Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Basil fursti: Milljónaarfurinn
Basil fursti: Milljónaarfurinn
Basil fursti: Milljónaarfurinn
Ebook75 pages1 hour

Basil fursti: Milljónaarfurinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Basil fursti og Sam Foxtrot halda til Parísar í von um að varpa ljósi á gamalt glæpamál sem furstinn neyddist til að leggja á hilluna nokkrum árum fyrr. Hinn undirförli greifi De Miroi og þjóðþekkta leikkonan Stella Eclaire eru meðal þess glæpalýðs sem hér beita lævíslegum brögðum og draga saklausar sálir inn í atburðarrásina. Hjartaþjófurinn illræmdi er einnig í vígamóð og berst leikurinn alla leið til Suður-Afríku. Hér dregur gullgræðgin fram verstu hvatir þeirra sem við sögu koma og þarf Basil að beita allri sinni kænsku til að loka málinu í eitt skipti fyrir öll.Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi árið 1939. Bækurnar vöktu ánægju hér á landi enda auðlesin og skemmtileg ævintýri. Basil fursti er víðkunnur sem konungur leynilögreglumanna. Honum er falið að leysa hin erfiðustu glæpamál víðsvegar um heiminn, enda þykir hann manna færastur til þeirra verka. Höfundur bókanna er óþekktur.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 16, 2022
ISBN9788728420959

Read more from Óþekktur

Related to Basil fursti

Related ebooks

Reviews for Basil fursti

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Basil fursti - Óþekktur

    Óþekktur

    Basil fursti

    Milljónaarfurinn

    SAGA Egmont

    Basil fursti: Milljónaarfurinn

    Translated by Óþekktur

    Original title: Milljónaarfurinn (English)

    Original language: English

    Persónurnar og notkun á tungumáli í verkinu endurspegla ekki skoðanir útgefandans. Verkið er gefið út sem sögulegt skjal sem inniheldur lýsingar á tíðaranda og skynjun manna sem tíðkaðist á tímum skrifanna.

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1939, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728420959

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Milljónaarfurinn

    Það hefur löngum verið sagt, að gullið krefjist blóðsúthellinga, og þetta er því miður bitur sannleikur. Baráttan um gullið hefur orsakað fjöldann allan af morðum og hryðjuverkum. Kenning gullgerðarmannanna gömlu um, að málmarnir standi í leyndardómsfullu sambandi við mannlega sál og geti haft óheillavænleg áhrif á líf manna, býr ef til vill yfir meiri sannleika en margur hyggur.

    Mammon stjórnar heiminum, og gullþorstinn orsakar flesta af hryllilegustu glæpunum.

    Saga þessi er margþætt. Hún fjallar um dularfullt mál, sem Basil fursti hefur orðið að leggja á hilluna, en skýtur nú allt í einu upp kollinum. Við kynntumst munaðarlífinu í París og hinu glæsta næturlífi; heimkynnum daðurdrósarinnar Stellu Eclaires, þar sem hún spinnur hinn hættulega kóngulóarvef. Úrkynjaði og samvizkulausi aðalsmaðurinn, er aðeins hugsar um það eitt að svíkja út peninga, svo að hann geti lifað munaðarlífi sínu, lendir í klónum á svívirðilegum okurkarli. Og við kynnumst hinni fátæku, fögru afgreiðslustúlku og einum hættulegasta manni Parísarborgar, manninum, sem gengur undir nafninu Hjartaþjófurinn og er tengdur hræðilegri glæpastarfsemi. Allar þessar persónur leika aðalhlutverkið í þeim dularfulla sorgarleik, sem hér er sagður. En sagan gerist víða. Hún gerist í hafnarborgum og í þeim hluta Afríku, þar sem mest er um demanta í heiminum.

    Hið mikla verkefni Basils fursta er fólgið í því að greiða úr flóknum glæpavef. Og eins og venjulega býður hann hættunum byrginn, án þess að gruna, að sótzt er eftir lífi hans frá öllum hliðum.

    Spennandi ástarsaga er ofin inn í atburðarásina. Menn lesa með miklum spenningi, hvernig samvizkulausir glæpamenn fá vitneskju um, að fátæka, unga afgreiðslustúlkan á milljónaarf í vændum.

    1. KAPÍTULI

    Sam Foxtrot verður fyrir vonbrigðum.

    — Það er eins og það á að vera, sagði Sam Foxtrot við sjálfan sig. — Ég og Basil fursti höfum unnið að mörgum erfiðum málum, sem lögreglan hefur gefizt upp við, en við kærum okkur ekkert um að flíka því, hversu duglegir við erum, og nú njótum við ávaxtanna af verkum okkar.

    Sam Foxtrot og húsbóndi hans dvöldu á heimili Basils fursta í London og hvíldu sig eftir síðasta ævintýrið, er þeir höfðu lent í. En það biðu of mörg mál úrlausnar til þess að Basil fursti og þjónn hans gætu tekið sér langa hvíld frá störfum.

    Sam þótti gaman að því, þegar þeir fóru allt í einu til Parísar. Tveim dögum áður hafði Basil fursti lokað sig inni í skrifstofu sinni og legið yfir nokkrum gömlum og rykföllnum bókum og blöðum, er hann hafði tekið ofan af einni efstu bókahillunni.

    En svo lifnaði allt í einu yfir honum. — Að mér skyldi ekki detta þetta fyrr í hug, sagði hann, — þarna er lausnin á gátunni.

    — Hvaða gátu? spurði Sam ákafur.

    Basil fursti brosti. — Það er eitt af þeim merkilegustu málum, sem ég hef nokkru sinni fengizt við. En þú þekkir ekkert til þess. Og eins og stendur get ég ekkert sagt þér. En þú skalt taka til farangur minn. Við höldum strax af stað. Eftir klukkutíma fer kvöldlestin.

    Sam spurði ekki fleiri spurninga. Hann lét niður í ferðatöskurnar, en honum var þungt í skapi. En það létti töluvert yfir honum, þegar hann heyrði, að þeir ættu að fara til Parísar. Honum þótti vænt um þá borg. Þar gátu skeð hin ótrúlegustu ævintýri.

    Sam beið óþreyjufullur eftir að vita, hvað það væri, sem Basil fursti hafði svo óvænt fengið áhuga á. En þeir héldu af stað, og í París dvöldu þeir á aðra viku, án þess að Sam fengi nánari upplýsingar um málið.

    Basil fursti hafði sagt Sam, að hann mætti skemmta sér eins og honum sýndist. Ekkert markvert mundi ske fyrstu vikuna. Basil fursti heimsótti hvert skjalaog bókasafnið af öðru. Hann fór einnig á afgreiðslur blaðanna og kom heim með gömul, rykfallin blöð.

    Sam tók lífinu með ró. Hann kynntist næturlífi Parísar, og það var langt frá að honum leiddist.

    Húsbóndi hans hafði farið snemma á fætur og gefið honum þá fyrirskipun, að ef einhver spyrði eftir honum, ætti hann að segja, að Basil fursti væri ekki heima og það væri engin leið að hitta hann.

    — Það líkar mér, að hann skuli ekki vilja láta ónáða sig, sagði Sam við sjálfan sig. — Ég er næstum viss um, að þetta endar með spennandi ævintýri. Bara að mér væri ljóst, hvað það er, sem

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1