Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Umskiptingur
Umskiptingur
Umskiptingur
Ebook359 pages5 hours

Umskiptingur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hamilton Tregethner stendur hryggbrotinn og þunglyndur á lestarstöð. Í einum klefanum rekst hann á undurfagra unga konu, og á við hana undarleg orðaskipti. Hún telur hann vera Alexis bróður sinn, sem hann þekkir engin deili á. Við þetta hefst óvænt atburðarrás með ófyrirséðum afleiðingum. Verkið er margrómað og þykir hafa töluvert menningarlegt gildi og varpa ljósi á siðmenninguna eins og hún hefur mótast fram til dagsins í dag.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728167229
Umskiptingur

Related to Umskiptingur

Related ebooks

Related categories

Reviews for Umskiptingur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Umskiptingur - Arthur W. Marchmont

    Umskiptingur

    Translated by Jón Leví

    Original title: My Lost Self

    Original language: English

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1908, 2022 Arthur W. Marchmond and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728167229

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    UMSKIFTINGUR

    I.

    Mótið.

    Moskva. —

    Kæri Rupert!

    Ekki skalt þú vera neitt órólegur mín vegna. Jeg næ mjer aftur. — Jeg hitti þig ekki áður en jeg fór að heiman, vegna viðureignarinnar við systur þína og Caryill; munu þau sennilega skýra þjer frá henni; og af því að allir spá yfirvofandi stríði, þá er jeg hingað kominn til þess að takð þátt í því. — Jeg fór til Vínarborgar og ætlaði mjer hálfvegis að bjóða Tyrkjum liðveislu, en jeg hefii verið sextán ár í Rússlandi, og það hefir gert úr mjer meiri Rússa en svo, að jeg geti felt mig við þessa grimmu og húðlötu Hundtyrkja, og snjeri jeg því ferð minni hingað. Í dag legg jeg á stað til Pjetursborgar, því að jeg hefi komist að raun um, að allir kunningjar mínir, síðan jeg var drengur, hafa flutt sig norður á bóginn. Alt, sem jeg hefi lagt stund á, hefir farið mjer svo illa úr hendi, að jeg hefi ásett mjer að stíga aldrei framar fæti á enska grund. — Vilji Rússland hafa mig, geng jeg í sjálfboðaliðið, og jeg segi það satt, að jeg vona að tyrknesk byssukúla lendi einhversstaðar í skrokk mínum, og það skal ekki verða mjer að kenna, þó svo fari ekki. Ef jeg hefði ekki óttast að mjer yrði brugðið um ragmensku, þá væri jeg fyrir löngu búinn að velja auðveldari aðferð til þess að yfirgefa heim þennan. Lífið er mjer sannarleg byrði, og jeg vildi að guð gæfi að einhver áliti það ómaksins vert að svifta mig því. Mig langar ekki til þess að fara hörðum orðum um systur þína, en þó verð jeg að segja, að hún hefir svift mig allri ánægju og lífsgleði, og það eina sem jeg óska að hún hefði gert fram yfir þetta er það, að hún hefði tekið líf mitt um leið. Þú munt geta farið nærri um það, hversu mjög þetta hefir fengið á mig, þegar jeg segi þjer, að jeg hefi ekki minstu gleði af því að hugsa til fornrar vináttu okkar. Komdu ekki á eftir mjer. — Þótt þú komir, finnur þú mig ekki.

    Þinn einlægur vinur.

    Hamylton Tregethner.

    Brjef þetta var frámunalega ósamkvæmt sjálfu sjer. Þegar jeg byrjaði á því, ásetti jeg mjer að segja Rupert Balestier frá því, hvernig meðferð systur hans á mjer hefði komið mjer á hina mestu ringulreið. En jeg rjeði ekki við pennann, fremur en vant var, og þegar jeg var búinn með brjefið, hafði jeg ekki skap til þess að byrja á ný. Mjer dauðleiðist að skrifa brjef. Auk þess átti jeg að leggja á stað frá Moskva eftir tvær klukkustundir. Og þegar jeg var búinn að senda farangur minn á járnbrautarstöðina fór jeg sjálfur á eftir og stakk brjefinu í póstkassa á leiðinni, án þess að hafa breytt neinu í því.

    Samt sem áður hafði brjefið vakið mig til umhugsunar. Og þegar jeg stóð á járnbrautarpallinum, var jeg að velta því fyrir mjer, hvort jeg myndi koma áformum mínum fljótar í framkvæmd með því að ganga í herinn eða fjelag níhilista, — hvor aðferðin myndi leiða til skjótari og áhrifameiri dauðdaga.

    Jeg komst að því að jeg yrði að bíða þarna þrjár stundir þangað til lestin færi. Jeg gekk fram og aftur um pallinn, og reyndi að veita því athygli sem gerðist í kring um mig.

    Innan skamms veitti jeg því athygli að þar var hermannaflokkur, sem virtist veita mjer nána eftirtekt. Slíkir hermannaflokkar sjást jafnan á flökti kring um rússneskar járnbrautarstöðvar. Þeir horfðu á mig hátt og lágt, og jeg veitti því athygli, að þeir voru að hvíslast á, í hvert sinn sem jeg gekk fram hjá. Sýnilega voru þeir að tala um mig, og þegar jeg gekk fram hjá þeim, rjettu þeir úr sjer og heilsuðu mjer sem yfirmanni. Jeg tók undir kveðjuna og brosti með sjálfum mjer að misgripunum. Síðan gekk jeg inn í biðsalinn.

    Þar var enginn inni, nema ein stúlka. Hún stóð hjá ofninum og horfði út um gluggann, sem var skamt frá henni.

    Jeg leit snöggvast til hennar. Sá jeg undir eins að hún var ljómandi fríð sýnum; en mjer virtist svipur hennar raunalegur.

    Þegar jeg kom og gekk inn í hinn enda salsins, hrökk hún við og leit snöggvast á mig, en rendi undir eins augunum í aðra átt. Að fáum augnablikum liðnum skotraði hún þó aftur augunum til mín, og mjer til hinnar mestu undrunar gekk hún til mín og sagði lágt og innilega:

    — Þetta er ekki nóg, Alexis. — Jeg þekti þig undir eins. En aftur á móti hefðir þú ekki getað leikið betur ókunnan mann.

    — Já, hún var ekki einungis fríð; hún var yndislega fögur, var það fyrsta, sem í hug minn kom, þegar hún stóð frammi fyrir mjer og horfði beint í augu mjer. Jeg sá geðshræringu í augum hennar, og auk þess vott af tárum.

    En hin nýafstaðna reynsla mín á Ediht Balestier hafði dregið úr viðkvæmni minni til mikilla muna, og jeg gat ekki varist þess, að jeg tortrygði þessa stúlku.

    — Fyrirgefið ungfrú góð; yður missýnist.

    Hún brosti raunalega, og komu þá í ljós drifhvítar tennur milli rósrauðra vara.

    — Þú myndir þekkjast á málrómnum, jafnvel þó fallegu, yndislegu augun þín þektust ekki. Gerir þú þjer ef til vill í hugarlund að þú getir hulið augun með því að raka af þjer alt skeggið? — Horfðu beint í augu mjer og lofaðu mjer að sjá hvort augnaráð þitt er ekki eins að það á að sjer að vera.

    Jeg horfði í augu hennar, og þau voru sannast að segja ljómandi fögur. — Þau voru blá og tær eins og heiður himininn, og úr þeim skein óumræðileg meðaumkun og samúð. Sannarlega töfrandi augu. En sextán ára dvöl mín í Rússlandi hafði fært mjer heim sanninn um það, að ekki er alt snjór sem hvítt er að lit, og að mjög svo varhugaverð slægð getur einatt leynst undir fögru yfirliti. — eða þetta hefir mjer reynst að minsta kosti.

    — Ungfrú, jeg er vissulega meira en hrifinn, en jeg þekki yður því miður ekki.

    Ofurlítill gremjuvottur kom fram í svip hennar og hreyfingum, og þetta varð til þess að jeg tók eftir því að hendur hennar voru mjög smáar og fagrar.

    — Hvað á þetta annars að þýða? — Þess gerist engin þörf og til þess er heldur enginn tími! Fer ekki lestin innan klukkustundar? — Og meðal annara orða, hvernig dettur þjer í hug að hætta á það að rölta hjer á almannafæri einn þíns liðs, rjett eins og engin hætta sje á ferðum og að þú hafir fengið nokkurra daga fri, í stað þess að þú ert að flýja undan — —.

    — Ungfrú, tók jeg fram í. — Jeg endurtek það að jeg þekki yður alls ekki. — Þjer megið ekki segja mjer nein launmál. Nafn mitt er Hamylton Tregethner, jeg er Englendingur og — —.

    — Já, já, jeg veit að þú ert — eða ætlar að segja að þú sjert — Englendingur, þó þú hafir ekki sagt mjer fyr undir hvaða nafni þú ætlar að ganga. En jeg veit líka að þú ert Alexis bróðir minn — og jeg veit að þú ert að yfirgefa mig og sjerð mig ef til vill aldrei framar og þegar jeg er að ávíta þig fyrir að eiga þetta alt á hættu — því að þú veist vel að lögregluþjónarnir eru allsstaðar að ógleymdum hermönnum og spæjurum, sem þekkja þig — þá. — — Þegar hjer var komið gerði hún sig líklega til þess að hlaupa í faðm mjer. En jeg óttaðist að einhver brögð kynnu að vera í tafli og hörfaði frá.

    — Ungfrú, jeg verð að biðja yður um að hætta leik þessum, sagði jeg alvarlega.

    — Væri dularbúningur þinn eins góður og þú leikur vel, myndi enga sál í öllu Rússlandi gruna þig. — Ó, nú skil jeg hvers vegna þú gerir þetta, hrópaði hún, og var eins og hún áttaði sig alt í einu. — Jeg gætti mín ekki. — Nú skil jeg fyrst að jeg er að ónýta dulargerfi þitt með því að tala svona kunnuglega við þig. Jeg bið þig innilega fyrirgefningar. Það er ást mín á þjer, sem gerir mig svona gálausa og það einmitt þegar jeg hefði átt að vera gætnust. — — Jeg skal fara. — Hún horfði á mig með svo einlægum sorgarsvip, að tortrygni mín hvarf með öllu.

    — Þetta hlýtur að vera einhver undarlegur misskilningur, sagði jeg nokkru þýðara. Í fyrstu hjelt jeg að þessi misgrip yðar væri uppgerð ein og af ásettu ráði gerð, jafnvel þó jeg hefði enga hugmynd um í hvaða skyni það gæti verið gert. En nú er jeg þess fullviss að þetta er yður ósjálfrátt. Jeg segi yður satt og legg þar við drengskap minn, ungfrú, að yður skjátlast algerlega ef þjer álítið að jeg sje eitthvað skyldur yður. Jeg er Englendingur, eins og jeg sagði áðan; jeg kom hingað til Moskva í gærkvöldi og ætla nú til Pjetursborgar með næstu hraðlest, sem fer að stundu liðinni. Jeg er hræddur um að það kunni að hafa ógeðfeldar afleiðingar í för með sjer fyrir yður ef þjer haldið þessu áfram. Þess vegna er jeg svona skorinorður. — Jeg er sá sem jeg segist vera og enginn annar.

    Að svo mæltu tók jeg ofan húfuna og stóð berböfðaður frammi fyrir henni til þess að hún skyldi fremur átta sig á misgripum sínum.

    Hún horfði á mig og skoðaði mig sem vendilegast — hún gekk jafnvel í kring um mig til þess að geta virt mig fyrir sjer frá öllum hliðum og gengið úr skugga um það, hvernig vaxtarlag mitt væri Síðan staðnæmdist hún frammi fyrir mjer og jeg sá mjer til undrunar að mjer hafði enn ekki tekist að sannfæra hana.

    — Það er ómögulegt, sagði hún lágt. Ef jeg hugsa mjer þig með skegg, þá ert þú bróðir minn.

    — Jeg er Hamylton Tregethner, sagði jeg enn og dró vegabrjef mitt upp úr vasa mínum og sýndi henni vegabrjefið mitt til Parísar, Vínarborgar og Moskva og jeg er að ferðast um Norðurálfuna, bætti jeg við.

    — Þetta er hægt að kaupa, eða búa til sagði hún, og svo virtist hún átta sig á því, að ef jeg væri ekki bróðir hennar, þá væri hún búin að segja alt of mikið við mig. Jeg las ótta, efa og heilabrot, í svipmiklu andliti hennar.

    — Ungfrú, sagði jeg, jeg lofa yður þvi, sem heiðvirður Englendingur, að jeg skal ekki minnast á nokkurt orð af því sem þjer hafið sagt við mig, við nokkurn mann. Þakklætið sem jeg sá skína úr augum hennar við þessi orð mín, knúði mig til að bæta við. — Geti jeg á einhvern hátt hjálpað yður í máli þessu, þá megið þjer ráða yfir mjer eftir vild.

    Allra snöggvast leit hún snúðugt til mín, og jeg hjelt að jeg hefði móðgað hana; en á næsta augnabliki sá jeg að hún fyltist áhuga.

    — Hvenær leggið þjer á stað? spurði hún eins og í hugsunarleysi, sem jeg reyndar sá að hún gerði sjer upp.

    — Jeg fer með Pjetursborgarlestinni klukkan sex. —

    — Það er tveimur klukkustundum eftir að Smolensk-lestin fer, sagði hún. Síðan þagnaði hún og skotraði augunum til mín, eins og hún væri að reyna að grenslast eftir því hvort óhætt myndi að trúa mjer fvrir nokkru. Loks sagði hún og bar ótt á: Viljið þjer vera með mjer hjer á pallinum og í biðsalnum í tvær klukkustundir?

    Þetta var dálítið kynleg bón og þegar jeg sá hve áhyggjufull hún beið svars, vissi jeg að henni var þetta meira en lítið áhugamál; en það átti ekkert skylt við það að hana langaði til þess að hafa mig hjá sjer.

    En alt í einu datt mjer í hug hvað það væri, sem hún bæri fyrir brjósti. — En sú slægviska! Bróðir hennar ætlaði sjer sýnilega að strjúka frá Moskva; nú sá hún að fyrst að hún ekki þekti mig frá honum, myndu aðrir ekki gera það heldur. Gæti hún því haldið mjer hjá sjer þarna á brautarstöðvunum, hefði bróðir hennar ágætt tækifæri til þess að komast undan á meðan, án þess að vekja nokkurn grun, þar sem svo virtist sem hann væri hjer hjá systur sinni. Mjer geðjaðist vel að hugmyndinni og jeg dáðist að því hve stúlkan var úrræðagóð, þegar um það var an ræða að hjálpa bróðurnum.

    — Jeg skal eigi einungis vera með yður hjerna í tvær klukkustundir, sagði jeg, heldur tvo daga, tvær vikur, ef þjer — ef þjer segið mjer hreinskilnislega hvers vegna þjer biðjið mig um þetta.

    Hún hrökk við af þessum orðum mínum og jeg sá að hana grunaði að jeg hefði getið rjett um tilganginn.

    — Ef þjer viljið ganga með mjer hjerna fyrir utan þá skal jeg segja yður það, sagði hún. — Jeg er ekki sjeður bragðarefur. Síðan gengum við út á pallinn og tókum tal með okkur og svo fór að samtal þetta varð öllum hlutaðeigendum eitt hið örlagaríkasta sem hugsast gat.

    Hún skýrði mjer hreinskilnislega frá því að hún ætlaði að nota mig til þess að veita bróður sínum lið svo hann ætti hægara með að flýja.

    — Það getur ekki skaðað yður. — Alt sem þjer þurfið að gera, er að sanna hver þjer eruð; — að öðrum kosti myndi jeg ekki hafa nefnt þetta á nafn við yður, sagði hún afsakandi. Og til þess að afsaka sig enn frekar, bætti hún við: Og jeg hefði sagt yður frá þessu, þó að þjer hefðuð ekki spurt mig neins.

    Jeg trúði því vel að hún væri hreinskilin í þessu máli og ljet hana skilja það á mjer. Síðan sagði jeg:

    — Mjer er það fullkomin alvara að dvelja einn eða tvo daga í Moskva, ef þjer óskið þess. Jeg er engum háður og ekki við neitt bundin, og lendi jeg í einhverjum erjum út af þessu þá er það bara betra. Því miður get jeg ekki sagt yður allar ástæður til þess, því þá kæmist jeg ekki hjá því að segja yður mestan hluta æfisögu minnar; en jeg bið yður að trúa því, að sje um einhverja hættu að ræða, sem aðrir ef til vill hefðu kosið að sleppa við, þá myndi það fremur hvetja mig en letja. Ef þjer viljið trúa mjer fyrir því hvernig á því stendur að bróðir yðar verður að flýja, skal jeg engum lifandi manni segja frá því og það er ekki óhugsandi að jeg geti orðið ykkur að liði.

    Mig var farið að gruna að hjer væri um eitthvert æfintýri að ræða, sem hægt væri ef til vill að taka þátt í.

    Hún varð hugsandi við þessi orð mín og við gengum nokkrum sinnum fram og aftur um pallinn, áður en hún svaraði mjer.

    — Nei, þjer megið ekki bíða hjer til morguns, sagði hún dræmt. — Svo bætti hún við all áhyggjufull: — Jeg veit ekki hvað Alexis segði ef jeg gerði yður að trúnaðarmanni mínum; en mig langar satt að segja mjög til þess. Hún leit til mín og horfði lengi og mjög gaumgæfilega í augu mjer. Loks brosti hún ofurlítið — trúnaðarbros. — Jeg finn það á mjer, hjelt hún áfram, að mjer er óhætt að treysta yður. Jeg ætla að hætta á það að skýra yður frá málavöxtum. Bróðir minn er að flýja vegna þess að manni í herfylki hans hefir sinnast við hann. — Feimnisroða sló á andlit hennar er hún skýrði frá þessu. — Maður þessi hefir — hann hefir reynt — það er að segja, hann hefir ónáðað mig og mjer er ekkert um hann gefið. — Nú breyttist svipur hennar og roðinn varð gremjuroði. — Það er þess vegna að hann hefir móðgað bróður minn og á morgun ætlar hann að drepa hann með þessari villimannlegu aðferð, sem þið karlmennirnir kallið einvígi. — Hann veit að hann er óumræðilega miklu færari hólmgöngu maður en Alexis og bróðir minn er þess einnig fullviss að hann er enginn maður á móti hinum, hvort sem um sverð eða skammbyssu er að ræða. Það á að neyða bróður minn út í þetta á morgun og verður hann þá annað hvort skotinn eða lagður í gegn með sverði.

    Tárin komu fram í augu hennar og urðu þau við það enn þá skærari og fegurri.

    — Hvers vegna neitar bróðir yðar ekki að ganga á hólm?

    — Hvernig ætti hann að gera það? spurði hún örvæntingarfull. — Haun yrði þá brennimerktur sem raggeit. — Og fúlmenni þetta á vísan sigur yfir bróður mínum. Þetta er honum vel kunnugt, því að hann bauðst til þess að leysa bróður minn undan einvíginu með því móti að jeg — ef jeg. — — Ó, jeg vildi óska þess að jeg væri karlmaður, hrópaði hún og gremjufull sorg hennar snjerist upp í magnaða reiði.

    — Eigið þjer við að maðurinn hafi gert yður þetta tilboð eftir að hann skoraði bróður yðar á hólm?

    — Já, bróðir minn kom og sagði mjer það. — En mjer var þetta ómögulegt. — Og nú er svona komið.

    Jeg fjekk ekki mikið álit á þessum bróður hennar eftir þessari lýsingu á honum; en augsýnilega hafði hann mikil áhrif á systur sína. — Það sem jeg var að hugsa um var ekkert annað en það hvernig jeg gæti fengið að taka þátt í þessu æfintýri. —

    Þessi umræddi náungi hlaut að vera harðsvírað illmenni og verðskuldaði fyllilega að fá dálitla ráðningu. Sennilega hefði hann þó sloppið við slíkt, ef þessi stúlka hefði ekki vilst á mjer og bróður sínum. Mig dauðlangaði til að reyna við hann. — Hvers vegna ætti jeg ekki að gera það? Ekkert var hægara en að verja tveim dögum í smáleik þennan og halda síðan áfram til Pjetursborgar.

    — Yður er mjög ant um líf bróður yðar? spurði jeg. —

    — Hann er eina athvarfið mitt í heimi þessum. Komist hann undan til Berlínar eða Parísar, fer jeg á eftir honum þangað.

    — En er það líklegt að hann sleppi þegar hans verður saknað eftir nokkrar klukkustundir? Ekki þarf nema eitt símskeyti til þess að varna honum að komast út fyrir landamæri Rússlands.

    — Við vitum það, sagði hún angurvær.

    — Væri aftur á móti hægt. að halda flóttanum leyndum, til dæmis tvo sólarhringa, þá næði hann landamærunum og slyppi óáreittur úr landi, sagði jeg og ljet sem mjer hefði komið nýtt ráð til hugar.

    — Við eigum ekkert með að stofna lífi yðar í hættu. Maður þessi er orðlagður fyrir vígfimi.

    — Er líklegt að aðrir en þjer myndu halda mig bróður yðar? sagði jeg, án þess að svara orðum hennar.

    Hún horfði aftur á mig og hikaði við, eins og hún væri ekki viss um hvort hún ætti að segja mjer eins og var.

    — Þegar jeg nú veit, að þjer eruð ekki bróðir minn, þá sje jeg ýms frábrigði, sjerstaklega í svipnum; en jeg er algjörlega viss um, að þó leitað væri um alla borgina, þá fyndist hvorki karl nje kona, sem ekki myndi álíta að þjer væruð Alexis bróðir minn.

    — Þá er jeg staðráðinn í því að dvelja hjer svo sem tvo daga. Og sje yður nokkur huggun í því, þá get jeg sagt yður, að jeg er engu síður fær um að verja mig með sverði eða skammbyssu en oflátungur sá, er þjer mintust á. En auðvitað ráðið þjer því, hvort þjer takið þessu boði mínu eða ekki.

    Nú varð stutt þögn, og svo sagði hún, og var meir óttasvipur á henni en áður:

    — Nei, þjer megið ekki gera það. Það eru fleiri ástæður til þess. Bróðir minn hefir mök við. — —

    — Fyrirgefið ónæðið; en getið þjer ekki sagt mjer hvenær Smolensk lestin Ieggur af stað? spurði maður, sem bar að rjett í þessu; talaði hann blending af rússnesku, ensku og þýsku.

    Stúlkan tók hart viðbragð, og þóttist jeg þegar vita að þetta væri bróðir hennar. Jeg sannfærðist og um að svo myndi vera þegar jeg leit í augu hans. Þau vorn ófullkomin eftirlíking bláu, yndislegu augnanna, sem svo snögg og margvísleg áhrif höfðu haft á mig síðustu klukkustundina.

    — Dularbúningur yðar er aIt of áberandi, sagði jeg stillilega. — Hann hafði rakað af sjer skeggið og sett upp hárkollu, sem engum gat dulist að var falskt hár. Systir hans, sem var skarpgáfuð, sá þegar hvað best var að gera og skýrði honum tafarlaust frá því, sem okkur hafði farið á milli síðan við hittumst.

    — Hið eina sem rekur á eftir mjer að flýja, er það, að mig tekur sárt, ef Olga yrði svift eina athvarfi sínu og stoð í lífinu. Þetta sagði hann augsýnilega til þess að breiða yfir ragmensku sína. — Hún á engan nema mig til þess að líta eftir sjer, skal jeg segja yður.

    Ef þjer því getið orðið henni að liði í vandræðum hennar, þá verður hún yður þakklátari en frá verður sagt, og það verð jeg einnig, eins og að líkindum ræður. — Þjer þurfið alls ekki að fara í fyrramálið til þess að berjast við Devinsky, — en það er nafn illmennisins, majórsins; hann heitir Loris Devinsky. Herfylki mitt er Moskva fótgöngufylkið, skal jeg segja yður. — Ef þjer farið til herbergja minna og gerið yður upp veiki, þekkir enginn yður. Undir eins og jeg er kominn yfir landamærin, sendi jeg Olgu símskeyti, og getið þjer þá haldið áfram ferð yðar! Augsýnilega var hann engu síður slægvitur en ragur.

    — Gott og vel, svaraði jeg. — En þjer sleppið aldrei út yfir landamærin með þetta falska hár, sem hver lifandi maður sjer á augabragði að er falskt, og tungumál, sem öllum er óskiljanlegt. — Takið af yður falska hárið og skeggið — þér getið haldið yfirskegginu. Talið svo annaðhvort ensku eða yðar eigin tungumál, og reynið að leika mig, þangað til þjer komið yfir landamærin. Hjerna er vegabrjefið mitt; en jeg bið yður að senda systur yðar það undir eins og þjer getið mist það aftur, svo að hún geti afhent mjer það. Og í hamingjunnar bænum gangið ekki eins og þjer sjeuð þjófur eða einhver glæpamaður. — Engan grunar neitt; hagið yður því eins og frjáls maður!

    Það var heppni fyrir hann að jeg fann systur hans, áður en jeg fann hann sjálfan. Hann hefði aldrei fengið mig til þess að leika sig, þó ekki hefði verið nema um tvær klukkustundir að ræða.

    Loks komum við honum slysalaust á stað, og systir hans komst í svo gott skap yfir því, að jeg varð hinn ánægðasti líka. Hann ráðstafaði farangri mínum, eins og hann ætti hann sjálfur — svo sem jeg reyndar hafði lagt fyrir hann að gera — og svo gengum við út að lestinni, rjett þegar hún var að leggja af stað. Þegar við komum að girðingunum, þar sem skjöl ferðamanna eru rannsökuð, vjek hann sjer að systur sinni og kvaddi hana. Síðan breytti hann um róm, og sagði hátt við mig á rússnesku:

    — Jæja, verið þjer sælir, Alexis; hann tók í hönd mjer að skilnaði.

    — Verið þjer sælir, sagði jeg hlæjandi; og svo veifaði hann hendinni í kveðjuskyni þegar við gengum frá honum.

    Þegar við snjerum frá lestinni, tók jeg eftir því, að Olga var býsna föl yfirlitum.

    Þrír hermenn mættu okkur; þeir heilsuðu mjer. Jeg tók kveðju þeirra alvarlega og virti þá fyrir mjer um leið. Jeg tók og eftir tveim mönnum, sem staðið höfðu saman og gefið mjer og stúlkunni auga; og þegar við lögðum á stað, fylgdu þeir okkur eftir. Jeg sagði Olgu frá þessu. Hún leit við, og jeg sá að hún hrökk við og hrollur fór um hana.

    — Þekkið þjer þá? spurði jeg.

    — Já, því miður. Þetta eru níhilistanjósnarar, sem eru á hælum okkar.

    — Einmitt það; svo hjer er þá eitthvað fleira á ferðinni en mjer er kunnugt um, sagði jeg.

    — Þjer skuluð fá að vita um það alt saman, svaraði hún; og svo urðum við samferða frá járnbrautarstöðinni.

    II.

    Jeg er níhilisti.

    — Sje yður það ekki á móti skapi, skulum við ganga aftur inn í brautarstöðina, sagði stúlkan, þegar við vorum búin að vera spölkorn samferða. Þar er ágætt að tala saman. — Og auk þess verðð þjer að ráða við yður til fulls, hvort þjer ætlið að halda leik þessum áfram, eða ekki.

    — Jeg hefi þegar ráðið það við mig, greip jeg stillilega fram í fyrir henni. Jeg ætla mjer að komast fram úr þessu, ef unt er; en jeg sje marga örðugleika fram undan.

    — Þjer verðið að gera það fyrir mín orð, að hlusta á alt, áður en þjer afráðið nokkuð um hvað þjer gerið, annars verð jeg aldrei róleg framar, sagði hún mjög svo einbeittlega.

    — Auðvitað verðið þjer að segja mjer alt, sem getur greitt úr þeirri spurningu fyrir mjer, hverskonar maður jeg er í raun og veru, því eins og þjer vitið, þá hefi jeg enga hugmynd um það sjálfur. Þetta sagði jeg brosandi til þess að hughreysta hana, en hún var jafn alvarleg og föl og hún var áður.

    Hún þagði þar til enginn var svo nálægt okkur að hann gæti heyrt hvað við sögðum; þá sagði hún í hálfum hljóðnm:

    — Bróðir minn hefir einhver mök við níhilista. — Jeg veit ekki með fullri vissu um það hvernig því er háttað, en hrædd er jeg um að þeir áliti að hann hafi svikið þá á einhvern hátt og jeg held meira að segja að þeir sitji um lif hans. Þessir tveir menn sem þjer sáuð hjerna á vagnstöðvunum áðan, voru njósnarar, gerðir út til þess að varna bróður mínum að komast burt, eða þá að elta hann ef hann færi.

    — En þeir gerðu enga tilraun til þess að stemma stigu fyrir honum.

    — Nei, þeir hjeldu að þjer væruð hann og hafa ekki ætlað að láta það villa sjer sýn að þjer voruð skegglaus. Ef þjer hefðuð gert tilraun til að fara, býst jeg við að þeir hefðu kyrsett yður með einhverjum ráðum. Að minsta kosti hefðu þeir látið yður vita hvað við lægi ef þjer færuð.

    — Og hvað myndi hafa legið við?

    — Yður mun varla ókunnugt hvað í húfi er, ef níhilisti svíkur fjelagsbræður sína. — Jeg skammast mín svo fyrir að hafa ekki sagt yður þetta fyr — áður en þjer fóruð að skifta yður nokkuð af þessu máli.

    — Það hefði engin áhrif haft á ákvörðun mína, svaraði jeg umhugsunarlaust. — Ef satt skal segja þá var jeg langt um meira að hugsa um það hvernig jeg ætti að ná áhyggjusvipnum af andliti hennar, heldur en það, hvað af þessu myndi leiða fyrir mig. — Segíð mjer eitt, hjelt jeg áfram. — Eruð þjer sjálf á nokkurn hátt flækt í neti níhilistanna?

    — Með því að segja yður það, er frelsi mitt og jafnvel líf mitt líka á yðar valdi, sagði hún jafn stillilega og hreinskilnislega og hún hafði alt af talað. Bróðir minn hefir haft mig að nokkru leyti með sjer í fjelagsskap þennán. Jeg get frætt yður á því að þeim er umhugað að hafa sem flest kvenfólk í fjelaginu.

    — Jeg kenni í brjósti um yður. Jeg get varla sagt að jeg hafi kynst nokkrum níhilista, sem lífsgleði hefir getað notið. Þegar jeg sagði þetta, sá jeg að hræðilegur ótti gagntók hana og afmyndaði andlit hennar, um leið og hún leit á mig og hörfaði frá mjer.

    — Þjer — þjer — hvað — hvernig vitið þjer nokkuð um þessa hluti? — Þjer sögðust vera Englendingur.

    — Jeg er Englendingur; en jeg hefi dvalið sextán ár af æfi minni i Rússlandi og síðustu sex árin af þeim tíma hefi jeg verið hjer í Moskva; þess vegna er jeg gagnkunnugur rúsnesku fjelagslífi. Jeg hefi einungis einu sinni komið til Moskva, síðan jeg fluttist þaðan og jeg kom hingað í gærkvöldi og ætlaði að fara hjeðan í dag, eins og jeg sagði yður. Það greiðir töluvert fyrir máli þessu, ef þjer fáist þegar til þess að trúa því, að jeg sje yður einlæglega velviljaður og vilji gera mitt besta fyrir yður.

    Jeg horfði á andlit hennar, um leið og jeg hafði þetta mælt. Rjetti henni hendina. Hún rjetti fram sína hönd og svo tókumst við í hendur til merkis um traust okkar hvert til annars.

    — Jeg ætla nú að treysta yður algerlega, sagði hún eftir stutta þögn.

    — Það sem þjer sögðuð áðan hefir engin áhrif á mig, hjelt jeg áfram. Ef jeg berst við Devinsky á morgun og fell fyrir honum, þá má bæði mjer og öðrum á sama standa hvort jeg er níhilisti eða venjulegur meinlaus Englendingur. Jeg veit ekki nema um einn mann í öllum heiminum sem ekki er alveg sama um mig, og jeg ætla að biðja yður fyrir brjef til hans, og það ætla jeg að biðja yður að senda — ef illa tekst til.

    Jeg þagnaði til þess að gefa henni tíma til að lofa mjer þessu; en hún þagði og leit ekki upp. Jeg var í hálfgerðum vandræðum. — Hún var svo blíð og viðkvæm að hún gat sýnilega ekki til þess hugsað að jeg yrði feldur í einvígi, til þess að bróðir hennar kæmist undan. — Auðvitað gat hún ekkert um það vitað hve mikið gleðiefni mjer var það að eiga von á sverðsoddi þessa Devinskys milli rifja minna.

    Eftir all mikið hugarstríð og langa þögn sagði hún:

    — Það er alls ekki nauðsynlegt fyrir yður að ganga á hólm við þennan Devinsky. Þjer getið gert það sem Alexis ráðlagði yður, — legið veikur í rúminu þangað til vegabrjef yðar kemur aftur og þá getið þjer farið.

    — Blessaðar verið þjer; slíka raggeit get jeg ekki leikið hversu feginn sem jeg vildi, sagði jeg í ljettúðartón; en þegar fallegu, svipmiklu augun litu ávítandi til mín, þá

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1