Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander
Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander
Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander
Ebook65 pages1 hour

Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Það er að gerast. Alexander er að spyrja Ingu hvort hún vilji vera kærastan hans. Og þótt ég sé skotin í honum krossa ég fingur og vona að Inga segi já. Það væri best því þau passa svo vel saman. Ég næ hvort sem er aldrei í hann.

Soffía hefur verið skotin í Alexander í laumi í mörg ár en það er vinkona hennar, Inga, sem endar á því að verða kærastan hans. Einn daginn kemst Alexander að því að Soffía hefur aldrei kysst strák áður og einhverra hluta vegna verður hann mjög spenntur fyrir því að kenna henni hvernig það er gert...

Bókin var tilnefnd til Bogslugerprisen árið 2013.

Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.

Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Line skrifaði bækurnar um Lísu og Emmu og einnig seríuna K fyrir Klara, sem hafa verið þýddar yfir á mörg tungumál á undanförnum árum og njóta gríðarlegra vinsælda á heimsvísu. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp og hafa bækur hennar hlotið fjölda bókmenntaverðlauna.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 3, 2022
ISBN9788726861952

Read more from Line Kyed Knudsen

Related to Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander

Titles in the series (5)

View More

Related ebooks

Reviews for Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Elskar mig, elskar mig ekki 1 - Við Alexander - Line Kyed Knudsen

    Line Kyed Knudsen

    Elskar mig, elskar mig ekki 1

    Við Alexander

    SAGA

    Elskar mig, elskar mig ekki 1

    Original title:

    Elsk mig, elsker ikke: Mig og Alexander

    Copyright © Line Kyed Knudsen and SAGA 2017

    Translated by Hilda Birgisdóttir 

    All rights reserved

    ISBN: 9788726861983

    1. E-book edition, 2021

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    1. Kafli

    Ég er að læsa hjólinu mínu þegar ég sé Alexander útundan mér.  Ég stend fyrir framan íþróttahöllina. Fuglarnir syngja í runnunum. Ég flýti mér að smella hjálminum af mér svo ég líti ekki eins asnalega út. Ég er sú eina í bekknum sem notar enn þá hjálm. Ég veit alveg hvað hann fer mér illa, sérstaklega á sumrin.

     Alexander stoppar hjólið sitt beint fyrir framan mig og lætur hvína í dekkjunum.

     Hæ, Soffía! kallar hann og allt í einu svimar mig af gleði.

     Hæ, segi ég, þar sem ég stend tvístígandi við hjólið mitt. Ég er í bleiku stuttbuxunum mínum og svarta hlírabolnum með íþróttatöskuna á bakinu.  

     Ég hef verið skotin í Alexander síðan í fyrsta bekk en hann hefur aldrei sýnt mér áhuga. Ég er líka bara lítil og leiðinleg písl.

      Hann hefur aldrei horft á mig, talað við mig eða elt mig þegar við höfum verið í eltingarleik. Það er alltaf ég sem horfi á hann. Aldrei á hinn veginn.

     Alexander horfir á mig. Ég riða á fótunum. Ég veit að hann er að fara á fótboltaæfingu. Hann æfir á hverjum þriðjudegi og fimmtudegi eins og ég. Ég æfi sund og ég er í keppnisliðinu. Ég er alltaf búin klukkutíma á undan honum og ég sé hann á vellinum þegar ég hjóla heim. Hann spilar sem sóknarmaður og hann er eldsnöggur í tæklingunum. Hann er sólbrúnn á bæði handleggjunum og fótleggjunum mestan hluta ársins.

     Mætið þið í partíið hjá Ellu á morgun? spyr Alexander og skutlar hjólinu sínu í hjólastandinn við hliðina á mínu hjóli. Þið Inga, meina ég.

     Ég tek svo fast í hankana á töskunni minni að ég verð hvít á hnúunum. Inga er besta vinkona mín í bekknum.

     Auðvitað, algjörlega, tekst mér að stama upp úr mér og tvístíg um leið ósjálfrátt.

     Ella vinkona mín ætlar að vera með bekkjapartí á morgun. Hún er líka vinkona Ingu. Við erum allar vinkonur en það er eins og Inga sé miðpunkturinn. Við Ella erum sjaldan einar saman.

     Þetta verður síðasta partíið í sjöunda bekk, segir Alexander og kinkar kolli.

      Ég kinka líka kolli. Eftir sumarfríið verður okkur skipt upp í nýja bekki og við fáum líka nýja kennara. Ég verð dálítið kvíðin þegar ég hugsa um það. Ég vona innilega að ég lendi í bekk með Ingu og Ellu aftur. Sérstaklega Ingu. Ég get ekki hugsað mér að vera ekki í sama bekk og hún. Inga hefur alltaf litið eftir mér. Hún er sterkur persónuleiki og segir alltaf það sem henni finnst. Ólíkt mér. Ég segi aldrei neitt sniðugt. Ég þoli ekki þegar kennarinn spyr mig spurningar í tíma. Ég þoli ekki þegar allir horfa á mig.

     Soffía mætti alveg sýna meiri áhuga í tímunum, sagði kennarinn minn, Karen, við pabba minn í síðasta foreldraviðtali. Hún mætti sýna meira frumkvæði. Réttu upp hönd, Soffía!

     Pabbi virkaði mjög vonsvikinn. Það er ekki nóg að læra heima, Soffía, sagði hann þegar hann kom inn til mín og settist á rúmið mitt um kvöldið. Þú mátt líka sýna hvað í þér býr. Þetta er eins og í sundinu. Maður verður að setja sér markmið og einbeita sér. Segðu meira í tímunum!

     Ég kinkaði kolli og reyndi að standa mig betur í tímunum. Ég rétti oft upp hönd en annað hvort varð ég alveg tóm og gleymdi því sem ég ætlaði að segja eða ég roðnaði og tuldraði eitthvað.

      Þetta verður skemmtilegt partí á morgun, segir Alexander.

     Ég kinka aftur kolli. Mér líður næstum því eins og þegar ég þarf að segja eitthvað í tímunum. Ég er tóm í höfðinu. Ég leita ákaft eftir einhverju til að segja.

     Við hlökkum líka til, tekst mér að stama upp úr mér. Það hljómar eitthvað svo heimskulega.

     En það er alveg rétt að við Inga hlökkum til. Ég ætla að gista hjá henni. Þá verður minna vesen með mömmu og pabba. Inga ætlar að lána mér föt og snyrtidót. Ég ætla að vera í kjól sem hún keypti í Grikklandi síðasta sumar. Hann er ljósblár og mjög þröngur. Ég hef aldrei verið í svona kjól áður.

     Sebastían kemur með bjór, segir Alexander þegar við göngum í áttina að íþróttahöllinni. Hann heldur hurðinni fyrir mig.

     Æði, segi ég. Ég hef aldrei smakkað bjór. Mig langar heldur ekkert sérstaklega til þess. Pabbi yrði brjálaður ef hann frétti að strákarnir ætluðu að drekka áfengi. Ég fengi reyndar ekki

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1