Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Glæpamannadrottningin
Basil fursti: Glæpamannadrottningin
Basil fursti: Glæpamannadrottningin
Ebook70 pages1 hour

Basil fursti: Glæpamannadrottningin

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar Basil fursti fær hverja heimsóknina á fætur annarri sem bera merki um að glæpamannadrottningin sé komin á mannaveiðar er hann snöggur að koma sér í stellingar. Basil og Sam Foxtrot þurfa að hafa hraðar hendur því grunur leikur á að hennar næsta fórnarlamb sé hinn háttvirti hertogi af Girdlestone. Drottning þessi er þó ekkert lamb að leika sér við og þurfa þeir félagar að taka á öllu sínu til þess að leysa ráðgátuna. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420966

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Glæpamannadrottningin

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Glæpamannadrottningin

    Translated by Óþekktur

    Original title: Glæpamannadrottningin (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420966

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    GLÆPAMANNADROTTNINGIN

    1. KAPÍTULI

    Fagra Eva.

    Það er óhugnanleg þoka, sem kom eins skyndilega eins og hún sprytti undan töfrasprota. Alls konar glæpalýður er kominn á kreik, þótt ekki sé enn margt geigvænlegt undir hulu hversdagslegrar mannúðar, en það illa gægist fram heizt að nóttu til.

    Basil fursti sat heima hjá sér í mjúkum hægindastól. Hann var klæddur bláum kvöldslopp úr dýrindis silki. Hann hélt á nýrri bók, sem fjallaði um háttsettann mann er stal og drýgði ýmsa glæpi til að svala þessari undarlegu glæpafýsn, sem engan frið lét hann hafa.

    Rauðleita birtu lagði um herbergið frá stórum gylltum standlampa er stóð við stól Basils, og á litlu borði stóð japanskur kaffibolli, mjög haglega gerður, handfang hans var eftirlíking af drekahaus.

    Basil saup öðru hvoru á kaffibollanum og naut bess sýnilega með ánægju að eiga þarna friðarstund.

    En hann átti ekki lengi því láni að fagna að mega vera í friði og ró, því allt í einu var barið að dyrum og Sam Foxtrot gekk inn. Í hinum svarta einkennisbúning sínum var hann næsta fyrirmannslegur, og hið fasta og skarpa augnatillit, sem hann hafði tamið sér, fannst honum sæma vel þjóni og aðstoðarmanni frægasta leynilögreglumanns heimsins.

    — Það var stúlka sem hringdi, sagði Sam.

    Basil fursti vissi æfinlega ef einhver kom, því um leið og dyrabjallan hringdi, sást dauft rautt ljós yfir arininum.

    Hann leit brosandi á Sam og sagði: — Nú er bezt að vita hvort þú getur staðist prófið.

    Sam hafði oft beðið furstann að gefa sér tækifæri til að sýna hvað skarpa athyglisgáfu hann hefði. Og furstinn hafði fallizt á það að hann sýndi hvað í honum byggi.

    Sam setti nú upp merkissvip og sagði: — Það er stúlka, sem ekki er það sem hún segist vera. Hún er mjög vel klædd og afar glæsileg, hún hefur mikla peninga, en segist vera herbergisþerna og heitä Violet.

    — Og hvernig reiknaðir þú það út, að hún væri ekki það, sem hún segist vera, spurði furstinn.

    — Ja, sagði Sam, — ég setti höndina undir hökuna á henni og sagði — dúfan min, og þú hefðir átt að sjá augnatillitið sem ég fékk, það var sem hún vildi drepa mig með því einu.

    — Nú, og hvað svo meira um hana, spurði furstinn. Hann hafði gaman af þessum athugunum hjá Sam viðvíkjandi stúlkunni.

    — Svo er hún uppstökk og bara óbreitt kvensnift, sagði Sam ákafur. — Það brann eldur úr augum hennar, þegar ég ætlaði að taka utan um hana, en áður var hún elskuleg og spurði með reglulegri engilsrödd, hvort hún gæti fengið að tala við þig, en þegar ég fór að athuga hana betur; það er að segja, koma ögn við hana svona rétt til gamans, hljóp fjandinn í hana.

    — Þetta er gott, sagði Basil fursti, láttu stúlkuna koma inn.

    Sam hvarf fram úr stofunni, og litlu síðar gekk há og grönn stúlka inn í stofuna.

    Basil fursti varð að viðurkenna það með sjálfum sér, að Sam hafði ekki gert of mikið úr glæsileik stúlkunnar. Hún var blátt áfram dásamlega fögur og vel vaxin. Augun stór, djúp og blá. En það var vel skiljanlegt að þau hafi getað skotið réiðileiftrum, þegar Sam gerði tilraun til að vera nærgöngull við hana.

    Basil fursti bauð stúlkunni stół, en í stað þess að setjast, gekk hún til hans og greip hönd hans og svo brast hún í grát.

    — Þér verðið að hjálpa mér, sagði hún — ég er alveg eyðilögð, mér er veitt eftirför hvert sem ég fer. Ég leyndi minu rètta nafni áðan, fyrir þjóni yðar. Ég er dóttir hertogans af Girdleston.

    Basil fursti leit undrandi á hina fögru örvæntingarfullu stúlku. Hann hafði oft heyrt talað um hana, því ungfrú Eva var fyrir löngu orðlögð fyrir fegurð. Hertoginn af Girdleston var yngri sonurinn í hinni nafntoguðu fjölskyldu, en hann hafði enga von um að erfa eignirnar, og gekk því i herinn, og hækkaði hann þar fljótt í tigninni í Indlandi. Hann hafði gifzt, en kona hans dó, og þá tók bróðir hans, sem átti eignirnar og titilinn, hina 16 ára Evu að sér. Síðan voru liðin 3 ár. En fyrir hálfu ári dó hertoginn mjög skyndilega. Hann hafði farið að kvöldi til í útreiðartúr sér til skemmtunar, frá

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1