Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hreinsarinn 4: Ný spor
Hreinsarinn 4: Ný spor
Hreinsarinn 4: Ný spor
Ebook33 pages27 minutes

Hreinsarinn 4: Ný spor

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Anne Larsen kemst að því að lögfræðingurinn sem dó hafði hætt störfum skömmu eftir að hún tapaði máli fyrir rétti og skjólstæðingur hennar, barnamorðinginn Patrick Asp, var dæmdur til fangelsisvistar. Faðir verjandans er hæstaréttardómari og hann er horfinn sporlaust. Anne er stödd í fangelsinu að taka viðtal við fangelsisstjórann um fangann sem lést af of stórum skammti fíkniefna þegar Patrick Asp tekst að lauma að henni bréfi. Í því stendur að hann hafi verið ranglega dæmdur og að konan hans hafi verið viðriðin málið. Anne leitar konuna uppi á veitingastað þar sem hún starfar. Hún hittir líka son hennar, Bertram. Anne fær á tilfinninguna að þau séu bæði að leyna hana einhverju. Það er líka eitthvað grunsamlegt við Uwe Finch, kærasta konunnar. Hann hegðar sér eins og hann sé að villa á sér heimildir. Anne leitar til Rolands Benito og biður hann um aðstoð til komast að því hver maðurinn sé í raun og veru.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 15, 2020
ISBN9788726475005

Related to Hreinsarinn 4

Titles in the series (7)

View More

Related ebooks

Reviews for Hreinsarinn 4

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hreinsarinn 4 - Inger Gammelgaard Madsen

    Inger Gammelgaard Madsen

    Hreinsarinn

    Þáttur 4:6

    Ný spor

    SAGA

    Hreinsarinn 4: Ný spor

    Original title:

    Sanitøren 4: Nye spor

    Copyright © 2017, 2020 Inger Gammelgaard Madsen and SAGA Egmont, Copenhagen

    Translated by Erla Sigurðardóttir

    All rights reserved

    ISBN: 9788726475005

    1. E-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Hreinsarinn

    Þáttur 4:6

    Ný spor

    Sjálfsvíg fangavarðar var ekki þess eðlis að það hefði fréttagildi sérlega lengi. Heldur ekki lögfræðingur sem fórst í umferðarslysi. En gamlar fréttir rifjuðust upp þegar Karl Dallerup, faðir lögfræðingsins, sem auk þess var virtur hæstaréttardómari, hvarf sporlaust viku síðar og hafði verið eftirlýstur í tæpa tvo sólarhringa.

    Alla vikuna hafði Anne Larsen nauðað í fréttastjóranum að fá að fara nánar ofan í saumana á einkennilegum tilviljunum sem hún hafði rekist á. Fangavörðurinn Júlíus Habekost og lögfræðingurinn Vivian Elsted reyndust bæði hafa tengst morðingjanum Patrick Asp á einhvern hátt auk þess sem hann afplánaði á Enner Mark stofnuninni þar sem fangavörðurinn starfaði. Fréttastjórinn hafði oft og mörgum sinnum bent henni á að hún væri fréttamaður en ekki rannsóknarlögreglumaður, starf hennar væri að segja fréttir en ekki að rannsaka glæpamál. En Anne átti erfitt með að leiða þetta hjá sér. Það var eitthvað bogið við þetta sjálfsvíg, og ótrúlegt hvað lögreglumennirnir tveir sluppu auðveldlega.

    Auðvitað treysti hún kærunefnd lögreglunnar og Roland Benito sem hélt utan um rannsóknina en samt var eitthvað sem gekk ekki upp. Hún ákvað að fara aftur inn til fréttastjórans. Í fyrsta lagi vegna þess að hún var búin að kanna hvort Karl Dallerup tengdist Patrick Asp á einhvern hátt og bingó – hann hafði verið dómari í morðmálinu fyrir tíu árum, verið sá sem sló hamrinum í borðið og kvað upp dóminn „ævilangt fangelsi", það er að segja ef þetta hefði gerst í Bandaríkjunum en í Danmörku notuðu dómarar ekki hamar eins og margir virtust halda.

    „Anne, það eru liðin tíu ár!" sagði fréttastjórinn en leit samt forvitinn á hana

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1