Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sá sem valdið hefur
Sá sem valdið hefur
Sá sem valdið hefur
Ebook414 pages5 hours

Sá sem valdið hefur

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

David Sloane býr yfir því að vera einn besti verjandinn í Bandaríkjunum: Hann er fær um að sannfæra dómnefndir um að skjólstæðingur hans sé saklaus, jafnvel þó öll skynsemi segi annað.Í einrúmí þjáist Sloane af ofbeldisfullum martröðum, sem lýsa sér þannig að stuttar hræðilegar endurminningar birtast honum frá barnæsku sem hann hefur sjálfur engar minningar af. Einn daginn berst Sloane pakki frá einum af nánustu ráðgjöfum forsetans, sem færir honum í hendurnar átakanlegar upplýsingar um fortíðina sem hann hefur bælt niður. Í leit sinni að sannleikanum og réttlæti neyðist Sloane til að vinna með fyrrum umboðsmanni CIA, Charles Jenkins, sem er herjaður af sömu martröðum og Sloane, sem og leynilögreglumanninum Tom Molia, sem neitar að láta hræða sig þrátt fyrir að Hvíta húsið reyni að hindra málið. Saman reyna mennirnir þrír að afhjúpa 30 ára gamalt samsæri sem er svo umfangsmikið að það gæti steypt forsetanum af stóli...-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 1, 2020
ISBN9788726678987

Related to Sá sem valdið hefur

Related ebooks

Related categories

Reviews for Sá sem valdið hefur

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sá sem valdið hefur - Robert Dugoni

    Sá sem valdið hefur

    Snjólaug Bragadóttir

    The Jury Master

    Copyright © 2006, 2020 Robert Dugoni and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726678987

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 3.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Til föður míns, Williams, besta manns sem ég þekki,

    móður minnar, Patty, sem veitti innblástur…

    og í minningu góðs vinar, Eds Vendetti.

    Guð tók góðan mann of fljótt.

    Þakkir

    EINS OG FYLGIR öllum verkefnum þarf mörgum að þakka. Ég er þakklátur þeim fyrir tímann og hæfileikana. Innsæi ykkar hjálpaði til við að bæta bókina. Ef ég skyldi gleyma einhverjum, vitið þið hver þið eruð og verk ykkar sjást hér á síðunum. Öll mistök eru frá mér.

    Einkum er ég þakklátur Jennifer McCord, útgáfuritstjóra og góðri vinkonu. Hún hjálpaði mér að finna skrifum mínum stað og koma mér á framfæri. Pat Moran, lögreglustjóri í Redwood City og fyrrverandi EPA-maður og Joseph Hilldorfer, fyrrverandi FBI-maður, eiga þakkir skilið fyrir að fræða mig um störf lögreglunnar og hlusta á eilíft nauð mitt. James Fick, áhugamaður um skotvopn, sagði mér allt um þau og margt fleira. Þú ert mikilvæg heimild. Robert Kapela, læknir miðlaði af þrjátíu ára reynslu sinni af krufningum. Bernadette Kramer lýsti áhrifum lyfja á líkamann, aðstæðum á spítala og einkum geðdeild. Ég vissi ekki að systir mín væri svona klár. Ég þakka líka fjölda bókasafnsstarfsfólks sem leiðbeindi mér í réttar áttir hverju sinni.

    Vinir mínir og fyrrverandi starfsfélagar hjá Gordon & Rees í San Francisco fá líka þakkir, sérstaklega Doug Harvey sem kenndi mér hárfínu atriðin… og þau grófari líka… á tólf árum okkar saman. Nýir vinir og starfsfélagar í Seattle, hjá Schiffrin, Olsen, Schlemlein og Hopkins, og Teresa Goetz, frábærir lögmenn, fá alúðarþakkir fyrir að veita mér visst svigrúm og hvetja mig við skriftirnar og að sjálfsögðu þakka ég konu minni og börnum.

    Sam Goldman, besti kennari í Vestrinu. Þú kenndir mér að skrifa og njóta þess.

    Umboðsmönnum mínum, Jane Rotrosen, Donald Cleary og öllum hjá umboði Jane færi ég þakkir, sérlega þó Meg Uley. Þið eruð betri en auglýst er, ég hef sagt það áður. Þið búið yfir bestu eiginleikum sem rithöfundur þarf, alltaf til reiðu, alltaf áhugasöm og reiðubúin að hjálpa. Þið eigið mikið inni hjá mér. Meg, ég býð þér í mat þegar ég kem næst til New York.

    Ég er einnig sérlega þakklátur því góða fólki hjá Time Warner Book Group. Ég þakka einkum Jamie Raab, útgefanda, fyrir að taka mér svo vel og hýsa afurðir mínar. Becka Oliver lagði hart að sér við að tryggja að Sá sem valdið hefur yrði lesin sem víðast um heiminn. Anne Twomey sá um smekklega og áhugaverða kápu og Penina Sacks og Michael Carr brutu handritið þannig um að ég sýnist snjallari en ég er. Tina Andreadis sá svo um auglýsingar og kynningu. Ritstjórinn, Colin Fox fær þakkir fyrir að annast mig vel og styðja okkur bókina. Við þurfum að fá okkur bjór saman bráðlega.

    Þið hafið öll reynst svo vel og ég reyndi að sýna ykkur bara jákvæðu hliðina. Efasemdirnar geymdi ég handa konu minni, Christinu. Hún efaðist aldrei og var traust sem klettur. Hún hefur meiri trú á mér en ég sjálfur. Þakka þér fyrir, ég er mesti aðdáandi þinn.

    1

    San Francisco

    ÞAU LÖTRUÐU INN í réttarsalinn eins og tólf af heimilisleysingjum San Francisco, axlasigin og niðurlút eins og þau svipuðust um eftir smápeningi á gangstétt. David Sloane sat með olnbogana á traustlega eikarborðinu og fingurgómarnir mynduðu toppinn á pýramída sem nam við varir hans. Hann sýndist djúpt hugsi en í raun fylgdist hann með hverri hreyfingu kviðdómendanna. Karlarnir sjö og konurnar fimm gengu til sæta sinna í upphækkaðri mahónístúku, beygðu sig til að taka skrifblokkir upp af stólunum og settust svo með hökuna niðri í bringu. Þegar þau litu upp renndu þau augunum fram hjá Sloane að virðulega herranum sem sat við hitt lögmannaborðið, Kevin Steiner. Ef ekkert augnsamband var við kviðdómendur var það ákveðin vísbending til lögmanns og umbjóðanda hans. Þegar þeir horfðu beint á andstæðinginn var það nánast feigðarboði.

    Við hvert af fjórtán unnum málum Sloane í röð og vaxandi álit hans höfðu stefnendur fengið æ betri lögmenn gegn honum. Bestur þeirra var Kevin Steiner. Hann var einn sá virtasti í réttarsölum San Francisco, með þunnt, silfurgrátt hár, blíðlegt bros og sérstaka málsnilld sem rekja mátti til þess að hann hafði numið leiklist á árum áður og haft mikinn áhuga á Shakespeare. Lokaræða hans nú hafði þótt afburðagóð.

    Þrátt fyrir þá ætlan Sloane að sýna engin viðbrögð þegar kviðdómendur gengju aftur í salinn, fann hann að Paul Abbott hallaði sér að honum. Jakkaermi Abbotts snerti bláan blaserjakka Sloane og umbjóðandinn jók enn á mistökin með því eð bera plastbolla með vatni upp að vörum sér svo ekki sæist hvað hann segði.

    - Við erum búnir að vera, hvíslaði Abott eins og hann hefði lesið hugsanir Sloane. –Ekkert þeirra lítur á okkur.

    Sloane hreyfði sig ekki og sýndist áhyggjulaus og sáttur við umhverfið. Abbott var hins vegar ekki á því að láta hundsa sig. Hann lét bollann síga og lét af allri leynd.

    - Ég borga þér og fyrirtæki þínu ekki 400 dali á tímann fyrir að tapa. Út úr honum lagði angan af ódýra rauðvíninu sem hann hafði fengið sér í hádeginu. Æðin á hálsi hans, sú sem tútnaði út þegar hann reiddist, flæddi nú upp fyrir snjóhvítan, stífan flibbann eins fljót í vexti. -Eina ástæða þess að ég réð þig var sú að Bob Foster sagði afa að þú tapaðir aldrei máli. Þér er betra að hafa eitthvað nógu gott til skjóta bannsettan bófann í kaf. Þegar hótunin var komin til skila lauk Abbott úr bollanum, hallaði sér aftur í sætinu og strauk niður silkibindið.

    Enn sýndi Sloane engin viðbrögð. Hann langaði mest til að gefa Abbott svo gott olnbogaskot að hann hryti aftur yfir stólbakið og ganga sjálfur rólega út, en það myndi ekki gerast. Enginn skaðaði og yfirgæfi barnabarn Franks Abbott, einkavinar og laugardagsgolffélaga Bobs Foster, framkvæmdastjóra Foster & Bane. Erfðir og aðstæður höfðu gert hinn 29 ára Paul Abbott að einkaerfingja Abbott Security Company, öryggisfyrirtækis sem velti milljörðum… og þar með versta umbjóðanda sem Sloane gat hugsað sér.

    Abbott var búinn að gleyma því að hann sat í réttarsal í San Francisco af því að á þeim stutta tíma sem hann hafði stjórnað Abbott Security, hafði vanhæfni hans eyðilagt mikið af því sem afi hans hafði byggt upp á fjörtíu árum. Öryggisvörður hjá fyrirtækinu, þrívegis dæmdur fyrir ölvunarakstur, hafði setið kófdrukkinn í varðstöð sinni í anddyri skýjakljúfs í San Francisco og ekki haft rænu á að biðja Carl Sandal um skilríki, með þeim afleiðingum að hinn tvídæmdi kynferðisglæpamaður komst óáreittur í lyftuna. Sandal læddist síðan um ganga hússins þar til hann fann Emily Scott eina á lögfræðiskrifstofu sinni. Hann misþyrmdi henni, nauðgaði og kyrkti síðan. Nákvæmlega ári eftir harmleikinn stefndu eiginmaður Emily og sex ára sonur Abbott-fyrirtækinu og kröfðust sex milljóna dala í skaðabætur. Sloane hafði hvatt Abbott til að fallast á dómsátt, ekki síst eftir að rannsókn leiddi í ljós að ferill fleiri öryggisvarða hafði aldrei verið kannaður. Abbott harðneitaði því og kallaði Brian Scott ágjarnan tœkifœrissinna.

    Sloane sá útundan sér að Steiner mætti augliti kviðdómenda með því að kinka kolli svo varla sást. Hann var of mikill fagmaður til að brosa en lokaði möppu sinni rólega og stakk henni í skjalatösku sem bar glögg merki þrjátíu ára starfsframa. Verki Steiners var lokið og þeir Sloane vissu það báðir. Abbott Security hafði tapað málinu af þeirri einföldu ástæðu að eigandi þess var hrokafullur kjáni sem hafði hundsað öll ráð Sloane, þar með talið að koma ekki í rándýrum, handsaumuðum jakkafötum til móts við kviðdóm skipaðan vinnandi fólki. Það væri vís leið til að losna við væna fúlgu af peningum afa hans.

    Í sæti sínu undir stóru, gylltu skjaldarmerki Kaliforníuríkis, lagði hæstaréttardómarinn Sandra Brown til hliðar stafla af skjölum og þurrkaði ennið með vasaklút sem hún geymdi upp í erminni á svarta kuflinum. Loftræstikerfi dómhússins hafði bugast undan hitabylgjunni sem nú hafði staðið í viku. Menn í appelsínugulum göllum voru á sveimi um alla ganga með viftur og snúrur. Vegna hitans hafði dómarinn tekið sér tíu mínútna hlé eftir lokaræðu Steiners. Sloane hafði fundist það eins og örlítill gálgafrestur. Nú var honum lokið.

    - Sloane, þú mátt flytja lokaræðu þína.

    Sloane þakkaði dómaranum og leit yfir bláa hrafnasparkið á gulu blokkinni.

    Þetta var allt leikaraskapur.

    Lokaræðan var ekki á blokkinni. Eftir samantekt Steiners hafði Sloane stungið henni í töskuna. Hann hafði ekkert að segja við sterkum rökum Steiners, áhrifamikilli lýsingu hans á síðustu andartökum Emily Scott og vanrækslu öryggisvarðarins. Hann hafði ekkert til að skjóta bannsettan bófann í kaf meó.

    Hugur hans var tómur.

    Fyrir aftan hann sat fólk og fylgdist með eins og söfnuður í baptistakirkju og stöðugur niðurinn í viftunum hljómaði eins og ósýnilegur býflugnasveimur.

    Sloane ýtti stólnum aftur og stóð upp.

    Leiftrið small… hvítt ljós sem olli snöggum sársauka milli augnanna. Hann greip um borðbrúnina þegar fyrir hugskotssjónum hans birtist gamalkunnug mynd: Kona lá á moldargólfi og limlestur líkaminn flaut nánast í blóðpolli. Sloane reyndi að gretta sig ekki, ýtti myndinni aftur inn í myrkrið og opnaði augun.

    Brown dómari ruggaði sér í stólnum og taktfast brakið virtist telja sekúndurnar. Steiner sat grafkyrr. Framarlega í salnum sat Patricia Hansen, móðir Emily Scott ásamt tveimur dætrum sínum. Þær héldust í hendur eins og framverðir mótmælendahóps. Stálblá augu hennar forðuðust Sloane en beindust að kviðdóminum.

    Sloane þurfti að taka á til að rétta úr allri sinni 188 sm hæð. Hann samsvaraði sér vel, var 84 kíló núna, nær fimm kílóum léttari en þegar hann hafði haldið upphafsræðuna. Útlitið gaf ekki til kynna þau áhrif sem síðustu fimm vikur höfðu haft; skyndifæði, ónógan svefn og stöðuga streitu. Hann átti fullan skáp af fötum af mismunandi stærðum. Kviðdómendur tækju ekki eftir neinu. Hann hneppti jakkanum og sneri sér að kviðdóminum sem virti hann ekki viðlits, lét hann standa þarna eins og óvelkominn ættingja… í von um að hann hyrfi bara ef hann yrði hundsaður nógu lengi.

    Sloane beið. Umhverfis hann heyrðist skrjáf og brak og megn svitalykt lá í loftinu.

    Fjórði kviðdómandi, endurskoðandi frá Noe Valley, sískrifandi, varð fyrstur. Sá fimmti, ljóshærður vagnstjóri, fór að dæmi hans og sá níundi, svartur smiður, varð næstur til að líta upp, með handleggina þvermóðskulega krosslagða á bringunni. Svo leit sá tíundi upp, þá þriðji og sjöundi. Þeir féllu eins og dómínókubbar og þvinguðu hökuna frá bringunni uns allir tólf horfðu fram. Sloane opnaði hendurnar, steig hægt til hliðar og lyfti lófunum eins og prestur sem heilsar söfnuði sínum. Þessi hreyfing sýndi að hann stæði tómhentur frammi fyrir þeim.

    Hann opnaði munninn og treysti því að vanda að orðin kæmu eins og perlur á bandi, misfellulaust og í réttri röð.

    - Þetta er martröð allra, sagði hann og önnur höndin greip um hina í mittishæð. -Maður er heima, að þvo upp í eldhúsinu, baða soninn eða horfa á leik í sjónvarpinu, sinna venjulegum, daglegum verkum. Hann gekk til vinstri og tólfmenningarnir hreyfðu höfuðið.

    - Þá er barið að dyrum. Hann hafði smáþögn. -Maður þurrkar sér um hendurnar, bannar drengnum að skrúfa frá heita vatninu eða gengur til dyra með annað augað á sjónvarpinu.

    Hann gekk ögn til hægri, stansaði og mætti augum sjöunda kviðdómanda, miðskólakennara sem hann vissi að var harðasti gagnrýnandi umbjóðanda hans.

    - Maður opnar dyrnar.

    Konan kyngdi.

    - Tveir gráklæddir menn standa á pallinum og einkennisklæddur lögreglumaður fyrir aftan þá. Þeir spyrja mann um fullt nafn. Slíkt hafið þið margséð í sjónvarpinu.

    Konan kinkaði kolli svo varla sást.

    Hann gekk með röðinni. Pennaoddur endurskoðandans hreyfðist ekki á blokkinni og smiðurinn losaði takið um bringuna.

    - Maður gerir ráð fyrir umferðarslysi og biður þá að segja að hún sé heil á húfi, en svipur mannanna og sú staðreynd að þeir standa þarna, bera vott um annað.

    Pappírsskrjáfið hætti. Steiner dró að sér fæturna og hallaði sér fram yfir borðið, undrandi á svip. Patricia Hansen sleppti höndum dætra sinna og lagði aðra hönd á grindverkið fyrir framan sig eins og brúðkaupsgestur sem vill mótmæla vígslunni.

    - Orð þeirra eru nöpur og hiklaus. Konan þín var myrt. Lostið breytist í vantrú og ringlun. Svo kemur skyndilegur léttir. Augljós mistök. Þeir eru í röngu húsi. Þetta eru mistök, segir maður.

    Þeir líta niður. Því miður. Engin mistök.

    Maður gengur út á pallinn. Nei. Ekki konan mín. Sjáið húsið mitt og bílinn í heimreiðinni. Maður bendir upp og niður götuna í miðstéttarhverfinu. Sjáið nágrannana og hverfið mitt. Hér er enginn myrtur. Þess vegna búum við hér. Allt er öruggt. Börnin hjóla á götunni og við sofum við opna glugga. Nei! Þetta eru mistök!

    Hann þagnaði og sá í augum þeirra að hann átti að halda áfram. Þau drukku orð hans í sig.

    - Það voru ekki mistök. Það varð ekkert slys. Nei, það var undirbúið viljaverk sjúks illvirkja sem einmitt þetta kvöld ætlaði sér að myrða. Enginn hefði getað gert neitt til að hindra hann í því.

    Hann lyfti handleggjunum svolítið fram og út, eins og til að bjóða þeim skjól og sýna þeim samúð í erfiðu verki sem biði þeirra.

    - Ég vildi að spurningin væri sú hvort dauði Emily Scott væri hryllilegt, tilgangslaust morð. Þarna vitnaði hann í lokaræðu Steiners. -Vissulega værum við þá öll sammála.

    Margir kinkuðu kolli.

    - Ég vildi að spurt væri hvort maður hennar og ungur sonur hefðu þjáðst og myndu þjást áfram vegna gerða Carls Sandal. Hann renndi augunum eftir röðinni. -Meira en nokkurt okkar getur ímyndað sér. Orð hans runnu saman við viftuniðinn í næstum dáleiðandi kliði. -En það eru ekki spurningamar sem þið eigið að svara og vinna eið að. Það gerir þetta svo erfitt. Þess vegna líður ykkur illa. Spumingunni verður ekki svarað með tilfinningum. Þið verðið að svara með rökum, þar sem engin rök eru. Það sem Carl Sandal gerði er ekki rökrétt og verður aldrei.

    Tárin streymdu niður vangana á ljóshærða vagnstjóranum.

    Hann leit á fimmta dómanda, bifvélavirkja úr Richmond- hverfinu og sá þegar í hendi sér að sá maður yrði valinn formaður dómsins.

    - Ég vildi óska að hægt væri að koma í veg fyrir glæpaverk manna sem staðráðnir eru í að fremja þau. Ég vildi óska að við gætum gert eitthvað hér og nú til að koma í veg fyrir að nokkur þyrfti að opna dyr sínar fyrir þeim fréttum sem Brian Scott fékk. Ég vildi óska að við hefðum getað hindrað að Carl Sandal fremdi glæpinn. Nú fann Sloane að neikvæðnin hjaðnaði og orðum hans var vel tekið. -En við getum ekki slíkt… nema með því að lifa í stöðugum ótta og byrgja dyr og glugga. Við getum það bara ekki.

    Hann leit niður og lét þau laus. Þau höfðu opnað dyr sínar og hleypt honum inn. Á því andartaki vissi Sloane að hann þyrfti ekki að segja meira. Abbott Security hafði ekki tapað.

    Hann vildi bara óska að hann hefði líka getað komið í veg fyrir það.

    2

    Bloomberry, Vestur-Virginíu

    UNDIR KRÓNU stórrar aspar í Charles Town sat lögreglumaðurinn Bert Cooperman í bíl og kreisti hnappinn á leitarskanna varlega milli þumals og vísifingurs eins og fiskimaður að leita að narti. En hvernig sem hann reyndi beit ekki á og hann var að missa það sem var á hinum enda færisins.

    Það kom ekki frá stöðinni. Kay var á vakt þar og enginn með viti myndi ruglast á þokkafullri rödd hennar og karlmannsröddinni sem skanni Coopermans hafði fundið. Það gat verið landvörður í Black Bear þjóðgarðinum, sem var innan lögsagnarumdæmis lögreglunnar en bendillinn á skannanum var hvergi nálægt tíðni þjóðgarðsins, hann var aðeins hársbreidd frá tíðni Charles Town. Skrýtið.

    Cooperman hallaði sér nær tækinu og hélt áfram að snúa hnappnum varlega fram og til baka.

    - Svona nú, komdu með eitthvað! Hann þægi hvað sem væri núna, eftir tíu tíma af tólf tíma vakt á föstudagskvöldi. Hann var byrjaður á sjötta kaffibrúsanum og augnalokin voru eins og bílskúrshurðir í þann veginn að falla niður. Fullt tungl hafði gefið falsvonir. Hvort sem það var hjátrú eða ekki voru oftast læti á fullu tungli og þá liðu tólf tímar eins og tólf mínútur.

    Ekki í kvöld.

    Þetta kvöld var eins og tólf dagar. Hann ætti þó frí um hélgina og þau hjónin og nýfæddi drengurinn ætluðu til foreldra hennar í Suður-Karólínu. Þar fengi hann langþráðan svefn og gæti kannski skroppið á veiðar. Sú tilhugsun og röddin í tækinu var það eina sem hélt honum vakandi. Röddin hafði heyrst alveg óvænt, þar sem Cooperman sat bílnum og maulaði samloku með eggjasalati. Nú angaði allur bíllinn af salatinu.

    Brunaveg… tólf kílóm… um það bil… ána.

    Þarna heyrðist hún aftur, slitrótt en þó greinilega. Hann ætlaði ekki að sleppa þessu.

    Undir runna… brekk… ofan… mitti.

    Greinilega karlmaður. Hann virtist hafa fundið eitthvað í runna. Cooperman hlustaði af einbeitingu.

    Enginn vafi… dauður.

    - Fjárans! Cooperman hallaði sér aftur á bak í sætinu og sló fast í stýrið. -Dýraeftirlitið! Líklega að tilkynna um vegahræ. Alltaf var heppni hans svona. Hann setti bílinn í gír og ók af stað.

    Það brakaði í tækinu.

    Maðurinn er dauður…

    Cooperman snarhemlaði. Kaffi slettist upp úr hitabrúsalokinu og á buxnaskálm hans. Hann lyfti sér upp og stakk dagblaði undir lærið en sneri sér svo að leitarhnappnum.

    Ekkert.

    - Nei… komdu aftur!

    Hann hellti afganginum af kaffinu út um gluggann og sat svo kyrr um stund og horfði á tunglið sem virtist vera að stríða honum. Þá skall á honum önnur hugsun, rétt eins og lófi föður hans þegar hann hafði gert einhverja skyssu.

    Ef maðurinn er ekki dáinn, Coop? Kannski er bann enn á lífi.

    Kvíðatilfinning þaut um hann ásamt koffíninu. Hann rétti úr sér. Fjárinn sjálfur!

    Ef hann liggur þarna dauðvona?

    Hann steig á bensínið og ný hugsun olli því að hann hemlaði aftur. Maðurinn gat verið hvar sem væri. Að leita að slösuðum manni væri eins og að leita að nál í heystakki.

    Þetta er ekki nógu gott.

    - Eins og ég viti það ekki.

    Hvað hafði maðurinn sagt? Hvað heyrðirðu, svona grútsyfjaður, Coop?

    - Ég er að hugsa. Hann var ekki að því. Hann gat það ekki. Um huga hans flugu allar skyssurnar og þrasið við J. Rayburn Franklin, lögreglustjóra Charles Town. Hann yrði látinn vera á næturvaktínni að eilífu, dæmdur til að ráfa um í myrkrinu eins og vampýra.

    Brunavegurinn.

    Cooperman sat stífur. -Brunavegur. Hann sagði það.

    Sá vegur gat verið hvar sem væri í fjöllunum, bjálfi.

    Hann nuddaði hnakkann.-Hvað fleirá?

    Tólf kílómetra.

    - Alveg rétt. Hann sagði tólf kílómetra. Orðin rifjuðust upp.

    Þar sem árnar mœtast.

    - Þar sem árnar mætast?

    Shenandoah og Potomac.

    Cooperman greip um gírstöngina.

    Nei, ekki Shenandoah og Potomac. Of langt.

    - Það hlýtur að vera nær. Hvaða á er nær?

    Evit's Run.

    Hugsunin sprakk með hvelli.

    - Eldvarnarslóðinn! Fjárans, hann er á eldvarnarslóðanum. Það hlýtur að vera. Bingó!

    Hann fleygði afganginum af samlokunni út um gluggann og ýtti á rofa svo bláir geislar blikkuðu á trjástofnunum umhverfis. Svo tók hann U-beygju og steig fast á bensínið.

    FJÓRUM MÍNÚTUM síðar sneri hann hnöppum með aðra hönd á stýri og stakk kalltækinu í klemmuna. Hann hafði tilkynnt að hann væri á sýsluvegi 27.Í reglunum sagði að hann yrði að kalla á aðstoð en hann vissi að það tæki sinn tíma fyrir stöðina að ná sambandi við þjóðgarðslögregluna og aftur liði stund áður en hún kæmi manni á vettvang.

    Þetta var hans mál… hugsanlega fyrsta líkið hans.

    Syfjan og slenið höfðu vikið fyrir orkuskoti, eins og hann hefði tekið tíu lyftur í bekkpressu. Þetta var notalegt! Hann leit upp í himininn og hrópaði.

    - Fullt tungl!

    Hann gaf í, tók stóra beygju, óhræddur við að villast. Eldvamarslóðann fyndi hann með lokuð augun. Evitt’s Run tók á sig krók þarna en rann svo út í Shenandoah. Í febrúar og október var silungi sleppt í ána og þá varð eldvamarslóðinn eins og þjóðvegur. Þess utan var þar sáralítil umferð, kannski einstaka sál á hjóli eða veiðimaður á leið upp í fjöllin. Árlega skaut einhver af sér tá eða hitti félaga sinn í rassinn. Líklega var þetta eitt slysaskotið þótt það virtist alvarlegra. Cooperman ályktaði að röddin hefði hringt í 911 og skanninn náð því. Tom Molia hafði sagt frá slíku þegar skanninn náði því þegar par var að hafa mök símleiðis. Þau báðu hvort annað að gera sitt af hverju fráleitu og öll stöðin hlustaði. Svo birtist grein í Post um gloppu í tækninni sem gerði að verkum að skannar gátu náð símtölum eins og loftnet útvarpsmerkjum.

    Cooperman brosti. -Þetta er að vísu ekki fólk að gera hitt, Mole, en bíddu þar til þið heyrið mína sögu.

    Kannski gæti hann bjargað mannslífi og orðið hetja. J. Rayburn myndi kalla það skrambi vel gert og segja hann efnilegan, ungan lögreglumann. Sennilega yrði hans getið í vikublaðinu, Spirit of Jefferson. Hver veit nema sagan næði í Post?

    Bíllinn rann til, spólaði í mölinni á vegöxlinni og þeytti smásteinum niður á árbakkann. Cooperman gaf í, hemlaði og rétti bílinn af. -Alveg eins og í lögguskólanum, Coop. Hann tók aðra krappa beygju og gaf enn í. Bíllinn skoppaði á moldarveginum og öðru hverju small steinn upp undir hann og í ljósunum sáust margs konar trjástofnar allt um kring. Cooperman beygði til hægri og stansaði svo þegar ljósin lýstu á rauðhærðan, skeggjaðan mann sem stóð við hliðina á hrörlegum, hvítum pallbíl.

    Hann leit út eins og dádýr, dáleitt af bílljósunum. -Jæja, Rauður. Riddaraliðið er mætt.

    Cooperman stökk út úr bílnum, smellti kylfunni í belti og greip vasaljósið af mælaborðinu. Adrenalínflæðið dreif hann áfram, þótt einhvers staðar í fjarska væri eins og ómaði rödd úr lögregluskólanum, bæði hann að hægja á sér og hugsa málið. Fæturnir á honum hlustuðu ekki.

    Hann kallaði þegar hann nálgaðist manninn. -Hringdir þú? Maðurinn lyfti handleggnum fyrir ljósbjarmann. Cooperman beindi ljósinu niður. -Hringdir þú út af líki?

    Rauður sneri sér að pallbílnum. Cooperman lýsti í áttina og sá þá hnakka á manni og byssustand með tveimur stórum rifflum. Hann fékk fiðring í hársvörðinn, nóg til þess að hann seildist ósjálfrátt eftir skammbyssunni við beltið en dró hana þó ekki upp.

    Hugsaðu þig um. Notaðu höfuðið. Alltaf.

    Rauður var í gallabuxum, stígvélum og bláum jakka, eins konar veiðibúningi. Þeim félögum yrði varla mikið ágengt án rifflanna. Tveir menn, tveir rifflar… það var rökrétt. Á númeraplötunni sáust útlínur Virginíuhæðanna undir orðunum Villt, dýrlegt. Það gekk upp. Þetta voru bara tveir náungar að skreppa upp í fjöll á veiðar.

    Farþegadyrnar opnuðust og þéttvaxinn, dökkhærður maður með þykkt alskegg steig niður úr bílnum. Cooperman beindi ljósinu að honum.

    - Ég er Bert Cooperman, lögreglumaður í Charles Town. Hringduð þið í 911 út af líki?

    Maðurinn kinkaði kolli og kom nær, með símann í hendinni. Þetta var einmitt eins og Mole hafði sagt.

    - Já, ég hringdi. Þú gerir okkur bilt við með því að koma svona fljótt. Við urðum steinhissa. Hann talaði með sterkum Virginíuhreim og virtist móður.

    - Ég náði símtalinu á skannann hjá mér. Ég var á eftirlitsferð hér nálægt.

    Dökkhærði maðurinn benti á þétta runna skammt frá sem höfðu nánast gleypt svartan Lexus. -Mér fannst honum einkennilega lagt, sagði hann og gekk í áttina. - Hélt kannski að hann hefði oltið. Það er enginn í honum, bara jakki. Okkur fannst það skrýtið svo við gáðum hér í kring, bara af forvitni. Hann benti niður að ánni. -Líkið liggur niðri í brekkunni. Við heyrðum ekkert en mér sýnist hann hafa gert það alveg nýlega.

    Cooperman kyngdi ákaft. -Gert það?

    Maðurinn nam staðar á brúninni, þar sem snarbratt var niður að Shenandoah sem var eins og malbikaður vegur í myrkrinu. -Skotið sig í höfuðið. Ekki ber á öðru.

    - Dáinn? spurði Cooperman.

    - Hann er enn volgur. Við erum ekki læknar eða neitt en…

    Cooperman leit betur niður. -Gæti hann verið á lífi?

    Maðurinn benti. -Það sést í fæturna þarna, vinstra megin við stóra runnann… tuttugu metrar eða svo. Sérðu þá?

    Cooperman færði ljósgeislann yfir steina, þúfur og runna þar til hann staðnæmdist á einhverju sem átti ekki heima þarna. Fótur í buxnaskálm stóð út úr kjarrinu. Lík. Hamingjan sanna, það var lík. Auðvitað hafði hann búist við þessu, en að sjá það… fyrsta líkið hans…

    Aftur fór allt á fleygiferð, hugsanirnar æddu að honum eins og hlutir í hröðum tölvuleik. Cooperman lagði af stað niður brekkuna en man svo staðar.

    Kallaðu á stöðina. Hann gæti verið á lífi. Hann er enn volgur.

    Hann hélt áfram en stansaði aftur.

    Þótt hann sé lifandi þarf hann meira en þú getur veitt. Kallaðu á sjúkrabíl.

    Hann kleif aftur upp á brúnina og gekk áleiðis að bílnum en sneri svo við til að láta mennina vita af ákvörðun sinni. -Ég ætla að…

    Cooperman missti ljósið, geislinn færðist eftir jörðinni þar til hann stöðvaðist við svarta tána á stígvéli veiðimannsins. Þeir reyndu sögðu að þetta væri eins og skólprör og engan langaði til að sjá það.

    - Aðstoðarmenn mínir koma á hverri stundu, sagði Cooperman.

    Sá dökkhærði brosti. -Takk fyrir þær mikilvægu upplýsingar. Hreimurinn var horfinn og síminn líka. Nú hélt hann á gríðarstórri skammbyssu.

    Cooperman starði beint í hlaupið.

    3

    Yosemite-Þjóðgarðinum, Kaliforníu

    ÓPIÐ BERGMÁLAÐI draugalega í hamraveggjunum. Sloane baslaði við að setjast upp í þröngum svefnpokanum. Loks gat hann stungið öðrum handleggnum út og þreifað fyrir sér eftir gúmmískeftinu á hnífnum og dregið hann úr slíðrinu. Þá braust hann úr pokanum og sat á hækjum sér með uppglennt augun. Æðaslátturinn hamraði í eyrunum og hann dró andann með erfiðismunum.

    Bergmálið dó út og eftir sat kvöldsinfónía fjallanna af skordýrahljóðum og þungur dynur í fossi í fjarska. Það fór hrollur um Sloane, gæsahúðin spratt fram og hann áttaði sig á tíðinni.

    Hann var einn. Bergmálið var af ópi hans sjálfs.

    Hann lét hnífinn detta og renndi fingrunum gegnum hárið. Þegar augun vöndust myrkrinu urðu ógnvekjandi skuggarnir að trjám og steinum umhverfis náttstað hans.

    Í kjölfar niðurstöðu kviðdómsins hafði hann ákveðið að fara sem lengst burt frá dómhúsinu til að gleyma og láta fjöllin skýla sér, eins og hann var vanur. Hann hafði yfirgefið Paul Abbott í dómsalnum og skilið símann eftir á skrifborðinu í íbúðinni, ásamt fartölvu og skjalatösku. Síðan hafði hann keyrt San Joaquin dalinn með rúðurnar niðri og Bruce Springsteen á fullu í spilaranum. Hitasvækjan úti bar með sér angan af lauk og mykju inn í bílinn. Hver ný tala á vegmælinum þýddi lengra bil milli þeirra Emily Scott og vonin glæddist óðum um að martröðin væri að baki.

    Honum skjátlaðist. Martröðin var með í för.

    Hann hefði mátt vita það. Bjartsýnin var ekki á rökum reist heldur örvæntingu og svo ákafri þörf fyrir að gleyma að hann hafði kosið að hundsa gallana á röksemdafærslu sinni og spinna upp staðreyndir sem ekki voru til… hrapalleg mistök málafærslumanns. Nú var bjartsýnin að deyja út, rétt eins og glæðurnar í varðeldinum, og eftir sat bara ólgandi gremja.

    Sársaukinn kom eins og stunga og breiddist um enni hans og hársvörð. Höfuðverkurinn fylgdi alltaf martröðinni, eins og þruma eldingu. Sloane greip vasaljósið og staulaðist yfir þykkt lag af furunálum og smásteinum. Bakpokinn hékk á trjágrein svo dýr færu ekki í hann. Höfuðkvalirnar komu nú í hröðum bylgjum og sjóntruflanirnar voru orðnar eins og diskóljós. Hann beygði sig eftir greininni sem hann hafði notað til að hengja pokann upp og þá kúgaðist hann, féll á annað hnéð og skilaði frostþurrkaða kvöldmatnum upp í krampakenndum rykkjum. Mígrenið myndi enn versna og loks blinda hann alveg. Við þá hugsun tókst honum að standa upp aftur. Hann dró lítinn plastpoka upp úr vasa á bakpokanum og gleypti tvær ljósbláar pillur. Þær myndu deyfa sársaukann en ekki gremjuna.

    - Nú er nóg komið, sagði hann og leit upp á fullt tunglið á stjörnum stráðum himni. -Nóg komið, fjárinn hafi það.

    SLOANE KRAUP við eldinn og skaraði í hann með furugrein. Gulir blossar skutust upp þegar kviknaði í nálunum. Hann var búinn að taka saman dótið og löngun hans til að fara barðist við skynsemina sem sagði honum að bíða dögunar. Svo hætti skynsemin að hlusta. Þótt hann færi sjaldan mjög langt, hafði smádvöl í Sierra Nevada fjöllum ætíð dreift huga hans frá vinnunni, hvílt hann og hresst.

    Nú var úti um það.

    Það sem truflaði svefn hans hyrfi ekki þótt breitt væri yfir það eins og húsgögn á yfirgefnu heimili. Það var þarna, alveg óháð máli Emily Scott, svífandi og óútreiknanlegt. Hann horfði út í myrkrið og fann fyrir því. Hvað sem þetta var færi það

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1