Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas
Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas
Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas
Ebook79 pages1 hour

Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Jónas dregur mig inn í skrifstofuna þar sem hann sefur. Maginn í mér fer í hnút þegar hann lokar á eftir okkur. Við stöndum í myrkrinu. Ég sé bara útlínurnar af honum í bjarmanum frá ljósastaurnum úti.

Jónas á erfitt heima fyrir og þarf því að gista heima hjá Ellu og fjölskyldu hennar. Að minnsta kosti þangað til fjölskylda hans kemur aftur heim frá Lanzarote. Ellu finnst hann vera spennandi. En Jónas er í gengi sem hangir í verslunarmiðstöðinni. Eitt kvöldið stendur Jónas skyndilega fyrir framan herbergið hennar Ellu og spyr hvort hann megi nokkuð gista með henni.

Elskar mig, elskar mig ekki er sería um fjórar vinkonur og þeirra fyrstu reynslu af ástinni.

Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Line skrifaði bækurnar um Lísu og Emmu og einnig seríuna K fyrir Klara, sem hafa verið þýddar yfir á mörg tungumál á undanförnum árum og njóta gríðarlegra vinsælda á heimsvísu. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp og hafa bækur hennar hlotið fjölda bókmenntaverðlauna.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 3, 2022
ISBN9788726861938

Read more from Line Kyed Knudsen

Related to Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas

Titles in the series (5)

View More

Related ebooks

Reviews for Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Elskar mig, elskar mig ekki 3 - Við Jónas - Line Kyed Knudsen

    Line Kyed Knudsen

    Elskar mig, elskar mig ekki 3

    Við Jónas

    SAGA

    Elskar mig, elskar mig ekki 3

    Original title:

    Elsker, elsker ikke: Mig og Jonas

    Copyright © Line Kyed Knudsen and SAGA 2017

    Translated by Hilda Birgisdóttir 

    All rights reserved

    ISBN: 9788726862003

    1. E-book edition, 2021

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    1. Kafli

    Ég trúi varla að þetta sé síðasti dagur sumarfrísins. Ég stend við farangursbeltið í flugstöðinni og bíð eftir töskunni minni og mér er hálfkalt. Ég hef gert þetta áður. Ég hef alltaf hlakkað mikið til að hitta mömmu og pabba aftur en það er ekki þannig í þetta sinn þótt ég hafi verið í burtu allt sumarið. Síðastliðinn einn og hálfan mánuð hef ég búið hjá ættingjum mínum á Mallorca.

     Ég bisa við ferðatöskuna mína og geng að útganginum. Ég kem strax auga á mömmu og pabba. Þau standa fremst í mannþrönginni og veifa litlum fánum. Maginn í mér herpist saman og ég tek andköf. Mér finnst þetta svo hallærislegt. Mamma fer sérstaklega í taugarnar á mér. Hún hoppar upp og niður og skríkir hátt þegar ég kem til þeirra.

     Halló, elsku Ella mín! Mamma faðmar mig alltof fast. Hún verður svo skræk þegar hún er glöð. Ég er vön að láta dæluna ganga um allt sem ég hef upplifað en ekki í þetta sinn. Í dag er ég þögul. Það rennur allt í einu upp fyrir mér að ég hef ekkert saknað þeirra. Ég veit ekki alveg af hverju. Ég fæ undarlegan sting í hjartað.

     Ég hef vitaskuld saknað Ingu og Soffíu. Á morgun er fimmtudagur og þá byrjum við í áttunda bekk. Í alveg nýjum bekkjum svo við vitum ekki einu sinni hvort við verðum í sama bekk. Soffíu hitti ég ekki fyrr en eftir hálfan mánuð því hún fer til Lanzarote í dag.

     Það hefur ýmislegt gerst á meðan þú varst í burtu, segir pabbi og opnar bílinn með fjarstýringunni.

     Er það? spyr ég forvitin og finn strax fyrir svölum vindinum á sólbrúnum handleggjunum á mér. Það er hvasst og skýjað. Dæmigert íslenskt sumar, hugsa ég með mér og sest inn í bílinn.

     Pabbi setur bílinn í gang. Jónas ætlar að búa hjá okkur í hálfan mánuð, segir hann og bakkar út úr bílastæðinu.

     Jónas? Bróðir Soffíu? spyr ég undrandi. Af hverju?

     En ég veit alveg ástæðuna. Mamma er kennari og pabbi er uppeldisfræðingur og við höfum áður haft fósturbörn á heimilinu. Það gengur greinilega ekki vel hjá Jónasi. Mér verður hugsað til Soffíu. Ég fékk sms frá henni rétt áður en ég slökkti á símanum mínum á flugvellinum í Palma.

     ‘Elsku, fallega Ella mín, ég á eftir að sakna ykkar allra svo mikið. Þið megið ekki gleyma mér. Ástarkveðja, Soffía.’

     Fyrst þegar ég las skilaboðin trúði ég ekki að þau væru frá Soffíu. Það er ekki líkt henni að skrifa svona. Það var einhver örvænting í skilaboðunum. Soffía er alltaf svo yfirveguð. Ég man ekki hvenær ég sá hana gráta síðast. Eitt augnablik hélt ég að símanum hennar hefði kannski verið stolið og þjófarnir væru að senda mér skilaboð.

     Mamma rífur í bílbeltið með látum og brosir breitt til mín á meðan.

     Jónas á að sofa á skrifstofunni. Það verður örugglega fínt.

     Ég hef ekkert séð Jónas allt sumarið og við eigum að byrja í áttunda bekk í fyrramálið. Þótt hann sé tvíburabróðir bestu vinkonu minnar hef ég aldrei talað mikið við hann. En ég veit að það eru einhver vandræði með hann.

    Mamma er kennarinn hans. Eða hún var kennarinn hans því nú á að skipta bekkjunum upp.

     Heldurðu að þetta verði ekki gaman? Mamma horfir spyrjandi á mig en ég svara ekki.

    Átti hann ekki að fara til Lanzarote með Soffíu? spyr ég.

     Hann vildi ekki fara með, segir mamma og verður alvörugefin. Þess vegna á hann að búa hjá okkur á meðan þau eru í burtu.

     Jónas er í íbúðinni þegar við komum inn í forstofuna. Ég finn það á lyktinni. Hún er af svitalyktareyði og hlýtur að vera af honum því pabbi notar ekki svoleiðis. Mamma bankar á hurðina á skrifstofunni sem er við hliðina á svefnherberginu mínu. Svefnherbergi foreldra minna er í hinum enda íbúðarinnar.  

     Við erum komin heim, Jónas, segir hún og opnar dyrnar.

     Ég lít ósjálfrátt inn í herbergið. Hillurnar eru fullar af bókum frá mömmu og möppum úr skólanum en skrifborðið hefur verið rutt. Jónas situr á dökkgáa svefnsófanum með bláa íþróttatösku á milli fótanna og farsíma í hendinni. Ég þekki hann varla. Hann er mjög stuttklipptur, næstum krúnurakaður.

     Hæ, segir hann og stendur upp.

     Hann hefur stækkað. Hann er orðinn hærri en ég.

     Hæ, Jónas, segi ég og geng inn á skrifstofuna. Ég brosi ósjálfrátt, næstum því eins og mamma.

      Hvernig gengur? Ég er skrækróma og sveifla höndunum. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að stilla mér upp í herberginu. Mér finnst ég taka svo mikið pláss.

     Vel, segir hann og bendir á bera handleggina á mér. Þú ert aldeilis brún!

     Jebb, segi ég og horfi eins og bjáni á annan handlegginn á mér. Mallorca, þú skilur.

     Það er fínt að sofa á þessum sófa, Jónas, kvakar mamma og tekur gestasængina út úr skápnum. Þú lætur svo bara vita ef þig vantar eitthvað.

     Jónast sest aftur í sófann. Hann nuddar augun og horfir út um gluggann. Útsýnið úr íbúðinni er mjög fallegt.

     Verðið þið ekkert ringluð að búa hérna? spyr Jónas. Hann horfir aftur á mig. Hann er með sömu bláu augun og Soffía. Mér hefur alltaf fundist Jónas og Soffía svo flott. Svona fólk sem maður móðgar helst ekki. Þau hafa æft sund í mörg ár. Þau eru bæði mjög hæfileikarík. Ég hef oft öfundað Soffíu af því að vera svona góð í íþróttum. Einu sinni spilaði ég bæði handbolta og fótbolta en varð að hætta því af því að mig verkjaði í hnén.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1