Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Hefnd kókaínsmyglarans
Basil fursti: Hefnd kókaínsmyglarans
Basil fursti: Hefnd kókaínsmyglarans
Ebook73 pages59 minutes

Basil fursti: Hefnd kókaínsmyglarans

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þegar Bartzgerald lávarður hverfur fyrirvaralaust fara leyndardómsfullir atburðir að eiga sér stað. Firestone skipstjóri er órólegur yfir brotthvarfi vinar síns en hin fagra lafði Girdlestone virðist ekki öll þar sem hún er séð. Basil fursti, með sinni einstöku útsjónarsemi, er fenginn til að leys ráðgátuna um stolnu dementana, kókaínsmyglarann og örlög lávarðarins.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728421000

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Hefnd kókaínsmyglarans

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Hefnd kókaínsmyglarans

    Translated by Óþekktur

    Original title: Hefnd kókaínsmyglarans (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728421000

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    HEFND KOKAINSSMYGLARANS

    1. KAP.

    FORLEIKUR

    — Það er áreiðanlegt að konur og birnir eru áþekk að lundarfari, sagði Brtzgerald lávarður, um leið og hann hallaði sér í áttina til vinar síns.

    Firestoni skipstjóri brosti, — leikur þeirra getur vissulega orðið hættulegur, mælti hann.

    Bartzgerald kinkaði kolli. — Mér er alvara, sagði hann, — jafnvel þó að við mösum oft saman meiningarleysur, þá get ég sagt þér það af hreinskilni að þetta er sannfæring mín. Birnir eru hættulegrastir allra rándýra. Temji maður þá og ætli að umgangast þá daglega, hlýtur eðli þeirra að koma fyrr eða seinna í ljós. Ég skal segja þér, að maður kemur ekki auga á breytinguna. Þeir láta ekki á neinu bera, en einn góðan veðurdag brýst skapofsinn út.

    — Á þann hátt hefur reynsla þín orðið af hinum glæsilegu vinkonum? mælti skipstjórinn.

    — Hún er því miður nokkð beisk, svaraði lávarðurinn og stundi þungan — og ég hélt einmitt, að ég …., hann hætti að tala í miðri setningu og horfði með athygli yfir hálfdymman danssalinn. Svo stóð hann upp og ruddist þvert yfir salinn, og þar missti Firestone sjónar af honum.

    Bartzgerald var stórríkur maður, ógiftur, en sagt að hann væri mjög frjálslyndur í ástarmálum.

    Firestone skipstjóri var í heimsókn hjá vini sínum, En þar sem framanskráð samtal fór fram voru þeir staddir í veitingahúsi eða næturklúbb.

    Firestone skipstjóri beið stundarkorn eftir Bartzgerald vini sínum og gladdi sig með víni og vindlum.

    En loksins missti hann þá þolinmæðina og náði tali af yfirþjóni, en hann gat ekki gefið aðrar upplýsingar en þær að Bartzgerald, hafði heimtað yfirhöfn sína og flýtt sér burt.

    Firestone fékk sér bifreið og keyrði heim til Bartzgeralds, en ekki var hann komin heim. Hin skjóta brottför hans virtist ætla að verða nokkuð dularfull.

    Allt í einu hringdi síminn. Firestone tók heyrnartólið og heyrði þá kvenmannsrödd er sagði. — Halló, ert það þú John? Hvers vegna eltir þú mig? spurði hún — Ég sagði þér þó að allt væri búið á milli okkar. En mér þykir vænt um að þú ert kominn heim. Þú veizt ekki hvað þú varst í mikilli hættu. Hér var sambandið rofið, án þess að Frestone gæti sagt nokkuð.

    Hvað var hægt að gera? Skipstjórinn botnaði bókstaflega ekkert í þesssu. En það var þýðingarlaust að vera mjög svartsýnn. Hann vonaði, að Bartzgerald væri fær um að sjá um sig.

    Hann vissi ekki, að einmitt á þessari stundu, var lávarðurinn alls ekki fær um að gæta sín.

    Í sannleika sagt hafði Bartzgerald orðið fórnardýr undarlegra örlaga. Hann hafði ekki minnstu hugmynd um, að hann var kominn á vald einhverra hættulegustu glæpamanna þessarar aldar. En það var ekki aðeins hann einn, heldur annar maður, sem átti að hljóta sömu örlög, en var jafn saklaus og Bartzgerald lávarður.

    Stórhættulegur glæpamaður sat eins og könguló í neti sínu og spann slungna þræði út um allan bæ. Hann vissi, að ef hann mætti harðvítugri mótspyrnu, gæti það orðið örlagaríkt fyrir hann. Varnir hans voru byrjaðar. Forleikurinn var hafinn.

    Hinn ungi lávarður hafði gengið í fyrstu gildruna en það var í raun og veru ekki aðal verkefnið, að riðja honum úr vegi.

    Hann var, aðeins beitan á öngli þeim, er átti að veiða miklu stærra og feitara fórnardýr. Um þessa veiði fjalla næstu kaflar sögunnar.

    2. KAP.

    TVÖ HLIÐSTÆÐ MÁL

    Sharp lögreglufulltrúi hristi höfuðið. — Bartzgerald lávarði getur dottið sitthvað í hug. Það er heldur ekkert athugavert við það, þó að maðurinn bregði sér frá, án þess að hann gefi uppilýsingar um hvert hann ætli. Hann er líka sjálfsagt kominn heim núna. Þér sögðust halda, að hann hafi verið á hnotskóg eftir kvennmanni, sagði lögreglufulltrúinn brosandi. — Reynið að komast að því hvaða kvennmaður þetta er. Ég hygg að þér finnið vin yðar á heimili hennar og lögreglan þurfi ekkert að skipta sér af þessu máli.

    Firestone skipstjóri var ekki ánægður með þessi málalok. — Mér er kunnugt um, að hann hefur um tíma verið í kunningsskap við kvennmann nokkurn,

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1