Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hreinsarinn 1: Listinn
Hreinsarinn 1: Listinn
Hreinsarinn 1: Listinn
Ebook33 pages27 minutes

Hreinsarinn 1: Listinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Bertram og vinir hans, Bjarki, Kasper og Felix, eru nýbúnir með grunnskólann og hafa stofnað klíku sem þeir kalla Krummana. Hylmarinn greiðir þeim fyrir innbrot og þjófnað á dýrum hönnunarhúsgögnum sem hann svo selur völdum viðskiptavinum. Bertram býr einn með mömmu sinni en hún starfar við framreiðslu á veitingastað. Hún heldur að Bertram vinni sér inn peninga með því að bera út auglýsingar. Bertram man ekki mikið eftir pabba sínum. Hann var ekki nema sjö ára þegar pabbi hans var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Dag einn sér Bertram dýran leðurjakka á veitingastaðnum þar sem mamma hans vinnur og stelur honum. Hann rekst á hlut sem er falinn í leynivasa í jakkafóðrinu. Þá hefst atburðarás sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar, ekki bara fyrir Bertram.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 15, 2020
ISBN9788726474978

Related to Hreinsarinn 1

Titles in the series (7)

View More

Related ebooks

Reviews for Hreinsarinn 1

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hreinsarinn 1 - Inger Gammelgaard Madsen

    Inger Gammelgaard Madsen

    Hreinsarinn

    Þáttur 1:6

    Listinn

    SAGA

    Hreinsarinn 1: Listinn

    Original title:

    Sanitøren 1: Listen

    Copyright © 2017, 2020 Inger Gammelgaard Madsen and SAGA Egmont, Copenhagen

    Translated by Erla Sigurðardóttir

    All rights reserved

    ISBN: 9788726474978

    1. E-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Hreinsarinn

    Þáttur 1:6

    Listinn

    Jakkinn var aðeins of víður yfir axlirnar og lyktaði af nýju leðri og tóbaki. Hann var konjaksbrúnn og það brakaði aðeins í leðrinu þegar Bertram beygði handlegginn til að heilsa hinum, þeir kölluðu það gengiskveðjuna.

    Fyrst börðu þeir sig á brjóstið með krepptum hnefa, báru síðan vísifingur og langatöng að hægra gagnauga og kláruðu svo kveðjuna með því að berja hnúa við hnúa.

    Bjarki hafði átt hugmyndina að þessari kveðju. Hann gekkst mikið upp í föstum reglum. Áráttuhegðun svona yfirleitt. Hún hafði gefið honum greiningu og þess vegna þurfti hann ekki að vinna. Hann var elstur í hópnum og hefði átt að byrja í trésmíðanámi í haust en þá dró mamma hans hann til sálfræðings út af þeirri undarlegri áráttu að hann þurfti sífellt að telja alla hluti og gera sömu hreyfingarnar.

    Sálfræðingurinn sagði að þetta héti áráttu- og þráhyggjuröskun, sagði Bjarki hróðugur. Hann var kominn með eitthvað sem enginn annar hafði.

    Bertram langaði líka til að fá greiningu. Hann var búinn að leita sér að vinnu síðan hann lauk grunnskólanum en það var ekki auðvelt að fá hana.

    Þá kynntist hann Bjarka og hinum strákunum. Þeir kölluðu sig Krummana. Andstætt Næturhröfnunum sem fóru um göturnar á nóttunni til að halda uppi ró og reglu.

    Krummar voru snjallir og iðnir fuglar sem gátu platað aðrar skepnur og svo voru þeir þjófóttir og glysgjarnir og stálu skínandi og glampandi hlutum eins og skarti. Næturhrafnar voru bara fólk sem vakti lengi um nætur.

    „Djöfull er þetta flottur jakki!" hrópaði Felix hrifinn og leit aðeins upp úr uppljómuðum skjánum á spjaldtölvunni, sem varpaði sjúklegri birtu á andlit hans.

    „Hvar í andskotanum náðirðu í þennan?" Bjarki

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1