Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Afi og amma: söguþættir
Afi og amma: söguþættir
Afi og amma: söguþættir
Ebook84 pages1 hour

Afi og amma: söguþættir

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sagan fjallar um Helga litla sem er er fjörugt barn og mikill afastrákur. Hann langar ekkert meira en að verða sterkur eins og Grettir Ásmundarson. Hann fær þá hugmynd því afi hans les Grettis sögu fyrir hann. En afi grípur þá tækifærið og segir honum sögu af sterkustu manneskju sem hann þekkti á sinni ævi, henni Helgu á Núpum, sem er amma Helga litla. Afinn segir sögur af henni frá barnæsku til fullorðinsára. Hún var hrein og bein, varði afa þegar honum var strítt af öðrum strákum í æsku. Hún var duglegust allra sveitunga við sláturgerð, hún bauð ýmsum mönnum birginn í viðskiptum og öðrum samskiptum. Afi og amma lögðu upp í ævintýraferð á hestum sínum þar sem amma Helga er hetjan sem bjargar deginum, eitthvað sem Helgi og aðrir krakkar geta tekið sér til fyrirmyndar. Afi og amma er saga af ást og virðingu, sannri hetjudáð og góðum gildum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 3, 2023
ISBN9788728569283
Afi og amma: söguþættir

Related to Afi og amma

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Afi og amma

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Afi og amma - Guðrún Lárusdóttir

    Afi og amma: söguþættir

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: shutterstock, public domain

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569283

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    AFI OG AMMA – SÖGUÞÆTTIR

    I.

    „Ég vildi, að ég væri orðinn eins sterkur og hann Grettir," sagði Helgi við afa sinn; gamli maðurinn sat á rúminu sínu og var að tvinna á snældu, en Helgi sat á skemli við rúmstokkinn og hafði verið að lesa í Grettis sögu.

    Helgi var vasklegur drengur, bjartur á hár og hörund, með æskunnar fjör í augum og svip.

    „Heldurðu, að þú hefðir svo sérstaklega mikið gagn af því, Helgi minn?" sagði afi hans rólega, á meðan hann handlék snældu sína. Hár hans var orðið hvítt og augun tekin að sljófgast, hann átti full 70 ár að baki, mörg erfið spor og marga þrautastund.

    „Heldurðu, að maður hafi ekki ævinlega gagn af kröftum og hreysti? sagði Helgi fjörlega. „Ég vil vera sterkur, svo að ég geti fellt alla stráka, sem ég þekki, — ég vil verða frægur fyrir krafta, — heldurðu, að það sé ekki mikið varið í það, afi? Þú varst sjálfur sterkur, afi, þegar þú varst ungur.

    „Sterkur og þó ekki sterkur, drengur minn, sagði afi hans og stundi við. „Ég mun hafa verið sæmilega knár, eftir því sem kallað er. Gamli maðurinn brosti við, um leið og hann sagði þetta. „Og þá hugsaði ég líkt og þú, að fátt mundi meira virði en líkamskraftar, en ég hef oft rekið mig á, að til er annað afl, sem miklu meira er varið í. Afl sálarinnar, afl viljans, staðfesta, stilling og þrautseigja verður mun betra veganesti."

    „Kanntu ekki sögu um það, afi?" spurði Helgi.

    „Ójú, fleiri en eina, Helgi minn, ef vel væri leitað."

    „Æ, leitaðu þá að einni sögu handa mér, góði afi," sagði Helgi og settist á rúmstokkinn hjá afa sínum.

    „Ég þarf sjálfsagt ekki að leita lengi, Helgi minn. Það er saga af sjálfum mér og henni ömmu þinni sáluðu — blessaðri. — Þú varst svo ungur, þegar hún dó, að þú manst víst ekkert eftir henni; hún var smá vexti og sýndist fremur veikbyggð, en ég held hún hafi þó verið langtum sterkari en hann Grettir, hún var hetja, sem fáir þekktu. Orustuvöllurinn hennar var á afskekktum stað, og veraldarsagan syngur henni aldrei lof fyrir afreksverkin, sem hún vann, en þegar ég lít um öxl, Helgi minn, og virði fyrir mér ævikjörin hennar ömmu þinnar, sé ég betur en nokkru sinni, hverju afl viljans fær til vegar komið.

    Já, hún mun hafa verið 16 eða 17 ára gömul, þegar ég sá hana í fyrsta sinni. Ég hafði heyrt minnzt á hana, þeir sögðu það, piltarnir, að hún væri ljómandi lagleg, og mér lék hálfgerð forvitni á að sjá hana. Faðir hennar var orðlagður drykkjumaður, en gæðakarl var hann, svo að hann mátti ekkert aumt sjá. Ég heyrði marga vorkenna Helgu, menn sögðu, að ævin hennar væri fremur gleðisnauð, í hálfgerðu fátæktarbasli á afskekktu heiðarbýli hjá drykkfelldum föður. Móðir hennar var dáin.

    Mér var líka sagt það einhverju sinni, að Helga reyndi að forða honum frá víni, og oft hefði henni tekizt það furðanlega. „Það er ekki gott að segja, hvernig hann Jón væri kominn, ef hann ætti ekki aðra eins dóttur," sögðu menn.

    Svo var það að haustlagi, ég var þá innan við tvítugt, kátur og ógætinn eins og margur á því reki. Faðir minn var hættur að búa og hafðist við í húsmennsku hjá bróður mínum, en ég var þar vinnumaður. Bróðir minn var liðfár og hafði eigi öðrum á að skipa en mér í fjallgöngurnar um haustið. Það var í fyrsta skipti sem ég fór í leitirnar og hlakkaði því mikið til. Það var reglulegur vígahugur í mér, þegar ég lagði á stað fyrir dögun, á björtum haustdegi, ásamt nokkrum piltum víðs vegar að úr sveitinni. Við lögðum leið okkar til fjalla, en fyrst var þó förinni heitið inn að Núpum, það var heiðarbýlið, þar sem Jón gamli bjó. Leitarmenn áttu að mætast þar úr ýmsum áttum, áður en liði væri skipt og farið í afdali að smala fénu.

    Þegar við komum að Núpum, var þar allmargt leitarmanna fyrir, en með því enn vantaði nokkra, biðum við komu þeirra um hríð. Var þá glatt á hjalla, sungið, spilað og drukkið. Jón gamli bar fram brennivínskút, sem margir settust að, og leið ekki á löngu, áður en áhrif vínnautnarinnar komu í ljós. Ég hafði aldrei bragðað vín, og sat hjá og horfði á félaga mína.

    „Hvað er að tarna, Sveinn, þú bragðar ekkert," sagði einn piltanna við mig, Björn, sonur bóndans í Dal, álitlegur maður, en allmikill á lofti.

    „Mig langar ekkert í þetta, sagði ég. „Ég ætla að sjá, hvernig ykkur reiðir af við kútinn.

    En Björn lét sér það ekki lynda, hann hellti á fyrir mig og bar mér vínið: „Þú verður að drekka þetta, Sveinn, sagði hann, „annars mátt þú hundur heita.

    Piltarnir ráku upp skellihlátur.

    „Nei, Sveinn, ekki viltu heita það — það er af og frá — hundur viltu ekki heita."

    Hlátrasköllin dundu að nýju.

    „Mér sýnist þú svipaður hvitvoðung, greyið, og þú ætlar þér í fjallgöngur! — Nei, piltar, við skulum skilja aumingjann eftir hérna, og fá pils hjá heimasætunni, til þess að klæða hann í — — ha, ha, ha —."

    Björn stóð frammi fyrir mér með flöskuna í hendinní og lét dæluna ganga viðstöðulaust, en aðrir félagar okkar smátíndust að og slógu hring utan um okkur.

    „Farðu, sagði ég önugur. „Ég vil ekki sjá víngutlíð þitt. Þú ert að verða blindfullur, og —

    Ég komst ekki lengra.

    Hann þreif af afli í öxlina á mér og hristi mig óþyrmilega: „Þetta segirðu, manndulan þín, vesalmennið þitt, ógerðin þín, þetta segirðu við mig — við ríkasta bóndasoninn í sveitinni, — þú skalt drekka það, þú skalt! — Komið þið, strákar, við skulum hella ofan í kálfinn!"

    Ég hratt Birni frá mér og komst upp á koffort, sem stóð rétt hjá mér, og varði mig eftir föngum, en enginn má við margnum, og ég var brátt ofurliði borinn. Þeir lögðu mig endilangann á gólfið og Björn settist ofan á brjóstið á mér, með brennivínsflöskuna, og ætlaði að fara að hella víninu

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1