Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Dauðageislar
Basil fursti: Dauðageislar
Basil fursti: Dauðageislar
Ebook70 pages59 minutes

Basil fursti: Dauðageislar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar frægi fiðluleikarinn, Zirka Zenowitz, deyr skyndilega í miðri sýningu veldur það unnendum hans mikilli sorg. Þeirra á meðal er Ethel Stoneway, einkadóttir voldugs kolakóngs, sem fiðluleikarinn hafði löngum horft hýrum augum til. Er dularfull kista með andstyggilegu innihaldi finnst á heimili Zenowitz er Basil fursti sannfærður um að blygðunarlaus morðingi sé að verki. Hér reynir á eldmóð og sannfæringarmátt furstans því það eru fleiri sem vilja að ráða gátuna og helst eftir eigin höfði. Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728421031
Basil fursti: Dauðageislar

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Dauðageislar

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Dauðageislar

    Translated by Óþekktur

    Original title: Dauðageislar (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421031

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    DAUÐAGEISLAR

    I. kapítuli.

    Hönd dauðans.

    „Hann spilar eins og engill," sagði Miss Ehel Stoneway, um leið og hún horfði dreymnum augum upp á söngpallinn. Það voru líka dásamlegir tónar, sem hinn frægi og dáði Tatarafiðluleikari gat töfrað út úr dýrmætu Stradivariusarfiðlunni sinni.

    Zirka Zenowitz hafði aðeins verið þrjá mánuði í Ameríku og hafði þegar unnið śér inn stórkostlega fjárupphæð með hinum rómaða fiðluleik sínum. Hann var uppáhald kvenfólksins, já, milljónaprinsessurnar féllu svo að segja til fóta honum.

    Nú hafði voldugt tízkuhótel, „Astoria", ráðið hann til sin. Hann fékk ótrúlega háa upphæð fyrir hvert kvöld, er hann lék einn eða með hljómsveit. En hóteleigandinn vissi líka, að aðsóknin myndi margfaldast og hann fengi þennan mikla aukakostnað endurgreiddan með rentum.

    Zenowitz hafði þegar fengið helming launa sinna greiddan, en hinn hlutinn átti að greiðast, þegar ráðningartíminn væri útrunninn. Þar að auki bjó hann auðvitað sér að kostnaðasrlausu í einu bezta herberginu á hótelinu.

    Stóri hljómleikasalur hótelsins var yfirfullur hvert kvöld af fólki, sem gat borgað allt dýru verði.

    Ethel Stoneway var ein af þessu fólki. Hún var einkadóttir voldugs kolakóngs. Hún var falleg og aðlaðandi. Auk þess var hún ríkur erfingi og það var kunnugt, að faðir hennar lét allt það eftir henni, sem hún óskaði sér.

    Sá orðrómur var á kreiki, að Zirka Zenowitz liti dóttur hins mikla iðjuhölds hýru auga. Og margar voru þær, er sendu Ethel Stoneway reiðiþrungið augnatillit, þar sem hún sat og hlustaði á þennan fræga fiðluleikara.

    Hann lagði sig allan fram við leik sinn og það var einmitt það, sem gerði leik hans dásamlegan. Hann leit út eins og hann væri fórnardýr andlegra þjáninga. Andlit hans bar svip af því. Það var einhver ólýsanlegur sársauki og ömurleiki yfir leik hans, eitthvað, sem lét andlitsdrætti tilheyrendanna stirðna. Hlóðfæri hljómsveitarinnar þögnuðu eitt af öðru. Hljóðfæraleikararnir gátu ekki fylgst með þessum mikla listamanni, sem spilaði allt utan að.

    Það var eins og tónarnir þrengdu sér í gegn um eyru tilheyrendanna og hittu þá í hjartastað. Það var dauðaþögn. Jafnvel þjónarnir stóðu eins og steingerfingar með fram veggjunum ömurleikinn hélt innreið sína í þennan skrautlega sal.

    Fiðluleikurinn magnaðist frá lægstu tónum á Gstreng og hljóðnaði eins og veikburða grátur. Svo hækkaði hann smátt og smátt í sársaukaþrungið óp og endaði í hárfinum tónum, rétt eins og lægsti fiðtostrengurinn væri ekki lengur strengur, heldur útþanin mannstaug, er spilað væri á.

    En allt í einu hætti leikurinn. Hræðilegir hljómar bárust að eyrum fólksins, rétt eins og strengir hjartans væru að bresta. Þannig endaði þessi einstæði leikur. Siðan heyrðist tryllingslegt óp frá einni ungu stúlkunni, er sat fremst uppi. Hún hafði séð augu Zenowitz, þegar hann féll á gólfið.

    Svipur dauðans var í augum hans. Það var eins og hann einblíndi inn í ósýnilega veröld, þar sem ógn og skelfing ríkti, en slíkt sést aðeins hjá fólki, sem er að kveðja lífið og halda yfir þröskuld dauðans.

    Ethel Stoneway þaut upp úr sæti sínu. Og án þess að íhuga umtalið eða slúðrið, er koma myndi, gekk hún til mannsins, er lá lífvana á rauðu teppinu. Hann hafði dottið yfir dýrmæta hljóðfærið sitt og brotið það.

    Það leit út eins og brotna fiðlan ætti að vera tákn þess, að þessi mikli listamaður væri dáinn. Það varð almennt uppþot. Tónatöfrarnir tóku að falla af fólkinu og það fór að átta sig á því, sem gerzt hafði.

    Læknir kom. Hann fullyrti, að Zemowitz hefði dáið af hjartaslagi. Allir vissu, að það var eðlilegur dauðdagi. Og nú gat fólkið róað taugarnar.

    Nokkrir þjónar báru líkið upp í viðhafnaribúðina, en þar stóð framreiddur dýrindis kvöldverður. Það hafði verið ákveðið, að Zenowitz og Ethel Stoneway skyldu borða saman, þegar hljómleikunum væri lokið.

    En nú yrði enginn kvöldverður etinn. Kona nokkur hafði hringt eftir lögreglunni. Kona þessi fékk taugaáfall og hrópaði hástöfum, að morð hefði verið framið.

    „Þetta er ekki eðlilegur dauðdagi," sagði hún skrækróma; „ég hef einusinni áður verið viðstödd, þar sem morð hefur verið framið. Ég fann nágust

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1