Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Máttur slöngunnar
Máttur slöngunnar
Máttur slöngunnar
Ebook384 pages5 hours

Máttur slöngunnar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Dína hefur yfirnáttúrulega gáfu sem hún virkjar með því einu að horfa í augun á fólki. Kraftana fékk hún frá móður sinni, en föður sinn hefur hún aldrei hitt. Þegar dularfullur maður sem segist vera faðir hennar birtist skyndilega, verður móðir Dínu hrædd og flýr yfir holt og hæðir með börnin sín. En hinn ókunni hefur mátt slöngunnar, sem þýðir að hann sér í gegn um lygar og blekkingar, svo það reynist þeim erfitt að fela sig fyrir honum. Dína verður að nota gáfur sínar til að bjarga þeim og uppgötvar að hún gæti haft fleiri gáfur sem hún vissi ekki af.Þetta er 3. bókin af 4 í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728057957

Related to Máttur slöngunnar

Titles in the series (4)

View More

Related ebooks

Reviews for Máttur slöngunnar

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Máttur slöngunnar - Lene Kaaberbøl

    Máttur slöngunnar

    Translated by Hilmar Hilmarsson

    Original title: Slangens gave

    Original language: Danish

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2002, 2022 Lene Kaaberbøl and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728057957

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Dína segir frá

    I

    Hálöndin

    Ókunnugur maður

    Þegar ég sá ókunnuga manninn í fyrsta skipti grunaði mig ekki að hann ætti eftir að gjörbreyta lífi okkar. Því fór fjarri að mér fyndist jörðin skjálfa undir mér. Ekki svo mikið sem andvarp eða vottur af gæsahúð. Bara dálítill óróleiki sem hvarf á augabragði. Ég sagði mömmu ekki einu sinni frá honum. Hefði ég átt að gera það? Ég veit það ekki. Ég hugsa að það hefði engu breytt. Og eftir að hann kom auga á mig var það líka of seint.

    Annars hafði ég hlakkað til þessa dags. Það átti að vera sumarmarkaður í Hálöndunum og ættbálkarnir voru komnir hvaðanæva að tdl að bjóða vörur sínar, sýna sig og sjá aðra og reyna með sér í kappreiðum, śkotfimi eða rúningi. Við mamma höfðum keppst við vikum saman að safna jurtum og þurrka og sjóða lækningamixtúrur og búa til krem og fóstursyśtir mín, Rósa, var búin að smíða skálar, skeiðar og spýtukalla og dýr handa börnunum. Hún var lagin með hnífinn og átti auðvelt með að breyta eldiviðarbút í kú eða hund. Davín, bróðir minn, var ekki með neitt að selja en hann gerði sér vonir um að vinna til verðlauna í veðreiðum á Fálka, hestinum okkar.

    Þetta var í fyrsta skipti sem ég var á sumarmarkaði í Hálöndunum. Sumarið áður hafði hann fallið niður vegna innbyrðis deilna á milli ættbálkanna. Kensímenn, sem við bjuggum hjá, áttu í stríði við Skára og á síðustu stundu hafði okkur tekist að afstýra stórorrustu á milli þeirra í Skáradal sem hefði áreiðanlega endað með blóðbaði. Og allt var þetta sök Drakans — Drakans sem hafði aðsetur í Dúnark og kallaði sig drekafursta eftir að hafa myrt gamla virkisfurstann. Drakan var slóttugur og í stað þess að herja sjálfur á ættbálkana atti hann þeim saman. Og þegar hann á sínum tíma myrti Ebeneser fursta og tengdadóttur hans og barnabarn hafði hann komið sökinni á son furstans, Nikó, og það var engum að þakka nema mömmu að Nikó hafði ekki verið tekinn af lífi fyrir þessi morð. Nema kannski líka mér. Upp frá þessu hafði Drakan verið óvinur okkar. Og það var ekki hættulaust að eiga hann að óvini.

    En þennan dag langaði mig ekki til að hugsa um þetta. Að minnsta kosti ekki meira en nauðsynlegt var því enn gátum við ekkert farið nema hafa Kallan Kensí með okkur, stóra, stěrka og rólega Kallan sem hafði verið lífvörður mömmu síðustu tvö árin.

    „Þvílíkur mannfjöldi, sagði mamma og hún varð að halda fast í taum Fálka því hann var ekki vanur svona látum. „Hvað eigum við að gera af okkur?

    Ég leit yfir manngrúann. Við fyrstu sýn var hann eins og mauraþúfa en þarna voru þó götur og torg eins og í venjulegum bæ þótt í markaðsþorpinu væru bara vagnar og tjöld í stað húsa. „Hvernig væri þarna? spurði ég og benti. „Þarna við endann? Þar getum við komið okkur fyrir.

    „Reynumþað," sagði mamma og hottaði á Fálka. Hann gekk hægt og stirðléga áfram eftir götunni.

    „Koparvörur! kallaði kona. „Fyrsta flokks koparvörur.

    „Þrír skildingar, kvartaði stórvaxinn Skári. „Er það ekki einum of mikið fyrir sokkapar?

    „Villisvínapylsur! Reykt læri! Komið og smakkið!"

    Fálki lagði kollhúfur og varð ennþá stífari í fótunum. Það var ekki meira en svo að kerran mjakaðist áfram.

    „Geturðu ekki fengið hann til að fara aðeins hraðar? sagði ég við mömmu. „Með þessu áframhaldi endar með því að einhver nær plássinu á undan okkur.

    „Hann kann ekki við sig í svona skarkala, sagði mamma. „Ég held að það sé best að þú teymir hann, Dína.

    Ég hoppaði niður af kerrunni og tók í tauminn. Nú gekk aðeiris betur en munaði þó ekki miklu. Og einmitt í þann mund sem við komumst alla leið kom kerra úr hinni áttinni og beygði inn á stæðið þar sem við höfðum hugsað okkur að vera.

    „Halló, kallaði ég. „Við ætluðum að vera þarna!

    „Jæja, sagði sá sem sat á kerrunni. „Þið hefðuð þá átt að flýta ykkur aðeins!

    Ég horfði reiðilega á hann. Þetta var kraftalegur maður með brúnt, hrokkið hár og einhvers konar smiðssvuntu um sig miðjan. Hann virtist ekki skammast sin sérlega mikið.

    „Þú varst búinn að sjá okkur! Þú vissir að við ætluðum að vera þarna!"

    „Fyrirgefðu, vinan. En ég var á undan í þetta skipti."

    „Þetta er ekki rétdátt — "

    „Þegiðu nú bara, Dína, sagði mamma þar sem hún sat í kerrusætinu. „Við finnum arinan stað.

    Það var ekki fyrr en núna að maðurinn á kerrunni tók eftir mömmu, eða öllu heldur ávítaratákninu sem hékk um hálsinn á henni. Það var reyndar bara dnplata með svartri og hvítri emaléringu og líktist auga en framkoma mannsins breyttist skyndilega þegar hann sá það.

    „Ó, fyrirgefið, sagði hann og sleppti annarri hendinni af taumnum og færði hana aftur fyrir bak. „Ég tók ekki eftir… ef þið viljið fá þetta pláss, þá… Hann tók fast í tauminn og neyddi litla, gráa hestinn sinn til að snarbeygja til hægri.

    „Nei, þetta gerir ekkert…" byrjaði mamma og var þegar lögð af stað burt frá honum eins hratt og þrengslin á markaðnum leyfðu.

    „Sáuð þið hvað hann gerði með hendinni? sagði Rósa æst. „Sáuð þið það?

    „Nornatáknið, sagði ég tómlega. „En hann var þó með höndina fyrir aftan bak. Sumir gera það bara fyrir framan nefið á manni.

    Mamma andvarpaði. „Já það er dapurlegt. Og það er eins og bètta sé alltaf að versna. Hún greip um ávítaratáknið með annarri hendi en hún sagði ekki það sem við hugsuðum aliar: Að þetta hafði umfram allt versnað efdr að Drakan fór að brenna ávítara eins og nornir niðri á Láglendinu. „Jæja, við getum þá tekið þetta pláss. Svona, stelpur. Við skulum stilla upp.

    „Ef einhver vill pá kaupa af ávítarafjölskyldu," sagði ég reiðilega.

    Mamma brosti en það var eins og brosið næði ekki til augnanna. „O, jú. Það kemur og kaupir. Einhverra hluta vegna heldur fólk að minar jurtir hafi meiri áhrif en það sem aðrir eru með."

    Móðir min veit heilmikið um lækningajurtir en hún fæst samt ekki við galdra. Hver sem er getur soðið sams konar seyði og margir gera það. En af því að mamma er ávítari halda allir að galdrar séu með í spilinu. Í raun og veru er það bara eitt sem mamma getur sem aðrir geta ekki: Hún getur horft í augu fólks og fengið það til að viðurkenna misgjörðir sínar og iðrast þeirra.

    Við spenntum Fálka frá kerrunni og komum henni fyrir innan um aðrar kerrur og vagna.

    „Vilt þú fara upp eftir með Fálka?" spurði ég Rósu. Við höfðum skilið karlmennina — það er að segja Kallan, Davín og Púðurrass — eftir í skjóli við kletta uppi í brekkunnni og þar voru þeir að reisa tjöldin í hæfilegri fjarlægð frá mesta skarkalanum.

    Rósa var svolítið hikandi á svip. „Getur þú ekki gert það? Allur þessi mannfjöldi og þannig… Ef hann fælist nú?" Rósa var ekki mjög vön hestum. Á hennar heimaslóðum höfðu ekki margir ráð á að eiga hesta. Áður en við kynntumst hafði hún átt heima í Skuggahverfinu, fátækásta og aumasta hluta Dúnarks.

    „Jú, ég skal gera það. Þú þarft lika að stilla upp dótinu þínu."

    Uppi við klettana voru karlarnir í þann veginn að ljúka við að tjalda. Þeir stóðu hlið við hlið og horfðu stoltir á tjaldið eins og það væri fjögurra hæða hús sem þeir væru nýbúnir að reisa.

    „Það var lagið, sagði Davín og nuddaði saman höndunum. „Það skipti öllu að hafa vinnufrið. Hann leit á mig með þessu gamalkunna stórabróðuraugnaráði sem gaf til kynna að stelpur gerðu yfirleitt ekki annað en að flækjast fyrir.

    Ég lét sem ég sæi hann ekki og batt Fálka við tjóðurhæl svo hann gæti bitið með hinum hestunum þremur; brúna folanum sem Kallan átti, skjótta hestinùm hans Púðurrass og Dúnu minni sem Helena Laklan hafði gefið mér í fyrrasumar.

    „Hafið þið séð Nikó?" spurði ég.

    Kallan hristi höfuðið. „Ekki ennþá. En hann hlýtur að vera hér einhvers staðar."

    Það hafði raunar verið gert ráð fyrir að Nikó yrði okkur samferða á markaðinn. En morguninn sem við komum til að sækja hann var hann í hávaðarifrildi við meistara Mánus og ókvæðisorðin flugu á milli þeirra. Við heyrðum til þeirra langar leiðir. Raddir þeirra glumdu innan úr húsinu í morgunkyrrðinni og Mánus hrópaði svo hátt að hestur sem var tjóðraður framan við dyrnar prjónaði af hræðslu.

    „Geturðu ekki reynt að skilja þetta, drengur? Þetta er skylda þín, fjandinn hafi það —"

    „Auðvitað ekki! Hættu þessum skyldupredikunum. Ég æda —"

    „Þú kærir þig kollóttan, já, ég átta mig á því. Þú vilt bara syngja og dansa og flangsast um með fullum bændum. Þú vilt drekka eins og þú getur í þig látið. Það er það eina sem þú hugsar um — ekki satt, drykkjurútur?"

    „Þú segir þetta ekki við mig!" Nikó hrópaði næstum eins hátt og Mánus.

    „Oþægilegt að heyra sannleikann?"

    „Má maður ekki skemmta sér? An þess að þú þurfir að halda því fram að það snúist bara um að drekka sig fullan? Þú treystir mér ekki."

    „Hef ég ástæðu til að gera það?"

    Augnablik var allt kyrrt. Svo kom Nikó út, náhvítur í framan. Skömmu síðar kom Mánus á eftir honum.

    „Láttu ekki svona, drengur. Þú getur ekki farið bara sisvona."

    „Hvers vegna ekki? svaraði Nikó. „Þú hlustar hvort sem er ekkert á það sem ég segi. Og hvers vegna skyldirðu gera það? Ég er bara óábyrgur drykkjurútur sem ekki er nokkur leið að treysta.

    „Nikó…" Mánus rètti fram handlegginn eins og hann vildi grípa í Nikó.

    Nikó lét hann ekki stoppa sig. Hann leit sem snöggvast á okkur Rósu og Davín en það var eins og hann sæi okkur varia og hann sagði ekkert. Hann gekk snúðugt að hestinum og leysti hann og sveiflaði sér á bak og hafði ekki fyrir því að stíga í ístaðið. Hesturinn, sem var órólegur vegna látanna, stökk af stað upp brekku á einhvers konar blöndu af brokki og stökki. Það leið ekki á löngu áður en þeir voru horfnir sjónum.

    Meistari Mánus stóð eftir á hlaðinu og var undarlega hjálparvana að sjá. Hann var hávaxinn og með grásprengt rautt hár og skegg og þykkar, úfnar augabrúnir. Það fór honum ekki vel að standa þarna svona ráðalaus á svip.

    „Strákfjandi, muldraði hann fyrir munni sér. „Hvers vegna vill hann aldrei hlusta á mig?

    Nikó var eiginlega enginn strákur lengur. Hann var orðinn nítján ára, ungur maður. Þar að auki furstasonur. En meistari Mánus hafði verið einkakennari hans alla tíð og hann átti erfitt með að venja sig af því að vilja ráða yfir honum. Hann hafði sterkar skoðanir á því hvað Nikó ætti að taka sér fyrir hendur og hvað ekki. Þess vegna voru þeir alltaf að rífast.

    Meistari Mánus horfði á okkur eins og hann væri fyrst núna að veita okkur athygli. Hann strauk sér um ennið með grænni flauelserminni og reyndi að láta eins og ekkert væri.

    „Góðan dag, stúlkur, sagði hann. „Góðan daginn, Davín. Hvernig hefur mamma ykkar það?

    Hann spurði alltaf að þessu. Hann bar mikla virðingu fyrir mömmu — það gerðu reyndar flestir. Fólk virti hana eða jafnvel óttaðist hana.

    „Góðan dag, meistari, sagði ég. „Hún hefur það fínt, þakka þér fyrir.

    „Það er gott að heyra. Hvað get ég gert fyrir ykkur?"

    Við litum hvert á annað. Eftir að hafa hlustað á þetta rifrildi var erfitt að ímynda sér að hann tæki vel í erindi okkar. Á endanum varð Davín fyrir svörum.

    „Við komum til að athuga hvort þið Nikó vilduð koma með okkur á sumarmarkaðinn."

    „Já, þú segir nokkuð, sumarmarkaðinn Hanň pírði augun á mód sólinni og var óákveðinn á svip. „Ég… Ja, mig langar ekki sérlega mikið sjálfan. Og einhver verður að vera heima og hugsa um skepnurnar. En ungi herrann, hann Nikodemus, er trúlega þegar lagður af stað. Eða með öðrum orðum, ég reikna með að þangað sé för hans heitið. Og ég var að láta mér detta í hug… Kannski gætuð þið gert mér þann greiða að — ja, hafa auga með honum. Ég verð rólegri ef ég veit af honum með ykkur.

    Þá verðurðu ekki jafn hræddur um að hann drekki frá sér allt vit, hugsaði ég. En ég sagði ekkert.

    Davín var önugur á svip. Honum kom ekki alltaf saman við Nikó og var sjálfsagt ekki hrifinn af að vera skipaður barnapía með þessum hætti.

    „Við skulum gera það," sagði ég áður en Davín náði að mótmæla.

    Nú var ég við það að svíkja þetta loforð því það var ekki hlaupið að því að finna Nikó í þessum mannfjölda.

    „Það var varia ætlunin að eyða öllum tímanum í að eltast við hann, sagði Davín. „Hann er ekkert ósjálfbjarga smábarn.

    „Nei, sagði ég. „En við lofuðum meiśtara Mánusi.

    „Leita þú þá að honum. Ég ætla að skoða veðhlaupabrautina."

    „Það væri betra að þið færuð tvö saman, sagði Kallan. „Ég get ekki haft auga með ykkur öllum í einu.

    „Þess þarftu heldur ekki, sagði ég. „Hér er svo margt fólk. Það kemur ekki neitt fyrir hér. Og ef einhver reynir eitthvað get ég bara hrópað.

    „Já, það geturðu, muldraði Kallan. „En þú ferð varlega. Skilurðu það? Þú ferð ekki neitt með neinum sem þú þekkir ekki.

    „Auðvitað ekki."

    Ég skildi vel áhyggjur hans. Þegar Valdrakur frændi Drakans nam mig á brott í fyrra var það Kallan sem þurftí að segja mömmu að ég væri horfin og að óttast væri að ég væri dáin. Því hafði hann sjálfsagt aldrei gleymt. Og ég var líka stundum hrædd sjálf — hrædd um að eitthvað slíkt gæti gerst aftur. En hér, í mannfjöldanum á markaðnum, fannst mér ég vera örugg. Eins og ég sagði við Kallan — maður gat bara hrópað.

    Kallan var ekki alveg búinn að sleppa mér. „Kannski ætti ég samt að… Það er best að þú farir ekki ein."

    „Það kemur ekkert fyrir, Kallan." Ég sá fyrir mér að ef ég gæti ekki farið neitt án þess að hafa Kallan í eftirdragi yrði þetta mjög leiðinlegur markaður.

    Hann andvarpaði. „Nei. Og ekki get ég sett þig í búr. Gott og vel, farðu þá. En þú ferð varlega."

    „Já, já."

    Davín og Púðurrass tóku stefnuna á veðhlaupabrautina og ég hélt inn í manngrúann á markaðnum að leita að Nikó. Það var margt að sjá. Til að byrja með virkaði allt svo yfirþyrmandi að mér fannst allt hringsnúast fyrir augum mér. Hljóð og lykt, fólk og dýr. Kaupmennirnir hrópuðu og kölluðu af öllum kröftum og á milli básanna stóðu fjöllistamenn og léku alls kyns listir ef maður var reiðubúinn að gefa þeim skilding. Einn kastaði þremur logandi kyndlum sitt á hvað upp í loftið. Með sér hafði hann taminn hund sem gekk um og settist fyrir framan áhorfendur, einn af öðrum. Um hálsinn hafði hann bauk og ef maður setti ekki skilding í hann byrjaði hann að gelta og ýlfra. Það var skemmtilegt að horfa á þetta en ég flýtti mér samt áfram því ég vildi ekki eiga á hættu að hundurinn settist fyrir framan mig.

    Ég vitti fyrir mér ókunnug andlitin en kom hvergi auga á Nikó. Hann var ekki við veðhlaupabrautina, þar sem Davín og Púðurrass stóðu og virtu fyrir sér keppnishrossin með tilgerðarlegum spekingssvip. Hann var heldur ekki á meðal áhorfendanna við glímuhringinn. Ég leit líka inn í öll öltjöld sem ég sá en fann hann ekki heldur þar. Að lokum hljóp ég bókstaflega á manninn sem hafði ætlað að stela stæðinu okkar fyrir framan nefið á okkur. Ég var svo upptekin við að skoða fólkið í öltjaldinu að ég tók ekki eftir honum fyrr en ég klessti á svuntuklæddan magann á honum.

    „Passaðu þig, stelpa, sagði hann. Og nú þekkti hann mig aftur. „Það er aldeilis að þú þarft að troðast.

    „Afsakaðu, muldraði ég og horfði niður af gömlum vana. „Ég sá ekki —

    „Nei, það er greinilegt. En þótt mamma þín sé ávítari er ekki þar með sagt að þú megir hlaupa niður heiðarlegt fólk."

    „Það var ekki viljandi," sagði ég og reyndi að smeygja mér fram hjá honum.

    „Bíddu róleg, urraði hann og greip í handlegginn á mér. „Þykistu vera of góð til að biðjast afsökunar?

    „Ég er búin að biðjast afsökunar," sagði ég og reyndi að slíta mig lausa.

    „Jæja? Ég heyrði það ekki. Það getur ekki hafa verið mjög hátt. Ég held að það hafi alls ekki heyrst."

    Hvað hann var leiðinlegur. Ég var alveg að verða vitlaus á honum.

    „Slepptu mér, sagði ég. „Annars — annars hrópa ég, hugsaði ég, en ég náði ekki að segja það.

    „Annars hvað? Læturðu mömmu þína kannski leggja bölvun á mig? Ætlarðu nú líka að hóta mér, heiðarlegum manninum?"

    Ég var ekki hrædd. Ekki beinlínis. Ég leit í kringum mig til að athuga hvort Kallan væri nálægt en hann var það ekki.

    „Ég var ekki að hóta neinum, sagði ég, rólegri í rómnum. „Og mamma getur ekki lagt bölvun á folk, og þótt hún gæti það myndi hún ekki gera það.

    „ÆEtlastu til að ég trúi þessu?"

    „Já, það geri ég." Ég horfði reiðilega á hann. Og einmitt þá kom það. Það var ekki vegna þess að ég vildi það. Ég stjórna því ekki sjálf. Ekki lengur. Ég fann allt í einu fyrir því í höfðinu, svíðandi sársauka, og svo var það liðið hjá.

    Hann gaf fra sér hálfkæft óp og sleppti mér eins og hann hefði brennt sig.

    „Stelpunorn," hvæsti hann og hörfaði, og í þetta sinn gerði hann nornatáknið alveg sýnilega, beint fyrir framan nefið á mér.

    Ég hafði horft á hann með ávítaraaugum. Það var ekki viljandi, kannski var það af því að ég var svo reið, eða af því að hann vildi ekki sleppa mér. Nú vildi hann ekki horfa á mig og því síður koma við mig.

    „Burt með þig, hrópaði hann svo hátt að fólk fór að snúa sér við og horfa á okkur. „Haltu þig frá mér með þennan fordæðuskap. Kona sem hélt á eggjakörfu gerði sama tákn og maðurinn og svarthærður maður í rauðri skyrtu horfðu á mig eins og ég væri álfur eða huldukona.

    Það var víst tímabært að láta sig hverfa.

    „Láttu mig bara vera," sagði ég og sneri mér við.

    Svarthærði maðurinn stóð í vegi fyrir mér. Fyrst hélt ég að það væri óvart og ætlaði að fara framhjá honum. En hánn hleypti mér ekki framhjá.

    „Afsakaðu. Get ég fengið að komast framhjá?" spurði ég kurteislega. Mér fannst eitt rifrildi á dag alveg nóg.

    Hann færði sig samt ekki. Og hann horfði svo einkennilega á mig eins og… ég get eiginlega ekki alveg lýst því. Það var eins og hann hefði fundið eitthvað, kannski.

    „Hvað heitir þú?" spurði hann, og röddin var skrýtin og framandi. Hann var í það minnsta ekki Hálendingur og hann talaði heldur ekki eins og neinn af þeim sem ég þekkti niðri á Láglendinu. Og í öðru eyranu hékk eyrnalokkur, lítil silfurslanga með gráa steina fyrir augu. Ég var ekki vön að sjá karlmenn með eyrnalokka.

    Hjartað sló örar. Hver var hann og hvers vegna hafði hann svona mikinn áhuga á mér? Var það út af því sem maðurinn hafði hrópað um fordæðuskap og svoleiðis? Mig langaði ekki til þess að segja honum hvað ég hét.

    „Fyrirgefðu, mér liggur svolítið á…"

    Allt í einu greip hann með báðum höndum um kinnarnar á mér og horfði beint í augun á mér. Hann tók ekki harkalega í mig, þetta var bara svo óvænt. Ég steig aftur á bak og hann sleppti mér um leið.

    Andartak stóðum við og störðum hvort á annað. Svo sneri ég mér við og gekk til baka sömu leið og ég hafði komið.

    „Bíddu," sagði hann.

    Ég leit um öxl. Hann elti mig. Af hverju hafði ég ekki beðið eftir Kallani? Ég byrjaði að hlaupa, að svo miklu leyti sem það var hægt í mannþrönginni. Hvar var básinn okkar? Ég tróð mér á milli tveggja tjalda, stökk yfir tvær vagnstangir og skreið undir borð með leirtaui og leirkerasmiðurinn kallaði mig bölvað krakkafífl. Ég stoppaði ekki. Ég hljóp bara. Var þetta ekki gatan okkar? Jú, þarna sá ég Rósu í sparifötunum, grænu pilsi og hvítri útsaumaðri blússu. Ég leit aftur um öxl og mér til léttis var engan ókunnugan, svarthærðan mann í rauðri skyrtu að sjá í þetta sinn.

    „Hæ, sagði Rósa. „Ég er búin að selja þrjá litla hesta og eina skál. Jurtirnar seljast líka vel.

    Mamma stóð og talaði við viðskiptavin um krukku af smyrsli. Hún passáði sig að horfa á krukkuna en ekki viðskiptavininn en þau brostu bæði tvö og það leit út fyrir að við næðum að selja enn meira.

    „Fínt," sagði ég. Ég strauk hárið frá enninu og reyndi að ná andanum.

    Rósa virti mig fyrir sér. „Hvað er að þér?"

    Ég opnaði munninn og ædaði að segja henni frá ókunnuga manninum í rauðu skyrtunni en ég hætti við.

    „Ég var bara að hlaupa. Ég rakst á þennan sem ædaði að stela stæðinu okkar og hann var ekki mjög vingjarnlegur."

    „Nei, það var hann ekki, sagði Rósa og flissaði, „enda missti hann af góðu stæði. Og það var mátulegt á hann.

    Ég veit ekki hvers vegna ég sagði ekki neitt. Kannski var það vegna þess að mamma var svo ánægð að sjá og ég vildi ekki valda henni áhyggjum. En ég held að meira hafi komið til. Það var eins og ég fyndi enn fyrir höndum hans á kinnunum á mér. Lófar hans höfðu verið hrjúfir og hlýir. Hárið og skeggið var kolsvart. Og augun sem höfðu starað beint í mín voru græn. Rétt eins og augun í mér.

    „Sástu Nikó?" spurði Kallan.

    „Nei, sagði ég, „Kannski er hann ekki kominn ennþá.

    Hetjur og ófreskjur

    Það var Nikó sem fann okkur. Það var komið kvöld og við vorum að taka saman og farin að hugsa um kvöldmat. Maginn í mér að minnsta kosti.

    „Þetta var góður dagur, sagði Rósa ánægð. „Ég hefði átt að taka með mér spýtur svo ég hefði getað skorið út fleiri dýr. Þau seldust eins og heitar lummur.

    „Þú ættir kannski að rukka meira fyrir þau sem þú átt eftir."

    „Ég veit það ekki, sagði Rósa hikandi. „Ég vil að allir hafi efni á þeim. Og það kostar ekki neitt að búa þau til.

    Ekki neitt nema vinnu, hugsaði ég. Ekki neitt nema hugmyndaflug, handlagni og þolinmæði, og það var nú líka ákveðinn kostnaður. En þannig leit Rósa ekki á það. Hún var bara ánægð með að fólk vildi eiga hlutina sem hún bjó til og borga fyrir þá í ofanálag.

    „Þarna er hann, sagði Mellí, lida systir min, allt í einu og benti. „Þarna er Nikó.

    Og þarna var hann. Hann kom út úr mannmergðinni og fólk vék fyrir honum — kannski án þess að gera sér grein fyrir því. Það var svolítið skrýtið því hann gekk í sams konar fötum og allir aðrir núna. Það var ekkert fyrirmannlegt við skyrtuna hans og ullarvestið. En samt — samt sá maður að hann var ekki bara réttur og sléttur bóndi úr Hálöndunum. Ég veit ekki hvort furstasynir fæðast beinlínis öðruvísi — þegar þeir eru litlir gráta þeir og skíta og sofa líklega rétt eins og önnur smábörn. En kannski læra þeir að hegða sér öðruvísi þegar þeir stækka — að tala og bera sig öðruvísi. Maður sér það að minnsta kosti. Og ekki bara á fötunum.

    Hann hafði safnað skeggi eftir að við komum hingað uppeftir. Flestir hálenskir karlar voru skeggjaðir og hann hélt líklega að það væri erfiðara að þékkja hann svoleiðis. En það þurfti nú meira til, fannst mér.

    „Gott kvöld, medama, sagði hann við mömmu. „Gott kvöld, stelpur. Hvar er Kallan?

    „Hann er upp frá að sækja Fálka, sagði ég. „Við erum að pakka saman.

    „Seldist vel?" spurði hann.

    Ég kinkaði kolli. „Smyrslin seldust upp og Rósa seldi fullt af dýrum."

    Hann tók upp lítinn, útskorinn hund og vóg hann í hendinni. „Þau eru lika flott, sagði hann. „Hvað tekurðu fyrir þau?

    „Einn sldlding fyrir þau minnstu og tvo fyrir hin," muldraði Rósa sem roðnaði af hrósinu.

    Nikó hnyklaði brýnnar. „Er það ekki mjög ódýrt? spurði hann. „Ég er viss um að þú gætir fengið miklu meira fyrir þau.

    „Þarna sérðu," sagði ég.

    „Já, en það er ekki að marką, sagði Rósa. „Nikó er ekki beinlínis vanur að…

    „Ekki vanur hverju?" spurði Nikó og stóð skyndilega alveg kyrr.

    Rósa sneri sér við og óskaði þess greinilega að hún hefði ekki opnað á sér munninn.

    „Æ, ekki neitt," umlaði hún.

    „Segðu það. Hverju er ég ekki vanur?"

    „Að spá í hvað hlutirnir kosta," hvíslaði Rósa.

    Nikó lagði útskoma hundinn mjög varlega frá sér. „Nei, það er rétt hjá þér, sagði hann með róm sem nísti inn að beini. „Mínir líkar… Við höfum alltaf einhverja aðra sem borga fyrir okkur.

    Hann sneri sér hratt við og gekk burt, og aftur var eins og fólk viki úr vegi hans án þess að hugsa út í það.

    „Bíddu, kallaði ég og lagði frá mér jurtapokana. „Nikó. Bíddu eftir mér.

    „Æ, ekki ómaka þig mín vegna, sagði hann kuldalega ög stoppaði ekki. „Ég ræð alveg við það sjálfur að kaupa mér ölkrús.

    Ég missti fljótlega sjónar á honum í rökkrinu og mannfjöldanum. Fjárinn, hugsaði ég. Við lofuðum meistara Mánusi…

    „Mamma? Má ég fara með honum?"

    „Já, sagði mamma og fylgdi Nikó eftir með augunum. „Það er best að þú gerir það.

    Ég elti Nikó í gegnum mannþröngina en hann var skreflengri en ég og það var ekki auðvelt að ná honum. Ég hafði ekki upp a honum fyrr en í næstu götu þar sem hann hafði stoppað við bás sem seldi öl og brennivín. Hann stóð hikandi við borðið og hélt á skildingnum í hendinni en hafði ekki enn lagt hann á borðið.

    Ég gekk til hans. „Viltu ekki koma og borða kvöldmat með okkur, Nikó?"

    Allt í einu sneri hann sér við. Hann hafði greinilega ekki reiknað með að ég elti hann. Hann leit snöggt á mig ög svo niður.

    „Þú getur alveg horft á mig, sagði ég lágt. „Ég er ekki hættuleg lengur. Mig sveið undan tárunum í augnkrókunum því það hafði vissulega verið einmanalegt að veta með ávítaraaugu en það var skrýtið og einhvern veginn öfugsnúið að vera ekki með þau lengur. Eins og ég væri ekki lengur dóttir móður minnar. Eins og ég væri ekki lengur ég sjálf. Mamma hafði sagt að þetta kæmi aftur, að ávítarahæfileikar mínir hefðu bara farið í felur, og annað slagið kom svolítið leiftur, eins og núna með svuntumanninn. En oftast… oftast gerðist ekki nokkur skapaður hlutur þegar ég horfði á fólk.

    „Dína… Hann strauk kinnina á mér, svo létt að það var bara eins og svolítill ylur. „Ertu leið yfir því? Það hlýtur nú líka að vera gaman að geta horft á annað fólk án þess að sjá myrkustu leyndarmál þess.

    „Ég veit það ekki," sagði ég.

    „Þú hefur fengið tækifæri til að vera venjuleg," muldraði hann. „Þú veist ekki hvað ég öfunda þig."

    Mér fannst ég ekki venjuleg. Mér fannst ég bara vera — í rusli. „Ég held það sé kannski of seint," sagði ég. „Ég er ekki viss um að ég geti lengur verið venjuleg. Ég hef aldrei lært það."

    „Þá eigum við fleira sameiginlegt en ég hélt," sagði hann dapur í bragði.

    „Hvað meinarðu með því?"

    „Ef ég hefði mátt velja

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1