Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Allt eða ekkert
Allt eða ekkert
Allt eða ekkert
Ebook174 pages2 hours

Allt eða ekkert

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Allt eða ekkert kemur út á sænsku árið 1895 og er hún fyrsta bók Elísabetar Beskow. Skáldsagan segir frá reynslu hinnar ungu Ebbu, hún á vel efnaða fjölskyldu sem trúir því að konur eigi ekki að vinna. En Ebbu langar að mennta sig og gerast hjúkrunarfræðingur í óþökk foreldra sinna. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728421109
Allt eða ekkert

Related to Allt eða ekkert

Related ebooks

Reviews for Allt eða ekkert

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Allt eða ekkert - Elisabeth Beskow

    Allt eða ekkert

    Translated by Bjarni Jónsson

    Original title: Allt eller intet

    Original language: Swedish

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1935, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421109

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Stúlkur þurfa ekki að vinna, var Wester ræðismaður alltaf vanur að segja. Og það hafði Ebba dóttir hans heyrt hann segja frá því er hún var á barnsaldri. Samt hafði hún alltaf kunnað lexíurnar sínar í skólanum. Það var þó ekki því að þakka, að henni væri haldið að náminu, heldur góðum gáfum hennar. Þegar skólagöngunni var lokið, þá tók hún sér tíma til tungumálanáms með einni stallsystur sinni; en annars lék hún sér eins og hana lysti til að eyða tímanum.

    Faðir hennar var auðugur maður, og sjálfsagt var honum í mun, að búa svo í haginn fyrir börn sín, að ekki þyrftu þau féleysi að kvíða. Ebba þurfti því aldrei að hugsa til þess að hafa sjálf ofan af fyrir sér. Öllum virtist Ebba vera reglulegt óskabarn hamingjunnar, og það var hún líka óneitanlega. Hún var ung og fögur, átti ríkan föður, sem gjörði allt, sem hann gat til að eyðileggja hana með dekri og dálæti, og hún átti móður, sem aldrei þröngvaði henni til leiðinlegra inniverka, og þrjú átti hún systkini og kom henni dável saman við þau, og fjölda átti hún góðra lagssystra, og góð tækifæri til að njóta skemmtana og frelsi til að gjöra, hvað sem hana lysti og þurfti engum nauðsynjaskyldum að gegna. Og hvers gat hún framar óskað sér?

    En samt var Ebba ekki sæl og glöð, og nú hafði hún einn um tvítugt; það var eins og eitthvert óskiljanlegt þunglyndi legðist á hana og færi vaxandi með hverju árinu, sem leið.

    Hvernig gat staðið á því? Ekki var ógæfusömum ástum um að kenna. Að sönnu hafði Ebba átt sína vordrauma í þeim efnum, en þeir höfðu verið svo skammvinnir, að þeir höfðu ekki raskað hjartafriði hennar hið minnsta. Hún gat enga grein gjört sér fyrir þeirri tómleikatilfinningu, sem kom svo oft yfir hana né þeirri þrá, sem hún fann svo oft hjá sér, en vissi þó ekki hvað hún þráði.

    Svo bar til á einu fúlu og köldu rigningarkvöldi, að Ebba var á gangi um götur borgarinnar með einni vinstúlku sinni. Veðrið létu þær sér í léttu rúmi liggja, því að yfirhafnir höfðu þær hlýjar og góðar. Þær héldu uppi fjörugum samræðum sín á milli. Þær voru á leið til samkvæmis og hlökkuðu til veizlugleðinnar um kvöldið.

    Hjá einum ljóskersstaurnum stóð veslings krypplingur, tötrum búinn, gegndrepa og sárkaldur. Hann beiddist einskis og kvartaði ekki og ekki renndi hann öfundaraugum á glæsilegu yngismeyjarnar í hlýju kápunum. Hann veik sér aðeins til hliðar, til þess að vera ekki í vegi fyrir þeim.

    Það gekk Ebbu til hjarta, að sjá þetta þreytulega og gegnkalda andlit. Hann leit ekki á hana en Ebba nam staðar og tók upp pyngjuna sína.

    — Viltu þiggja þetta af mér? spurði hún hálffeimin og rétti honum smápening.

    Hann leit á hana undrandi og ljómaði af fögnuði.

    — Margfaldar þakkir fyrir. Guð blessi yður, unga stúlka, sagði hann og hneigði sig svo djúpt sem hann gat fyrir henni.

    Síðan héldu þær áfram göngunni og mæltu ekki orð frá vörum.

    — Vesalings pilturinn. En hve hann hlýtur að eiga bágt! Það var fallega gjört af þér, Ebba, að gefa honum, þó að hann beiddist einskis. Maður gat viknað við að sjá, hve hann var þakklátur, sagði vinstúlka Ebbu.

    — Fallegt! Já, það var víst reglulega fallegt af mér, sagði Ebba, en hvort sem þú trúir því eða ekki, þá fyrirvarð ég mig reglulega fyrir það, að hann þakkaði mér. Því að fyrir hvað átti hann að þakka mér? Ég hefði átt að gefa honum alla peningana, sem ég átti í pyngjunni, og samt hefði það ekki verið nema lítið brot af því, sem mér var skylt að gefa honum.

    — Hvað áttu við? Hefir þú séð hann fyrri og kynnst honum?

    — Nei, nú skilur þú mig ekki. Hvers vegna á hann að vera svona veikur og snauður, en ég að lifa við allsnægtir. Það var ekki nema sjálfsagt, að ég gæfi honum skilding, og þess vegna fyrirverð ég mig fyrir það, að hann þakkaði fyrir smápeninginn, sem ég gaf honum.

    — En Ebba góða, ertu orðin jafnaðarmaður? Svona er það allsstaðar í heiminum og hefir ávallt verið. Fyrst Guð hefir nú einu sinni skipt svo ójafnt, þá höfum við víst engan rétt til að lasta hann fyrir það?

    — Nei, ég lasta Guð ekki, sagði Ebba, en um leið og Guð hefir skipt ójafnt, þá hefir hann gjört þá, sem hann hefir gefið meira, að skuldunautum þeirra, sem hann hefir gefið minna. Hvernig greiðum við þá skuld í raun og veru?

    — En, heyrðu, Ebba, ef menn ættu að lifa eftir kenningu þinni, þá ættu þeir ekki að eiga rétt til hinna allra minnstu nautna sjálfir. Allt það, sem vér eyðum oss sjálfum til skemmtunar væri þá sama sem stolið frá fátæklingunum. Það lætur hræðilega illa í eyrum!

    — Já, en hver veit, nema því sé einmitt svo varið, svaraði Ebba hóglega.

    Vinstúlka hennar virti hana fyrir sér og var órótt innanbrjósts.

    — Hvaðan hafa þér komið þessar hóflausu hugmyndir? Veit pabbi þinn nokkuð um þær?

    — Það er mér vissulega ókunnugt um. Ég hefi ekki minnst á þetta við hann. Hann heldur, að ég sé barn, sem aldrei íhugar neitt. Hann myndi að líkindum segja hið sama og þú, að ég væri eitthvað undarleg.

    Þær voru nú komnar heim að hliðinu á húsi Ebbu og gengu þar inn.

    Klara, vinstúlka Ebbu, hristi vætuna af regnhlífinni sinni frammi í ganginum.

    — Er það álit þitt, að ég hafi stolið þessum nauðsynjagrip?

    — Hvaða grip áttu við?

    — Regnhlífina, auðvitað. Hefði ég ekki átt að gefa hana einhverjum fátæklingsaumingjanum, og hefðir þú ekki átt að gefa regnhlífina þína einhverjum öðrum. Við hefðum svo sem getað gengið regnhlífarlausar og skemmt svo með því fötin okkar í rigningunni.

    — Nei, en við hefðum líka átt að hafa fataskipti við þá; þá hefðu fötin ekki skemmzt, sagði Ebba í glettni.

    — Svo þú sér þá fram á, að engin leið er að rata meðalhófið, sagði Klara, og gladdist af undanlátsseminni, sem hún hugði að lægi í þessum orðum lagssystur sinnar.

    En Ebba brá fljótt til alvörunnar aftur og svaraði:

    — Það stendur samt alls ekki í vegi fyrir þvi, að meðalhófið sé hægt að finna; ég er hrædd um, að við höfum farið út í öfgar.

    Þær gengu nú upp á þrepið og hringdu. Bróðir Ebbu, Valter Wester, verkfræðingur, opnaði fyrir þeim.

    — Það var reglulega gott, að Ebbu tókst að fá ungfrúna með sér, sagði hann brosandi og hneigði sig hæversklega fyrir Klöru.

    — Ég hefi uppgötvað margt einkar nýstárlegt á leiðinni, sagði Klara hlæjandi, meðan verkfræðingurinn var að hjálpa henni úr regnkápunni.

    — Einmitt það! Hvaða nýlunda var það?

    — Að Ebba er orðin hreinræktaður jafnaðarmaður, full af byltingahugsjónum.

    — Hvað — Ebba orðin jafnaðarstefnunni fylgjandi? Hún, sem hefir allt, sem hún getur óskað sér og meira til! Hvað gengur að þér, Ebba? sagði hann hlæjandi.

    — Það eru ekki allir, sem eru jafnaðarmenn af eigingjörnum hvötum, sagði Ebba í alvöru og gamni; en við skulum ekki standa hér og verða innkulsa. Komdu inn, Klara, sagði hún síðan og leiddi hana með sér inn í salinn, þar sem móðir hennar og systkini voru fyrir og margt af öðru ungu fólki; sátu allir þar í kringum laðandi kaffiborð og biðu.

    Móðir Ebbu stóð óðara upp, er þær komu og gekk til móts við Klöru og heilsaði henni.

    — Afsakið, að við sendum eftir yður á síðustu stundu; en við fréttum ekki fyr en fyrir lítilli stundu, að þér væruð komin heim aftur úr sveitinni.

    — Hjartans þakkir, það var svo inndælt að fá að koma, svaraði Klara og settist niður á meðal hinna.

    Að lokinni kaffidrykkju skemmtu þau sér um stund við leiki og hljóðfæraslátt, þangað til kvöldmaturinn var á borð borinn.

    — Sofðu nú úr þér grillurnar þínar, Ebba, sagði Klara, er þær kvöddust um kvöldið. — Ég hefi beðið bróður þinn að tæta þær úr þér, sagði hún síðan glettnislega.

    Ebba sofnaði seint það kvöld. Hugsjónir þær, sem höfðu vaknað hjá henni, við samtal þeirra Klöru, höfðu aldrei staðið jafn ljóslifandi fyrir henni og á þessu kvöldi. Hún hafði að vísu haft óljóst hugboð um það, sem hún hafði látið í ljós á þessu kvöldi, en aldrei sagt það öðrum, og ekki einu sinni við sjálfa sig. Ebba hugsaði miklu meira en nokkur hafði haft hugboð um á heimili hennar. Hún íhugaði margt iðulega, en var of feimin til að láta þær hugsanir sínar í ljós, einkum heima fyrir. Vinir hennar þekktu hana betur.

    Þar sem hún nú lá í dúnmjúka og hlýja rúminu sínu í fagurlega búnu svefnherbergi, þá hugsaði hún út í það, hve þeir væru margir, sem ekki ættu þak yfir höfuð sér, og hve margir þeir væru, sem yrðu því fegnir að fá að búa í fátæklegri kytru með mörgum öðrum.

    Þegar hún bar sitt þægindaríka líf saman við líf þeirra, sem yrðu að þræla til að hafa í sig og á, þá fylltist hún sárri gremju í hjarta sínu. En hvað gat hún gjört til þess að draga úr þessu ranglæti?

    Ekki gat hún selt neitt af þessum fögru en þó fánýtu munum, sem heimilið hennar var fullt af; hún átti þá ekki. Og ekki gat hún búizt einfaldari og fátæklegri búningi til þess að geta gefið fátækum þá peninga, sem ætlaðir voru fyrir fatnaði handa henni. Foreldar hennar mundu ekki leyfa það. Ekki gat hún heldur takið neina vesalings fátæklinga til sín og látið þá búa og borða hjá sér, því að hún átti þarna ekki ein heima. Allan munaðinn, sem kringum hana var, hafði faðir hennar keypt fyrir sína peninga; hún átti hann ekki. Hún átti ekkert sjálf; faðir hennar átti allt. Öllu þessu vildi hann hlaða kringum hana, og ef hún afsalaði sér því, þá mundi enginn annar fá að njóta góðs af því; það mundi einungis verða til að særa föður hennar.

    Hvað lét hún gott af sér leiða í heimi þessum? Hendurnar á henni voru hvítar og mjúkar, en hvaða gagn gerðu þær? Þær gátu saumað í fagurlega, allir gátu dáðst að þeim, þær gátu haft taumhald á reiðhestinum o. s. frv., en hvaða gagn var að slíku?

    Og hver naut góðs af heilbrigðinni, sem hún fann streyma um allan líkama sinn — hver hafði gott af henni? Það gladdi foreldra hennar að sjá, hve hraust hún var. Og auðvitað var hún sjálf þakklát fyrir það; en gat hún gert öðrum gagn með hraustleika sínum?

    En loks var það eitt, sem hún átti sjálf — hún átti sjálfa sig, en það var líka allt og sumt, sem hún átti sjálf. Gat hún þá ekki á einn eða annan hátt beitt sjálfri sér, tíma sínum, starfi sínu og heilsu sinni í þjónustu mannkynsins?

    Hún lá og hugsaði enn um hríð. Skyndilega var sem ljós rynni upp fyrir henni. Það var algengt að ungar stúlkur af góðu bergi brotnar lærðu hjúkrunarfræði og gerðust hjúkrúnarkonur. Hún hafði heyrt að ungar hjúkrunarkonur byggju í sérherbergjum með húsgögnum öllum, færu snemma á fætur og störfuðu alla daga fyrir aðra og stundum nætur líka. Þarna var verk til að vinna fyrir hana. Með þessu móti gæti hún ef til vill fundið fullnægjandi ráðningu á þeirri gátu, sem hún hafði verið að velta fyrir sér; með því fengi líf hennar markmið og innihald; þá gætu hún fundið með sjálfri sér, að hún væri til gagns.

    Við þessa hugsun tók hjarta hennar að slá örara og henni roðnuðu rósir á vöngum. Og hún varð svo sæl í anda. Hugsanir hennar höfðu nú komizt að þeirri niðurstöðu, sem gagntók huga hennar. Og þetta varð þegar að ráði. Sjálfsagt hefir hún fundið það fyrir fram, að sú fórn, er hún vildi með þessu leggja á altari hins þjáða mannkyns, mundi verða henni alldýrkeypt. En þegar menn hafa einsett sér að fórna einhverju, hvenær hafa menn þá réiknað út til fulls, hvað sú fórn mundi kosta? Ef einhver gerði það, þá myndu vissulega ekki margar fórnir verða færðar. Ebba gjörði það ekki, en hún fann samt sem áður með sjálfri sér, að hún mundi vérða að sæta miklu andstreymi. Hugsunin um þetta og tilfinning hennar fyrir veikleika sínum, knúði hana til að biðja um hjálp til að lifa þessu nýja lífi sínu, sem hún hafði nú ásett sér að byrja. Guð var henni allsendis ókunnur, og hún var sjaldan vön að biðja. En á þessu kvöldi gerði hún það og fann, að hún styrktist í anda við bænina.

    II.

    Ebba mætti minni mótstöðu en hún hafði búizt við.

    Faðir hennar leit forviða á hana og hélt fyrst, að hún væri að gera að gamni sínu, en þegar honum skildist, að henni væri alvara, þá brosti hann efablandinn og sagði:

    — Þú getur fengið að reyna það, en það líður víst ekki á löngu, að þú verðir þreytt á því og komir heim aftur.

    Þá sagði mamma hennar:

    — En þetta verður þér ofraun, elsku barnið mitt. Hugsaðu þér alla sýkingarhættuna, sem þú steypir þér í. Nei, slepptu öllum þessum grillum!

    Þá sögðu systkini hennar:

    — Já, það ætti vel við, að þú yrðir hjúkrunarkona eða hitt þó heldur! Hvernig færir þú að því að komast á fætur á morgana, þú, sem kemur allt af of seint til morgunverðar? Og hvernig mundir þú sóma þér hjá sjúkrabeði, svo klaufafengin og óhagsýn sem þú ert?

    Lagssystur hennar sögðu:

    — Þetta var stórkostlega göfug hugsjón! Ég held næstum að ég fari að öfunda þig.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1