Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Æfintýr æsku minnar
Æfintýr æsku minnar
Æfintýr æsku minnar
Ebook85 pages1 hour

Æfintýr æsku minnar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

"Æfi mín er fallegt æfintýr, svo auðugt og sælt!"
Svo hljóma fyrstu orð bernskuminninga Hans Christians Andersen. Undir lok bókarinnar segir hann að með aldrinum sjái maður það fjarlæga best og þá sé einmitt best að skrifa um bernskuárin, en það er nákvæmlega það sem hann gerir. Lesendur sjá Hans Christian læra og þroskast með eigin augum, frá fæðingu hans, fram á unglingsár og að lokum þegar hann er orðinn ungur maður, tilbúinn til að takast á við lífið.
Verkið er skyldulesning fyrir unnendur ævintýra H.C. Andersen, enda gefur það einstaka mynd af bernsku mannsins sem hefur verið dáður af svo mörgum börnum í gegnum tíðina.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateNov 23, 2023
ISBN9788727085708

Read more from H.C. Andersen

Related to Æfintýr æsku minnar

Related ebooks

Related categories

Reviews for Æfintýr æsku minnar

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Æfintýr æsku minnar - H.C. Andersen

    Æfintýr æsku minnar

    Translated by Steingrímur Thorsteinsson

    Original title: Mit livs eventyr

    Original language: Danish

    Cover image: Midjourney

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788727085708

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    ÆFI MÍN er fallegt æfintýr, svo auðugt og sælt! Ef jeg hefði mætt voldugri töframey, þegar jeg lagði af stað út í heiminn í æsku, fátækur og einmana, og hún hefði sagt: „Veldu þjer þá braut, sem þú vilt ganga, og þá mun jeg vernda þig og leiða, eins og sjálfsagt er hjer í heiminum". Þótt svona hefði verið, hefðu örlög mín ekki orðið hamingjusamari nje betri en þau reyndust. Æfisaga mín mun segja heiminum það sama og hún sagði mjer. — Það er til kærleiksríkur Guð, sem stjórnar öllu til hins besta.

    Árið 1805 áttu snauð ung og nýgift hjón heima í Odense. Þau bjuggu í lítilli, fátæklegri stofu. Og þeim þótti ákaflega vænt hvort um annað. Þetta var ungur skósmiður og kona hans. Hann var tæplega tuttugu og tveggja ára, einkennileg gáfaður maður og skáldlegur í sjer. Hún var nokkrum árum eldri, ókunnug lífinu og heiminum en þrungin af hjartagæsku. Nýlega var maðurinn orðinn „frímeistari" og hafði sjálfur bangað saman vinnustofu handa sjer, og líka hjónarúmið, en í það hafði hann notað pall, sem áður hafði staðið undir líkkistu greifa eins, sem nefndist Trampe. Hinar svörtu klæðisræmur, sem enn voru á sængurstokkunum, mintu á þann atburð. Í stað hins tigna líks, með sorgarslæður og ljósastikur allt umhverfis sig, lá hjer þann annan apríl lifandi, grátandi barn, það var jeg, H. C. Andersen.

    Sagt er, að faðir minn hafi fyrstu dagana setið við rúmið hjá móður minni og lesið hátt fyrir hana úr ritum Holbergs, en jeg grenjaði eins og kraftarnir frekast leyfðu. Og mjer er sagt, að hann hafi spurt mig hvort jeg vildi ekki annað hvort gera svo vel og sofa, eða þá hlusta á, —auðvitað í gamni, en jeg hjelt áfram að orga og því mun jeg hafa gert mikið af, ekki síst þó í kirkjunni, þegar jeg var skírður, og olli það prestinum, sem var nokkuð bráðlyndur maður, að því er mamma sagði síðar, svo miklum hrellingum, að hann á að hafa sagt: „Krakkinn vælir eins og köttur!" — Þeim orðum gat mamma aldrei gleymt, þótt fátækur franskur útflytjandi, Gomard, sem var skírnarvottur, reyndi að hugga hana með því, að því meir sem jeg grjeti sem barn, þess fegur myndi jeg syngja þegar jeg væri kominn til vits og ára.

    Eitt einasta lítið herbergi, sem var fult af skósmíðavinnustæðinu, rúminu og bekknum, sem jeg svaf á, var bernskuheimili mitt, en á veggjunum voru margar mynd ir og á dragkistunni stóðu fallegir bollar, glös og annað smádót, og yfir vinnuborðinu við gluggann var lítil hilla með bókum. Í litla eldhúsinu hjekk smár skápur, fullur af tindiskum yfir matarskápnum. Mjer fannst herbergið stórt og vel búið. Hurðin sjálf, en á hana var máluð landslagsmynd, fanst mjer þá jafn þýðingarmikil eins og mjer finnst heilt myndasafn nú.

    Úr eldhúsinu lá stigi upp á loftið, og þar úti í þakrennunni milli okkar húss og þess næsta, stóð kassi fullur af mold og óx þar laukur og steinselja. Þetta var nú allur garðurinn hennar móður minnar: Í æfintýri mínu Snædrottningin, vaxa blómin þar enn.

    Jeg var einkabarn og mikið dekrað við mig, og oft fjekk jeg að heyra það hjá móður minni, að jeg hefði það heldur betra en hún hefði haft í sínu ungdæmi, — það væri farið með mig eins og greifason, — en þegar hún var lítil, ráku foreldrar hana út til þess að betla, og þegar hún gat ekki gert það, þá hafði hún í heilan dag setið og grátið undir brú einni á Odense-ánni, — jeg sá það svo greinilega í barnshuga mínum, og jeg grjet yfir því líka. Síðar hefi jeg látið henni bregða fyrir í ævintýrum mínum.

    Faðir minn, Hans Andersen, ljet allt eftir mjer, sem mig langaði til, hann unni mjer ákaflega mikið og þessvegna varði hann öllum tómstundum sínum, — sunnudögunum, til þess að búa til leikföng og myndir handa mjer. Oft las hann hátt fyrir okkur á kvöldin úr ritum Lafontaines, Holbergs og úr Þúsund og einni nótt, og jeg man aðeins eftir að hafa sjeð hann brosa þegar hann las, því hann naut ekki hamingju sem iðnaðarmaður.

    Foreldrar hans höfðu verið bjargálna bændafólk, en svo var eins og ólánið tæki til að elta þau; fjenaður þeirra fjell, bærinn brann og að lokum missti bóndinn vitið. Konan flutti þá með soninn til Odense og þar ljet hún drenginn, sem var vel gefinn, fara að læra skósmíði, annað var ekki hægt, þótt hann ætti enga ósk heitari, en að komast í latínuskóla. Nokkrir efnaðir borgarar höfðu einu sinni verið að hugsa um að skjóta saman, svo hann hefði nóg fyrir fæðinu, og gæti þannig komist áfram á þeirri braut, sem hann sjálfur vildi ganga, en af því varð ekkert, veslings faðir minn sá ekki sína þráðustu ósk rætast, en honum leið þetta heldur aldrei úr minni. Jeg man það, að þegar jeg var lítill, sá jeg einu sinni tár í augum hans, þegar einn af nemendunum í latínuskólanum hafði komið og pantað stígvjel handa sjer, sýnt honum bækurnar sínar og sagt honum frá öllu, sem hann lærði. „Þenna veg átti jeg líka að fara einu sinni", sagði hann og kysti mig. En svo var hann mjög hljóður allt það kvöld.

    Hann umgekkst jafningja sína sjaldan, þótt ættfólk hans og kunningjar kæmu heim til okkar. Á vetrarkvöldin var hann heima eins og áður er sagt, og las eða smíðaði leikföng handa mjer, á sumrin fór hann út í skóg á hverjum sunnudegi eða því sem næst og jeg með honum. Hann talaði fátt þar úti í skóginum, sat hljóður og hugsaði meðan jeg hljóp um og ljek mjer, týndi jarðarber eða fljettaði blómsveiga. Aðeins einu sinni á ári, það var í maí, þegar skógurinn var nýútsprunginn, fór móðir mín með okkur, það var hennar eina árlega skemtiganga, og þá var hún í brúnum kjól með stórum rósum, sem hún fór annars ekki í, nema þegar hún var til altaris, og sem þannig var eina flíkin, sem jeg man eftir, að hún notaði spari í öll þessi ár. Þegar við fórum svo heim úr skógarförinni, tók hún alltaf mikið af nýjum birkigreinum með sjer og þær voru settar á bak við ofninn. Jónsmessublómum stungum við inn í rifurnar milli bjálkanna og áttum við að geta sjeð af þeim hvort við yrðum langlíf eða skammlíf. Þannig skreyttum við litlu stofuna okkar, sem mamma hjelt svo vel hreinni. Hún gætti þess afar vel, að lökin og litlu hvítu gluggatjöldin væru tandurhrein.

    Ein af mínum fyrstu endurminningum, sem er í sjálfu sjer lítilfjörleg, en þó þýðingarmikil vegna þess, hve fast hið barnslega ímyndunarafl hefir mótað hana í sál mína, var um fjölskylduhátíð. Og hvar var hún haldin? Á þeim stað í Odense, í þeirri byggingu, sem jeg leit á með ótta og skelfingu, þegar jeg gekk þar fram hjá, eins og Parísardrengirnir hafa horft á Bastilluna — það var fangahúsið í Odense. Foreldrar mínir þekktu dyravörðinn þarna, og hann bauð þeim í

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1