Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hofstaðabræður
Hofstaðabræður
Hofstaðabræður
Ebook141 pages2 hours

Hofstaðabræður

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Skáldsagan Hofstaðabræður segir frá átökum Jóns Arasonar biskups og Daða Guðmundssonar í Snóksdal þegar kaþólska kirkjan er að víkja fyrir Lútherstrú. Í þessari dramatísku frásögn segir frá þeim sviptingum sem einkenndu siðaskiptin og hvernig menn berjast á banaspjótum með ránum og ofbeldi þegar kjarni trúabragðanna, boðberi elskunnar, gleymist. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728281772
Hofstaðabræður

Related to Hofstaðabræður

Related ebooks

Reviews for Hofstaðabræður

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hofstaðabræður - Jónas Jónasson

    Hofstaðabræður

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1924, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728281772

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    FYRIRVARI.

    Ef vjer athugum hina kristnu trúarflokka, hvort heldur sem það er katólsk, lútersk eða kalvínsk trú, og berum þá saman, dylst engum, sem rjett lítur á og með sanngirni, að grundvöllur þeirra allra er hinn sami, eini grundvöllurinn, sem hægt er að leggja — Kristur.

    Fullan sannleikann á engin þeirra. Í þeim öllum snúa menn sjer til guðs — hver á sinn hátt, með mismunandi ytra sniði — hið innra allir á sama hátt.

    Jeg skoða þessa trúarflokka sem bræður, sem eiga að elska hver annan.

    En svo þegar kjarninn gleymist og þeir hata hver annan og berast á banaspjót með hatri, ránum og ofbeldi — berjast um hið helgasta og besta, sem maðurinn á til og gefa þannig djöflinum rúm — að hverju mundi það leiða?

    Hlýtur ekki hið helgasta og besta í trúnni, boðberi elskunnar og hins lifandi guðstrausts, sem ekkert hatur þekkir, að deyja á milli þeirra — deyja raunalegum, hörmulegum dauða?

    Hvorugur getur öðlast hlutskiftið meðan hatrið brennur á milli, ekki sá sigraði, og ekki sigurvegarinn, af því að athæfi hans er morð og hegðun hans er ránskapur.

    ___________

    I.

    Það var komið fram yfir hálægst. Alt norðurloftið var logandi. Skýjaböndin yfir himininn lágu lárjett og voru jöðruð eldrauðum bryddingum, en á milli voru þau blágráleit. Heiðríkjan á milli þeirra blikaði í bláhvítri slikju, og varpaði á hana rauðgulleitum blæ.

    Inn til fjarðarins var að sjá rökkurdumba blámóðu.

    Sjórinn var sljettur sem spegill. Drangey stóð ein sjer eins og bergkastali í hafinu, eins og hún líka er, og grúfði um hana dökkur skuggi.

    Öll náttúran svaf. Ærnar í fjallinu lágu eins og þær voru vanar um lágnættið og bærðu ekki á sjer. Smalarnir, sem yfir þeim sátu, sváfu líka — og hundarnir þeirra sváfu ofan á fótunum á þeim. Fuglarnir sváfu, eða að minsta kosti bærðu ekki á sjer. Þeir hvíldu í hreiðrum sínum og vörðu því, að næturkulið kæmist að ungunum þeirra, því að þeir voru enn svo ungir og vanburða. Það hvíldi heilög lágnættisró yfir öllu.

    En á einum stað var þó hreifing á. Það var löng lest af áburðarhestum — víst einir sex hestar í lest saman. Og fremstur í röðinni var maður, sem teymdi lestina — óþroskaður unglingur. Hann hjekk til hálfs á hestinum, eins og hann væri dauðadrukkinn. En það var hann nú ekki. En hann steinsvaf fram á hnakkbríkina.

    Og svefninn festi meir og meir. Loksins misti hann tauminn. Hesturinn fór undir eins að bíta, og það gerðu hinir hestarnir líka, sem voru í lestinni. Reiðhesturinn lötraði áfram enn nokkur spor, en svo vatt hann sjer til hliðar út úr götunni og fór líka að bíta.

    En við þetta misti pilturinn jafnvægið og valt af. Hann vaknaði við vondan draum með höfuðið á milli tveggja þúfna og annan fótinn fastan í ístaðinu.

    En hesturinn var hinn stiltasti og hjelt áfram að bíta, svo að pilturinn gat losað sig úr ístaðinu og stóð upp.

    Hann vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og neri augun. En hvað var orðið af lestinni? Jú, hún var þarna rjett hjá, að kalla mátti. En hvað hann varð feginn. Hann lofaði guð af heilum hug og gekk út í holtið, tók tauminn og ætlaði að teyma lestina á götuna. Það hefði verið fallegt, hefði hann týnt lest inni fyrir honum Ingjaldi, manninum, sem honum þótti vænst um af öllum á bænum.

    En í sömu svifunum heyrði hann jódyn mikinn á eftir sjer. Hann leit við og sá þegar hverjir komu. Það var Ingjaldur, sonur Geirmundar bónda á Hofstöðum, og Margrjet Steindórsdóttir, fóstursystir hans. Þau höfðu dregist aftur úr, en bóndi var riðinn heim fyrir nokkru. Þau komu öll úr kaupstaðarferð utan úr Hofsós.

    »Þú munt þó aldrei hafa oltið af — eða er nokkuð að á hestunum?« sagði Ingjaldur hlæjandi og reið fram með honum. »Þú hefir líklega verið að sofna, Sveinki — var það ekki?«

    Pilturinn gaut augunum hálfskömmustulega út undan sjer til Ingjalds og sagði: »Jeg hefi víst sofnað og misti svo tauminn — það er ekkert að.«

    »Jæja, en dustaðu af þjer moldina og hafðu þig svo á bak og komstu heim með lestina.«

    »Skiftu þjer ekki af honum, Ingjaldur. Hann er viss að komast heim á eftir okkur,« tók Margrjet fram í, — »þetta er orðið svo stutt heim úr þessu;« og svo riðu þau áfram heimleiðis, en ekki hart, ljetu lötra við fót.

    »Já, hann sofnar ekki úr þessu,« svaraði Ingjaldur, »það er orðið svo stutt heim — alt of stutt þykir mjer.«

    »Nú, því þá ofstutt? Mjer finst nú vera kominn tími til að komast heim og hvíla sig, komið fram um óttu eða meira.«

    »Finst þjer ekki veðrið gott? Finst þjer ekki skemtilegra úti núna en inni í rökkrinu, þegar veðrið er svona yndislegt?«

    »Að vísu er það gott, en einhver kæla finst mjer þó vera í því — einhver ónotakæla, sem jeg átti ekki von á. Jeg veit ekki hvaðan hún kémur, en mjer finst þetta.« Og hún horfði eins og frá sjer upp í fjallið.

    »Nei, finst þjer það? Á jeg að ljá þjer netið mitt um hálsinn á þjer?«

    »Nei, þess þarf ekki, það er svo skamt heim.«

    »En þú veist þó, hvað mjer þykir vænt um, ef jeg get gert eitthvað þjer til góðs. Þú veist . . .«

    »Já, jeg veit þjer þykir vænt um mig, og meira en það; en svo dreymir mig, að það verði báðum okkur til ógæfu.« Hún leit með raunasvip til Ingjalds og stundi við. En augnatillitið var fult ástúðar og blíðu.

    »Getur það verið? Getur þú orðið nokkrum til ógæfu, eða það, þó okkur sje vel saman?«

    »Jeg er hrædd um það, að jeg verði einmitt þjer til ógæfu.« Það var eins og hrollur færi um hana; »jeg veit það hvílir ógæfa yfir öllu, sem mjer þykir vænt um.«

    »Nei, elsku góða — segðu ekki þetta. Heldurðu það hvíli nokkur ógæfa yfir foreldrunum mínum, þó að þjer þyki vænt um þau og þeim um þig?«

    »Æ, jeg veit það ekki; — en mjer finst þetta einhvern veginn — mig dreymir svo oft illa — svo oft.«

    »Og hvað dreymir þig svo illa? Hvernig fer svo góða sál, eins og þú ert, að dreyma illa?«

    »Illir andar hvísla að mjer vondum draumum, þegar jeg sef, þó að jeg sje laus við þá í vökunni. Þá snerta þeir mig ekki.«

    »Jeg skal láta bannfæra alt ilt, sem sækir að þjer; jeg er viss um, að presturinn gerir það, ef jeg bið hann þess.«

    »Nei, ekki bannfæra; það er komið nóg af slíku. Það er ekki til neins að bannfæra vonda anda; þeir sækja að banninu, en flýja það ekki.«

    »Jeg skal biðja Maríu mey um að reka þá frá þjer.«

    »Jeg er búin að marg-margbiðja hana — en hún svarar mjer engu — engu — það er eins og hún vilji ekki heyra til mín . . .«; og það setti ákafan grátekka að stúlkunni.

    »Þú mátt ekki gráta . . . María bregst engum, sem biður hana innilega,« sagði Ingjaldur blíðlega og færð hest sinn svo nærri Margrjetu, að hann gat strokið hóglega um vanga hennar. »Við skulum bæði biðja hana . . . Jeg skal gefa henni þá gjöf, sem jeg kann besta, til þess að hún bægi frá okkur öllu illu.«

    Stúlkunni ljetti nokkuð aftur. Hún leit tárfullum augunum fyrst til himins og svo til Ingjalds. »Guð gæfi það, að María vildi hjálpa mjer — mjer og þjer og okkur öllum. En jeg er svo hrædd. Það er einhver sorti úr suðrinu, sem vofir yfir okkur. Mig hefir dreymt fyrir því.«

    »Er það þessi nýja trú þeirra fyrir sunnan, sem þú ert svona hrædd við? Hvað sögðu þeir, sem komu heim af alþingi um daginn? Hvað annað en að biskupinn okkar væri kominn vel á veg með að bæla þann ófögnuð niður — hefði vald og umsjón yfir öllu Skálholtsstifti og ætti ekki annað eftir en að yfirstíga tvo af mótstöðumönnum sínum fyrir vestan. Manstu það ekki? Jeg held sú blika sje að líða frá.«

    »Æ — jeg veit ekki; það er eins og jeg geti ekki almennilega trúað því. Það er einhver kvíði — einhver óhugur yfir mjer, sem jeg get ekki ráðið við. Hvað hefirðu frjett af Helga bróður þínum?« sagði hún ennfremur; hún sagði orðin hratt og eins og í einhverju fáti eða hrellingu, og hvesti augun fast á Ingjald.

    »Jeg? Ekki neitt . . . Hvað hefir þú frjett um hann?

    »Ekki svo sem neitt. Jeg hefi heyrt hann gengi vel fram í að brjóta myndir og ræna kirkjur. Var hann ekki með við að brjóta krossinn í Kaldaðarnesi?«

    »Eitthvað hefi jeg heyrt óljóst um það, en veit það ekki með vissu,« svaraði Ingjaldur dræmt.

    »Hann er æstur Lúterstrúarmaður, smánar helga dóma, svívirðir helga staði og helga menn, lastar Maríu og formælir öllu, sem gott er og heilagt. Manstu ekki hvað vermennirnir voru að hafa eftir honum í vor, þegar þeir hittu hann hjá Bessastöðum; hann hafði þá sagt, að allir helgir menn og myndir og kirkjur og prestar ættu að fara til vítis og páfinn með, og þar að skyldi hann róa öllum árum, að hinn nýi siður kæmist á um alt land, og það þó að það ætti að kosta morð og manndráp. Ó, heilög guðs móðir, kann þetta góðri lukku að stýra. Skyldi manni ekki koma í koll slík orð og athæfi?«

    Hún hafði talað sig æsta og kastað þessum orðum fram með hvíldarlausum hraða. En síðustu orðin mælti hún lægra. Hún sagði þau hægt og í hálfum hljóðum, stundi þeim fram eins og andvarpi undan dómi, sem ekki yrði hjá komist. Það var stuna dauðsjúkrar sálar.

    »Þetta getur nú vel verið orðum aukið. En jeg veit það vel, að það sem Helgi tekur fyrir, það skal fram ganga, og það með illu, ef ekki gengur með góðu. Svo var hann áður en hann fór suður, og hefir líklega ekki batnað þar. En á mjer skal hann aldrei vinna, þó að jeg fari hægra en hann.«

    »Ef til vill ekki. Jeg veit það ekki. En ef hann kemur aftur, þá veit jeg, að það er úti um mig — og þig líklega líka.«

    »Jeg hræðist hann ekki, þó að hann baði sig í höfuðsmannssólskininu. Og þjer skal þó altaf verða óhætt hjá mjer og foreldrunum mínum.«

    »Veistu hvað hann sagði við mig áður en hann fór af stað suður núna fyrir þremur árum?«

    »Nei, jeg held þú hafir aldrei sagt mjer það.«

    »Nei, jeg hefi

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1