Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Úti að borða með yfirstéttinni
Úti að borða með yfirstéttinni
Úti að borða með yfirstéttinni
Ebook157 pages1 hour

Úti að borða með yfirstéttinni

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Það er árið 2105, og Peter fer til Kanada til þess að sækja arf eftir föður sinn - þó sá sé enn á lífi - og tekur þátt í grill-veizlu framtíðarinnar.

LanguageÍslenska
Release dateMay 1, 2022
ISBN9798201670573
Úti að borða með yfirstéttinni

Read more from ásgrímur Hartmannsson

Related to Úti að borða með yfirstéttinni

Related ebooks

Reviews for Úti að borða með yfirstéttinni

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Úti að borða með yfirstéttinni - Ásgrímur Hartmannsson

    1.

    PETER FISCHER VAR STÖÐVAÐUR í tollinum eftir að tollverðirnir tóku eftir að ferðatöskurnar hans voru eitthvað dularfullar.  Þegar þær voru opnaðar kom í ljós að þær voru troðfullar af peningum: í þeim voru sex milljón bandaríkjadalir, í 100 dollara seðlum.

    Peter var fylgt inn í lítið herbergi, þar sem hann var látinn dúsa, sumpart til þess að gefa tollvörðunum tíma til að grennzlast aðeins fyrir um hann, sumpart til þess að gera hann taugaóstyrkan.

    Og þarna sat Peter, pollrólegur, og virti herbergið fyrir sér. 

    Þetta var nauðaómerkilegt hvítmálað herbergi, þar sem voru tveir stólar og borð.  Þarna var ekkert til þess að hugsa um, annað en yfirvofandi fangelsisvist.

    Loksins kom einhver inn.  Það var embættismaður, strangur á að líta.  Hann fékk sér sæti til móts við Peter og leit vel á hann, og reyndi í leiðinni að leyna vonbrigðum sínum með að Peter virtist slétt sama.

    Peter var meinleysislegur náungi, meðalmaður í alla staði og hefði hvergi átt að skera sig úr, en samt var eitthvað við hann sem tollaranum líkaði ekki.  Á meðan hann horfði á Peter, var eins og Peter horfði í gegnum hann, frekar en á hann, og hann virkaði tómur, geðlaus.

    Peter Fischer, byrjaði tollarinn, ekkert millinafn.  Fæddur í júní 2082.  Ekki vitað um foreldra.

    Peter sat kjur og lét á engu bera.

    Vegabréfið þitt var gefið út 2105; það er í ár.  Vilt þú segja mér af hverju þú ert að yfirgefa landið með svona mikið reiðufé?

    Er það ólöglegt? spurði Peter.

    Það er grunsamlegt; við munum fylgjast vel með þér þegar þú kemur aftur.

    Hvað fær þig til að halda að ég komi nokkurn tíma aftur? spurði hann manninn.

    Bankareikningurinn þinn er staðsettur hér, og þú getur bara lifað svo lengi af þremur milljónum dollara.

    Ég finn mér vinnu, sagði Peter.

    Maðurinn glotti dauflega: skýrzlurnar segja að þú sért nemandi, hvar fékkstu svona mikinn pening?

    Ég erfði þá eftir pabba, sagði Peter.

    Hvenær dó hann?

    Hann er ekki dauður, að minnsta kosti ekki svo að ég viti, sagði Peter, enn alveg pollrólegur.

    Maðurinn starði á Peter: hvernig gerðist það?

    Hvað?

    Hvernig erfðir þú allt eftir mann sem var ekki dauður.

    Peter rifjaði það upp fyrir sjálfan sig...

    2.

    HENRY WILLIAMS VAR spes týpa.  Hann og allir vinir hans.  Af vinum hans var það að segja, og reyndar Henry líka, að þeir höfðu allt að því pervertískan áhuga á kattamat – ekki bara einhverjum kattamat, heldur einhverjum sjaldgæfum furðu-kattamat sem Henry sagðist framleiða í einhverri verksmiðju úti í skógi, og var alltaf að gefa fólki að smakka.

    Glaði kettlingurinn kattamatur, var heitið, og var hann í gráum pokum, með mynd af teiknuðum gulum ketti að gæða sér á kattamat úr dalli.  Af einhverjum ástæðum var kisi ekki með neina fótleggi, og hafði Peter þá kenningu helst að þeir væru tengdir kisa með segulkröftum.

    Peter hafði séð hann gæða sér á þessum kattamat, og virtist vel líka, en svipurinn á honum þegar hann lofaði öðrum að smakka var alltaf afar grunsamlegur.

    Peter hafði sjálfur smakkað þennan kattamat, og á meðan hann viðurkenndi að hann væri hið ágætasta snarl, var tilhugsunin um að þetta var kattamatur alltaf eitthvað að þvælast fyrir honum, svo hann hélt sig við venjulegar flögur í staðinn.

    En það atvik sem Peter þótti eftirminnilegast, var þegar hann hitti Henry og tvo félaga hans í matartímanum, og voru þeir að velta fyrir sér einhverju verkefni: hvernig á ég svo að nota loftþyngdarmæli til þess að finna út hvað einhver bygging er há? spurði annar þeirra, sem gekk undir nafninu Perkins yngri, með áherzlu á yngri, annan sem Peter þekkti bara sem Anton.

    Þú hlýtur að finna út úr því.

    Ég meina; hve nákvæm á þessi mæling að vera?  Er nóg til dæmis að ég bara hendi mælinum af þakinu og telji bara sekúndurnar þar til ég sé hann skoppa?

    Ah... andvarpaði Anton: ég held þú eigir að mæla loftþyngdina á toppnum, og giska út frá því hvað byggingin er há.

    Aha... hverjar eru forsendurnar?  Verður þá ekki að vera algert logn?  Ég meina, ef það er einhver vindur getur myndast allt öðruvísi þrýstingur á þakinu en væri annars, ef engin bygging væri þarna.  Og hvað svo með loftraka?  Ég veit ekkert hvaða áhrif hann hefur.

    Ég held þú sért að gera þetta of flókið...

    Peter hristi bara höfuðið.

    Henry var um það bil meðalmaður á hæð, grannur og skar sig ekki úr í hóp, var ágætlega vel máli farinn, þó af einhverjum orsökum bæri einstaka orð sérkennilega fram.  Við fyrstu sýn virtist hann mesti rósemda-maður, og það lá við að sakleysið geislaði af honum.

    Peter hitti Henry fyrst þegar hann var að byrja í háskóla.  Henry vatt sér bara upp að honum einn daginn og spurði hann hvort hann væri ekki sonur Roberts Fischer.

    Já, svaraði Peter, hvernig vissir þú það?

    Ég vissi það ekki, þess vegna spurði ég, svaraði Henry, en þú líkist honum.  Pabbi minn þekkti pabba þinn, sjáðu til.

    Nú?

    Henry kinkaði kolli: já.  Veistu hvar hann er núna?

    Ég held hann sé á Indlandi, sagði Peter, ég fæ send póstkort frá honum öðru hvoru, en ég hef hvorki heyrt í honum né séð hann síðan ég var fimm ára.

    Póstkort?

    Já.  Úr pappír, sagði Peter, og gaf í leiðinni til kynna hve stór póstkortin væru með höndunum.

    Henry kinkaði kolli aftur, hugsi: ég þarf að ræða við þig betur.  Við höfum svolítið sem þú átt.  Útskýri það seinna, yfir bjór, kannski?

    Já...

    Næsta föstudag.  Á hverfisbarnum.  Ef þú verður ekki þar þá hringi ég í þig.

    Geturðu ekki útskýrt það núna?

    Nei – ég þarf að bera það upp við fleiri.  Sé þig.

    Og þar með rölti Henry á braut

    PETER GERÐI ÞAÐ SEM hann gerði venjulega alla vikuna.  Hann var á leið af síðasta fyrirlestrinum; var vart kominn út um dyrnar, þegar Henry hringdi í hann.  Þá var Peter alveg búinn að gleyma öllu um það sem þeim hafði farið á milli, en, honum veitti svosem ekki af einum eða tveimur bjórum.

    Henry veifaði til hans að koma þegar hann sá Peter birtast inn um dyrnar á barnum.  Hann sat við barinn, og var að klára bjórinn sinn.

    Tvo í viðbót, sagði hann við barþjóninn, og benti Peter á sætið við hliðina á sér.

    Er ekki fullsnemmt fyrir drykk?  spurði Peter.

    Aldrei.

    Barþjónninn lét bjórinn á borðið.

    Jæja, hvað vildir þú ræða við mig? spurði Peter.

    Nú, þú ert sonur Robert Fischers; pabbi þekkti hann, og... nú, hann fer með umsjón allra hans eigna.

    Peter starði á Henry. 

    Henry hélt áfram: hann lofaði honum að hann myndi tala við þig um það þegar þú varst orðinn nógu gamall  – eða það sagði hann mér.  Ég veit ekki af hverju hann beið þar til þú varst orðinn 22 ára.

    Pabbi þinn er með allar eignir pabba míns? spurði Peter. 

    Henry kinkaði kolli.

    Pabbi átti eignir?

    Sagði hann þér það ekki? spurði Henry nokkuð hissa.

    Nei, svaraði Peter, en það myndi vissulega útskýra margt.

    Henry skellti næstum uppúr.

    Þú færð mánaðarlegu greiðzluna í gegnum okkar fyrirtæki.

    Nú?

    Já... en hvað um það, gamli vill að þú komir með okkur í kofann okkar í Kanada, og þar ætlar hann að afhenda þér þessar eignir allar, þú veist, sem arf.

    En pabbi er ekki dauður, sagði Peter.

    Nei, en hann er heldur ekkert á leiðinni að koma aftur þaðan sem hann fór, sagði Henry, og hann hefur ekkert reynt að hafa samband við okkur út af eignunum.  Hann skildi bara eftir miða þar sem stóð að þú ættir að fá þær ef þú vildir þegar þú værir orðinn fullorðinn.  Okkur liði miklu betur ef þú tækir þær.

    Peter starði á Henry.  Henry glotti bara og yppti öxlum.  Svo spurði hann, eins og í framhjáhlaupi: "hvað ætlaðirðu annars að gera í sumarfríinu?

    Peter þagði í nokkrar sekúndur.  Alkóhólið var aðeins byrjað að segja til sín. Hann svaraði loks: ekkert.

    Kemurðu þá ekki bara til okkar? spurði Henry eftir að Peter.  Hafði þagað nokkra stund.

    Allt í lagi, en af hverju ég?

    Ég hélt ég hefði sagt þér það?

    Já - rétt.  Ég á pening?

    Peter hafði verið að láta sig hlakka til að hanga heima og horfa á sjónvarpið í fríinu.  Sem var það sem hann gerði iðulega.  Og nú þegar ölið var að síga á hann fékk hann þessa súrrealísku tilfinningu um það sem Henry hafði sagt honum.

    Já, þú ert ógeðslega ríkur.  Eða reyndar, faðir þinn var það... er það.  Og það er fullt af öðrum mönnum sem vilja hitta þig, sagði Henry.

    Fólk vill hitta mig?  Hvaða fólk?  Lögreglan?

    Lögr... Nei!  Af hverju heldur þú það?

    Það eru þeir einu sem hafa viljað hitta mig nýlega.

    Henry veifaði til barþjónsins: ekki meiri bjór fyrir þennan.

    Barþjónninn glotti og kinkaði kolli á meðan hann hellti í glas fyrir einhvern annan.

    Þú átt bíl er það ekki? spurði Henry.

    Ha?

    Já, sá ég þig ekki á einhverju braki hérna um daginn?

    Brak?  Ég á Mercedes Benz.  Ég hef átt hann í tvö ár núna, svaraði Peter.

    Ó, Mercedes Benz.  Dýr.

    Eiginlega ekki, þetta er klassískt módel, sagði Peter, sjálfvirku kerfin virka ekki öll.

    Svo hann er svolítið svipaður og minn bíll þá, sagði Henry, það eru engin sjálfvirk kerfi í honum.

    Eru þau strax biluð? spurði Peter.

    Nei.  Ég bað sérstaklega um að hafa þau ekki.

    Er það löglegt? spurði Peter.

    Ég athugaði það ekki, sagði Henry.

    Peter hristi

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1