Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Fátækt
Fátækt
Fátækt
Ebook69 pages1 hour

Fátækt

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fátækt kom fyrst út árið 1949 í ritsafni Guðrúnar Lárusdóttur. Hér er fylgst er með hvernig slæm efnahagsstaða verkar á líf einstaklinga og hvert eðli hennar er. Henni er fylgt allt frá ákvörðunum fátæktarnefndar til einstaka heimili sem við hana glíma. Fátækt fylgir barnæsku Ellu. Ella er dóttir einstæðrar móður og þegar sagan hefst eru þær heimilislausar. Þær kynnast Jóni Árnasyni fátæktarfulltrúa Reykjavíkur og með aðstoð hans byrja smám saman að koma undir sig fótunum og finna sér betra líf. Höfundur sögunnar, Guðrún Lárusdóttir, þekkti sérstaklega vel til fátæktar síns samtíma þar sem hún gegndi hlutverki fátæktarfulltrúa í Reykjavík og barðist þar fyrir betri kjörum bágstaddra. Hér veitir hún innsýn inn í lífshlaup fátækra barna í upphafi 20. aldar á Íslandi.idden /title /head body center h1 403 Forbidden /h1 /center /body /html
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 17, 2023
ISBN9788728569221

Related to Fátækt

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Reviews for Fátækt

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Fátækt - Guðrún Lárusdóttir

    Fátækt

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: public domain

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569221

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I.

    Fátækrastjórnin sat á fundi og ræddi um málefni bæjarins. Málin voru mörg á dagskrá að vanda, og vannst tæplega tími til að ræða þau öll til hlítar. Sízt vantaði þó, að menn skröfuðu eigi og skeggræddu. Þegar nokkurt hlé varð á umræðunum, og skrifari fundarins kepptist við að bóka fundargerðina, rétti Jón gamli Árnason sig í sæti sínu og skotraði augunum til fundarstjórans um leið. Hann hristi tóbak úr pontu sinni á handarbakið á sér og tók í nefið, þerraði sér svo vandlega um vitin á hárauðum vasaklúti, en rétti sessunaut sínum pontuna, um leið og hann tók sjálfur svo til máls:

    „Svo var það nú eitt málið enn, sem ég hef meðferðis, og einn vandræðagripurinn enn, hafði ég nærri sagt."

    „Hver er það?" spurði fundarstjórinn, og hallaði sér aftur á bak í sæti sínu.

    „Það er hún Gudda. Það hlaut að koma að þessu fyrir henni?"

    „Hvaða Gudda?" spurði einhver í hópnum.

    „Nú, hún Gudda. Þekkirðu hana ekki? Þú þekkir hana þó, Sveinn? Hana Guðríði Björnsdóttur frá Syðrahvarfi."

    „Mikil ósköp! Sveinn kannaðist ofboð vel við hana. „Fór hún ekki til Hafnar fyrir nokkrum árum? Snyrtilegasta stúlka, minnir mig.

    „Jú, kemur heim! svaraði Jón. „Þeim þótti hún líka snotur, piltunum í Höfn. Hún er sem sé komin hingað aftur með barn í eftirdragi. „Ekkí! sagði einhver úti í horni. — „Rétt ein! kom úr öðru horni.

    „Ekki spánýtt! sagði Sveinn ofur rólega. „En er hún í vandræðum? Mig minnir, að faðir hennar væri talinn efnabóndi.

    „Faðir hennar dó úr spönsku pestinni og búið var þrotabú. Móður sína missti hún ung, og systkini hennar eru komin sitt í hverja áttina, flest til Vesturheims, held ég. Nei, hún er einstæðingur, þetta grey. Verst er þó, hvað hún virðist vera lasburða, ég gæti bezt trúað, að hún væri með tæringu. Hún býzt þó við að geta unnið fyrir sér sjálfri í sumar, en það þarf að hjálpa henni fyrir því, barnið — —"

    „Já, hver á þetta barn? Getur faðir þess ekki séð eitthvað fyrir því?" spurði fundarstjóri.

    „Faðir þess! Já, hm, það er nú farið að verða djúpt á þeim stundum, eins og við vitum," sagði Jón og horfði kíminn til hinna fulltrúanna.

    „Er ekki sjálfsagt að komast eftir því, hver er faðir barnsins?" spurði fundarstjóri.

    „Jú, jú, það má meir en reyna það. En ekki treysti ég því, að það hafi mikinn árangur, svaraði Jón. „Gott ef stúlkan veit það sjálf, og hvað sem um það er, þá mun hún vera búin að setja sér að nefna aldrei þennan föður telpunnar. Og Guðríður er af því bergi brotin, að ég spái það verði fullerfitt að fá hana til þess að segja frá því, sem hún vill þegja yfir. Og ætli það skipti ekki minnstu máli, hvaða ræfill á krakkann, þeir eru allir samsorta, þessir allslausu slæpingjar. En Gudda kom til mín, af því að ég þekkti hann föður hennar heitinn dálítið hér fyrr á árum. Hann var sómamaður, karlinn. Ég kenndi í brjósti um stúlkuaumingjann. Það eru ósköp að sjá hana. Hún vill helzt koma sér í sveit og segir, að fóstursystir sín, gift kona á Vesturlandi, hafi boðið sér sumardvöl þar með barnið, en hún hefur engin sköpuð ráð til að komast þetta. Hana vantar alveg fargjaldið og helzt eitthvað til klæðnaðar fyrir sjálfa sig, skildist mér á henni.

    „Sú átti erindið til Hafnar, sagði Sveinn, þegar Jón þagnaði. „Ég man einmitt eftir því, þegar þessi stúlka fór héðan. Nógu var hún fín með sig og einstaklega lagleg. Hún kvaðst eiga vísa atvinnu í Höfn, á saumastofu, minnir mig. Hún var myndarleg við sauma, og var eitthvað að fást við þess konar á tímabili hér í bænum. Það eru nú, bíðum við, ein 6—7 ár síðan þetta var.

    „Ég kalla, að þú munir þetta býsna vel, Sveinn," sagði Jón glettnislega.

    „Ójá, ég tók vel eftir stúlkunni, meðfram af því, að ég þekkti til fólksins hennar. Hvað er barnið gamalt?"

    „Líklega fjögra ára eða þar um bil."

    „Ekki hefur hún þó gefizt upp strax, sú litla."

    „Það hlýtur að hafa verið ógnar basl fyrir henni, eftir því sem mér heyrðist, sagði Jón, „og er hún þó fátöluð um sjálfa sig. En það er nærri því hægt að gizka á, hvaða afkoma það er fyrir stúlku, sem einsömul á að sjá fyrir barni, því að engan eyri hefur hún fengið frá föður þess, svo mikið veit ég.

    Í fundarlok las ritari fundargerðina og meðal annars á þessa leið:

    „Samþykkt var að taka æviferilsskýrslu Guðríðar Björnsdóttur, sem beiðst hefur styrks fyrir sig og barn sitt. Að því búnu er Jóni Árnasyni fátækrafulltrúa falið á hendur, að sjá Guðríði fyrir nauðsynlegri hjálp til væntanlegrar farar hennar vestur á land, þar sem hún kveðst eiga vísan

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1