Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Lítil prinsessa
Lítil prinsessa
Lítil prinsessa
Ebook229 pages3 hours

Lítil prinsessa

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sara Crewe er miður sín þegar fregnir af skyndilegu andláti föður hennar berast frá Indlandi til heimavistarskólans í London. Skólameistarinn, sem er bæði hjartlaus og gráðug, flytur Söru tafarlaust upp á háaloftið og neyðir hana til þess að vera þjónustustúlka. Þrátt fyrir að vera vön veraldlegum hlutum, aðlagast Sara fljótt aðstæðum og heldur áfram að vera góð og kurteis við alla þá sem hún hittir. Það sem hana grunar ekki er að það er einhver sem leitar hennar sem gæti verið mun nær en þau halda.Höfundur bókarinnar skrifaði söguna fyrst í formi smásögu, sem varð síðar að leikriti og þá að skáldsögu. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni, þar sem m.a. Shirley Temple fór með hlutverk Söru, en karakterinn hefur heillað kynslóðir síðan hún kom fyrst út og er Lítil prinsessa ein vinsælasta barnabók allra tíma.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateFeb 1, 2022
ISBN9788726920635
Author

Frances Hodgson Burnett

Francis Hodgson Burnett (1849-1924) was a novelist and playwright born in England but raised in the United States. As a child, she was an avid reader who also wrote her own stories. What was initially a hobby would soon become a legitimate and respected career. As a late-teen, she published her first story in Godey's Lady's Book and was a regular contributor to several periodicals. She began producing novels starting with That Lass o’ Lowrie’s followed by Haworth’s and Louisiana. Yet, she was best known for her children’s books including Little Lord Fauntleroy and The Secret Garden.

Related to Lítil prinsessa

Related ebooks

Reviews for Lítil prinsessa

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Lítil prinsessa - Frances Hodgson Burnett

    Lítil prinsessa

    Translated by Jóhanna G. Erlingsson

    Original title: A little princess

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1905, 2021 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726920635

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    1. Kafli

    Sara

    Einn drungalegan vetrardag, þegar þokan hékk svo þung og þykk yfir strætum Lundúnaborgar að kveikja varð á götuluktunum og gasljósin í útstillingargluggunum ljómuðu eins og komið væri kvöld, sátu lítil telpa og faðir hennar í vagni sem ekið var hægt eftir einu strætinu.

    Hún sat í hnipri með fæturna dregna undir sig, hallaðist að brjósti hans og starði út um vagngluggann. Hún horfði stórum augum á fólkið sem gekk um strætið, augnaráðið var athugult og svipurinn fullorðinslegri en vænta mátti hjá svo ungri telpu. Þessi svipur hefði þótt fullorðinslegur á tólf ára barni og Sara Crewe var aðeins sjö ára. Sara var dreymin og sífellt að íhuga alls konar undarlega hluti. Hún hafði alltaf verið svona, svo lengi sem hún mundi eftir sér, sífellt að hugsa um fullorðna fólkið og þá veröld sem það hrærðist í. Henni fannst hún hafa lifað óralengi.

    Þessa stundina var hún að hugsa um ferðalagið frá Bombay. Hún og faðir hennar höfðu komið á stóru skipi og hún minntist þess hve innfæddu sjómennirnir voru léttstígir og hljóðlátir við störf sín, minntist leikja barnanna á heitu þilfarinu og tilrauna hinna ungu eiginkvenna foringjanna til að spjalla við hana og hve þær skemmtu sér yfir tilsvörum hennar.

    Aðallega hugsaði hún þó um hve undarlegt það væri að hafa einn daginn verið í steikjandi sólarhita á Indlandi, þann næsta á siglingu um úthafið og að lokum akandi um stræti í framandi farartæki um miðjan dag sem var eins rökkvaður og komið væri kvöld. Þetta var allt svo undarlegt og framandi og hún þrýsti sér þéttar að föður sínum.

    „Pabbi, sagði hún lágri röddu sem var lítið meira en hvísl, „pabbi?

    „Hvað, góða mín? svaraði Crewe höfuðsmaður. Hann tók þétt utan um hana og horfði í andlit hennar. „Hvað er Sara mín nú að hugsa?

    „Er þetta staðurinn? hvíslaði hún. „Er það, pabbi?

    „Já, Sara litla, þetta er staðurinn. Við erum loksins komin." Þótt hún væri ekki nema sjö ára skynjaði hún hryggð í raddblæ hans.

    Henni fannst mörg ár vera síðan hann fór að undirbúa hana, að venja hana við tilhugsunina um staðinn, sem hún kallaði svo. Móðir hennar hafði dáið þegar hún fæddist, svo hún hafði aldrei þekkt hana og saknaði hennar því ekki, og hinn myndarlegi, auðugi og umhyggjusami faðir hennar var eini nákomni ættingi hennar. Þau höfðu ætíð verið saman og því ákaflega samrýmd. Hún vissi að hann var auðugur vegna þess að hún hafði heyrt fólk tala um það þegar það hélt að hún heyrði ekki til, og hún hafði einnig heyrt það tala um hve auðug hún yrði þegar hún væri orðin stór. Hún vissi ekki hvað orðið þýddi. Hún hafði alltaf átt heima í fallegu húsi, umkringd þjónustufólki sem hneigði sig fyrir henni, ávarpaði hana Missee Sahib, og lét allt eftir henni. Hún átti leikföng og gæludýr og hafði ayah, barnfóstru, sem dýrkaði hana og henni hafði smám saman skilist að auðugt fólk lifði þannig. Þetta var um það bil allt sem hún vissi um það að vera auðugur.

    Þann stutta tíma sem hún hafði lifað var aðeins eitt sem hafði valdið henni óróleika, staðurinn, sem hún vissi að hún óhjákvæmilega yrði að flytjast til. Loftslagið á Indlandi var óhollt börnum og þau voru venjulega send í skóla heim til Englands eins fljótt og því varð við komið. Hún hafði þurft að kveðja börn sem send voru til Englands og heyrt foreldrana segja frá sendibréfum sem börnin höfðu skrifað. Hún vissi að einnig hún yrði að fara, og þótt frásagnir föður hennar af sjóferðinni og því sem hún ætti í vændum í nýja landinu hefðu heillað hana, var hún samt óróleg vegna þess að hann gat ekki verið hjá henni.

    „Getur þú ekki komið með mér, pabbi? hafði hún spurt þegar hún var fimm ára. „Getur þú ekki líka farið í skólann? Ég skal hjálpa þér með lexíurnar.

    „Þú þarft ekki að vera svo lengi í burtu, svaraði hann alltaf. „Þú kemur til með að búa í stóru húsi ásamt fjölda lítilla telpna, þið munuð leika ykkur saman og ég mun senda þér fjölda bóka. Þú stækkar svo hratt og tíminn verður fljótur að líða. Þér mun ekki finnast líða nema eitt ár eða svo og þá verður þú orðin nógu stór og dugleg til að koma aftur og annast um heimilið fyrir pabba.

    Henni hafði þótt gaman að íhuga þetta. Að stjórna heimilinu fyrir pabba, sitja við borðsendann í kvöldverðarboðum, tala við hann, lesa bækurnar hans - það var það sem freistaði hennar einna mest - og þótt hún yrði að fara í burtu, á þennan „stað" í Englandi til að verða fær um að annast allt þetta varð hún að sætta sig við að fara. Henni stóð á sama um litlar telpur, og ef hún hafði nóg af bókum gat hún leitað huggunar þar. Ekkert komst í hálfkvisti við bækur fannst henni, og ef satt skal segja var hún sífellt að spinna upp sögur, ævintýralegar sögur sem hún sagði sjálfri sér. Stundum hafði hún sagt pabba sögur og hann hafði skemmt sér jafnvel og hún.

    „Jæja, pabbi, sagði hún hlýlega. „Fyrst við erum komin verðum við víst að sætta okkur við það.

    Hann hló að fullorðinslegu og settlegu tali hennar og kyssti hana á vangann. Hann var síður en svo sáttur við þetta en vildi ekki láta hana finna það. Litla skrítna Sara hafði verið honum góður félagi og hann vissi að það yrði einmanalegt að koma til Indlands aftur, engin lítil hvítklædd telpa kæmi hlaupandi á móti honum þegar hann kæmi heim. Hann þrýsti henni að sér meðan vagninn skrölti síðasta spölinn yfir torgið og að áfangastaðnum.

    Skólinn var stór, drungalegt múrsteinshús, nákvæmlega eins og öll húsin í húsaröðinni, að því undanskildu að gljáfægð messingplata var fest á útihurðina. Þar stóð:

    FRÖKEN

    MINCHIN

    Skóli Fyrir

    Ungar

    Hefðardömur

    „Hérna er það, Sara," sagði Crewe höfuðsmaður glaðlega og lyfti henni léttilega út úr vagninum. Þau gengu upp þrepin og hann hringdi dyrabjöllunni. Sara minntist þess síðar hve húsinu svipaði til fröken Minchin, það var virðulegt og ekki vantaði húsgögnin, en þau voru ljót. Stólarnir sýndust illa bólstraðir og harðir. Anddyrið var kuldalegt og gólfið stífbónað. Í einu horninu trónaði stór gólfklukka og það sló hörðum glampa á rósrauðar kinnar mánans á skífunni. Þeim var boðið inn í setustofu - þar var allt ferhyrnt. Teppið á gólfinu var með teningsmynstri, stólamir voru ferkantaðir og stór níðþung ferköntuð marmaraklukka stóð á marmarahillu yfir arninum.

    Sara settist á ferkantaðan mahónístól og skotraði augunum eldsnöggt kringum sig.

    „Mér er ekkert um þetta, pabbi, sagði hún. „Ég held líka að hermönnum - jafnvel þeim hugrökkustu - sé ekkert um að berjast í framandi landi.

    Crew höfuðsmaður skellti upp úr. Hann var ungur og glaðsinna og hafði alltaf jafngaman að skrítnum athugasemdum Söru.

    „Sara mín litla, sagði hann. „Hvernig fer ég að þegar enginn verður til að segja mér svona háalvarlega hluti? Enginn er nálægt því jafnalvarlegur í hugsun og þú.

    „Af hverju hlærðu að alvarlegum hlutum?" spurði Sara.

    „Þú ert svo skemmtilega skrítin þegar þú talar svona," svaraði hann og hló við. Hann þagnaði snögglega, tók hana í fangið og kyssti hana. Svipur hans varð dapurlegur og engu líkara en tár kæmu fram í augu hans.

    Í þessu gekk fröken Minchin inn í stofuna. Söru sýndist hún draga dám af húsinu, stór og drungaleg, virðuleg og ljót. Augun vora stór og köld, eins og í freðinni ýsu, og um munnurinn geiflaður í kuldalegri brosvipru. Þegar hún kom auga á Söru og Crewe höfuðsmann breikkaði brosið. Konan sem hafði mælt með skólanum við Crewe höfuðsmann hafði borið honum vel söguna, meðal annars hafði hún sagt fröken Minchin að hann væri vellauðugur og líklegur til að eyða stórfé í uppeldi dóttur sinnar.

    „Það eru forréttindi að fá að annast svona gullfallega og efnilega télpu, Crewe höfuðsmaður, sagði fröken Minchin um leið og hún strauk hendi telpunnar. „Lafði Meredith á ekki orð til að lýsa gáfum hennar og gáfaðir nemendur eru skólanum ómetanlegur fjársjóður.

    Sara stóð kyrr og starði á fröken Minchin. „Af hverju segir hún að ég sé falleg? hugsaði hún. „Það er ég alls ekki. Isobel litla dóttir Granges höfuðsmanns er falleg, með spékoppa í rjóðum kinnum og sítt glóbjart hár, þar sem ég aftur á móti er með stutt svart hár og græn augu, er þar að auki horuð og alls ekki falleg. Ég er áreiðanlega ófríðasta barn sem til er. Hún skrökvar.

    Þarna skjátlaðist henni heldur betur. Það var langt frá því að hún væri ófríð. Þótt hún líktist ekki Isobel Grange sem var ljós yfirlitum hafði hún sína eigin fegurð til að bera. Hún var grönn og liðlega vaxin telpa, há eftir aldri, augnaráðið athugult og greindarlegt. Hárið var þykkt og svart og dálítið liðað, augun græn - það var alveg satt - en þau voru stór og augnhárin þétt og uppsveigð. Þar sem hún var sannfærð um að hún væri ófríð gekkst hún ekki upp við skjall fröken Minchin.

    „Ef ég segði að hún væri sjálf falleg væri ég að skrökva og það mundi ég vita best sjálf, hugsaði hún. „Ég býst við að ég sé ámóta ófríð og hún. Af hverju segir hún þetta?

    Þegar hún fór að kynnast fröken Minchin betur komst hún að því að hún sagði nákvæmlega það sama við alla foreldra.

    Sara stóð við hlið föður síns og hlustaði á samtalið. Hún var þarna komin af því að dætur lafði Meredith höfðu báðar hlotið menntun sína við þennan skóla og Crewe höfuðsmaður bar mikla virðingu fyrir skoðunum lafði Meredith. Sara átti að vera í heimavist, en þó að hafa meira frjálsræði en heimavistarnemendur almennt, hún átti að hafa svefnherbergi og litla setustofu til einkaafnota, smáhest og vagn, og þernu sem átti að koma í stað fóstrunnar á Indlandi.

    „Ég hef engar áhyggjur af lærdóminum, sagði Crewe höfuðsmaður og hló glaðlega. „Vandinn er að hún læri ekki of mikið á of stuttum tíma. Hún vill helst vera með nefið á kafi í bókum, hún les þær ekki, fröken Minchin, hún gleypir þær í sig eins og hungraður úlfur. Hún vill sífellt fleiri bækur - ekki barnabækur heldur lesefni fyrir fullorðið fólk - stórar þykkar skruddur, franskar, þýskar jafnt sem enskar, sagnfræði, ævisögur og ljóð, alls konar bækur. Reynið að halda aftur af bóklestrinum, hún ætti að fara í ökuferðir eða kaupa sér nýja dúkku. Hún ætti að leika sér meira að dúkkum.

    „Pabbi, sagði Sara. „Sjáðu nú til. Ef ég fer og kaupi dúkkur á nokkurra daga fresti fyllist allt af dúkkum. Dúkkur ættu helst að vera nánir vinir. Emily á að verða besta vinkona mín.

    Crewe höfuðsmaður leit á fröken Minchin og fröken Minchin starði á Crewe höfuðsmann.

    „Hver er Emily?" spurði hún.

    „Svaraðu henni, Sara," sagði höfuðsmaðurinn brosandi.

    Grágræn augu Söru voru alvarleg og blíðleg þegar hún svaraði.

    „Það er dúkka sem ég hef enn ekki eignast, svaraði hún, „dúkka sem pabbi ætlar að kaupa handa mér. Við ætlum að finna hana og hún verður trúnaðarvinkona mín. Ég ætla að tala um pabba við hana þegar hann er farinn.

    Fleðulegt bros fröken Minchin náði næstum til augnanna.

    „En sérstakt barn! sagði hún. „En yndislegt barn!

    „Já, sagði Crewe höfuðsmaður og dró Söru að sér. „Hún er sannarlega yndislegt barn. Annist vel um hana fyrir mig, fröken Minchin.

    Sara bjó á hótelinu með föður sínum á meðan hann dvaldi í borginni. Þau fóru í búðir og keyptu alls kyns varning, fatnað og fleira sem Söru vanhagaði um og ýmislegt sem hún þurfti ekki á að halda. Crewe höfuðsmaður var rausnarlegur að eðlisfari og vildi gera dóttur sinni allt til geðs, svo hann keypti allt sem hún dáðist að og reyndar allt sem honum féll í geð líka, þannig að saman völdu þau fatnað sem betur hæfði prinsessu en lítilli sjö ára telpu. Hann keypti flauelskjóla bryddaða skinni, silkikjóla prýdda ekta kniplingum og útsaumi, hatta með strútsfjöðrum, öskjur fullar af skinnhönskum, klúta og silkisokka í svo miklu magni að ungu stúlkurnar á bak við búðarborðin hvísluðu hver að annarri að litla telpan með stóru alvarlegu augun hlyti að vera útlend prinsessa - ef til vill dóttir einhvers „rajah" á Indlandi.

    Loks fundu þau Emily, en það tók tíma. Þau gengu búð úr búð og skoðuðu margar dúkkur áður en þau fundu hana.

    „Ég vil ekki að hún líti út fyrir að vera dúkka, sagði Sara. „Ég vil að hún líti út fyrir að hlusta þegar ég tala við hana. Gallinn við dúkkur, sagði hún og hallaði undir flatt, „er að þær virðast heyrnarlausar." Svo þau skoðuðu litlar dúkkur, stórar dúkkur, svarteygar dúkkur og bláeygar dúkkur - dúkkur með jarpa lokka og dúkkur með ljósar fléttur, dúkkur í kjólum og allsberar dúkkur.

    „Sjáðu til, pabbi, sagði Sara þegar hún var að skoða eina sem ekki var í fötum, „ef Emily er allsber þegar ég finn hana getum við farið með hana til saumakonu og látið sauma á hana föt. Þá passa þau alveg.

    Þau voru orðin vonlítil um að finna Emily svo þau ákváðu að fara fótgangandi og líta á útstillingarnar. Vagninn ók í humátt á eftir þeim. Þau gengu framhjá tveim eða þrem stórverslunum en komu svo að lítilli búðarholu. Sara snarstansaði og þreif í handlegg föður síns.

    „Pabbi! hrópaði hún. „Þarna er Emily!

    Hún var rjóð í kinnum af geðshræringu og augun ljómuðu eins og hún hefði séð gamlan vin.

    „Hún bíður eftir okkur! Við skulum fara inn."

    „Hjálpi mér, sagði Crewe höfuðsmaður. „Ég held bara að einhver verði að kynna okkur!

    „Þú getur kynnt mig og ég skal kynna þig, sagði Sara. „En þess þarf kannski ekki. Ég þekkti hana um leið og ég sá hana og kannski þekkir hún mig líka.

    Kannski gerði hún það. Að minnsta kosti virtist svo á augnaráðinu þegar Sara tók hana í fangið. Hún var stór, en ekki of stór, hún var með jarpt hár sem liðaðist niður á bak, augun voru blágrá og skær, augnhárin þétt og dökk, úr hárum en ekki aðeins máluð strik.

    „Það fer ekki á milli mála, pabbi, sagði Sara og horfði í andlit dúkkunnar. „Þetta er Emily.

    Svo Emily var keypt og farið með hana á saumastofu þar sem eingöngu var saumaður barnafatnaður. Þar var tekið af henni mál og efni valin í fatnað sem var engu síðri en sá sem Sara átti sjálf. Hún átti að fá silkikjóla, flauelskjóla, múslínkjóla, hatta, kápur, loðfeldi, hanska, vasaklúta og dýrindis undirfatnað lagðan blúndum og pífum.

    „Ég vil að hún sé eins og barn sem á góða og umhyggjusama móður þótt hún eigi að vera félagi minn og vinur," sagði Sara.

    Crewe hafði yfirleitt ánægju af að kaupa fagra hluti handa dóttur sinni en í þetta skipti var því öðruvísi farið. Hann hugsaði með trega til þess að brátt mundi hann verða að skilja við hinn ástfólgna og smáskrítna vin sinn og félaga.

    Hann gat ekki sofnað og þegar langt var liðið á nóttu fór hann fram úr, læddist að rúmi Söru og horfði lengi á hana þar sem hún lá sofandi með Emily í fanginu. Svart hár hennar og jarpir lokkar Emily flóðu um svæfilinn. Þær voru báðar í blúndulögðum náttkjólum og þétt augnhár beggja sveigð niður á kinnar. Emily var svo nauðalík barni að Crewe höfuðsmanni létti dálítið. Hann andvarpaði og gat ekki varist brosi.

    „Litla Sara, hvíslaði hann. „Þú hefur ekki hugmynd um hve pabbi þinn á eftir að sakna þín.

    Næsta dag fór hann með hana í skóla fröken Minchin. Skipið átti að leggja úr höfn næsta morgun. Hann sagði fröken Minchin að hún gæti snúið sér til lögfræðiskrifstofu Barrows & Skipworth sem gætti hagsmuna hans í Englandi. Þar fengi hún greiddan kostnað við menntun og uppihald Söru, og þangað gæti hún leitað ef á þyrfti að halda. Hann sagðist mundu skrifa Söru tvisvar í viku og hún ætti að fá allt sem hugur hennar girntist.

    „Hún er skynsöm og biður ekki um neitt sem ekki er óhætt að láta eftir henni."

    Þau gengu inn í litla setustofu sem átti að verða heimili Söru og kvöddust þar. Sara sat í fangi hans og horfði rannsakandi á hann.

    „Ertu að reyna að festa mynd mína í hjarta þér, Sara mín litla?" spurði hann.

    „Nei, ég þarf þess ekki. Hún er þar nú þegar," svaraði hún og vafði handleggjunum um háls hans svo fast að engu var líkara en hún vildi ekki sleppa.

    Þegar vagninn ók frá húsinu sat Sara við gluggann með hönd undir kinn og starði á eftir honum þar til hann hvarf fyrir hornið. Emily sat í gluggakistunni og horfði líka. Þegar fröken Minchin sendi systur sína til að aðgæta hvernig henni liði komst hún ekki inn.

    „Ég læsti hurðinni, heyrði hún barnsrödd segja innan úr stofunni. „Ég vil fá að vera í einrúmi, ef yður er sama.

    Fröken Amalía var stutt og feit og bar ákaflega mikla virðingu fyrir systur sinni. Hún var skapbetri en datt aldrei í hug að óhlýðnast fyrirmælum hennar. Hún hraðaði sér niður stigann.

    „Þetta er í meira lagi undarlegt barn, systir góð, sagði hún. „Hún hefur læst sig inni og ég heyrist hvorki stunu né hósti.

    „Það er skárra en ef hún æpti og sparkaði eins og sumar hinar telpurnar," svaraði fröken Minchin. „Ég átti von á að svona dekurrófa gerði allt vitlaust í

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1