Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Óhugnaðardalurinn
Óhugnaðardalurinn
Óhugnaðardalurinn
Ebook204 pages3 hours

Óhugnaðardalurinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Jónas kemur sér í meiriháttar vandræði þegar hann fer að potast í hlutum sem koma honum lítið við, og kemst á snoðir um víðtækt samsæri gegn mannkyni.

LanguageÍslenska
Release dateDec 3, 2018
ISBN9798201827847
Óhugnaðardalurinn

Read more from ásgrímur Hartmannsson

Related to Óhugnaðardalurinn

Related ebooks

Reviews for Óhugnaðardalurinn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Óhugnaðardalurinn - Ásgrímur Hartmannsson

    Jónas var að spá í að fá sér morgunmat.  Það virtist veragóð hugmynd, þar sem það var jú morgun, og hann var svangur.  Í þeim tilgangi staulaðist hann inn í eldhús.  Þar átti að vera til matur.

    Það var mjólk í ísskápnum.  Óopnuð, keypt í gær.  Þar var líka bjór.  Jónas átti að mæta í atvinnuviðtal fljótlega, svo hann ákvað að mjólkin væri líklega betri kostur.  Jónas sótti mjólkina og lét hana á borðið.  Hann sneri sér við og tékkaði inn í skáp.  Þar átti að vera til kornflex.

    Þegar Jónas tók upp kornflex pakkann hlupu undan honum allmargar pöddur.  Jónas dæsti.  Allstaðar voru þessar pöddur.  Þær sóttu í rakann.  Og rakinn þarna hjá honum var hvimleiður.  Þetta var ekki kjallari, en hann hefði verið betur settur þar, því þar var ekki eins mikill raki, sem leiddi af sér myglu, pöddur og mosa.  Jónas hafði einu sinni fundið skófir í gluggasyllunni.  Áður en hann flutti í þessa íbúð hélt hann að slíkt fyndist bara utandyra.

    Það var náttúrlega allt til komið vegna þess að það var enginn vatnshalli á þakinu.  Þar voru mörg lög af tjörupappa til að stöðva leka, og fjölgaði þeim með hverju árinu sem leið, en vatn fann alltaf leið í gegn og kom niður með veggjunum hjá Jónasi og átti það til að safnast í litla polla í hornunum.

    Jónas skoðaði kornflex pakkann.  Það höfðu engar pöddur komist inn í hann, enda var hann vel lokaður.  Á meðan hann snæddi morgunmatinn velti hann fyrir sér hvernig hann ætti að eiga við pöddurnar.

    Það kom náttúrlega alltaf til greina að eitra, en Jónas var mjög umhverfismeðvitaður maður, og hafði að auki ekki efni á skordýraeitri.  Þá var bara að finna ódýra lífræna lausn á pödduvandanum.  Í Afríku er hægt að fá sér eðlu sem sér alveg um að halda hýbýlum manna pöddulausum.  En hvar fyndi hann eðlu?  Það var reyndar svolítið kalt fyrir eðlu, og eins og kyndingarkostnaðurinn var þá hraus honum hugur að þurfa að halda á eðlu hita.

    Nágranni hans átti hund.  Það var einn af þessum litlu, grimmu hundum sem sumt fólk hefur stundum í vasanum.  Alveg kafloðið kvikyndi, sem líktist alls ekkert hundi þar sem þetta hljóp um í sæmilegum fjarska, heldur var hann meira eins og kusk kúla.  Jónas hugsaði að hundurinn gæti virkað eins og eðla.

    Jónas ákvað að spyrja nágrannann um hundinn eftir mat.

    Á meðan hann var að snæða, þá flaug honum í hug hvort hann hefði nokkuð gleymt að setja bílinn í samband.  Það gæti verið slæmt.  Væri boðið uppá innstungu á nýja vinnustaðnum?  Hann kæmist örugglega þangað?  Jú jú, ekkert mál.  Bíllinn komst alveg 200 kílómetra fullhlaðinn, og hann hafði bara keyrt 50 kílómetra í gær.  En þetta var gamall bíll, og það  var líka hugsanlegt að hann hefði gleymt ljósunum á.

    Jónas glotti.  Hann bjó í heilsuspillandi húsnæði sem var fullt af pöddum og hann hafði áhyggjur af bílnum sínum, sem var alltaf hægt að setja í samband og taka strætó í staðinn í þetta eina skipti.  Hann yrði þá  bara tíu mínútum of seinn.  Það byrjaði allt tíu mínútum of seint hvort eð var.

    Jónas kláraði kornflexið, skolaði af skálinni sinni og skeiðinni og kom hvoru tveggja fyrir í sínum stað.  Svo fór hann fram á gang og bankaði uppá hjá nágrannanum.

    Korka gamla kom til dyra íklædd baðslopp og með hundinn í fanginu, starði ólundarlega á Jónas, og spurði hann hvaða erindi hann hefði.

    „Góðan daginn, sagði Jónas gleðilega, „ég var bara að velta fyrir mér hvort ég gæti fengið hundinn þinn lánaðan?

    „Til hvers í ósköpunum?" spurði Korka.

    „Ég er með pöddur inni í skáp sem ég ætla að lofa honum að borða," sagði Jónas.

    „Pöddur?  Þvílík ósvífni, Lúra borðar ekki pöddur! sagði Korka illilega, og sagði við hundinn er hún sneri sér við; „Komdu Lúra, förum frá vonda manninum, áður en hún lokaði dyrunum.

    Jónas glotti.  Þó hann hefði ekki fengið hundinn lánaðan, þá var hún Korka gamla og hundurinn oft til þess fallin að létta lund, þó þær gerðu það ekki viljandi.

    Jónas fór niður stigann.  Hann treysti ekki lyftunni.  Það var ekki það að hún hefði bilað, það var ekki að hann hefði fest sig í henni eða heyrt í henni skruðninga.  Hann hafði hinsvegar séð þegar gaurinn kom frá Ríkinu til að löggilda hana.  Þá mætti þessi gamli kall, setti upp nýjan límmiða í staðinn fyrir þann gamla, og fór svo.  Sú athöfn tók varla mínútu.  Jónas hafði ekki treyst lyftum almennilega síðan.

    Jónas rölti út á stæði, og sá fljótt að bíllinn var í sambandi.  Það var góðs viti.  Hann tók bílinn úr sambandi og stökk inn.  Bíllinn skaust af stað þegar Jónas steig á inngjöfina, enda nóg af orku á geymunum.  Útvarpið söng sama söng og venjulega.  Jónas velti fyrir sér hvort hann ætti að reyna að nota sjálfstýringuna.  Það sá á bílnum eftir síðustu tilraun til að kveikja á því tæki.  Sem betur fer hafði ökuritinn virkað, og hann sýndi svo ekki varð um villst að sjálfstýringin hafði hunsað tilvist hins bílsins og ætlað gegnum hann.  Lögreglan neyddist til að taka það gilt.

    Jóna leit í kringum sig.  Það var frekar erfitt að sjá hvort fólk var að gera eitthvað annað en að keyra, og jafnvel þó það væri sjálft að keyra gat það samt ákveðið að aka utan í hann.  Það var eins og sumt fólk virkaði verr en jafnvel biluðustu tölvur.

    Jónas mundi eftir einum í vikunni áður, sem hafði keyrt á staur.  Hann hélt að það væri slökkt á sjálfvirka ökubúnaðinum, svo hann slökkti á honum, haldandi að hann væri að kveikja á honum, og fór svo bara að lesa blöðin.

    Það gat líka verið varhugavert að skilja bílinn eftir í gangi á meðan ökubúnaðurinn var í gangi.  Einn hafði skroppið út til að kaupa sér eitthvað, og á meðan hafði bíllinn tekið uppá því sjálfur að fara heim.  Það var 50 kílómetra vegalengd.  Svo lagði hann bara í innkeyrslunni heima og beið eftir eigandanum.

    Jónas ók um á 10 ára gömlum bíl.  Hann hafði persónulega lent í þremur slysum á honum, ekkert af þeim var honum að kenna, en öll höfðu valdið nýrri og áhugaverðri bilun einhversstaðar í bílnum.

    Geymarnir sem slíkir voru næstum óeyðileggjanlegir og vélin sem slík myndi virka eftir kjarnorkustyrjöld, en allir litlu tölvukubbarnir, eða réttara sagt tengingarnar milli þeirra og þess sem þeir áttu að stjórna, þoldu ekkert tíu ár af titringi með einstaka stóru höggi inn á milli.

    Eins og staðan var, þá var Jónas hissa á að útvarpið skyldi enn virka.

    Jónas kom auga á vinnustaðinn.  Það var stór og ljótur kumbaldi sem bar þess öll merki að vera hannaður af virtum arkitekt.  Það var ekkert hverjum sem er hleypt inn á bílastæðið.  Jónas þurfti að opna gluggann og tala við einhverja græju, og sannfæra hana um að hann væri nýi gæinn.  Það gekk ekkert of vel, og eftir fimm mínútna rifrildi við hana kom öryggisvörður labbandi innan úr húsinu og spurði Jónas hvaða erindi hann ætti inn.

    „Mér var boðin vinna hérna," svaraði Jónas, sannleikanum samkvæmt.

    Vörðurinn kinkaði kolli.

    Jónas kynnti sig, og gaf manninum upp kennitöluna sína.

    Vörðurinn kíkti í kladdann sinn, kinkaði aftur kolli, en sparkaði svo bylmingsfast í móttökugræjuna.  Þá opnaðist hliðið fyrir Jónasi og hann gat keyrt inn.

    Jónas lagði bílnum í eitt af fjölmörgum auðum stæðum.  Það var ekki boðið upp á hleðslu þarna.  Jónas gekk umhverfis bílinn til að athuga hvort ljósin væru ekki örugglega slökkt áður en hann fór inn.

    Þetta var eins og að koma á spítala.  Útlitið, lyktin, suðið í loftræstingunni.  Það var enginn þarna nema móttökudaman bakvið borðið sitt.  Hún sneri sér frá því sem hún var að gera – sem Jónas reyndar grunaði að væri kapall – og brosti til hans.

    „Velkominn í Yggdrasil" sagði hún.

    „Sæl, ég er kominn hingað vegna atvinnu..." sagði Jónas og lagðist frammá borðið.  Hann sá að hann hafði haft rétt fyrir sér með kapalinn.

    Daman sneri sér að skjánum og fletti einhverju upp.

    „Já, Jónas," sagði hún þegar hún fann hann í tölvunni.

    Jónas brosti og kinkaði kolli.

    „Þú ferð upp á aðra hæð, og þaðan innum fyrstu dyr til hægri."

    Jónas kinkaði aftur kolli, og fór upp á aðra hæð.  Lengst í fjarska, innst á ganginum voru þrjár manneskjur.  Fyrstu dyr til hægri voru læstar.  Hann bankaði.  Enginn svaraði strax, svo hann beið smá stund.  Hann bankaði aftur, fastar, og beið.  Hann leit á klukkuna.  Hann sá að hann var ekkert búinn að vera þarna lengi.  Þetta virtist örugglega bara vera lengri tími útaf stressi.

    Jónas fylgdist með fólkinu innar í ganginum.  Það gekk fram og til baka.  Honum datt í hug að kannski væru þau að bíða eftir að einhver opnaði, alveg eins og hann.  Sem minnti hann á það: hann bankaði aftur.

    Jónas reyndi að virka eðlilegur.  Hann nennti ekkert að rabba við þetta fólk þarna innar, ef því skildi detta í hug að koma og ræða við hann.

    „Það er enginn þarna," sagði einhver með áherzlulausum framburði, og Jónas sneri sér við til að sjá hver þetta var.

    Það var kvenmaður með sólgleraugu.

    „Mér var sagt að koma hingað," sagði Jónas.

    „Hvaða erindi áttu þangað?" spurði daman, svipbrigðalaus, með sama áherzlulausa talandanum.

    „Mér bauðst vinna hérna," sagði Jónas.

    „Og hver sagði þér að koma hingað?" spurði hún.

    „Daman í afgreiðslunni," sagði hann.

    „Þetta er kústaskápurinn, sagði hún, „það byrjar enginn þar inni.

    Jónas dæsti.  Daman rölti í burtu.

    „Bíddu aðeins, kallaði Jónas á eftir henni, „veist þú hvert ég á að fara?

    „Sennilega upp á efstu hæð.  Þar er það fyrstu dyr til vinstri," sagði hún án þess að stoppa eða  snúa sér við.

    Jónas dæsti aftur.  Þessi bygging var tíu hæðir.  Hann var ekki í stuði til að ganga upp.  Á hinn bóginn gat verið að þeir héldu lyftunni við hérna.  Jónas tók áhættuna og fór með lyftunni.  Lyftan leit vel út, var snyrtileg og glansandi.

    Á tíundu hæð steig hann út og leit í kringum sig.  Þarna var slatti af fólki, margt af því með sólgleraugu.  Jónas velti fyrir sér hvort þetta væri einhver tíska á vinnustaðnum, það var ekki það bjart þarna inni.  Fyrstu dyr til vinstri, þarna voru þær.  Jónas gekk í áttina að þeim í rólegheitunum og bankaði.

    „Kom inn," var sagt.

    Jónas opnaði dyrnar og gekk inn.  Skriftstofan var dimm, það var ekkert ljós nema það sem kom innum gluggann, og fyrir glugganum var mött plastfilma svo það sást ekkert út.  Við gluggann var svo skrifborð, og bakvið það sat maður sem sneri baki í gluggann og horfði á hann.

    „Sæll, ég er Jónas," sagði Jónas.

    „Já, afsakaðu þetta vesen áðan, stelpan í afgreiðslunni er svolítið áttavillt."

    „Það er svolítið dimmt hérna," sagði Jónas.

    „Já, afsakaðu, en ég er með mígreni, og líkar betur að vera í þessari birtu," sagði maðurinn.

    Jónas vissi ekki alveg hverju hann átti að svara þessu.

    „Fáðu þér sæti, sagði maðurinn, „Þú ert Jónas, geri ég ráð fyrir?

    „Já, ég kynnti mig áðan... var það ekki?," sagði Jónas.

    „Þú ert náttúrlega bara ráðinn í gegnum frændsemi," sagði maðurinn, og það mátti heyra á honum að hann brosti við.  Jónas átti bágt með að sjá á honum andlitið.

    „Ég er Hafliði, sonur systur pabba þíns," sagði hann þegar hann sá svipinn á Jónasi.

    „Aha... ég hef heyrt um þig," sagði Jónas.

    „Vonandi ekkert slæmt," sagði Hafliði.

    „Alls ekki, hélt þú værir eldri," sagði Jónas.

    „Ágætt, en þú vilt væntanlega vita við hvað þú vinnur?"

    Jónas játti því.

    „Mig vantar húsvörð, samt ekki hér.  Það er í starfsmannablokkunum."

    „Allt í lagi," sagði Jónas.

    „Þætti þér verra að búa þar líka?" spurði Hafliði.

    „Ja..."

    „Ég veit hvar þú býrð núna, og þar er enginn vatnshalli," sagði Hafliði.

    „Vatnshalli?"

    „Þakið lekur.  Þetta verður bara innifalið í laununum.  Þú færð eina íbúð, þær eru allar eins – circa 75 fermetrar, stofa, bað, eldhús og tvö herbergi.  Og svalir.  Sömu laun og í gömlu vinnunni, nema það fylgir íbúð.  Hvað segirðu?"

    „Já, sagði Jónas, „það væri heimskulegt að hafna þessu.  Ég tek það að mér.

    „Auðvitað, sagði Hafliði, „Ég læt senda þér lyklana og þú getur flutt inn í vikunni og hafist handa.

    Jónas kvaddi Hafliða og rölti fram á gang.

    Þegar Jónas renndi inn í stæði kom hann auga á hundinn hennar Korku gömlu, þar sem hann var að þefa af einhverju í garðinum.  Ef það var hægt að kalla þennan auma grasbala við bílastæðið garð.

    Þetta var tækifæri sem hann hafði beðið eftir: hann nálgaðist hundinn og blístraði til hans: „komdu voffi... hérna... ég er með nammi handa þér," sagði Jónas og nuddaði saman fingrunum niðri við jörð til að vekja áhuga litla hundsins.

    Hundurinn varð hans var, og horfði á hann.  Það var ekki gott að segja hvort hann hafði mikinn áhuga á tilboði Jónasar, því þetta var jú bara hárkúla með tvö augu.  En svo ákvað dýrið að Jónas væri áhugaverðari en það sem það hafði verið að nasa af, og kom skoppandi.

    Þegar hundurinn kom til Jónasar til að skoða hvað hann var með, tók Jónas hundinn upp, og klappaði honum og lét vel að svo kvikyndið færi ekki að gelta.  Svo hraðaði hann sér inn og flýtti sér upp tröppurnar að íbúðinni sinni.

    Nú skildu þessar pöddur fá að kenna á því!

    Jónas fór með hundinn inn í eldhús, opnaði skápinn og lét hundinn inn hjá öllum pöddunum.

    „Sjáðu pöddurnar voffi!  Éttu pöddurnar!" sagði Jónas og benti á lífverurnar sem höfðu tekið sér bólfestu í skápnum.  Hundurinn var mjög spenntur fyrir pöddunum, og sleikti þær upp af áfergju.  Honum þótti þær greinilega afar ljúffengar.

    Jónas settist á gólfið og fylgdist með hundinum þar sem hann snerist í hringi inni í skáp í leit að fleiri pöddum til að innbyrða, en þær höfðu nú flestar vit á því að hlaupa í burtu.  Jónasi datt í hug að hann ætti kannski frekar að kaupa eitur – en það var miklu skemmtilegra að horfa á hundinn redda þessu, þó hann næði þeim ekki öllum.

    Það kom að því að hundurinn varð uppiskroppa með pöddur, og þá hleypti Jónas honum út.  Næsti leigjandi yrði bara að finna út úr þessu pöddu máli sjálfur.

    Lyklarnir að nýju íbúðinni komu daginn eftir.  Þeir voru tvö kort, annað til vara, hitt til daglegrar notkunar.  Þessi tvö kort skáru sig frá öðrum lykilkortum á þann hátt að með þessum kortum var honum unnt að opna allar dyr í húsinu.  Jónas stakk öðru í veskið sitt, hinu í vasann við hliðina á veskinu.  Þá gat hann týnt þeim báðum samtímis með úlpunni sinni.

    Hann rölti um gömlu íbúðina og leit í kringum sig.  Hvernig ætti hann nú að flytja allt þetta drasl?  Rúmið, sófann, alla stólana, borðin og það dót allt?  Hann yrði líklega að hringja í einhvern kunningja sinn og athuga hvort hann ætti eða gæti reddað kerru.

    En áður en hann færi að gera það, datt honum í hug að kíkja aðeins á þessa nýju íbúð.  Hann yfirgaf því gömlu íbúðina og fór út í bíl.

    Það tók meira en korter að aka á milli, bæði vegna þess að það var langt, og það var nokkur umferð.  Hann kom fljótt auga á húsið:

    Þetta var blokk á tuttugu hæðum, í um tíu mínútna fjarlægð frá aðalbyggingu Yggdrasils.  Byggingin var með

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1