Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Maðurinn með tígrisaugun
Basil fursti: Maðurinn með tígrisaugun
Basil fursti: Maðurinn með tígrisaugun
Ebook76 pages1 hour

Basil fursti: Maðurinn með tígrisaugun

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Það er ýmislegt dularfullt á seyði í Lundúnaborg. Basil fursti og Sam Foxtrot bregða á leik sem skilur marga eftir í öngum sínum. Á meðan situr lögreglan ráðþrota yfir óvenjulegum morðingja sem leikur lausum hala og sýnir fórnarlömbum sínum enga miskunn. Stella Eaton gerir einnig vart við sig, hættulegasti andstæðingur sem Basil fursti hefur komist í tæri við. Hér spinna klækir glæpakvendis og djöfullegt ráðabrugg vandráðinn svikavef.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 15, 2022
ISBN9788728420942

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Maðurinn með tígrisaugun

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Maðurinn með tígrisaugun

    Translated by Óþekktur

    Original title: Maðurinn með tígrisaugun (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420942

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Maðurinn með tígrisdýrsaugun

    1. KAPÍTULI.

    Basil fursti kaupir nýjan bíl.

    — Mér lízt ljómandi vel á bílinn. Það var Sam Foxtrot, er lét í ljós álit sitt á hinum nýja bíl, er Basil fursti hafði keypt sér. Bíll þessi var sérstaklega vandaður og óhemju dýr.

    Það var svo að segja allt, sem maður gat óskað sér, í slíkum vagni. Og til hinnar mestu undrunar fyrir Sam hafði Basil fursti ekki látið vanþóknun sína í ljós yfir því, þó að blaðamennirnir ljósmynduðu bílinn og skrifuðu um hann.

    Stuttu seinna fór Basil fursti í ferðalag um England, og auðvitað var Sam ökumaðurinn. Einstöku sinnum fékk Basil þó löngun til að aka sjálfur, og þá var hraðinn sannarlega aukinn. Það var rétt eins og furstinn hefði svæft hjá sér alla varkárni.

    Vélin í bílnum var helmingi kraftmeiri en í venjulegum bílum. Og nú brunaði vagninn eftir þjóðvegunum með hraða, er nálgaðist að vera ólöglegur.

    Sam sat við stýrið, þegar þeir stönzuðu við litla krá við veginn. Basil fursti fór inn og bað um miðdegisverð. Gestgjafinn rak upp stór augu, þegar hann heyrði, hversu ríkmannlegan mat þessi ókunni ferðalangur bað um. Og svo pantaði hann ósvikið áfengi.

    Þegar Sam hafði drukkið nokkur glös, var hann kominn í ágætt skap, og Basil fursti bað um meira áfengi.

    — Vagninn er prýðilegur, sagði Sam. — Ég hef aldrei séð annan eins bíl. Hann hefur líka vakið almenna athygli. Sam lækkaði allt í einu röddina. — Gætið yðar, herra. Ég hef veitt því athygli, að það situr þarna maður í bílstjórabúningi, og hann gýtur oft til okkar hornauga.

    Basil fursti leit við. — Það er umferðarlögregluþjónn, sagði hann. — Hann hefur gaman af að virða okkur fyrir sér. Gestgjafi, látið okkur fá eina flösku í viðbót.

    Gestgjafinn kom með vínið, en Basil fursti fór að hlæja og hafa í frammi ýmiskonar kæki. Gestgjafinn fór aftur, og lögregluþjónninn flýtti sér á eftir honum. Hann fýsti að fá upplýsingar um, hvaða náungar það væru, sem keyptu slíka býsn af áfengi.

    Basil fursti flýtti sér að bílnum. Sam sá hann sýsla við poka, er var vandlega bundið fyrir. Poki þessi hafði fyrir löngu vakið forvitni Sams. Basil fursti brosti, þegar hann kom til baka, og Sam sá hann hella öllu því, sem eftir var af víninu, niður, en það var alls ekki svo lítið. Skömmu seinna kallaði hann á gestgjafann. — Ég ætla að borga, sagði hann.

    Gestgjafinn rak upp stór augu, þegar hann sá, hversu mikið áfengi þeir höfðu drukkið, því að auðvitað datt honum ekki í hug, að víninu hefði verið hellt niður. Hann tók við greiðslunni, og rétt á eftir sást hann með lögreglumanninum. Þegar Basil fursti setti bílinn af stað skellihlæjandi, gekk lögregluþjónninn í áttina til hans. — Afsakið, sagði hann, — en ég ráðlegg yður að vera hér í nótt. Þér skuluð ekki halda áfram, því að vegurinn er slæmur. Ég hef líka frétt, að þér hafið í seinni tíð ekið með óleyfilegum hraða.

    Basil fursti brosti. — Hafið þér sannanir?

    Lögregluþjónninn yppti öxlum. — Það hef ég ekki, sagði hann.— En ég er hræddur um, að það standi ekki á þeim, ef þér haldið áfram ferðinni. Þér virðist hafa fengið yður heldur mikið neðan í því til þess að vera fær um að aka bíl.

    — Viljið þér halda því fram, að ég sé fullur? spurði Basil fursti hlæjandi. — Ef til vill fáið þér þóknun hjá gestgjafanum hér fyrir að smala gestum að kránni?

    Lögregluþjónninn varð eldrauður í framan af reiði.

    — Þér getið verið ánægður, að engin vitni skuli vera fyrir hendi, sagði hann. — Annars væri ekki ólíklegt, að lögreglan þættist eiga erindi við yður. Þér skuluð bara aka áfram, en ég mun hafa auga með yður og reyna að handtaka yður, sjái ég ástæðu til þess.

    — Ég þakka þessa aðvörun, svaraði Basil fursti. — Akið bara áfram, við munum mætast á þjóðveginum. Ég segi sama og gömlu ræningjarnir sögðu við kaupmennina.

    Lögregluþjónninn sneri sér frá honum, og Basil fursti benti Sam að setjast upp í bílinn. Svo setti hann bílinn í gang með óþarflega miklum hávaða. Þeir þutu af stað út á þjóðveginn. Það var byrjað að skyggja, en Sam sá þó lögreglumanninn koma á eftir þeim. Basil fursti hafði móðgað manninn, og nú ætlaði hann ekki að svíkjast undan skyldustörfum sínum. — Það þýðir ekki að aka mjög hratt, sagði Sam. — Hann er á hælum okkar.

    — Hann heldur, að við höfum drukkið allt

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1