Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Jólasögur
Jólasögur
Jólasögur
Ebook55 pages50 minutes

Jólasögur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Jólasögur eftir Guðrúnu Lárusdóttir konu fyrst út árið 1912, bókin inniheldur fimm smásögur; Sönn jólagleði; Hvíta Skipið; Jósef; Sonarfórn og Brotna Myndin. Eins og í flestum verkum Guðrúnar Lárusdóttur er sterkur boðskapur í hverri sögu. Þær fjalla allar um málefni sem við koma jólahaldi og teljast hugvekjur um áherslur og dygðir jólaandans. Mikilvægi friðar og góðmennsku er í fyrirrúmi og hver saga snertir á eðli og ábyrgð mennskunar. Sumar byggja á biblíusögum en aðrar eru íslenskar dæmisögur sem henta lesendum á öllum aldri. Sönn Jólagleði segir frá ungri stúlku sem uppgötvar tilgang jólanna. Í sögunni Hvíta skipið fræðir gamall maður barnabörn sín um jólin í gamla daga. Jósef fjallar um jólahald í fátækt. Sonarfórn segir frá hetjudáð ungs drengs í samstarfi við trú. Brotna Myndin er saga um erfiðar raunir ungrar stúlku og gleðina sem jólin færa okkur á erfiðum tímum idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /html
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 3, 2023
ISBN9788728569245
Jólasögur

Related to Jólasögur

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Reviews for Jólasögur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Jólasögur - Guðrún Lárusdóttir

    Jólasögur

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569245

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    JÓLASÖGUR

    SÖNN JÓLAGLEÐI.

    „Hvað er þetta? Ertu ekki farin að búa þig, og klukkan er orðin rétt að segja fimm."

    Inga kom þjótandi inn í herbergið með ógreitt hárið í öðrum vanganum og skólaus á öðrum fætinum, með fatahrúgu í fanginu. „Loksins kem ég með fötin okkar, mér datt ekki í hug, að þú sætir auðum höndum, góða mín, því að nú veitir okkur ekki af að hraða okkur. Samsætið á að byrja, eins og þú veizt, kl. sex. Ósköp held ég verði gaman. Það er sannarlega fallega gert af ungfrú Lovísu að bjóða okkur öllum í kveld; ég er viss um, að við fáum að fara í einn snúning, þó að það sé nú jólanóttin, altjent þó fram undir miðnætti. — Heyrðu, ætlarðu ekki að hafa bláa slifsið? — Inga þagnaði allra snöggvast og leit á Þóru, sem svaraði ekki einu orði. „Er þér illt, Þóra mín? Því ertu svona dauf?

    Nei, henni var ekkert illt. En hún vissi ekki, hvort hún ætti að fara.

    „Hvað er að tarna? Nú er ég þó hissa. Finnst þér það ekki alveg sjálfsagt, að við komum öll að borða, eins og vant er, og það er ekki svo jólalegt hérna í kompunni okkar, að mér sýnist! Ég held þar að auki, að það væri stök ókurteisi við ungfrú Lovísu, sem þú hefur keypt fæði hjá í allan vetur, ef þú hirðir ekkert um þetta vingjarnlega boð hennar að vera þar alla jólanóttina, þú þekkir enga hér, og mátt vera dauðfegin."

    „Satt er það, sagði Þóra dræmt, „fáa þekki ég hér. Og ég hefði líklega farið í jólaveizluna til ungfrúarinnar, ef ég hefði ekki rétt áðan fengið þetta bréf, og hún rétti Ingu sendibréf, sem hún las í flýti.

    „Ja, nú blöskrar mér þó! Er konan gengin af göflunum? sagði Inga og skellti á lærið. „Það er naumast hún ætlast til greiðasemi af þér, svo að segja bláókunnugri. En sú ósvífni! Inga fleygði bréfinu út í horn, og fór að reima á sig stígvélin.

    „Ekki erum við bláókunnugar hvor annarri, eins og þú segir, sagði Þóra, „Ásta er einmitt eina konan, sem ég þekki hér frá fornu fari, og við höfum alltaf verið góðar kunningjastúlkur. En hún hefur nú ekki til margra að flýja, aumingja Ásta, missti manninn í haust, og er að basla fyrir sér og þessu eina heilsulitla barni sínu. Ég skammast mín fyrir að hafa ekki komið til hennar svo lengi; ég hélt ekki, að Ella litla væri svona mikið veik.

    „Ertu kannske að hugsa um að sinna rellunni úr henni? spurði Inga stutt í spuna, „það er líka nærgætnislegt af henni, kalla ég, að ætlast til þess, að þú, ung stúlkan, farir að híma yfir lösnum krakka um hátíðina, auðvitað fara á mis við alla jólaskemmtun. Það eru ofurlítið gleðileg jól, sem hún ætlar þér, þessi blessuð vinkona! Og Inga hló kuldahlátur.

    „Hvað heldurðu, að þú gerðir í mínum sporum?" spurði Þóra rólega.

    „Ég? Ég færi í jólagildið til ungfrú Lovísu, skemmti mér þar eftir föngum og léti Ástu eiga sig með Ellu og alla hennar skrópa."

    „Heldurðu, að þú svaraðir þá ekki bréfinu?" spurði Þóra.

    „Ég veit ekki. Ég sendi henni í hæsta lagi fáeinar línur og segði henni blátt áfram, að ég hefði öðru að sinna en vaka yfir sjúkling alla jólanóttina."

    „Þú þyrftir að dansa og spila?"

    „Já, það gæti ég vel sagt."

    „Heldurðu, þú gætir notið skemmtunarinnar eins vel á eftir?"

    „Ekki skil ég annað. En hvað eiga þessar spurningar annars að þýða? Ég veit fyrir víst, að engin kunningjakona mín skrifar mér svona bréf. Og svo ætla

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1