Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Baskerville-hundurinn
Baskerville-hundurinn
Baskerville-hundurinn
Ebook252 pages4 hours

Baskerville-hundurinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Þriðja ævintýri hins víðkunna og úrræðagóða einkaspæjara Sherlock Holmes, Baskerville-hundurinn, er ein þekktasta saga allra tíma og af flestum talin flaggskip hins stílhreina, eftirtektarsama og athugula píputottara Sherlock Holmes.Í þetta skipti fást þeir, Holmes og hinn dyggi aðstoðarmaður Dr. Watson, við ógnarskepnu sem herjar á Dartmoor í Devonshire sýslu norður Englands þegar myrkva tekur og ógnar því rósemis lífi sem annars er þar við lýðiÁrið 2003 völdu áhorfendur breska ríkisútvarpsins, BBC, bókina eina af sínum uppáhalds skáldsögum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 22, 2019
ISBN9788726211078
Author

Arthur Conan Doyle

Arthur Conan Doyle was born in 1859. He trained to be a doctor at Edinburgh University and eventually set up a medical practice in Southsea. During the quiet periods between patients, he turned his hand to writing, producing historical novels such as Micah Clarke and adventure yarns including The Lost World, as well as four novels and fifty-six stories involving his most celebrated creations, Sherlock Holmes and Dr Watson. Doyle was knighted in 1902. In later life he devoted much of his time to his belief in Spiritualism, using his writing and celebrity as a means of providing funds to support activities in this field. He died in 1930.

Related to Baskerville-hundurinn

Titles in the series (100)

View More

Related ebooks

Related categories

Reviews for Baskerville-hundurinn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Baskerville-hundurinn - Arthur Conan Doyle

    Baskerville-hundurinn

    Translated by

    Gu∂mundur _orláksson

    Original title

    The hound of the Baskervilles

    Copyright © 1902, 2019 Arthur Conan Doyle and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726211078

    1. e-book edition, 2019

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Fyrsti kafli.

    Sherlock Holmes.

    Sherlock Holmes var því vanur að vera árrisull um morgna, nema er svo bar við að hann var á ferli alla nóttina, og það kom ósjaldan fyrir. Hann sat að morgunverði, er saga þessi hefst.

    Jeg stóð á ábreiðu framan við ofninn og handljek göngustaf, sem gestur okkar einn hafði gleymt kvöldinu áðúr. Silfurhólkur var á honum neðan við handfangið, næstum þumlungur á breidd. Á hólkinn var grafið: Til doktors Jakobs Mortimers frá vinum hans í R. K. S. og ártalið 1884.

    Það var einmitt samskonar stafur og aldraðir heimilislæknar eru vanir að ganga við — traustur, laglegur og vel við hæfi að öllu leyti.

    »Látið þjer mig nú heyra, Watson, hvers þjer getið orðið vísari af stafnum«.

    Holmes sneri að mjer bakinu, og jeg hafði ekki gefið honum neina vísbending um, hvað jeg var að hafast að.

    »Hvernig gátuð þjer vitað, hvað jeg var að gera? Þjer hafið þó ekki augu í hnakkanum«.

    »Jeg hef að minsta kosti silfur-kaffikönnuna okkar spegilfagra fyrir framan mig«, svaraði hann, »en segið þjer mjer nú, Watson, hvað getið þjer ráðið af stafnum? Hann kynni að geta orðið okkur að liði, er eigandinn er okkur horfinn og við getum engan grun rent í um erindi hans. Það væri gaman að heyra, hvernig þjer hugsið yður manninn eftir stafnum hans að dæma«.

    »Jeg held«, sagði jeg og reyndi að líkja eftir vini mínum, eins vel og jeg gat, »að doktor Mortimer sje aldraður læknir, hafi mikið að starfa og sje vel metinn í stöðu sinni, úr því að vinir hans hafa sýnt honum þetta virðingarmerki«.

    »Rjett er það!« sagði Holmes. »Það er meira að segja ágætlega byrjað«.

    »Mjer er líka nær að halda að hann muni vera sveitalæknir, sem vitjar sjúklinga sinna fótgangandi«.

    »Hvers vegna haldið þjer það?«

    »Stafurinn hefur upphaflega verið mjög laglegur, en nú er hann orðinn svo slitinn og af sjer genginn, að jeg á bágt með að trúa því að læknir í nokkurri borg vildi ganga við hann. Járnskórinn neðan á honum hefur verið þykkur, en er nú orðinn svo þunnur og farinn, að auðsjeð er að mikið hefur verið á hann reynt«.

    »Allskynsamlega er þetta ályktað«, sagði Holmes.

    »Og þá kemur þetta með vinina í R. K. S. Jeg get mjer til að þessa áritun megi setja í samband við hjeraveiðar, við veiðifjelag í einhverjum bæ, að hann hafi veitt fjelagsmönnum þeim læknishjálp og fengið svo þessa gjöf í þóknunarskyni«.

    »Þarna dragið þjer loksins ekki af yður, Watson«, sagði Holmes, ýtti stólnum aftur á bak og kveikti í vindlingi. »Jeg verð að segja það, að þjer hafið haft þann vanann, að draga sem mest úr dugnaði yðar sjálfs og framkvæmdum í öllum þeim frásögum, sem þjer hafið fært í letur um smámuni þá, sem jeg hef fengist við. Jeg vil ekki segja, að þjer sjeuð sjálfur skínandi ljós, en birtuna hafið þjer þó jafnan með yður. Sumum mönnum er svo farið, að þeir geta vakið hugvitið hjá öðrum og eflt það til muna, án þess að hafa svo ýkja-mikið af því sjálfir. Jeg kannast fúslega við það, vinur sæll, að jeg á yður mjög mikið að þakka«.

    Hann hafði aldrei tekið svona djúpt í árinni fyr, og þótti mjer því vænna um það, sem hann hafði oft og einatt, að því er mjer fanst, virt aðdáun mína að vettugi og allar þær tilraunir, sem jeg hafði þó gert til þess að víðfrægja verk hans og snild í ræðum og ritum. Jeg miklaðist með sjálfum mjer við þá hugsun, að aðferð hans öll væri nú orðin mjer svo töm og eiginleg, að hann lyki lofsorði á mig, þegar er jeg beitti henni.

    Hann tók nú við stafnum af mjer og virti hann nokkra stund fyrir sjer berum augum; lagði síðan vindlinginn frá sjer, tók stafinn og gekk með hann út að glugganum og skoðaði hann enn vel og vandlega með djúpúðgu yfirbragði gegnum stækkunargler.

    »Óbreyttur stafur er þetta, og þó er eitthvað við hann«, sagði hann og settist á legubekkinn í vanasætið sitt. »Það eru vafalaust tilvísanir á stafnum; af þeim kynni að mega ráða ýmislegt«.

    »Hefur mjer þá sjest yfir nokkuð?« spurði jeg hálfhreykinn. »Mjer er næst að halda, að það muni ekki vera stórvægilegt«.

    »Jeg er hræddur um, Watson góður, að flestar af ályktunum yðar fái ekki staðist. Jeg sagði áðan, að jeg ætti yður mikið að þakka, en satt að segja var það með því að íhuga missýni yðar, að jeg er smámsaman að þokast nær rjettri leið. Það er þó ekki svo að skilja, að þjer hafið rangt fyrir yður í öllum rökleiðslunum. Maðurinn er efalaust sveitalæknir, og hann fer líka mikið um fótgangandi«.

    »Hef jeg þá ekki á rjettu að standa?«

    »Að því leyti til«.

    »En það hlýtur þó að vera aðalatriðið«.

    »Nei, engan veginn, Watson góður — engan veginn. Mjer þykir miklu sennilegra, að læknir fái gjöf frá spítala en frá dýraveiðafjelagi, og sjeu stafirnir R. K. S. látnir merkja »Rauðakross-spítalann«, verður það mjög eðlileg tilgáta«.

    »Rjett getur það verið«.

    »Likindin eru fyrir því. Og ef við sættum okkur við þessa tilgátu, getum við reynt að styðjast við hana og leitast svo við að finna, hver ókunni gesturinn muni hafa verið«.

    »Jæja þá. Ef R. K. S. er skammstöfun fyrir Rauða-kross-spítalann, hvers megum við geta okkur til af því?«

    »Koma engar slíkar getgátur að sjálfsögðu? Þjer þekkið mína aðferð. Hafið hana!«

    »Jeg get einungis hugsað mjer það, sem beinast er fyrir, að maður þessi hafi verið læknir í stórborg, áður en hann fór upp í sveit og átti þar við lækningar«.

    »Jeg held að okkur sje óhætt að halda sömu hugsuninni áfram. Við skulum íhuga málið frá þessari hlið. Við hvaða tækifæri væri líklegast að önnur eins gjöf og þessi hefði verið gefin? Hvenær mundu vinir hans hafa tekið sig saman um að sýna honum velvildarmerki? Auðvitað um það leyti, sem Mortimer veik úr stöðu sinni við spítalann og fór að eiga með sig sjálfur. Við vitum, að þetta er gjöf og við giskum á, að læknirinn hafi flutt sig úr stórborg upp í sveit. Er þá sú tilgáta ósennileg, að hann hafi fengið gjöfina við þennan flutning?«

    »Það er líklegt, að minsta kosti«.

    »Gott er það. Þjer sjáið að hann hefur ekki getað verið fastalæknir víð spítalann, því að hver sá læknir, sem þá stöðu hefur á hendi, hefur auk þess mikið að gera úti um sjálfa Lundúnaborg, en enginn þess háttar læknir tekur upp á því óráði, að flytja sig upp í sveit. En hvað var hann þá? Ef hann hefur á annað borð verið nokkuð riðinn við spítalann, hefur hann ekki verið fastalæknir þar, en annaðhvort haft stöðu þar sem undirlæknir eða gengið þangað um tíma að afloknu embættisprófi, og það er ekki öllu meira á metunum en það, sem próflausir læknistúdentar gera síðari ár námstímans. Og við spítalann hefur hann ekki verið síðustu fimm árin — ártalið stendur á stafnum. Það verður þess vegna lítið úr roskna og öldurmannlega húslækninum yðar, Watson góður, en í hans stað kemur fram í hugsjón okkar ungur maður, ekki þrítugur að aldri, viðmótsþýður og metnaðarlaus, en dálítið utan við sig stundum. Hann hefur með sjer hund, sem jeg ætla að vera muni lítið eitt stærri en völskuhundur, en minni þó en víghundur«.

    Jeg hló við og trúði þessu ekki meir en svo, en Sherlock Holmes hallaði sjer aftur á bak í hornið á legubeknum og bljes frá sjer reyknum, sem þyrlaðist í hringum og bugðum upp undir loftið í herberginu.

    »Í síðasta atriðinu get jeg ekki fært sönnur á mál mitt fyrir yður«, sagði jeg, en það getur að minsta kosti ekki orðið erfitt að finna eitthvað nánara um aldur mannsins og embættisferil«.

    Jeg tók því ofan af hillu dálítilli, sem á voru læknisrit ýmiskonar, læknaskrá prentaða og fletti upp nafninu. Þar voru þó nokkrir með Mortimers nafni, en ekki nema einn þeirra, sem gat átt við gest okkar. Jeg las upphátt það, sem um hann stóð; það var þetta: »Mortimer, Jakob, candidatus medicinae 1882, Grimpen, Dartmoor, Devon. Undirlæknir 1882—84 við Rauða-kross-spítalann. Vann Jacksonsverðlaunin fyrir rit um samanburð sjúkdóma með fyrirsögninni: Eru sjúkdómar ættgengir? Aukafjelagi sænska læknafjelagsins. Höfundur bæklinganna: Litið eitt um arfgenga sjúkdóma (sbr. lancet 1882), Erum vjer á framfarastigi (sbr. Journal of Psychology, mars 1863), hjeraðslæknir í Grimpen, Þórsbæjar- og Há-Barrow-sóknum«.

    »Hjeraveiðar eru ekki nefndar þarna á nafn einu orði, Watson«, sagði Holmes og brosti nokkuð græskulega, en sveitarlæknir er hjer nefndur, eins og og þjer mjög svo viturlega tókuð fram. Jeg hygg að jeg fari alveg rjett í ágiskunum mínum. Ef jeg man rjett, gat jeg þess um lundarfar hans, að hann myndi vera viðfeldinn maður, laus við metorðagirnd, en nokkuð utan við sig á stundum og sjervitur. Það er reynsla mín, að ljúflyndir menn og viðmótsþýðir fái einir vinargjafir í heimi þessum, að þeir menn einir sleppi viðunanlegri stöðu í stórborg eins og Lundúnum og flytji sig upp í sveit, sem enga metnaðargirnd hafa eða mjög svo litla, og að sá maður hljóti að vera eitthvað utan við sig, sem skilur eftir stafinn sinn í stað nafnspjalds, er hann loksins fer burt eftir klukkustundar bið í herbergi yðar«.

    »En hundurinn þá?«

    »Hefur verið vanur að bera stafinn á eftir eiganda sínum. Stafurinn er nokkuð þungur, svo að hundurinn hefur orðið að bíta allfast utan um hann miðjan, til að valda honum, og því eru tannaförin svo greinileg. En á bilinu milli þeirra má sjá, að förin eru of langt hvert frá öðru til þess að hundurinn hafi getað verið völskuhundur, en bilið þó ekki nógu breitt á milli fyrir víghundstennur. Það hlýtur að hafa verið — já, og getur ekki hafa verið annað en — hrokkinhærður Bónóríne-hundur!«

    Hann var staðinn upp og gekk um gólf, meðan hann sagði þetta. Eftir það nam hann staðar úti við gluggann, og sannfæringin lýsti sjer svo mikil í rómnum, að jeg leit hissa til hans.

    »Vinur! Hvernig stendur á að þjer eruð svo viss um þetta?«

    »Af mjög einfaldri orsök, og hún er sú, að jeg sje hundinn núna við götudyrnar hjerna, og þarni hringir eigandinn sjálfur upp á þær. Þjer megið í öllum bænum ekki fara burtu, doktor Watson. Hann er stjettarbróðir yðar og mjer getur komið það vel að þjer sjeuð viðstaddur tal okkar. Núna kemur mikilvægt augnablik fyrir í lífi yðar, Watson, þegar þjer heyrið fótatakið á riðinu, og þjer vitið ekki neitt um, hvort það kann að verða yður til ills eða góðs. Hvað skyldi vísindamaðurinn, doktor Mortimer, vilja glæpamannagrílunni Sherlock Holmes? — Komið þjer inn!« kallaði hann.

    Útlit gestsins kom mjer óvænt, því að jeg hafði ímyndað mjer hann eins og sveitalæknar eru vanir að gerast. Hann var mjög hár maður og grannur, með langt nef, sem skagaði eins og trjóna fram á milli augnanna; þau voru skörp og gráleit, lágu þjett og tindruðu eins og tvístirni bak við gullgleraugun. Hann var búinn eins og læknar eru vanalega, en þó heldur ver; hrygglangur var hann og boginn hryggurinn, þó að maðurinn væri enn á besta aldri. Hann teygði fram höfuðið, er hann gekk, og deplaði í sífellu augunum, en andlitssvipur hans var þó allur blíður og vingjarnlegur.

    Um leið og hann kom inn úr dyrunum, rak hann augun í stafinn, og glaðnaði þá sýnilega yfir honum.

    »Það var mjög vænt að finna hann«, varð honum að orði. »Jeg var ekki viss um, hvort jeg hefði skilið hann eftir hjerna eða á afgreiðslustofu gufuskipanna. Jeg vildi ekki missa þenna staf fyrir nokkurn mun«.

    »Gjöf, þykist jeg vita?« spurði Holmes.

    »Já«.

    »Frá Rauða-kross-spítalanum?«

    »Já, frá nokkrum vinum þar, er jeg kvongaðist«.

    »Nei, það var þó leiðinlegt«, sagði Holmes og hristi höfuðið.

    Doktor Mortimer leit á hann forviða gegnum gleraugun.

    »Hvers vegna var það svo leiðinlegt, ef jeg má spyrja?«

    »O, það var ekkert. Okkur hefur orðið á að geta rangt til. Það var við brúðkaup yðar, segið þjer?«

    »Já, jeg kvongaðist, fór frá spítalanum og þar með gat jeg engar vonir gert mjer um atvinnu í borginni framar. Mig rak nauður til að fá mjer annað heimkynni«.

    »Það er og. Við höfum ekki farið vilt samt sem áður. Og nú doctor medicinae Jakob Mortimer — —«.

    »Nei, ekki nema doktor eða læknir, eins og orðið er haft í daglegu tali. Jeg er ekki annað en blátt áfram kandídat í læknisfræði eins og gerist«.

    »Og þó vafalaust maður mjög vel að yður?«

    »Nei, kákari, herra Holmes, og ónytjungur, sem safnar smáskeljum við strendur hins mikla og ókunna úthafs vísindanna. Jeg býst við, að það sje herra Sherlock Holmes, sem jeg er að tala við, en ekki . . .«.

    »Nei, þetta er vinur minn, doktor Watson«.

    »Mjer þykir vænt um að kynnast yður. Jeg hef heyrt yðar getið í sambandi við vin yðar. Jeg hef stórmikla ánægju af að horfa á yður, herra Holmes. Jeg gat trauðlega búist við svo ílangri hauskúpu eða svo ákaflega hvelfdri höfuðlögun. Viljið þjer lofa mjer að láta fingur strjúka sem allra snöggvast um hnakkabeinið á yður? Eftirsteypa af hauskúpu yðar mundi verða gimsteinninn í hverju mannleifasafni, meðan sú, sem á yður situr, er ófáanleg. Jeg ætla alls ekki með þessum orðum að ausa á yður oflofi, en jeg get ekki þeirra orða bundist, að mjer leikur allur hugur á að ná í hauskúpuna af yður við tíma og tækifæri«.

    Sherlock Holmes benti gestinum að setjast niður.

    »Yður þykir býsna vænt um yðar ment, eins og mjer um mína«, sagði hann. »Jeg sje það á vísifingrinum á yður, að þjer vefjið sjálfur vindlingana yðar. Yður er velkomið að kveikja yður í einum og reykja hjerna«.

    Maðurinn ljet ekki segja sjer þetta tvisvar, þreif upp hjá sjer blað og tóbak og vafði vindlinginn með þeim feikna flýti að undrun sætti. Fingur hans voru langir, en óstyrkir mjög, hjólliðugir og altaf á iði eins og fálmur á skorkvikindi.

    Holmes mælti ekki orð frá munni, en á látbragði hans öllu og augnaráði var auðsætt, að hann hafði allan hugann á þessum kynlega gesti okkar.

    »Jeg þykist ganga að því vísu«, sagði hann loksins, »að það muni ekki hafa verið aðalerindi yðar hingað að skoða á mjer hauskúpuna, úr því að þjer hafið tvisvar gert yður það ómak að hitta mig, bæði í gærkvöldi og nú aftur í dag?«

    »Nei, alls ekki«, svaraði Mortimer, »þó að mjer þætti vænt um að geta gert þetta um leið. Jeg heimsótti yður, herra Holmes, af því að jeg veit með sjálfum mjer vanmáttinn, en hef mál með höndum, sem bæði er mjög alvarlegs efnis og óvanalegt að sama skapi. En af því að jeg veit að þjer eruð annar bestur maðurinn til þeirra hluta í allri álfunni —«.

    »Svo! Leyfist mjer að leggja fyrir yður þá spurningu, hver það sje þá, sem bestur er?« spurði Holmes, nokkuð stuttur í spuna.

    »Manni, sem hefur glöggan skilning á viðburðunum og vísindum samkvæman, getst einkarvel að allri þeirri aðferð, sem herra Bertillon er vanur að hafa«, sagði doktorinn.

    »Væri þá ekki best fyrir yður að snúa yður til hans?«

    »Orð mín voru: sem hefur glöggan skilning á viðburðunum og vísindum samkvæman, en hitt vita allir og viðurkenna, að þjer eigið engan yðar jafnoka í allri framkvæmdinni. Þar getur alls enginn staðið yður á sporði. Jeg vona að jeg hafi ekki verið svo óforsjáll, að —«.

    »Ekki að neinu ráði«, sagði Holmes. »Annars tel jeg heppilegast, doktor Mortmer, að þjer haldið yður að efninu og segið mjer skýrt og skorinort, hvernig þetta mál horfir við, sem þjer eruð að leita um liðsinnis míns. Er ekki það?«

    Annar kafli.

    Álög Baskerville-ættarinnar.

    »Jeg er með handrit í vasanum«, sagði doktor Jakob Mortimer.

    »Því tók jeg eftir, þegar er þjer komuð inn úr dyrunum«, svaraði Holmes.

    »Það er gamalt skjal —«, sagði hinn.

    »Frá byrjun 18. aldar, ef það er ekki falsbrjef«.

    »Hvernig getið þjer vitað þetta?«

    »Það stendur dálítið af því upp úr vasa yðar, svo að jeg hef getað kynt mjer það, meðan er þjer voruð að tala. Jeg væri ekki vel fær maður í minni grein, ef mjer skakkaði um aldurinn meir en einn áratug eða um það bil. Þjer hafið ef til vill lesið greinarkorn eftir mig um þetta efni? Ártalið mun vera um 1730«.

    »Rjetta ártalið er 1742«.

    Doktor Mortimer tók skjalið upp úr brjóstvasa sínum og hóf svo máls á þessa leið:

    »Þetta ættarskjal fjekk mjer til geymslu barón Karl Baskerville, sem fórst svo sviplega og sorglega fyrir hálfu missiri, að ekki var um annað tíðræddara í Devanskíri. Jeg var læknir hans og jeg held að jeg þori að segja einkavinur. Hann var ern í anda, greindur maður og hagsýnn og eins laus við alla hjátrú og hindurvitni og jeg er sjálfur. Alt fyrir það lagði hann trúnað á þetta skjal og var við því búinn að missa lífið einmitt á þann hátt sem endalok hans urðu«.

    Holmes rjetti höndina eftir skjalinu og breiddi það út á keltu sinni.

    »Takið þjer eftir Watson, hvernig langt s og stutt er skrifað jöfnum höndum. Það hjálpaði mjer meðal annars til að ákveða ártalið«.

    Jeg leit yfir öxl honum á skjalið. Það var farið að gulna og letrið á því að upplitast.

    Efst stóð skrifað: »Baskerville-höll« og neðan undir með stórum stöfum og illa rituðum ártalið: »1742«.

    »Það lítur út fyrir að vera einhvers konar skýrsla«.

    »Já, það er skýrsla um munnmæli, sem ganga mann frá manni í Baskerville-ættinni«.

    En jeg skil svo sem að það muni vera eitthvað nýrra og markverðara, sem þjer hafið í hyggju að ráðgast um við mig?«

    »Já, spánýtt. Það er mikils vert mál og einkar áríðandi, sem verður að vera um garð gengið innan sólarhrings. En handritið er stutt og fljótlesið og kemur málinu mjög mikið við. Með góðu leyfi yðar ætla jeg því að lesa það upphátt fyrir yður«.

    Holmes hallaði sjer attur á bak í stólnum, studdi saman fingurgómunum og lagði aftur augun, dapurlegur í bragði og áhyggjufullur.

    »Doktor Mortimer hjelt handritinu upp að birtunni og las í háum róm og hálf brostnum þessa kynlegu frásögu frá fornum tímum, sem hjer fer á eftir:

    »Margar eru þær sögur, sem gengið hafa manna á milli um uppruna hundsins frá Baskerville. Jeg hef mína sögu frá föður mínum heitnum, en hann heyrði sinn föður segja hana, og jeg er þess viss, að hún hefur ekki gengið í munni og að hún er áreiðanlega sönn, eins og jeg skrifa hana hjer. Jeg vil að þið, synir mínir, trúið því og treystið, að rjettlæti það, sem refsar mönnum fyrir syndirnar, líði frá að lokum, þegar því er fullnægt, og að engin álög sjeu svo grimmileg nje nein bölvan svo bitur, að bænir og iðran vinni ekki bug á þeim. Lærið af þessari frásögn að óttast ekki afleiðingarnar af syndum þeim, sem drýgðar hafa verið á löngu liðnum tímum, en kostið kapps um varkárni á ókomnu tímunum, svo að illu hvatirnar, sem ættmenn vorir hafa svo lengi borið í brjósti, leysist ekki úr læðingi og verði sjálfum oss og ætt vorri allri að aldurtila. Vitið þá að á tímum stjórnarbyltingarinnar miklu, sem Clarendon lávarður hefur ritað um ágæta bók, sem jeg fel ykkur alvarlega á hendi að kynna ykkur sem best, hjet eigandi stóreignar þessarar Hugi Baskerville. Ekki er á það dul dragandi, að hann var ofsamaður hinn mesti í skapi, heimsmaður mikill og guðníðingur. Ekki mundu þó nábúar hans hafa fælst hann fyrir þessar sakir, því að góðir menn og guðhræddir gátu ekki haldist langvistum þá í þeim sveitum. En svo var hann illur og grimmur í skapi, að nafn hans er þar enn í minnum haft sem hins versta manns.

    Svo bar við eitt sinn, að Hugi þessi fjekk ást á konu, ef svo má að orði kveða að kalla ástríðu þessa seggs svo fögru nafni. Hún var dóttir bónda eins, sem átti býli í grend við Baskerville-höllina. Stúlkan var ung og skírlíf og hafði á sjer besta orð. Hún vildi ekkert hafa saman við hann að sælda, af þvi að hún óttaðist mannvonsku hans. Þá bar svo við einn dag skömmu eftir Mikjálsmessu, að Hugi þessi lagði á stað

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1