Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Falski knattspyrnumaðurinn
Basil fursti: Falski knattspyrnumaðurinn
Basil fursti: Falski knattspyrnumaðurinn
Ebook63 pages55 minutes

Basil fursti: Falski knattspyrnumaðurinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Skömmu fyrir komu Basil fursta og Sam Foxtrot á gistihúsið á Brokkstindum hefur skelfilegt atvik átt sér stað. Nóttina fyrir fannst ungfrú Grethe Bernstein meðvitundarlaus og afmynduð af skelfingu í herbergi númer þrettán. Upp frá því fer óhugnanleg atburðarás af stað og líður ekki á löngu þar til þeir félagar eru kyrfilega flæktir í málið. Á meðan furstinn og Foxtrot leita vísbendinga geysar úti kraftmikill stormur sem aftrar framgangi rannsóknarinnar og ógnar mannslífum allt um kring.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJan 24, 2024
ISBN9788727049984
Basil fursti: Falski knattspyrnumaðurinn

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Basil fursti: Falski knattspyrnumaðurinn

    Translated by Óþekktur

    Original title: Falski knattspyrnumaðurinn (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788727049984

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    I. KAPÍTULI.

    Næturkyrrðin rofin.

    Basil fursti var að athuga stóran bunka af bréfum er honum höfðu borizt með morgunpóstinum. Er hann hafði lokið þessu verki, sagði hann við Sam Foxtrot:

    — Það lítur ékki út fyrir að það sé áríðandi að svara þessum bréfum, svo við getum látið ritvélina eiga sig í dag.

    — Þetta er ágæt hugmynd —, sagði Sam, — en þó er sá galli á henni að ef frú Schmidt fær ekki bréf frá þér á hverjum degi, heldur hún að þú sért dauður.

    — Frú Schmidt er fyrirmyndar húsmóðir, en — sagði Basil fursti — hún er því miður nokkuð draumóragjörn, svo vera má að henni detti alls konar vitleysa í hug, ef hún fréttir ekki af okkur daglega. Ég ætla því að senda henni bréfspjald, það verður að nægja að þessu sinni, því í dag förum við að skoða hina frægu Dropasteinshella.

    Basil fursti og Sam, höfðu um vikutíma dvalið í litlu fjallaþorpi er hét Tresburg. Þar var loftið svo tært og hressandi og gott að fara stuttar gönguferðir í hinu fagra umhverfi. Og nú hafði Basil ákveðið, að þeir skyldu í þetta sinn fara og skoða tvo heimsfræga Dropasteinshella, er hétu: Hermannshellir og Minningahellir.

    Þegar Basil hafði skrifað frú Schmidt, lögðu þeir Sam á stað í þetta ferðalag. Þetta átti mjög vel við Basil, honum fannst fjallaloftið svo hressandi og heilnæmt, og hann verða sem nýr maður. Öðru máli var að gegna með Sam, hann var ekki ánægður með að búa í þessum afkima, eins og hann orðaði það. Basil hafði sagt honum að þeir færu í stutt ferðalag til Þýzkalands og Sam hafði hlakkað mikið til að fá að dvelja í Berlín, Hamborg eða öðrum stórborgum Þýzkalands. Hann varð því fyrir miklum vonbrigðum, er furstinn settist að í Tresburg.

    Basil varð var við að Sam var ekki ígóðu skapi og sagði.

    — Hvað amar að þér Sam minn? Mér sýnist, þó sem þér falli vel ölið hérna.

    — Mér líkar ölið vel, þó það sé ekki eins gott og heima í London. En hefir furstinn tekið eftir stúlkunum hérna?

    — Ó, nei, og hefi alls ekki veitt þeim eftirtekt.

    — Það datt mér í hug — sagði Sam hálf háðslega. En má ég þá leyfa mér að benda furstanum á það, að hér eru að minnsta kosti tíu fallegar ungmeyjar.

    — Nú, hefurðu þá yfir nokkru að kvarta?

    Sam andvarpaði og sagði svo: — Þetta er svo slæmt sem það getur verið. Ef hér í þorpinu væru ekki nema gamlar konur, þá væru engin vandræði, en nú eru hér þessar fallegu ungu stúlkur, og — engin þeirra vill með mér ganga, það hef ég reynt.

    — Er því þann veg farið, það er leiðinlegt. Vera má að hamingjan brosi við þér á Brokkstindi, þar sem við dveljum í nótt. Þar er ekki neitt sankti Hans kvöld í þetta sinn, þar sem ekki koma aðrir en galdrakerlingar.

    Eftir því sem þeir færðust nær Rubeland, glaðnaði yfir Sam. Náttúrufegurðin var mikil og veðrið ágætt.

    Í Rubeland skoðuðu þeir Dropasteinshellana og fóru svo þaðan með lítilli járnbrautarlest til Brokkstinda. Það smá kólnaði í veðri eftir því sem þeir komust hærra í fjöllin og þegar þeir loksins, eftir nokkra klukkustunda ferðalag komust á fjallstindin, var komin stórhríð sem annars staðar hefði þótt sérstakt fyrirbrigði á þessum tíma ársins.

    — Þetta er hræðilegur staður, stundi Sam, er hann kom út úr járnbrautarklefanum, og snjórinn þyrlaðist framan í hann svo ekki sá handa sinna skil.

    Basil þreif undir handlegginn á Sam og dróg hann með sér, að stóru nýtízku gistihúsi.

    — Getum við fengið herbergi hér í nótt? — spurði Basil þjón er hann hitti.

    Þjónninn leit rannsakandi augum á þá félaga og er hann hafði athugað gestabókina, svaraði hann:

    — Það eru

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1