Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Dollaraprinsessan
Basil fursti: Dollaraprinsessan
Basil fursti: Dollaraprinsessan
Ebook60 pages55 minutes

Basil fursti: Dollaraprinsessan

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Suzzí Ewans er þreytt á einlitri tilveru sinni og þráir ekkert heitar en að kanna heiminn. Þvert á vilja föður síns og auðmannsins, Roger Ewans, strýkur Suzzí að heiman í von um að uppfylla drauma sína. Utan veggja heimilisins reynast þó hættur við hvert fótmál og fyrr en varir er Suzzí flækt í fjandsamlegar aðstæður. Nú reynir á útsjónarsemi Basil fursta að komast á slóð óþokkana og bjarga týndu dótturinni úr greipum þeirra.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 28, 2023
ISBN9788727049915
Basil fursti: Dollaraprinsessan

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Basil fursti: Dollaraprinsessan

    Translated by Óþekktur

    Original title: Dollaraprinsessan (English)

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788727049915

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I. KAPÍTULI.

    Stúlka sem vill vinna.

    Roger Ewans sat við skrifborð sitt og var að lesa mjög áríðandi skjöl, þegar dyrnar að skrifstofunni opnuðust hljóðlega og Suzzí dóttir hans kom inn. Hún settist í hægindastól og sagði:

    — Ég þarf að tala við þig faðir minn.

    Hann leit á hana og svipur hans var ekki blíðlegur.

    — Ég hefi engan tíma núna, — svaraði hann hryssingslega. — Getur þetta ekki beðið þar til seinna?

    Hún hló glaðlega.

    — Já, en elsku pabbi, þetta segir þú alltaf. En í þetta sinn verður þú að láta undan. Þetta þarf ekki að taka nema fáar mínútur, af þínum dýrmæta tíma.

    Hin fagra og blíða rödd hennar var biðjandi og faðir hennar lagði skjölin til hliðar. — Nú hvað er það þá sem þú vilt? spurði hann.

    — Þú verður að veita mér atvinnu nú þegar, svaraði hún.

    — Hvað er að heyra þetta? og Ewans fór ekki dult með undrun sína.

    — Já, þú verður að láta mig fá eitthvert starf á skrifstofum þínum. Ég er orðin leið á að slæpast svona. Ég vil vinna.

    — Jæja, svo ég verð að gera það. Sé erindi þitt ekki annað en þetta rugl, þá er útrætt um það. Tími minn er of dýrmætur, til þess að eyða honum í svona vitleysu.

    — Þetta er ekki neitt rugl eða vitleysa. Mér er full alvara. En viljir þú ekki hjálpa mér til að fá vinnu, reyni ég það ein.

    — Hvað á þetta annars að þýða? Ég veit ekki betur, en að þú hafir nóga peninga til hvers sem þú vilt.

    — Það er alveg satt, þú hefur aldrei neitað mér um neitt og átt heldur ekki að gera það nú, þegar ég vil vinna sjálf fyrir mér.

    — Þú að vinna fyrir þér endurtók Ewans. Og að vinna á skrifstofu. Þú gætir ekki unnið svo mikið gagn þar að það væri nokkurra peninga virði. En þó öllu slíku væri sleppt, þá gæti ég ekki þolað, að þú einkadóttir mín, sem ert ríkari en nokkur furstadóttir, fari að vinna á skrifstofu. Þú skalt bara hætta við þessa heimsku og nú skal ég sýna þér nokkuð.

    Hann lauk upp skúffu, og tók þar upp fagurt skrín. — Þú áttir ekki að fá þetta fyrr en á afmælisdaginn þinn í næstu viku. En svo þú hættir við þessa vitleysu, þá ætla ég að gefa þér þennan hring strax.

    Suzzí leit varla á hringinn. — Ég vil ekki eiga hringinn þó fagur sé, sagði hún ákveðin. — Viljir þú ekki hjálpa mér, þá leita ég sjálf eftir atvinnu. En svo mátt þú þá ekki segja að ég hafi farið á bak við þig.

    Ewans leit hörkulega á hana, en hann sá að það þýddi ekki hið minnsta að beita hörku við hana, til þess voru þau of skaplík. Hann varð að reyna að vinna hana með góðu.

    — Hlustaðu nú á mig, Suzzí. Það getur ekki komið til mála, að þú farir að vinna á skrifstofu. Uppeldi þínu hefir verið hagað eftir þeim kjörum, sem þú hefir við að búa og þú verður að muna, að þú tilheyrir annarri stétt, en þeirri, sem þarf að vinna fyrir sér á skrifstofum.

    Augu ungu stúlkunnar ljómuðu. — Þú ert víst búinn að gleyma því að mamma var skrifstofustúlka og að betri manneskja var ekki til en mamma.

    Drambið minnkaði í svip hans, og ósjálfrátt varð honum litið á málverk, sem hékk fyrir ofan skrifborðið hans. Þar mætti augum hans undur fagurt konuandlit, og augu þessarar konu voru sérstaklega fögur. Og dóttirin virtist hafa fengið í arf þessi blíðu og fögru augu, því svo voru þær líkar, að hann fann þar engan mun.

    — Mamma þín var bezta manneskjan, sem ég hefi kynnst, sagði Ewans viðkvæmnislega.

    — En hún var nú ekki raunveruleg skrifstofumær. Hún var af góðum ættum, en neyddist til að vinna fyrir sér, vegna þess að faðir hennar varð gjaldþrota.

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1