Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján
Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján
Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján
Ebook67 pages1 hour

Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Ég sit þarna þangað til það er hringt út úr tímanum. Þá stend ég upp og bíð eftir því að Kristján komi út. Hann er síðastur út úr stofunni. Ég legg af stað þegar hann kemur fram. Þá lítur út fyrir að við séum að rekast hvort á annað af tilviljun. Ég geng líklega aðeins of langt því ég rekst bókstaflega utan í hann.
"Úps, fyrirgefðu," segi ég og brosi því ég get ekki annað.

Jóhanna var lögð í einelti í Akraskóla og ætlar að byrja upp á nýtt í nýjum skóla, þar sem Inga og Ella eru með henni í bekk. Þar hittir hún afleysingarkennarann Kristján, sem er aðalsöngvarinn í hljómsveit. Jóhanna elskar að syngja og skráir sig í söngleikinn sem Kristján leikstýrir. Eina vandamálið er að Jóhanna verður yfir sig ástfangin af honum...

Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.

Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Line skrifaði bækurnar um Lísu og Emmu og einnig seríuna K fyrir Klara, sem hafa verið þýddar yfir á mörg tungumál á undanförnum árum og njóta gríðarlegra vinsælda á heimsvísu. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp og hafa bækur hennar hlotið fjölda bókmenntaverðlauna.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 3, 2022
ISBN9788726861921

Related to Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján

Titles in the series (5)

View More

Related ebooks

Reviews for Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Elskar mig, elskar mig ekki 4 - Við Kristján - Line Kyed Knudsen

    Line Kyed Knudsen

    Elskar mig, elskar mig ekki 4

    Við Kristján

    SAGA

    Elskar mig, elskar mig ekki 4

    Original title:

    Elsker, elsker ikke: Mig og Christian

    Copyright © Line Kyed Knudsen and SAGA 2017

    Translated by Hilda Birgisdóttir 

    All rights reserved

    ISBN: 9788726861921

    1. E-book edition, 2021

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    1. Kafli

    Allt sumarið hef ég hlakkað til að byrja í Lyngmóaskóla. Í dag er fyrsti skóladagurinn og ég er að byrja í áttunda bekk B. Mér er kalt á handleggjunum þótt það sé hlýtt í veðri. Við mamma stöndum við aðalinnganginn.

     Það er komið að því, Jóhanna, hvíslar mamma hátíðlega. Þessu höfum við beðið eftir! Hún er sveitt. Hárið á henni er orðið klesst og skyrtan hennar er blaut á bakinu.

     Ég anda eins rólega og ég get því ég er þegar farin að búa mig undir það andlega að hitta nýju bekkjarfélagana mína. Ég var viss um að ég yrði stressuð en ég er það eiginlega ekki. Ég er bara spennt og hugsa einbeitt um nýju áætlunina mína. Í dag byrjar nýtt líf hjá mér og ég vil ekki fyrir nokkurn mun skemma það.

     Þetta verður spennandi, er það ekki Jóhanna? spyr mamma þegar ég svara ekki.

      Ég ýti á þunga hurðina og hunsa hana og læt sem hún sé ekki mamma mín heldur einhver ókunnug skrifstofukona í yfirvigt. Það fer rosalega í taugarnar á mér að hún skyldi krefjast þess að fylgja mér í skólann. Við rifumst um það í allan morgun. Á endanum komum við okkur saman um að hún færi heim um leið og hún hefði heilsað upp á nýja bekkjarkennarann minn. Ég vil ekki vera eins og lítil stelpa sem getur ekki passað sig sjálf og verður að hafa mömmu sína með sér. Það væri merki um veikleika. Og ég vil alls ekki virðast veikburða. Ég er ekki veikburða. Ekki lengur. Nú ætla ég að vera ný Jóhanna.

     Vonandi villumst við ekki, segir mamma og reynir að taka í höndina á mér.

     Kennarastofan er hérna! hvæsi ég og dreg til mín höndina. Ég bendi á skilti og opna dyr. Ég lít aftur fyrir mig og sé að það eru að koma fleiri nemendur á mínum aldri. Ég flýti mér að draga hægfara mömmu mína inn á kennarastofuna. Ég vil ekki láta sjá mig með henni.

     Þegar inn á kennarastofuna er komið slaka ég á. Þar ilmar af kaffi og ristuðu brauði. Fjöldi kennara er að standa upp frá borðum en kennararnir hafa greinilega verið að borða saman morgunmat. Ég andvarpa. Ég gæti vel hugsað mér að verða kennari. Eða söngvari. Kannski hvort tveggja. Verið ung kennslukona í eigin íbúð sem tekur þátt í hæfileikakeppni og verður fræg. Og allir ungu nemendurnir fagna mér og biðja um eiginhandaráritun. Ég fell í stafi við tilhugsunina. Lagið sem ég samdi í gærkvöldi glymur enn þá í höfðinu á mér. Það er einfalt. Bara þrír hljómar á píanóinu.

     Mamma stendur í miðju herberginu með hendur á mjöðmum. Hvar finn ég umsjónarkennara 8.B? kallar hún yfir alla kennarastofuna.

     Það slær þögn á herbergið og ég kreppi tærnar af skömm.

     Lágvaxin kona með dökkt, liðað hár gengur til mömmu. Hún brosir með öllu andlitinu og heilsar mömmu með handabandi.

     Ég heiti Paula, segir hún með svolitlum hreim. Hún gæti átt rætur að rekja til annars lands. Ég á að kenna 8. bekk A.

     En Jóhanna á að vera í B-bekknum. Mamma er þegar orðin tortryggin á svipinn.

     Ég er líka á varðbergi sjálf. Þau fá ekki að vera með stæla við okkur hér í Lyngmóaskóla. Við fengum nóg af slíku í Akraskóla, þar sem ég var áður.

     Ég veit það, segir Paula. Hún lætur sem ekkert sé og brosir til mín. Velkomin, Jóhanna!

     Hún tekur í höndina á mér og horfir stíft á mig. Ég kann strax vel við hana þótt ég sé næstum höfðinu hærri en hún. Ég brosi og vona að mamma fari sem fyrst.

     Paula horfir aftur á mömmu. Áttundi bekkur B verður með afleysingakennara fyrsta hálfa mánuðinn. Paula hristir höfuðið afsakandi. Veikindaleyfi, þú skilur, segir hún lágt og ranghvolfir í sér augunum. En ég er tengiliður Jóhönnu ef eitthvað er.

     Mamma sunkar aðeins saman. Hún getur ekkert sagt. Hún hefur sjálf verið frá vinnu vegna veikinda. Hún þekkir þetta. Þess í stað kinkar hún svo ákaft kolli að undirhakan á henni hristist. Hún byrjar að tafsa og er mjög stressuð, eins og hún þurfi að segja allt um mig.

     Jóhanna var lögð í alvarlegt einelti í Akraskóla, segir mamma æst.

     Mig langar að ýta henni langt í burtu, út um dyrnar og heim í litlu íbúðina okkar. Það var ekki meiningin að nokkur ætti að vita nokkuð um mína fortíð. En nú er það um seinan.

     Paula leggur undir flatt og horfir á mig með meðaumkun. Þú ferð í mjög góðan bekk með mjög fínum stelpum, segir hún glaðlega. Dóttir mín, hún Ella, er í þessum bekk.

     Ég kinka kolli glöð. Þetta byrjar vel. Ég

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1