur klárinn notið hans hjá gömlu konunni, og hún fékkst ekki um, þó að þeir gæddu sér á stráunum á blettinum hennar.

    En svo var lögð gata yfir þveran blettinn og bráðlega risu húsin hvert af öðru umhverfis litla steinbæinn, svo að hann var því sem næst kaffærður innan um tví- og þrílyft steinhús, er hjálpuðust vel að því að bægja bezta vini gömlu konunnar frá henni. Það var sólin, sem Marín Ingimarsdóttir kallaði bezta vininn sinn. Og hún varð þunglyndari fyrst í stað, á meðan hún var að venjast viðbrigðunum. Sérstaklega saknaði hún morgunsólarinnar. Það var engin furða. Morgunsólin hafði kysst hana á vangann í mörg ár og breitt gullinn guðvef á fátæklegu rekkjuna hennar, svo að sjálfur kóngurinn átti ekki jafn fagurt áklæði. En Marín hafði vafalaust lært það hjá sólunni að sjá allt í björtu ljósi, og svo gerði hún enn, og þegar frá leið, taldi hún það alveg víst, að háu húsin mundu gera sér gott gagn með því að skýla kofanum sínum í óveðrum. „Hann er svo hvass, þegar hann er á útsunnan, sagði hún. „Og það er ekki alveg víst, að ég verði ævinlega svo eldiviðarbirg, en bærinn er orðinn fjarska hrörlegur.

    Þar að auki var henni það fremur þægileg tilhugsun að eiga dálitla fjárupphæð í fórum sínum, en hana hefði Marín ekki eignazt, ef gatan hefði ekki komið yfir blettinn hennar og húsin hefðu ekki verið byggð.

    „Er það ekki svona? sagði hún þa við sjálfa sig. „Það er eins og allt verði mér til góðs.

    Við ættum, held ég, að líta allra snöggvast inn í kofann til hennar. Ríkmannlegt er þar ekki, en það er mjög þrifalegt inni hjá henni. Rúmið hennar stendur öðrum megin við vegginn, uppbúið, með hlýlegri íslenzkri ullarábreiðu, sem kisu þykir notalegt að kúra á. Hjá glugganum stendur myndarleg prjónavél með skyggðum nálum, er skila drjúgum áfram vinnu sinni, þegar gamla konan dregur sveifina fram og aftur, hátíðleg í bragði.

    Meðfram hinum veggnum er fornlegur legubekkur með beinu trébaki, ómjúkur til að sjá, en hann hefur þó hvílt allmargan lúinn ferðamann, gamli bekkurinn, og Marínu þykir hann þarfaþing, „því ég get breytt honum í rúm, ef mér liggur á, segir hún stundum, „og Guði sé lof, mér hefur oft lánazt að skjóta skjólshúsi yfir mann og mann.

    Sízt mætti gleymast að minnast á skápinn við fótagaflinn á rúminu hennar. Hann er heldur ekki nýr eða nýlegur, en hafi bekkurinn hvílt lúna limi, þá hefur margur svangur nært sig á því, er gamli skápurinn hefur að geyma. Hann er eiginlega búrið hennar Möllu gömlu, og ofan á honum stendur þríkveikjan hennar.

    „Að þú skulir ekki fá þér gas í bæinn," segja vinkonurnar stundum við hana.

    „Gas! segir Malla gamla þá og skellir á lærið. „Hvað á ég að gera við gas? Haldið þið, að það sé betra en þríkveikjan mín?

    Kaffikannan stendur fín og fáguð við hliðina á þríkveikjunni, þær eru stallsystur, sem hafa tekið höndum saman að vera húsmóður sinni til gagns og gleði. Út við gluggann er strástóllinn hennar, henni var gefinn hann, þegar hún varð fimmtug, það er allra bezti stóll, og í hann leiðir hún gestina sína. Þar bíða börnin, sem eru send til hennar eftir prjónlesi, hún stingur rauðum kandísmola upp í þau, ef þau þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir, og kunningjakonurnar bíða þar rólegar eftir því að sjóði á bláa katlinum; presturinn sezt ævinlega í strástólinn, þegar hann kemur að gömlum vanda að bjóða Möllu gömlu gleðilegt sumar, og sjálf situr hún ætíð í strástólnum, á meðan hún er að lesa Jónsbókarlesturinn á sunnudögunum. Strástóllinn hennar Möllu gömlu innir hlutverk sitt vel af hendi.

    Það er komið kveld og hún hefur kveikt á lampanum. „Því læturðu ekki leggja rafmagn í bæinn, Marín? segja kunningjar hennar. Marín hristir höfuðið. „Það tekur því ekki, segir hún. „Ég er ánægð með olíuljósið, og lampinn minn er svo góður, hann lýsir mér og hann hitar mér."

    Þetta segir hún satt. Það er hlýtt inni hjá henni, þótt stormur og regn hamist úti og skvetti öðru hvoru regnskúrum á gluggann.

    „Nú væri súgur hérna inni, ef ekki væru húsin," tautar gamla konan. Það er ánægjuhreimur í röddinni og léttur svipur yfir andliti hennar, sem er fremur stórskorið og ófrítt, en við sjáum það ekki, af því að glaðlegur gæðasvipurinn hylur ævinlega lýti.

    Það sýður á katlinum. Marín stendur upp og teygir stirðnaða limi, hún hefur keppzt við í allt kveld, en þegar gufan lyftir ketillokinu, þá bregður hún við. Hún strýkur bandendana af köflóttu dúksvuntunni sinni og lagar þríhyrnuna á herðum sér, svo lítur hún á klukkuna á þilinu fyrir ofan rúmið, klukkan er orðin 11, og Marín verður steinhissa á sjálfri sér, að hún skuli ekki fyrir löngu vera búin að fá sér kaffisopa.

    Hún settist í gamla bekkinn með kaffikvörnina og fór að mala á könnuna, því að gamla konan hélt því fast fram, að þá fyrst fengist gott kaffi, þegar það væri bæði brennt og malað í heimahúsum.

    Hún var að hella upp á könnuna, þegar henni heyrðist vera drepið að dyrum.

    Hún hlustaði. Hver skyldi vera að koma svona seint? Nema það sé einhver frá henni frú Björgu að sækja sokkana? Tæplega þó í þessu veðri. — Aftur var drepið að dyrum ögn þéttara en áður. Og Marín setur frá sér ketilinn og röltir til dyra.

    Það var enginn í litla fordyrinu fyrir framan herbergisdyrnar, en þegar Marín lauk upp ytri hurðinni, kom hún auga á stúlku, sem stóð fyrir utan í myrkrinu og óveðrinu.

    „Gott kveld! sagði stúlkan. „Gott kveld, heillin mín, svaraði Marín vingjarnlega. „Komdu inn fyrir, ertu að sækja prjónlesið frúarinnar? Skelfingar veður er þetta!"

    Stúlkan gekk inn fyrir, og Marín lét hurðina vandlega aftur. Ljósglætan, sem gægðist fram fyrir, innan úr stofunni, féll á fölt en fagurt stúlku-andlit. Marín virti hana fyrir sér um leið og hún lauk hurðinni upp, „gerðu svo vel að ganga inn fyrir," sagði hún. Stúlkan þerraði bleytuna af fótunum á sér á pokanum, sem lá á gólfinu í litla fordyrinu, svo gekk hún inn fyrir. Hún staðnæmdist rétt fyrir innan dyrnar og leit ráðaleysislega í kring um sig, eins og hún ætti örðugt með að hefja máls á erindi sínu. En Marín ýtti stól til hennar og bauð henni sæti nálægt ofninum.

    „Er þér ekki ósköp kalt, góða? spurði hún. „Þú ert svo kuldaleg, auminginn. Ég held það sé svo sem von í öðru eins veðri!

    Stúlkan þakkaði fyrir og settist niður.

    „Viltu ekki heitan kaffisopa?" spurði Marín og tók bolla út úr skápnum, hún þerraði hann á svuntuhorninu sínu og hellti hann svo fullan af brennheitu kaffi.

    „Gerðu svo vel að flytja þig ögn nær borðinu, — ég var heppin að eiga heitan sopa handa þér, úr því að þér er kalt."

    Stúlkan svaraði ekki alveg strax, og þá hélt gamla konan áfram að skrafa við hana. — „Ef það er viðvíkjandi prjóni," sagði hún, „þá er mér ómögulegt að bæta vitundarögn við, því að ég hef lofað helzt til miklu þegar, og sé eiginlega ekki fram úr því, sem ég þarf að ljúka við fyrir jólin, skal ég segja þér.‘

    „Ég ætla ekki að biðja þig að prjóna fyrir mig, sagði stúlkan og ræskti sig — „en ég — ég — mér hefur verið sagt, að þú værir góð kona og hjálpsöm við bágstadda, að — að ég áræddi að leita til þín —. Stúlkan þagnaði og leit niður fyrir sig, en Marín leit til hennar góðlátlega og mælti hægt: „Gæðin mín eru trúlega teljandi, held ég. En hvað get ég gert fyrir þig, góða?"

    „Heldurðu, að þú gætir — lofað mér að vera?"

    Stúlkan renndi tárvotum augum til gömlu konunnar og beið eftir svari hennar með sýnilegri óþreyju.

    „Ertu vegalítil, auminginn?" spurði Marín hægt.

    „Ja-á!"

    „Þekkirðu fáa hér í bænum?" spurði Marín.

    „Ég þekki enga hérna."

    „Hvar áttu heima sem stendur?" spurði Marín enn fremur.

    „Hvergi — annars staðar en á — götunni." Stór tár drupu úr dökku augunum, og roða brá á niðurlútan vangann.

    „Það er bágt, sagði Marín hjartanlega. „Þér er guðvelkomið að vera hérna í nótt. Þú mátt sofa í rúminu mínu, — ég get legið í beddanum, — sei, sei, nei, — þú ert miklu þreyttari en ég, Þú, sem hefur verið að rölta fram og aftur um bæinn í vonda veðrinu. — Viltu annars ekki meira kaffi, og heyrðu góða, ertu ekki svöng? Hvernig fer ég að spyrja svona barnalega! Auðvitað ertu svöng.

    Malla gamla hafði hraðan á að smyrja brauðsneið handa gesti sínum, en matarlystin virtist vera lítil, og þótti gömlu konunni fyrir, hve lítil skil stúlkan gerði brauðinu og kaffinu, sem hún bar á borð svo snoturlega sem henni var auðið.

    „Þú ert auðvitað orðin þreytt og þarft að fara að sofa, sagði hún. „Ég veit, hvað það er dæmalaust lýjandi að labba hérna um göturnar, ég verð alveg staðuppgefin, þó að ég geri ekki annað en skreppa hérna ofan í Haraldarbúðina.

    Stúlkan stóð á fætur og þakkaði Marínu fyrir góðgerðina með kossi og handabandi.

    „Ekkert að þakka, heillin mín," sagði gamla konan.

    „Jú, ég á þér afar mikið að þakka," sagði stúlkan lágt.

    „Ég hef æði víða drepið að dyrum hérna í bænum í dag, og hvergi fengið áheyrn fyrr en hjá þér, — þú tókst mér eins og þú værir systir mín."

    „Því ekki það, góða mín," sagði Marín ofur einlægnislega.

    „Er okkur ekki kennt, að allir menn séu bræður og systur. Því ekki það! Þó það væri, að þú fengir að hvíla þig í bólinu mínu og sömuleiðis er þér velkomið að vera hérna á morgun og hinn daginn, ef þú vilt, eða þangað til þú hefur fengið þér vist einhvers staðar — ertu ekki helzt að hugsa um eitthvað þess háttar?"

    Stúlkan leit upp vandræðaleg í bragði, eins og hún væri að biðja sér vægðar.

    „Því miður get ég víst ekki farið í vist alveg strax, sagði hún hægt og hikandi í lágum róm — „en ef þú vilt lofa mér að vera hérna hjá þér um tíma, þá skal ég áreiðanlega borga þér það seinna. — Ég á dálítið af peningum — sumarkaupið mitt, — og svo fæ ég mér vinnu — seinna — þegar —."

    Marín virti stúlkuna fyrir sér og meðaumkvunarblandin alvara skein úr augnaráðinu. Hún þagði um stund, en mælti svo klökkum rómi: „Vesalingurinn minn! Illa sæti það á mér að neita þér um þessa bón,— ef þú getur gert þér það að góðu að hírast um stundarsakir í kofanum hjá kerlingunni, — hvað sem borgun líður — ætli þér veiti af að eiga aurana þína sjálf!"

    „Góður Guð launi þér þessi orð," sagði stúlkan.

    „Það er lítið að launa," svaraði Marín.

    „Lítið að launa! endurtók stúlkan og lagði áherzlu á orðin. „Lítið að launa, segirðu! Ef þú vissir, hvað ég hef átt bágt. — Mér hefur verið útskúfað — mér hefur verið hrundið út á kaldan klakann. Ég hef leitað að miskunnsemi mannanna — en enga fundið — fyrr en hér hjá þér. — Guð almáttugur launi þér! — — Hún huldi andlitið í höndum sér og grét, en Marín gamla klappaði á öxlina á henni og sagði hlýlega: „Vertu hughraust, góða mín, Guð er miskunnsamur og trúfesti hans varir að eilífu. Þér er öldungis óhætt að treysta honum í einu og öllu.

    Malla gamla kepptist við að prjóna. Hún varð að ljúka við sokkana hennar frú Bjargar. Það var komið fram yfir miðnætti. Gestkoman hafði tafið fyrir henni. En ekki varð það séð á svip gömlu konunnar, að hún erfði það við gest sinn; með móðurlegum alúðarsvip leit hún við og við yfir á rúmið, þar sem dökkhært stúlkuhöfuð hvíldi á koddanum með rósótta verinu.

    Stúlkan var svo einstaklega lagleg og sakleysisleg, þar sem hún lá sofandi í rúminu. En hún var raunaleg á svipinn, auminginn. Möllu gömlu fannst það heldur ekki tiltökumál; lá það ekki í augum uppi, hvað þessi blessuð manneskja var búin að þola og reyna? Marín brá svuntuhorninu að augum sér, — en hvað það vildi þá vel til, að stúlkuna skyldi bera að kofanum hennar, þó að hún gæti auðvitað lítið gert fyrir hana, þá var það nú svona samt, að Möllu gömlu þótti undur vænt um að vita hana, þreytta og þjakaða, í bólinu sínu, og matarögnin, sem hún átti, var guðvelkomin, seinasta brauðbitanum var hún reiðubúin að skipta jafnt á milli þeirra beggja! — Borgun! Hún var að tala um borgun! Marín brosti ofurlítið. Ætli henni veiti af að eiga aurana sína sjálf! Æ, nei, stúlka mín, Marín Ingimarsdóttir þekkir þig vitanlega ekkert, en það sér hún óðara í hendi sinni, að þú ert í hópi smælingjanna, sem Kristur hefur kallað minnstu bræðurna. Og þess vegna er svo sælt að geta hjálpað upp á þig í bágindum þínum.

    Og svo hélt gamla konan áfram að prjóna, þangað til að sokkarnir hennar frú Bjargar voru allir búnir. Þá fór hún að búa um sig á beddanum. Hún notaði gömul föt fyrir kodda, og sjalið sitt fyrir yfirsæng, og lagðist svo til svefns brosleit og þakklát við forsjónina fyrir að lofa sér enn þá einu sinni að skjóta skjólshúsi yfir fátækan einstæðing.

    Hún staulaðist samt von bráðar aftur ofan úr beddanum. Henni kom til hugar að líta eftir nafnspjaldinu á handtöskunni, sem stúlkan hafði verið með; Marín hafði sem sé steingleymt að spyrja stúlkuna að heiti. Taskan stóð hjá rúmstokknum og Marín laumaðist þangað og leit á spjaldið, sem var fest á töskuna. Jóhanna Jónsdóttir var allt og sumt, sem þar stóð. Hún hét þá Jóhanna. Og Marín hallaði sér aftur útaf á beddann.

    Hún var snemma á fótum morguninn eftir. Hún kveikti upp í eldstónni og setti upp ketilinn. Á meðan var að hitna á katlinum, brá hún sér í næstu brauðbúð eftir heitum bollum.

    Marín gamla var óvön að leggja sér þess háttar sælgæti til munns, nema á stórhátíðum, og búðarstúlkan, sem var kunnug henni, sagði í gamni: „Það er þó vænti ég ekki afmælið þitt í dag, Malla mín, — þú kaupir svo fínt með kaffinu núna."

    „Nei, nei, ekki er það, svaraði Marín, „en það var næturgestur hjá mér í nótt.

    „Einhver kunninginn úr sveitinni?" spurði stúlkan.

    „Ó, nei, ekki er það. Það er stúlka, sem barst inn til mín af tilviljun í gærkveldi, svaraði Marín, „eða ég ætti fremur að segja, að Guð hafi vísað henni inn til mín, bætti hún við.

    „Einmitt það, sagði stúlkan, „þú þekkir hana þó víst eitthvað?

    „Nei, ég þekki hana ekkert, svaraði Marín einlægnislega. „Hef ekki séð hana fyrr en í gærkveldi.

    „Af hverju leitaði hún þá til þín fremur en annarra?" spurði stúlkan forvitnislega.

    „Ég veit það ekki, Óla mín, en ætli hún sé ekki ein af þeim, sem fáa eiga vinina," svaraði Marín með hægð.

    „Eða þá ein af þessum iðjulausu flækingum, sem fara hús úr húsi og sníkja sig inn á fólk, sagði Óla og bar ört á. „En þú mátt vara þig á þeim, Malla mín, þær eru plágur, ein kom um daginn í hús, og þóttist vera að fala húsnæði, en hvað heldurðu? Hún gerir sér lítið fyrir og stelur 10 króna seðli, rétt á meðan konan leit af henni augnablik — nei, því segi ég það, Marín, varaðu þig á svona drósum, þær eru ekki allar, þar sem þær eru séðar.

    Marín starði öldungis forviða á stúlkuna, á meðan hún lét dæluna ganga. Svo sagði hún ofur rólega: „Ég er ekkert hrædd um, að stúlkan mín sé svona, og hún er enginn flækingur. En segðu mér annars eitt, Óla mín, heldur þú ekki, ef þú værir sjálf bágstödd og vinasnauð, að þú yrðir fegin, ef einhver vildi líkna þér og lofa þér að vera?"

    „Þú ert alltaf eins, Malla mín, sagði stúlkan hlæjandi, „ekkert annað en meinleysið og brjóstgæðin — betur, að þér yrði aldrei hált á því.

    „Ekki óttast ég það," svaraði Marín gamla borginmannlega, kvaddi Ólu og hélt heim með heitu bollurnar sínar.

    Henni féll illa, hvað næturgestur hennar hafði litla lyst á heitu bollunum og afbragðs kaffi, sem hún færði stúlkunni í rúmið. Ekki leizt henni heldur alls kostar á blikuna, þó að hún talaði fátt, þegar stúlkan kvartaði um lasleika og treystist ekki á fætur.

    „Ætli það líði ekki frá, heillin mín, sagði hún hughreystandi, en það „leið ekki frá, og undir kveldið voru bæði læknir og ljósmóðir komin í kofann hennar Möllu gömlu. — —

    — — Að morgni næsta dags bættist gömlu konunni nýr gestur, — grátandi sveinbarn, og rúmri viku eftir það, var ókunna stúlkan liðið lík. — Marín gamla stóð grátandi hjá banabeðnum og virti fyrir sér föla og kyrra ásjónu hennar. Þjáningarsvipurinn var horfinn, friður dauðans var kominn með tignarlega ró.

    — En á beddanum í herbergishorninu kvikaði ofursmá veikbyggð vera, lifandi vitni um horfinn gest, ókunnu stúlkuna, sem fyrir skömmu drap að dyrum og baðst skjóls í ofviðrinu. Litlu, mögru hendurnar fálmuðu ósjálfrátt fyrir sér, — voru þær að leita að hlýju móðurbrjósti til þess að orna sér við. — Blessað barn! Þér er snemma varpað á kalt veraldarhjarn. En þú veizt það ekki — ekki enn þá. Þú lítur í kring um þig, augun þín leita að ljósi. Skuggsjá sálar þinnar er skær og fögur, og hún býr yfir undrinu, sem felst í orðinu barn. Þau spyrja einskis enn þá, augun þín dökku og djúpu, en þau biðja um líkn handa munaðarlausu ungbarni, sem ósjálfbjarga er varpað á náðir þjóðfélagsins.

    Marín gerir krossmark yfir líkið og hverfur svo til barnsins á beddanum. Drengurinn kjökrar ofurlítið veikum rómi. Gamla konan lýtur ofan að honum. Tár hennar falla á mjúkan, dúnhærðan barnskollinn.

    Það dregur fyrir sól. Regnskúrir skella á gluggann. Skuggarnir þokast nær og vefja örmum unga sveininn, sem éljadrög lífsins kasta á kaldri kveðju.

    Presturinn skírði hann sama daginn og hann jarðsöng móður hans. Ekki var margmennt við jarðarförina. Fáeinir kunningjar Möllu gömlu álitu það skyldu sína að skreppa heim til hennar og fella örfá tár við líkbörur ókunnu stúlkunnar, sem þeir hefðu fegnir viljað vita meira um, en kostur var á. En hér varð engum spurningum svarað. „Dauðinn ei svarar þér, sem þú hann spyr, nema með helklukku hljómi."

    Marín Ingimarsóttir hélt sveininum sjálf undir skírn og réði einsömul nafni hans. „Móðir hans hét Jóhanna, sagði hún, „og hann á að heita Jóhann.

    Jóhann litli var lagður sofandi í rúmið, sem hún móðir hans hafði hvílzt í seinustu stundirnar, og þar sem hún hafði kvatt hið jarðneska líf sitt. Hinzta hvílurúmið hennar var borið út um

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1