Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ávítarastríðið
Ávítarastríðið
Ávítarastríðið
Ebook372 pages5 hours

Ávítarastríðið

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Dína er ung stúlka sem hefur erft gáfur frá móður sinni sem gera henni kleift að sjá inn í sálu fólks. En Drakan, drekaherrann yfir Dúnark, er í herferð við að elta niður og brenna hennar líka, svo hún verður að taka á öllu sínu til að berjast við hann. Þar kemur Nikó vinur hennar til sögunnar. Hann er erfingi ríkisins og frændi Drakans, en gerir ekki flugu mein. Saman leggja þau þó á ráðin um að steypa Drakan af stóli og koma á friði, en það mun hætta öllu sem þau elska...Þetta er 4. og síðasta bókin í ávítaraseríunni vinsælu.Ávítaraserían er röð ævintýrasagna fyrir börn og unglinga, sem fjalla um stúlkuna Dínu sem hefur yfirnáttúrulega hæfileika. Í seríunni lærir hún að nota hæfileika sína, en upplifir einnig mótlæti vegna þeirra og berst við ill öfl sem vilja útrýma hennar líkum.
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728057940

Related to Ávítarastríðið

Titles in the series (4)

View More

Related ebooks

Reviews for Ávítarastríðið

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ávítarastríðið - Lene Kaaberbøl

    Ávítarastríðið

    Translated by Hilmar Hilmarsson

    Original title: Skammerkrigen

    Original language: Danish

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2003, 2022 Lene Kaaberbøl and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728057940

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    Davín

    Ég er Davín

    Ég er Davín. Ég er Davín. Ég er Davín.

    Ég endurtók þetta í sífellu með sjálfum mér. Ég reyndi að hafa hugann við allt sem þetta þýddi: Bróðir Dínu. Bróðir Mellíar. Sonur mömmu og vinur Púðurrass. Og líka vinur Nikós, núna. Maður. Ekki ...

    ... þú ert morðingi ...

    ... ekki það sem raddirnar sögðu. Ekki það sem þær hvísluðu að mér í myrkrinu þegar ég var að reyna að sofna.

    ... þú et morðingi ... þú ert auli ... huglaus og vesæll ... vesæll og huglaus

    Ég settist upp í rúminu. Ég var sveittur í lófunum. Ég tók utan um höfuðið á mér eins og ég óttaðist að einhver lemdi mig en ég vissi mætavel að ég gat ekki útilokað raddirnar. Þær voru inni í mér. Þær höfðu troðið sér inn dagana og næturnar sem ég hafði verið lokaður inni í Sal hvíslaranna, umkringdur af gapandi steinandlitum sem hvísluðu í sífellu og án afláts tímunum saman þangað til maður óskaði þess frekar að deyja en að þurfa að halda áfram að hlusta á þær.

    Það var dimmt í húsinu. Og ennþá dimmara inni í svefnskotinu mínu. Ég þoldi ekki þetta myrkur vegna þess að í því sá ég fyrirbæri sem ég vissi að voru ekki þar. Andlit. Lífvana augu. Svart blóð sem seitlaði frá sundurskornum hálsi ...

    Ég spratt upp og svipti tjaldinu til hliðar. Daufir, bláleitir geislar skinu í gegnum rifur á gluggahleranum eins og flugbeittir tunglskinshnífar. Ég opnaði dyrnar eins hljóðlega og ég gat og læddist út á hlað. Niðurtraðkað grasið var kalt og döggvott við iljar mínar en ég gaf mér ekki tíma til að fara í skó. Þess í stað tók ég til fótanna, hljóp hægt í fyrstu en svo hraðar og hraðar í átt að stígnum sem lá heim að bæ Mádíar, framhjá gömlu, svörtu perutrjánum í bakgarðinum hjá henni, upp næstu brekku og áfram í átt að nöktum hæðunum sem bar svo hátt við himin að manni fannst maður geta tínt niður stjörnurnar eins og epli. Ég nam ekki staðar. Ég hljóp og hljóp og andardráttur minn varð hraður og ég fann fyrir hjartslættinum um allan líkamann. Mér var ekki kalt, ekki einu sinni á berum fótunum, því blóðið þaut um æðarnar og svitinn lak niður eftir bringunni á mér og bakinu.

    Það leið áreiðanlega klukkutími áður en mér tókst að hlaupa raddirnar úr höfðinu á mér og ónotatilfinninguna úr kroppnum. Þá sneri ég við og gekk heim í Einiberjahúsið í meiri rólegheitum. Ég nam staðar við vatnspóstinn í garðinum og skolaði af mér svitann og slökkti þorstann.

    Útidyrnar stóðu opnar. Í dimmri dyragættinni beið mamma. Hún sagði ekkert; rétti mér bara krús með ávaxtasafa og ullarteppi því hún vissi að ég myndi fara að skjálfa eins og hrísla um leið og ég hætti að svitna. Hún strauk mér snöggt um vangann. Svo sneri hún, án þess að segja orð, aftur inn í herbergið þar sem hún og Mellí sváfu.

    Ég hljóp ekki svona á hverri nóttu, kannski þriðju hverja eða aðra hverja nótt. Það var það eina sem ég gat gert þegar raddirnar voru orðnar óbærilegar. Mamma vaknaði alltaf – kannski ekki þegar ég fór af stað en þegar ég kom aftur til baka var hún alltaf á fótum. Það var eins og eitthvert sjötta skilningarvit hvíslaði að henni að eitt af börnunum hennar væri ekki lengur í húsinu. Ég hafði ekki sagt henni frá röddunum en ég hugsa að hana hafi grunað að óróleiki minn tengdist með einhverjum hætti Sagiskastala og Sal hvíslaranna. Í fyrstu spurði hún hvort eitthvað væri að og ég svaraði að svo væri ekki. Nú var hún hætt að spyrja. Hún beið bara eftir mér með teppið og sæta ylliberjasaft og svo fórum við bæði í rúmið.

    Ég lagðist á rúmbálkinn í skotinu mínu og breiddi teppið yfir mig. Ég fann til í fótunum en mér var sama um það. Það var ró yfir huga mínum og ég sofnaði á augabragði.

    Dína

    Flautan

    Flautan lá hljóð í grasinu við hliðina á mér. Ég þorði ekki að snerta hana, þorði varla að líta á hana en samt ... var eins og ég stæðist ekki freistinguna.

    Faðir minn var dáinn. Flautan var það eina sem ég átti eftir hann.

    Að endingu teygði ég mig eftir henni. Snerti langan, svartan legginn. Tók hana upp.

    Innra með mér ómaði hljóð sem var að reyna að brjótast út. Villt eins og fuglasöngur, þungt eins og óveðursský. Hljóð sem ég gat ekki framkallað sjálf. En flautan gat það.

    Fyrsti tónninn leið í gegnum loftið og upp eftir brekkunum og það var eins og allir héldu niðri í sér andanum og hlustuðu. Ég hikaði. Svo blés ég aftur, núna fastar, fastar, hömlulausar og ákveðnar.

    Faðir minn var dáinn og öllum virtist vera sama. Flestum var líklega létt. En hann var helmingurinn af mér. Hann hafði leitað mín í tólf ár og á endanum hafði hann fundið mig. Kannski hafði hann ekki verið besti pabbi í heimi og kannski hafði mamma haft ástæðu til að óttast hann og kannski hafði hann gert eitt og annað sem ekki var rétt eða fallegt eða réttlátt en hann var samt pabbi minn og hann hafði tekið utan um mig þegar ég var sem hræddust og sungið fyrir mig. Og það var hann sem hafði spilað upp hliðin á Sagiskastala svo að Nikó og Davín og aðrir sem voru fangar þar sluppu út og það var hann sem spilaði drauma um frelsi og framfarir inn í huga hundruða kúgaðra barna í Kennsluhúsinu, svo þau öðluðust kjark til að strjúka frá lærifeðrunum. Hvers vegna mátti ég ekki syrgja hann í friði? Hver ætlaði að koma í veg fyrir að ég spilaði á flautuna sem hann hafði gefið mér ef mig langaði til þess?

    „Dína!"

    Mér brá og flautan rann úr höndum mér í miðjum tóni. Pjúuuíii, hljómaði, falskt og eymdarlega.

    Mamma stóð rétt fyrir aftan mig. Andlit hennar var sem steinrunnið.

    Ég sagði ekki neítt. Þrýsti bara flautunni að mér svo hnúarnir hvítnuðu.

    Að lokum rauf mamma þögnina.

    „Mér finnst að þú ættir að ganga frá þessari flautu," sagði hún.

    Ég þagði enn.

    „Þetta er ekkert leikfang."

    „Ég veit það vel!" Líkléga betur en nokkur annar. Ég hafði séð með eigin augum hverju flautan gat komið til leiðar, bæði til góðs og ills. Ég hafði heyrt hana framleiða drauma sem bjargað höfðu lífi fólks. Og ég hafði heyrt hvernig það hljómaði þegar hún spilaði einhvern inn í dauðann. Skyldi ég ekki vita manna best að hún var ekkert leikfang?

    Og svo sagði hún loksins það sem við vissum báðar að hún var búin að verá að hugsa um svo vikum skipti:

    „Ég vil ekki hafa að þú sért að spila á hana."

    Hún hafði aldrei sagt þetta fyrr. Ég átti bara að skilja það sjálf að þetta væri rangt og óheppilegt og skaðlegt fyrir mig. En nú hafði hún sagt það berum orðum einmitt í þann mund sem mér fannst ég vera að vinna ákveðna baráttu. Einhvers konar stríð okkar á milli, ekki ólíkt því þegar við Davín reyndum með okkur hvort okkar gæti horft lengur í augu hins án þess að blikka. Það var auðvitað áður en ég fékk ávítaraaugun. Eftir það lék enginn þann leik við mig.

    En það lék heldur enginn þennan leik við mömmu. Hún horfði á mig og augnaráð hennar var svo hvasst og stingandi að mér fannst hún horfa í gegnum mig. Í senn hlýlegt og kuldalegt. Augnaráð sem gerði það að verkum að manni fannst maður ekki hærri en tveir þumlungar.

    Ég þrýsti flautunni enn að mér. Þú ræður þessu ekki, hugsaði ég með mér en ég sagði ekki neitt.

    Ég held samt að hún hafi vitað hvað ég var að hugsa.

    „Heyrirðu það?" sagði hún og nú notaði hún ávítararöddina. Og myndir fóru að birtast í höfðinu á mér, myndir sem ég hefði helst viljað sleppa við að sjá.

    Sesúan sat og hallaði sér upp að eplatré. Höfuð Skugga hvíldi í kjöltu hans. Likami Skugga var líflaus og máttvana, án hjartsláttar, án andardráttar ...

    „Nei!" Nei, ég vildi ekki hugsa um þetta. Vildi ekki hugsa um það ömurlegasta sem ég hafði nokkru sinni séð föður minn gera.

    „Dína. Líttu á mig."

    Það var erfitt að neita. Það var ómögulegt. Ég leit í augu móður minnar og myndirnar streymdu áfram inn í höfuðið á mér þótt ég vildi ekki sjá þær.

    Sesúan kom gangandi hœgum skrefum. Hann kom í átt til mín og kannski ætlaði hann að hugga mig, halda utan um mig. En ég sá ekkert nema hendur hans, þessar grönnu og fallegu flautuleikarahendur sem voru nýbúnar að drepa aðra manneskju ...

    Þetta var rangt. Ég vildi þetta ekki. Og þótt ég gæti ekki komið í veg fyrir að þessar myndir birtust í höfðinu á mér, þótt ég gæti ekki hætt að hugsa um allar þessar hörmungar þá vissi ég að þetta var ekki rétt.

    Hún vildi fá mig til að skammast mín fyrir að vera dóttir Sesúans.

    Og það vildi ég ekki.

    Það var ekki rétt.

    Ég geri mér enga grein fyrir hvernig ég fór að því. Þegar móðir mín beitti ávítaraaugnaráðinu eða ávítararöddinni átti maður enga undankomuleið fyrr en hún hafði haft sitt fram. Samt sem áður ... samt sem áður stóð ég ekki lengur hreyfingarlaus. Ég steig aftur á bak, hrasaði en reis á fætur aftur. Og svo sneri ég mér við og hljóp af stað.

    „Dína!"

    En ég vildi ekki heyra. Ég stakk fingrunum í eyrun og pírði aftur augun svö ég sá varla niður fyrir fæturna á mér. Og ég hljóp eins og fætur toguðu upp brekkuna, niður hinum megin, yfir lækinn ...

    „Dína. Stoppaðu. Ég verð að tala við þig!"

    Ég heyrði hróp mömmu fyrir aftan mig. Ávítaratónninn var horfinn úr rödd hennar og hún virtist bara örvæntingarfull. En ég sneri ekki við. Ég hljóp bara lengra og lengra þar til ég gat ekki meir.

    Það var að koma myrkur. Fingur mínir voru stífir af kulda. Ég var öll stíf af kulda. Ég sat og hallaði mér upp að einum af steinunum í Steinhringnum og horfði niður yfir litla húsið okkar. Inni hafði einhver kveikt á lampa og hlerarnir voru ekki fyrir gluggunum svo að ljósið skein í gulum ferhyrningum út á hlaðið. Ég vissi að þetta var gert til að ég ætti auðveldara með að rata heim. Ég vissi að mamma var þarna niður frá, trúlega í eldhúsinu og að hún gat ekki á heilli sér tekið af áhyggjum. Mellí hafði áreiðanlega þráspurt um mig. Og Rósa og Davín ... það væri sjálfsagt ekki heldur létt að útskýra þetta fyrir þeim.

    Mamma óttaðist að ég yrði eins og faðir minn. Hún vissi að ég hafði erft mátt slöngunnar frá honum, á sama hátt og ég hafði erft ávítarahæfileikana frá henni. En hún gat ekki hugsað sér að ég yrði myrkrameistari.

    Ég vildi það heldur ekki sjálf. En ... en ég vissi ekki hvað ég vildi verða. Ég vissi ekki hvers konar manneskja ég var eiginlega, dóttir mömmu, dóttir pabba eða eitthvað allt annað.

    Kuldinn læsti sig um líkama minn. Það var héla á stráum. Sæti ég hér alla nóttina gat vel farið svo að ég slyppi að eilífu við hugsa um ávítarahæfileika, mátt slöngunnar og framtíðina. Stæði ég ekki fljótlega upp og reyndi að koma lífi í steindauða fæturna á mér ... Hálandakuldinn gat verið banvænn vissi ég. Kallan hafði sagt þetta við mig margsinnis: „Komdu þér í skjól. Kveiktu eld. Og ef þú getur ekki haldið hita á þér á öðruvísi þá verðurðu að ganga. Hreyfa þig. Að sitja kyrr getur kostað þig lífið."

    Ég gæti líka læðst niður eftir og sótt Dúnu inn í hesthús. Og riðið í burtu. Til Laklan kannski, þar sem enginn vissi að ég var myrkrameistari. Eða til fjölskyldu Árelíusar í Sagislokk. Þau voru mér þakklát fyrir að ég hafði tekið þátt í að bjarga Míru litlu heim á ný. Þau tækju áreiðanlega vel á móti mér.

    Rósa. Mellí. Davín. Mamma.

    Ég gat ekki gert það.

    Ég stóð hægt á fætur. Fætur mínir voru tilfinningalausir og ég varð að styðja mig við svartan steininn á bak við mig. Fæturnir á mér voru eins og ísklumpar. Kannski hafði mig kalið nú þegar? Ég staulaðist í kringum steininn og studdist við hann með annarri hendinni til að detta ekki. Smátt og smátt færðist líf í lærin á mér og að lokum einnig í fæturna. En ég fann enn ekki fyrir tánum.

    Það var langt niður að Einiberjahúsinu og ljósunum í gluggunum. Og þegar ég loksins hratt upp eldhúshurðinni var Bella sú eina sem tók á móti mér eins og hún var vön með áköfu en lágu gelti og dillandi skottinu. Rósa og Davín störðu á mig eins og þau væru hrædd um að ég væri að verða veik. Mellí var fyrir löngu komin í rúmið. Og mamma sat við eldinn og sneri baki í mig og sagði ekki orð. Hún leit ekki á mig. Og ég leit ekki á hana.

    Davín

    Morðáætlanir

    Siiiiinng. Hvissssj. Hvissssj-siiiiiing-svok.

    Fjandinn sjálfur. Enn einu sinni kom hann höggi á réttan stað.

    Stálið þaut í gegnum loftið í löngum og hvínandi sveiflum eða snöggum og fantalegum höggum. Það heyrðist blautt og óyndislegt hljóð í hvert skipti sem það hitti í mark. Og tómt fjárhúsið hans Mádís angaði orðið af rófusafa og svita.

    Ég dró andann ótt og títt og ég var með svo sáran hlaupasting að ég gat varla staðið í lappirnar. En ég ætlaði ekki að gefast upp, ekki enn. Ekki á meðan ég átti smávon eftir.

    Hvissssj-siiiiiing-svok.

    Vörn mín misheppnaðist algjörlega. Enn ein rófan féll til jarðar í tveimur misstórum hlutum. Nú var ekki nema ein eftir. Hún stóð einmanaleg á stönginni eins og hálfkláruð fuglahræða. Mitt hlutverk var að verja hana. Ef Nikó næði henni líka væri þessu lokið og Nikó hefði borið sigur úr býtum.

    „Áfram nú, Davín, sagði hann og hann var reyndar móður, þó ekki eins og ég. Ég gæti áreiðanlega hlaupið hraðar og lengra en hann en í skylmingum var Nikó ofjarl minn. „Taktu nú á, drengur.

    Taktu nú á. Auðvelt fyrir hann að segja þetta. Svitinn lak úr svörtu hári hans en hann var stöðugur í spori. Miðað við að hann var á móti vopnavaldi –

    Á síðustu stundu áttaði ég mig á árásinni og stöðvaði högg með eldsnöggri vörn.

    Klaaang.

    Ég fann fyrir ósjálfráðu brosi í munnvikunum. Ekki í þetta skipti, Nikó. Í þetta skipti var ég einum of snöggur fyrir þig!

    En hvar ...

    Nei!

    Fjandinn. Ef hann bara gæti staðið kyrr.

    Svokkkk! Síðasta rófan féll. Og ég stóð þarna með skjálfandi handleggi, móður og másandi eins og hundur í steikjandi sólarhita og varð að viðurkenna ósigur minn.

    Nikó var ekki einn af þeim sem hreyktu sér. Hann þurrkaði bara rófusafann af sverðinu með klút og kinkaði kolli, eins og hann væri að heilsa mér.

    „Einu sinni til? spurði hann. „Þú getur sótt og ég varist.

    Hann vissi vel að mér líkaði betur að sækja en verjast. En núna héngu handleggirnir á mér niður frá öxlunum eins og blýlóð og ég var satt að segja alls ekki viss um að ég myndi nokkurn tíma geta lyft þeim framar.

    „Nei, takk, sagði ég. „Ég held ég sé búinn að fá nóg í dag.

    Hann kinkaði aftur kolli. „Við reynum þá á morgun."

    „Kemur þú með upp eftir?"

    „Ég ætla að taka nokkrar æfingar í viðbót."

    „Nikó ... heldurðu ekki að þú sért líka búinn að fá nóg?" Hann hafði reyndar betra lag en ég á að spara kraftana en svitinn bogaði af honum og ég heyrði greinilega hve móður hann var í gegnum hljóðið frá rigningunni sem dundi á torfþakinu.

    „Bara einu sinni til," sagði hann ákveðinn. Þegar hann lyfti sverðinu sá ég að handleggurinn á honum skalf. Engu að síður byrjaði hann á langri röð árása og varnarviðbragða, í þetta skipti var andstæðingurinn ósýnilegur.

    Ég hristi höfuðið en hann sá það ekki.

    „Ég ætla að sækja vatn," sagði ég og fór í skyrtuna til að mér yrði ekki kalt.

    „Nikó?"

    Hann hafði loksins lagt frá sér sverðið og stóð í dyrunum og starði út í haustrigninguna. Axlirnar voru slappar og ég var viss um að fæturnir skulfu undir honum. Fæturnir á mér gerðu það að minnsta kosti.

    „Já?"

    Ég rétti honum fötu og ausu og hann saup stórum á köldu brunnvatninu.

    „Af hverju ... af hverju þarf allt í einu að taka svona rosalega á þessu?"

    Aldrei hafði ég vitað nokkurn mann æfa af jafn miklum ákafa og Nikó gerði um þessar mundir. Daginn út og daginn inn. Með sverð eða hnífa fyrir hádegi og bogann eftir mat. Þess á milli lagði hann á brúnu merina sína og æfði burtreiðar með langri lensu sem hann hafði smíðað sér en það fór ekki á milli á mála að það var sverðið og hnífurinn sem áttu hug hans allan.

    Ég sá einhvern glampa í augum hans.

    „Þér finnst við kannski hafa nógan tíma?" sagði hann.

    „Hvað áttu við?"

    Hann leit undan. „Ekkert."

    „Nikó ..."

    „Ég hélt líka að það hefði verið þín hugmynd að við skyldum byrja að æfa."

    Þetta var út af fyrir sig rétt hjá honum. Ég hafði átt hugmyndina en það var fyrir margt löngu, áður en Valdrakur kom til sögunnar og lærimeistararnir og áður en við lentum í Sal hvíslaranna.

    „Það er ekki þar með sagt að við þurfum að drepa okkur á þessu. Hvað er eiginlega í gangi?"

    „Varstu ekki að hlusta þegar mamma þín las fyrir okkur bréfið?"

    „Bréfið frá apótekaraekkjunni?"

    „Já, einmitt." Hann sagði þetta í hvað-annað tóni og við fengum svo sem ekki bréf á hverjum degi. Ég mundi líka mjög vel allt sem stóð í þessu bréfi. Arkmeira var fallin með svikum, var sagt. Það var síðasti stóri bærinn niðri við ströndina sem Drakan hafði ekki haft á valdi sínu en nú var hann sem sagt búinn að leggja hann undir sig líka. En íbúar Arkmeira höfðu risið upp gegn honum og Drakan lét ekki undir höfuð leggjast að refsa þeim fyrir það. Hann lét taka fimmta hvern mann í bænum af lífi, hafði staðið í bréfinu. Ekki endilega þá sem verið höfðu með uppsteyt, bara fimmta hvern. Einn, tveir, þrír, fjórir og þú átt að deyja. Mér varð óglatt við tilhugsunina því einhvern veginn fannst mér þessi kalda reikniregla gera þetta enn verra, eins og það skipti engu máli hverjir áttu í hlut og hvað þeir höfðu til saka unnið.

    „Fólk deyr, sagði Nikó með undarlegum raddblæ sem mér fannst ég ekki hafa heyrt hjá honum áður. „Fólk deyr á hverjum einasta degi.

    Ég kunni ekki við þessa nýju rödd. Ég kunni ekki við það hvernig augu Nikós voru orðin – svo undarlega dökkblá í fölu og sveittu andlitinu.

    „Og hvað nákvæmlega hyggst þú gera í málinu?" spurði ég.

    „Það er bara ein augljós og skynsamleg lausn til, er það ekki? Ef maður lítur raunsætt á málið."

    „Og hver er hún?"

    Því vildi hann ekki svara.

    „Gleymdu því, sagði hann. „Þetta er bara rigningin. Maður getur ekki verið úti en samt ... maður verður hálfvitlaus ef maður hreyfir sig ekki eitthvað.

    „Nikó ..."

    „Nei, gleymdu þessu. Ég kem rétt bráðum. Farðu bara á undan mér."

    Ég fór. En ég gleymdi þessu ekki. Hann var með eitthvað á prjónunum, það var ég viss um. Eitthvað sem hann vildi ekki að ég vissi of mikið um. En ég þekkti hann orðið nokkuð vel. Þeir sem verið höfðu saman í Sal hvíslaranna í tvo daga komust ekki hjá því að kynnast hvor öðrum býsna vel. Og þegar maður sem fyrirleit sverð tók upp á því allt í einu að æfa skylmingar daginn út og inn, þá hlaut það að vera vegna þess að hann reiknaði með að þurfa að grípa til vopna í náinni framtíð. Og þetta tal um eina augljósa og skynsamlega leið ... ég snarstansaði. Að ráða Drakan af dögum. Það var mjög einföld og rökrétt lausn – ef maður leit framhjá þeirri staðreynd að hann var umkringdur þúsundum drekahermanna og var sjálfur enginn aukvisi þegar skylmingar voru annars vegar.

    Nikó gæti áreiðanlega safnað í kringum sig einhverju uppreisnarliði. Vopnameistarinn og apótekaraekkjan höfðu oft rætt það við hann og meistari Mánus, gamli kennarinn hans, var óþreytandi að minna Nikó á að það væri blátt áfram skylda hans sem réttmæts erfingja furstadæmisins Dúnark. En Nikó neitaði alltaf. Síðast þegar bréfið kom höfðu þeir deilt um þetta. Meistara Mánusi blöskraði viðhorf Nikós en hann svaraði því til að hann væri enginn herforingi og hann hefði ekki áhuga á að fjöldi manna yrði drepinn í hans nafni.

    Þetta var ekki það sem hann vildi en hvað var það þá?

    Ég varð að fylgjast vel með honum. Því ef hann var með eitthvað á prjónunum sem gæti ógnað lífi Drakans ... þá vildi ég fá að vera með.

    Það var hætt að rigna en buxurnar mínar voru rennblautar upp að hnjám eftir gönguna í blautu lynginu. Dína og Rósa voru að tína einiber í brekkunni á milli hússins okkar og húss Mádíar og þær voru búnar að binda upp um sig pilsin til að skíta þau síður út. Rósa var með fallega fætur, sá ég. Skömm hversu sjaldan maður fékk að sjá þá. En svo fór ég hjá mér fyrir að hugsa svona því Rósa var eiginlega hálfgerð fóstursystir mín og maður á víst ekki horfa svona á fæturna á fóstursystur sinni.

    „Hvar varstu?" spurði Dína.

    „Við Nikó vorum að æfa."

    „Þið gerið nú ekki annað."

    Ég var eiginlega sammála þessu en ég sagði það ekki.

    „Dína ... þú talar stundum við hann, er það ekki?"

    „Það kemur fyrir."

    „Gætir þú ekki ... haft auga með honum?"

    „Hvernig þá meinarðu?"

    „Bara ... fylgjast með því hvað hann er að gera. Og segja mér frá því."

    Dína horfði á mig með augnaráði sem var býsna nærri því að vera gamla ávítaraaugnaráðið.

    „Njósna um hann, meinarðu?"

    „Nei, ekki beint njósna. Bara ... ég vil bara vita hvort hann er að gera eitthvað sem hann er ekki vanur að gera."

    „Hvers vegna?"

    Ég sneri mér undan. Ég hafði ekki hugsað mér að útskýra þetta í neinum smáatriðum en ég hafði verið búinn að gleyma hæfileika Dínu til að fá upp úr manni sannleikann.

    „Bara ... svo að hann geri ekki einhverja vitleysu."

    „Einhverja vitleysu? Nikó er nú með greindari mönnum sem ég þekki."

    Ég hugsaði um svipinn á Nikó þegar hann var að tala um „augljósu og skynsamlegu lausnina". Ég var ekki viss um systur minni þætti hún greindarleg.

    „Ef þú sérð hann vera að búast til ferðar, sagði ég að lokum. „Þá vil ég fá að vita það.

    Ég sá að hún varð áhyggjufull á svip.

    „Davín. Segðu mér hvað þú heldur að hann ætli að gera."

    Ég hafði ekki hugsað mér það. En skyndilega heyrði ég sjálfan mig segja alla sólarsöguna um allar þessar yfirdrifnu æfingar, um Drakan og einu skynsamlegu lausnina, um þau áform sem ég þóttist viss um að Nikó hefði á prjónunum. Áform um morð.

    Rósa og Dína störðu báðar á mig.

    „Einn? sagði Rósa loksins. „Heldurðu að hann ætli að fara einn.

    „Ég er hræddur um það."

    „Það gengur ekki!" Augu Rósu skutu gneistum af ákafa og það rifjaðist upp fyrir mér hversu erfitt gat verið að fá hana ofan af því sem hún hafði bitið í sig. Kannski væri ekki svo vitlaust að senda stelpurnar á hann. Sjáum til hvort þú sleppur svo létt frá þeim, hugsaði ég með dálítilli illkvittni.

    Mamma kallaði til okkar neðan frá húsinu. Kvöldmaturinn var tilbúinn og það var eins gott því maginn í mér var svo sannarlega tilbúinn líka.

    Ég tók tvær af körfunum sem stelpurnar voru með og við gengum saman niður brekkuna.

    „Eigum við að segja mömmu frá þessu?" spurði Dína.

    Ég hristi höfuðið. „Ekki strax," sagði ég. „Hún hefur nógar áhyggjur fyrir.

    Davín

    Hnífur í myrkri

    Ekki leið á löngu þar til Nikó fór að hugsa sér til hreyfings. Það byrjaði með því að Kata farandsali átti leið hjá með handkerruna sína og kvartaði undan að ekki væri lengur hægt að versla með nokkurn skapaðan hlut, fólk ætti ekkert lengur. Og það var svo sem rétt, vöruúrvalið hjá henni hafði dregist verulega saman og var lítið annað en nokkrir garnspottar og illa brenndar leirkrúsir. Við höfðum ekki þörf fyrir þetta, gátum framleitt það sjálf. En eitthvað virtist hún þó hafa að bjóða Nikó því ég sá hann rétta henni nokkra smápeninga áður en hún hélt leiðar sinnar.

    „Fylgstu með honum, sagði ég við Dínu. „Hann er eitthvað að bralla.

    Það stóð heima. Daginn eftir sagðist hann allt í einu ætla að fara í verslunarleiðangur. Til Farness.

    „Farness? sagði mamma. „Hvers vegna þangað?

    „Það er eini staðurinn þar sem hægt er að fá nýjar vörur, sagði Nikó. „Og okkur vantar svo sannarlega eitt og annað.

    Það mátti svo sem til sanns vegar færa. Það var orðið lítið til af nöglum og snæri vantaði okkur líka. Og saltsíldartunnurnar sem Mádí var vön að kaupa til vetrarins, hafði verið ómögulegt að útvega. Verstur var þó hveitiskorturinn. Það voru liðnir margir mánuðir síðan almennilegur söluvagn hafði átt leið hjá og Hálendingar voru smátt og smátt að átta sig á því að það gat varla verið tilviljun.

    „Þetta hlýtur að taka enda, sagði mamma. „Drakan getur varla ákveðið hverjir mega versla við okkur og hverjir ekki!

    Nikó gretti sig.

    „Honum hefur nú tekist að hræða Sagislokk og Lokklein til að hætta öllum viðskiptum sín á milli."

    Drakan hafði hert tökin svo að varla komst svo mikið sem sultukrukka í gegn, hvað þá síldartunna. Þetta hafði ekki komið svo mjög að sök á meðan við fengum vörur frá Lokklein en ef það var nú á enda líka ... þá var hungursneyð framundan í Hálöndunum.

    Það var svo sem fallega hugsað að ætla til Farness til að útvega saltsíld og nagla og þess háttar á meðan enn var tækifæri til. Farnes var einn af fáum hafnarbæjum á yfirráðasvæði Hálendinga. Sum skipanna sem komu þangað voru langt að komin, frá Belsoníu eða Kolmonte eða frá enn fjarlægari stöðum. Frá stöðum sem enn höfðu ekki orðið fyrir barðinu á hörku Drakans og vissu þess vegna ekki að þeir höfðu ástæðu til að óttast hann. En að Nikó skyldi finnast hann þurfa að fara til Farness var varla tilviljun.

    Ég leit í augu Dínu. Hún kinkaði kolli til mín svo lítið bar á – hún var líka búin að átta sig á hvað hann ætlaði sér.

    „Við ættum kannski bara öll að fara, sagði hún. „Það þarf hvort sem er að fara með vagninn undir tunnurnar og dótið og við gætum kannski selt einhverjar jurtir og þess háttar svo þetta ætti ekki að verða mjög dýrt.

    Mamma leit á okkur. Hún sá að eitthvað var á seyði en áttaði sig ekki á hvað það var og af einhverjum ástæðum forðaðist hún að horfa lengi á Dínu. Það var eitthvað í ólagi á milli móður minnar og systur, það þurfti engan speking til að sjá það. Og mig grunaði sterklega að það tengdist á einhvern hátt eitursnáknum Sesúani.

    „Það væri svo sem ekkert að því að komast aðeins að heiman, sagði ég. „Breyta eitthvað til.

    Svipur mömmu mildaðist. Hún var kannski

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1