Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco
Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco
Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco
Ebook71 pages1 hour

Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar ég kem heim stekk ég um alla stofuna og hlusta á háværa tónlist. Ég dansa eins og brjálæðingur og öskra með í lögunum. Ég hoppa í sófanum og það er eins og hjartað í mér sé að springa. Hann spurði sjálfur hvort við ættum að hittast á morgun! Hann bauð mér eiginlega að koma með sér niður á engið.

Inga hefur aldrei verið ástfangin áður. En síðan hittir hún Marco, sem lítur nákvæmlega eins út og prinsinn í draumum hennar. Það er samt eitt vandamál, hún hefur þegar sagt já við að vera kærasta Alexanders og nú þarf hún að ljúga að bæði honum og Marco. Það er þá sem hún kemur sér í vandræði...

Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.

Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Line skrifaði bækurnar um Lísu og Emmu og einnig seríuna K fyrir Klara, sem hafa verið þýddar yfir á mörg tungumál á undanförnum árum og njóta gríðarlegra vinsælda á heimsvísu. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp og hafa bækur hennar hlotið fjölda bókmenntaverðlauna.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 3, 2022
ISBN9788726861945

Read more from Line Kyed Knudsen

Related to Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco

Titles in the series (5)

View More

Related ebooks

Reviews for Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Elskar mig, elskar mig ekki 2 - Við Marco - Line Kyed Knudsen

    Line Kyed Knudsen

    Elskar mig, elskar mig ekki 2

    Við Marco

    SAGA

    Elskar mig, elskar mig ekki 2

    Original title:

    Elsker, elsker ikke: Mig og Marco

    Copyright © Line Kyed Knudsen and SAGA 2017

    Translated by Hilda Birgisdóttir 

    All rights reserved

    ISBN: 9788726861945

    1. E-book edition, 2021

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    1. Kafli

    Ég hef aldrei átt kærasta áður. Ég hef aldrei verið skotin í neinum. En Soffíu finnst vera kominn tími til. Ég hef auðvitað prófað að kyssa strák og Soffía segir að margir strákar séu skotnir í mér. Ég er nú ekki svo viss um það. Hún segir það örugglega bara til að þóknast mér. Soffía er svoleiðis. Hún er góð vinkona. Við höfum þekkst síðan í fyrsta bekk og nú erum við í sjöunda bekk.

     Ég þarf að segja þér svolítið, Inga, segir hún eitt kvöldið þegar við stöndum fyrir framan stóran spegil inni í herberginu mínu. Við erum að gera okkur klárar fyrir partí. Það er heitt og ég hef opnað báða gluggana. Við heyrum í mömmu tala við litlu systur mína úti í garði.

     Soffía horfir lengi á mig alvarleg á svipinn eins og henni einni er lagið. Ég var að tala við Alexander í gær, heldur hún áfram og dregur djúpt andann. Hann spurði mig hvort þú ætlaðir í partíið. Hún opnar snyrtibudduna mína með snöggri hreyfingu.

     Ég kinka kolli. Auðvitað ætla ég í partíið. Þetta er síðasta partíið fyrir sumarfrí. Það á að vera heima hjá Ellu. Við Soffía höfum eytt síðasta klukkutímanum í að finna föt og mála okkur.

     Ég held að hann sé skotinn í þér, segir Soffía.

     Af hverju heldurðu það? spyr ég.

     Ég held það bara, segir Soffía og horfir á sjálfa sig í speglinum. Hún fékk lánaðan hjá mér kjól sem fer mjög vel á grönnum líkama hennar.

     Þá passar að ég verði líka skotin í honum, segi ég kaldhæðnislega og horfi líka á sjálfa mig í speglinum.

     Ég hef reynt að verða skotin í strák áður. Margir af strákunum í okkar bekk eru sætir og indælir en ég finn ekki fyrir neinu þegar ég reyni að horfa á þá þannig. Ég hef kysst bæði Sebastían og Daníel en það gerðist ekkert. Ég fékk hvorki hjartslátt né fiðring í magann. Ég hef líka prófað að leiða þá í bíó en það var bara ógeðslegt. Hendurnar á mér urðu heitar og sveittar.

     Þú ert ljóshærð og hávaxin, segir Soffía á meðan hún vandar sig við að setja á sig maskara. Þess vegna passið þið svo vel saman. Alexander er líka ljóshærður. Hún andvarpar dýpra en hún er vön að gera. Hann er sætasti strákurinn í bekknum.

     Mér finnst það nú ekki. Mér finnst Alexander frekar leiðinlegur. Hann æfir fótbolta alla þriðjudaga og fimmtudaga. Samt finn ég fyrir dálitlum spenningi. Kannski vill hann vera kærastinn minn. Ég verð svolítið upp með mér. Að minnsta kosti tvær stelpur úr hinum bekknum eru skotnar í honum.

     Soffía sendir mér strangt kennaraaugnaráð.

     Mundu bara að vera heiðarleg við hann, ha?

     Auðvitað, segi ég og sveifla handleggjunum.

     Ekki ýkja, heldur Soffía áfram og fitlar við augabrúnina á sér. Það er ekki aðlaðandi.

     Ég ætla að fara að malda í móinn. Mér finnst langt síðan að ég hafi verið með ýkjur. Þegar ég var í fyrsta bekk sagði ég stundum sögur sem voru ekki alveg sannleikanum samkvæmt.  

     Þú ert að ljúga, Inga! hrópaði Ella bekkjarsystir mín einu sinni þegar ég sagði henni að pabbi hefði fengið vinnu sem yfirkokkur hjá prinsinum í Dúbaí og að hann byggi í kastala úr skíragulli. Þá vorum við bara í sjötta bekk.

     Þess vegna býr hann ekki lengur á Þrastargötunni hjá okkur mömmu lengur. Starfið hans sem yfirkokkur er mjög krefjandi, útskýrði ég fyrir Soffíu, Ellu og hinum stelpunum í bekknum ábúðarfull á svipinn. En hann sendir okkur peninga og gjafir!

     Ég veit að ég ýkti mikið en á þessum tíma fannst mér ég ekki vera að ljúga. Pabbi vann einu sinni sem kokkur í útlöndum. Það var á ferju á milli Englands og Danmerkur. Og það munaði mjög litlu að hann fengi vinnu í Dúbaí af því að hann er svo góður kokkur.

     Eru pabbi þinn og mamma ekki bara skilin? spurði Ella svo í fyrrasumar.

     Ég hristi höfuðið.

     Ég sagði þér að hann væri í Dúbaí!

     Í vikunni á eftir kynnti mamma mig fyrir nýja stjúppabbanum mínum og nýju, litlu systur minni sem hún er með í maganum. Ég hef ekkert minnst á pabba síðan.

     Við Soffía kláruðum að mála okkur og snerum okkur svo að hárgreiðslunni. Ég hugsa um Alexander. Hann er góður nemandi. Hann réttir alltaf upp hönd og getur svarað öllum spurningum. Fyrir einu ári var ég hærri en hann en nú er hann orðinn hærri en ég.

      Ragnar, stjúppabbi minn, keyrir okkur í partíið. Kvöldsólin skín í gegnum framrúðuna og Ragnar er með speglasólgleraugun sín og líkist háttsettum hermanni í græna æfingagallanum sínum.

      Lítið á útsýnið, stelpur, segir hann þegar við komum upp hæðina á Máfavegi. Við sjáum grænan skóginn og blátt hafið á bak við. Hafið glitrar í kvöldsólinni. Þetta minnir mig á Persa og Grikkland. En þangað fórum við mamma í

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1