Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ljós og skuggar: sögur úr daglega lífinu
Ljós og skuggar: sögur úr daglega lífinu
Ljós og skuggar: sögur úr daglega lífinu
Ebook65 pages59 minutes

Ljós og skuggar: sögur úr daglega lífinu

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sögurnar spanna íslenskt líf snemma á 20. öldinni og eiga sér stað í ýmsum sveitum landsins og í Reykjavík. Þær eiga það allar sameiginlegt að fjalla um mikilvæg samtímamál höfundar og bera þær allar sterkan boðskap sem Guðrún Lárusdóttir (1880 - 1908) er helst þekkt fyrir. Guðrún skrifaði mikið um fátækt og Kristna trú á sínum ferli og eru sögur hennar nokkurskonar dæmisögur handa íslendingum. Sögurnar í þessu safni eru fimm talsins: Léttúð fjallar um um hina ungu Helgu sem kynnist raunum lífsins snemma. Lifandi myndir - að heiman fjallar um kynni Jóns frá Gili af skuggum mannlegs lífs. Gamlárskveld er saga um ákvarðanir, trúrækni, fíkn, mistök föður og afleiðingar. Í veikum máttugur fjallar um samband fátækrar fjölskyldu við guð á erfiðum stundum. Í afkimum er önnur saga um fátækt á Íslandi og birtingarmyndir fátæktar í Reykjavík á 20. öldinni. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateApr 17, 2023
ISBN9788728569269
Ljós og skuggar: sögur úr daglega lífinu

Related to Ljós og skuggar

Titles in the series (11)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Ljós og skuggar

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ljós og skuggar - Guðrún Lárusdóttir

    Ljós og skuggar: sögur úr daglega lífinu

    Translated byGuðrún Lárusdóttir

    Cover image: shutterstock, flickr

    Copyright © 2023 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728569269

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    LÉTTÚÐ.

    I.

    „Um hvað voruð þið þið R. læknir að tala, mamma?" spurði ung stúlka móður sína einhvern morgun, er þær sátu að morgunverði.

    „Það er nú eiginlega ekki neitt sérstakt. Ég leitaði ráða til hans á dögunum; ég er ekki vel frísk, Helga mín, hvort sem nokkuð alvarlegt verður nú úr því eða ekki."

    Það kom snöggvast áhyggjusvipur á glaðlega andlitið hennar Helgu. „Ertu veik, mamma, heldurðu, að það sé nokkuð hættulegt?"

    „Nei, sei sei nei, ég verð bara að eiga gott, borða tiltekinn mat og vinna ekki um of, þá næ ég mér aftur."

    „Já, góða mamma, gerðu það; þú ættir ekki að vera að fást við þessi þjónustubrögð, svo ertu engin manneskja til að hafa menn í kosti, þegar þú fæst ekki til að fá þér almennilega vinnukonu, því að ég tel ekki hana Steinunni, þó að hún sé hérna stundarkorn kveld og morgna við smásnúninga."

    Gamla konan sagði ekkert. Hún stóð upp og fór að taka diskana af borðinu. „Það er nú hægar sagt en gert allt saman, maður verður líka að hugsa um að lifa, sagði hún svo og stundi við. „Helga mín, viltu þvo fyrir mig diskana, ég verð að fara að líta eftir hálstauinu piltanna?

    „Ég má ómögulega vera að því, ég var búin að lofa henni Ínu, að koma með henni upp á stíg. — Hún tók sjalið sitt og hanzkana og hljóp ofan stigann og út. „Vertu sæl, mamma, kallaði hún til móður sinnar, úr stiganum, og var horfin út á götuna.

    Móðir hennar bar af borðinu, og fór svo að þvo diskana. Hún varp öndinni þungt hvað eftir annað, og við og við tók hún hendinni undir síðuna, eins og hún kenndi til sársauka.

    Hún var ekkja eftir efnaðan bónda. Hún varð að bregða búi, þegar hann dó, hana hafði þó langað til að halda áfram að búa, en menn álösuðu henni mjög fyrir það. „Börnin þín sjá aldrei neitt annað en að berja á túni og mjólka beljur, og hvaða líf er það fyrir eins fallega stúlku og hana Helgu þína og jafn skemmtilegan og gáfaðan pilt og hann Jón þinn, sögðu menn, og svo fór, að hún lét undan. Hún svaf ekki mikið síðustu nóttina á Brekku, bújörðinni sinni, þar sem hún hafði dvalið öll sín bú- og hjúskaparár. Já, hana óaði við því, að eiga að fara í þurrabúð til Reykjavíkur! En börnin hennar! Jæja, vegna þeirra. Hún var nú sjálf um sextugt, og þá fer nú vanalega að halla undan fæti, hugsaði hún. Þau urðu samt nógu löng 7 seinustu árin. Jón fór í skóla, hann var jafnan ofarlega í sínum bekk. „Það þarf ekki að lesa svo mjög mikið til þess, sagði hann, „þeir eru ekki svo afar lærðir sumir." Og hann las heldur ekki sérlega mikið, og seinast hætti hann alveg að lesa, og mörg voru tárin, sem hún móðir hans hafði fellt yfir því. Loks kvaddi hún hann einn dag á bryggjunni, hann ætlaði til Ameríku, til að leita gæfunnar þar. Hún stundi þungan, og brá erminni að augum sér, víst til þess að þerra nokkur tár, sem komu fram í augun.

    Og þá var nú Helga orðin eina barnið hennar, hún frétti látið hans Jóns ári eftir að hann fór.

    Já, hún var falleg, hún Helga, það hlutu allir að kannast við, og engu síður var hún skemmtileg og kát. En móðir hennar hugsaði með sér, þegar Helga stóð tímunum saman frammi fyrir speglinum og var að punta sig: „Ég vildi, ég væri kyrr á Brekku enn þá."

    „Góðan daginn. Hún hrökk við. „Góðan dag.

    „Ég er með reikning til yðar. — „Hvað er hann hár?

    Hún tók við blaðinu, sem pilturinn rétti henni. Hún setti upp gleraugun sín, og fór yfir reikninginn: „15 kr. 75 au. Silkisólhlíf, ballskór, hvítir hanzkar, hárklemmur, cigarettur. — Hún rétti piltinum reikninginn. „Ég get ekki borgað hann fyrr en síðar, þegar ég fæ peninga um mánaðamótin.

    Pilturinn kvaddi og fór.

    Eins og það hefði nú ekki verið nóg við þá að gera, þó að þessi reikningur kæmi ekki. Og læknirinn, sem sagði, að hún þyrfti nauðsynlega að borða kjarna fæðu og drekka dýr vín sér til heilsubótar, jú, það kom sér helzt fyrir hana, og eiga svo helzt að

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1