Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Eiríks saga rauða
Eiríks saga rauða
Eiríks saga rauða
Ebook39 pages29 minutes

Eiríks saga rauða

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Eiríks saga rauða segir frá landkönnun norrænna manna bæði á Grænlandi og í Vesturheimi. Eiríkur rauði var hrakinn frá Íslandi og fór þaðan til Noregs þar sem hann tók upp kristna trú að ósk Noregskonungs. Verkið fjallar um áætlaða för Eiríks til Íslands frá Noregi en hann rak á land í Skotlandi þar sem hann varð veðurtepptur um hríð og kynntist konu. Áfram hélt hann svo en enn blésu vindar og hann endaði á því að finna Vínland.Sagan er talin hafa verið skrifuð snemma á 13. öld en hún er varðveitt bæði í Hauksbók og Skálholtsbók. Líkt og með aðrar Íslendingasögur sem varðveist hafa í fleiri en einu riti ber þeim ekki saman að öllu leyti. Þó er talið að sú útgáfa sem finnst í Skáholtsbók sé líkari upphafsgerðinni frá 13. öld.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 31, 2020
ISBN9788726225549
Eiríks saga rauða

Read more from Óþekktur

Related to Eiríks saga rauða

Related ebooks

Reviews for Eiríks saga rauða

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Eiríks saga rauða - Óþekktur

    Eiríks saga rauða

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1997, 2020 Óþekktur and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726225549

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    1. kafli

    Óleifur hét herkonungur er kallaður var Óleifur hvíti. Hann var son Ingjalds konungs Helgasonar, Ólafssonar, Guðröðarsonar, Hálfdanarsonar hvítbeins Upplendingakonungs.

    Óleifur herjaði í vesturvíking og vann Dyflinni á Írlandi og Dyflinnarskíri og gerðist konungur yfir. Hann fékk Auðar djúpúðgu dóttur Ketils Flatnefs Bjarnarsonar bunu, ágæts manns úr Noregi. Þorsteinn rauður hét son þeirra.

    Óleifur féll á Írlandi í orustu en Auður og Þorsteinn fóru þá í Suðureyjar. Þar fékk Þorsteinn Þuríðar dóttur Eyvindar austmanns, systur Helga hins magra. Þau áttu mörg börn.

    Þorsteinn gerðist herkonungur. Hann réðst til lags með Sigurði jarli hinum ríka syni Eysteins glumru. Þeir unnu Katanes og Suðurland, Ross og Meræfi og meir en hálft Skotland. Gerðist Þorsteinn þar konungur yfir áður Skotar sviku hann og féll hann þar í orustu.

    Auður var þá á Katanesi er hún spurði fall Þorsteins. Hún lét þá gera knörr í skógi á laun en er hún var búin hélt hún út í Orkneyjar. Þar gifti hún Gró dóttur Þorsteins rauðs. Hún var móðir Grélaðar er Þorfinnur jarl hausakljúfur átti.

    Eftir það fór Auður að leita Íslands. Hún hafði á skipi tuttugu karla frjálsa. Auður kom til Íslands og var hinn fyrsta vetur í Bjarnarhöfn með Birni bróður sínum. Síðan nam Auður öll Dalalönd milli Dögurðarár og Skraumuhlaupsár og bjó í Hvammi. Hún hafði bænahald í Krosshólum. Þar lét hún reisa krossa því að hún var skírð og vel trúuð. Með henni komu út margir göfgir menn þeir er herteknir höfðu verið í vesturvíking og voru kallaðir ánauðgir.

    Einn af þeim hét Vífill. Hann var ættstór maður og hafði verið hertekinn fyrir vestan haf og var kallaður ánauðigur áður Auður leysti hann. Og er Auður gaf bústað skipverjum sínum þá spurði Vífill hví Auður gæfi honum öngvan bústað sem öðrum mönnum. Auður kvað eigi mundu skipta, kvað hann þar göfgan mundu þykja sem hann væri. Honum gaf Auður Vífilsdal og bjó

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1