Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hreinsarinn 2: Stökkið
Hreinsarinn 2: Stökkið
Hreinsarinn 2: Stökkið
Ebook33 pages27 minutes

Hreinsarinn 2: Stökkið

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Roland Benito hjá kærudeild lögreglunnar er kallaður á vettvang ásamt kollega sínum til að yfirheyra tvo lögreglumenn í útkalli. Kvörtun hafði borist út af hávaða í heimahúsi, en í sömu andrá og lögregluna ber að garði stekkur maður út um glugga á fimmtu hæð. Ekkert virðist vera grunsamlegt við aðstæður. En forvitni Rolands vaknar þegar hann ræðir við dótturdóttur sína sem reynist vera besta vinkona dóttur fangavarðarins sem dó. Síðar heyrir hann orðróm um að fangi hafi látist í fangelsinu þar sem hann vann og að fangavörðurinn hafi sætt hótunum og eftirliti. Var þetta kannski eitthvað annað en sjálfsmorð? Fréttakonan Anne Larsen á sjónvarpsstöðinni TV2 á Austur-Jótlandi er einnig að fjalla um þessi mannslát. Í rannsókn sinni hnýtur hún um annað mannslát, af lögmanni sem lést í umferðarslysi. Hún kemst að því að öll þessi mannlát tengjast tilteknum fanga, barnamorðingjanum Patrick Asp, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð á barnungri dóttur sinni. Hann situr í sama fangelsi og fangavörðurinn starfaði.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 15, 2020
ISBN9788726474985

Related to Hreinsarinn 2

Titles in the series (7)

View More

Related ebooks

Reviews for Hreinsarinn 2

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hreinsarinn 2 - Inger Gammelgaard Madsen

    Inger Gammelgaard Madsen

    Hreinsarinn

    Þáttur 2:6

    Stökkið

    SAGA

    Hreinsarinn 2: Stökkið

    Original title:

    Sanitøren 2: Sporet

    Copyright © 2017, 2020 Inger Gammelgaard Madsen and SAGA Egmont, Copenhagen

    Translated by Erla Sigurdardottir

    All rights reserved

    ISBN: 9788726474985

    1. E-book edition, 2020

    Snið: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Hreinsarinn

    Þáttur 2:6

    Stökkið

    Það var farið að birta af degi þegar Roland Benito og Mark Haldbjerg óku heimleiðis frá Horsens til skrifstofu kærunefndar lögreglunnar við Járnbrautartorgið í Árósum.

    „Þetta verður víst fljótafgreitt útkall. Eftir því sem ég kemst næst er ekkert sem krefst frekari rannsóknar. Hvorugur þessara lögreglumanna virðist tengjast mannslátinu á nokkurn hátt," sagði Mark. Hann hafði ekki mælt orð af vörum síðan þeir fóru af vettvangi þar sem fangavörðurinn Júlíus Habekost hafði stokkið út um glugga á fimmtu hæð og stytt sér aldur.

    „Kannski fær Jørgen Mose áminningu fyrir að láta Leif Skovby fara einan inn í íbúðina á meðan hann sjálfur stóð frammi á gangi og ræddi við nágrannakonuna, þá sem hringdi á lögregluna út af hávaðanum."

    Mark brosti þreytulega.

    „Það er nú heldur ekki auðvelt að losna úr klónum á henni. Við fengum að finna fyrir því."

    Roland brosti líka. Hún var karakter þessi nærri áttræða ekkja, Ásta Bernt. Hún var eins og klippt út úr Matador-þætti. Hann gat þó ekki gert upp við sig hvaða kvenpersónu af eldri kynslóðinni hún minnti hann á. Kannski hafði honum bara dottið Matador í hug af því að heimili konunnar var innréttað eins og leiktjöld í sjónvarpsþáttunum, skrautlegt veggfóður og þykk gluggatjöld frá fjórða áratug síðustu aldar.

    Hún hafði margsagt að hún væri ekki viðkvæm og hefði það ekki fyrir vana að hringja í lögregluna út af hávaða en þarna hafi eitthvað mikið gengið á. Þungir dynkir og brothljóð. Og svo þegar hún bankaði á dyrnar hjá Júlíusi Habekost hafði enginn komið til dyra. Hún hafði heldur ekki heyrt hvort það kom einhver eða fór. Síðar hafði hún

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1