Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hreinsarinn
Hreinsarinn
Hreinsarinn
Ebook181 pages2 hours

Hreinsarinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Bertram og vinir hans, Bjarki, Kasper og Felix, eru nýbúnir með grunnskólann og hafa stofnað klíku sem þeir kalla Krummana. Bertram býr einn með mömmu sinni en hún starfar við framreiðslu á veitingastað. Bertram man ekki mikið eftir pabba sínum. Hann var ekki nema sjö ára þegar pabbi hans var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Dag einn sér Bertram dýran leðurjakka á veitingastaðnum þar sem mamma hans vinnur og stelur honum. Hann rekst á hlut sem er falinn í leynivasa í jakkafóðrinu. Þá hefst atburðarás sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar, ekki bara fyrir Bertram.Roland Benito hjá kærudeild lögreglunnar er kallaður á vettvang ásamt kollega sínum til að yfirheyra tvo lögreglumenn í útkalli. Kvörtun hafði borist út af hávaða í heimahúsi, en í sömu andrá og lögregluna ber að garði stekkur maður út um glugga á fimmtu hæð. Ekkert virðist vera grunsamlegt við aðstæður. En forvitni Rolands vaknar þegar hann ræðir við dótturdóttur sína sem reynist vera besta vinkona dóttur fangavarðarins sem dó. Síðar heyrir hann orðróm um að fangi hafi látist í fangelsinu þar sem hann vann og að fangavörðurinn hafi sætt hótunum og eftirliti. Var þetta kannski eitthvað annað en sjálfsmorð? Fréttakonan Anne Larsen á sjónvarpsstöðinni TV2 á Austur-Jótlandi er einnig að fjalla um þessi mannslát. Í rannsókn sinni hnýtur hún um annað mannslát, af lögmanni sem lést í umferðarslysi. Hún kemst að því að öll þessi mannlát tengjast tilteknum fanga, barnamorðingjanum Patrick Asp, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð á barnungri dóttur sinni. Hann situr í sama fangelsi og fangavörðurinn starfaði. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 15, 2020
ISBN9788726474961

Related to Hreinsarinn

Titles in the series (7)

View More

Related ebooks

Reviews for Hreinsarinn

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hreinsarinn - Inger Gammelgaard Madsen

    Hreinsarinn

    Original title:

    Sanitøren

    Copyright © 2017, 2020 Inger Gammelgaard Madsen and SAGA Egmont, Copenhagen

    Translated by Erla Sigurðardóttir

    All rights reserved

    ISBN: 9788726474961

    1. E-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Hreinsarinn

    Þáttur 1:6

    Listinn

    Jakkinn var aðeins of víður yfir axlirnar og lyktaði af nýju leðri og tóbaki. Hann var konjaksbrúnn og það brakaði aðeins í leðrinu þegar Bertram beygði handlegginn til að heilsa hinum, þeir kölluðu það gengiskveðjuna.

    Fyrst börðu þeir sig á brjóstið með krepptum hnefa, báru síðan vísifingur og langatöng að hægra gagnauga og kláruðu svo kveðjuna með því að berja hnúa við hnúa.

    Bjarki hafði átt hugmyndina að þessari kveðju. Hann gekkst mikið upp í föstum reglum. Áráttuhegðun svona yfirleitt. Hún hafði gefið honum greiningu og þess vegna þurfti hann ekki að vinna. Hann var elstur í hópnum og hefði átt að byrja í trésmíðanámi í haust en þá dró mamma hans hann til sálfræðings út af þeirri undarlegri áráttu að hann þurfti sífellt að telja alla hluti og gera sömu hreyfingarnar.

    Sálfræðingurinn sagði að þetta héti áráttu- og þráhyggjuröskun, sagði Bjarki hróðugur. Hann var kominn með eitthvað sem enginn annar hafði.

    Bertram langaði líka til að fá greiningu. Hann var búinn að leita sér að vinnu síðan hann lauk grunnskólanum en það var ekki auðvelt að fá hana.

    Þá kynntist hann Bjarka og hinum strákunum. Þeir kölluðu sig Krummana. Andstætt Næturhröfnunum sem fóru um göturnar á nóttunni til að halda uppi ró og reglu.

    Krummar voru snjallir og iðnir fuglar sem gátu platað aðrar skepnur og svo voru þeir þjófóttir og glysgjarnir og stálu skínandi og glampandi hlutum eins og skarti. Næturhrafnar voru bara fólk sem vakti lengi um nætur.

    „Djöfull er þetta flottur jakki!" hrópaði Felix hrifinn og leit aðeins upp úr uppljómuðum skjánum á spjaldtölvunni, sem varpaði sjúklegri birtu á andlit hans.

    „Hvar í andskotanum náðirðu í þennan?" Bjarki blés tóbakreyknum hægt út um munnvikið og horfði tortrygginn á Bertram.

     „Já, hvar í fjandanum stalstu honum?" spurði Kasper og hitti naglann á höfuðið.

    „Á veitingastaðnum," viðurkenndi Bertram, stakk höndum í jakkavasana og reyndi að virka töffaralegur. „Þetta er dýrt merki. Schott Made in USA."

    „Ég vissi ekki að Eva sexý gengi um beina fyrir svona fína gesti," sagði Bjarki og glotti um leið og hann rúllaði sígarettunni fram og aftur milli fingranna þar til askan hrundi af henni.

    Bertram fannst alltaf óþægilegt þegar Bjarki talaði svona um Evu Maju. Hann kallaði hana aldrei mömmu, honum fannst það svo barnalegt. Hann kærði sig heldur ekki um hvernig Bjarki horfði á hana, eins og hann væri fullorðinn karlmaður með reynslu af konum. Hann hafði bara átt eina kærustu og sambandið gekk bara í eina viku, þá var hún búin að fá leið á honum.

    Bertram langaði mest til að gefa honum einn á kjaftinn en vissi að það borgaði sig ekki að setja sig upp á móti Bjarka. Þessi árátta hans með sífellt sömu hreyfingarnar gat verið lífshættuleg þegar hann setti kraft í kreppta hnefa. Hann var auk þess að æfa box. Sem eins konar meðferð, sagði hann.

    Bertram hélt enn einu sinni aftur af reiðinni.

    „En heldurðu að Hylmarinn taki við honum?" spurði Kasper. Það var honum að kenna að Hylmarinn var sífellt að angra þá. Það var fínt að hann gat selt hlutina sem þeir stálu, en þessi hálfsköllótti, feiti og gamli fábjáni var farinn að fara í taugarnar á Bertram. Hann var alltof afskiptasamur, njósnaði nánast um þá. Gat hann ekki bara sjálfur séð um sín innbrot?

    Bertram treysti honum jafn lítið og hann þeim. Þetta var skemmtilegra fyrst, þegar þeir voru bara einir og skemmtu sér við að hnupla í búðunum. Þeir græddu auðvitað á innbrotunum en það kostaði líka sitt.

    „Hylmarinn þarf ekki að vita neitt um hann."

    „Ætlarðu þá bara að eiga hann sjálfur?" Kasper gapti.

    Bertram settist við hliðina á Bjarka á pallinum niðri við ána.

    Sólin skein þennan apríldag og gaf fyrirheit um hlýtt vor. Samt var hann feginn að vera í jakkanum. Vindurinn var enn svalur.

    Hann leit upp á regnbogann efst á ARoS-listasafninu þar sem safngestirnir birtust eins og litlar dökkar skuggamyndir á bak við litað glerið. Regnboginn var eins og fljúgandi furðuhlutur sem hafði lent á þakinu á stórri og ferkantaðri byggingunni þar sem geimverur voru reiðubúnar að brjótast gegnum glerið og hertaka borgina.

    Á næturnar, þegar hann gat ekki sofnað vegna þess að hann var vanur að sofa til hádegis, settist hann við tölvuna og skrifaði svona sögur. Um uppvakninga, blóðsugur og illa anda. Blóð og dauða. Hann fengi örugglega greiningu ef geðlæknir kæmist í þessi skrif hans. Hann hrækti út í grænbrúna ána og jánkaði með kollinum.

    „Hylmarinn verður brjálaður ef hann kemst að því. Hann fengi örugglega eitthvað fyrir hann, og við ..."

    „Æ þegiðu, Felix! Við vorum búnir að ákveða að við mættum alveg halda einhverju fyrir okkur sjálfa. Hylmarinn þarf ekki að vita allt," hreytti Bjarki út úr sér. Felix var aftur farinn að horfa á tölvuskjáinn, horfinn inn í sjálfan sig.

    „Ertu búinn að tæma veskið? Þú gætir allavega skipt á milli okkar," sagði Bjarki afundinn. Hann skaut sígarettustubbnum með fingrunum út í vatnið. Stubburinn lenti við hliðina á hrákanum úr Bertram.

    „Það var ekkert í vösunum."

    „Þú hefur þá enga hugmynd um hver á hann? Hvað ef einhver lögga hefur átt hann? Kannski þessi sem greip í þig í gærkvöldi."

    Það hafði engu munað að þeir yrðu gómaðir þegar afgreiðslumaður í símabúðinni sá til þeirra. Og eflaust var það tilviljun að lögreglubíll var í nágrenninu því þeir voru ekki vanir að mæta svona fljótt á staðinn. Önnur löggan hafði stokkið út úr bílnum og gripið í hálsmálið á Bertram, en honum tókst að rífa sig lausan og komast undan.

    En löggan hafði séð framan í hann og myndi auðveldlega þekkja hann aftur á fæðingarblettinum við hægra augað sem var á stærð við tíu króna mynt. Löggan hafði starað á blettinn.

    Bertram yppti öxlum.

    „Og hvernig gæti löggan sannað að hún ætti jakkann?"

    „Á blettinum þarna, aftan á erminni Er þetta brunamerki?"

    Bertram hafði ekki tekið eftir svörtum bletti sem hlaut að vera eftir sígarettuglóð.

    „Andskotans."

    Bjarki glotti aftur framan í hann með sínu skakka brosi. Hann sagði að væri út af skarði í vör sem hefði verið lagað þegar hann var lítill. Aðrir sögðu að það væri eftir einu slagsmálin þar sem Bjarki hafði orðið undir og andstæðingnum tókst að sprengja efri vörina á honum. Þá ákvað hann að æfa hnefaleika. Nú beindi hann sljóu augnráði að einhverju á bak við Bertram.

    „Fokk! Talandi um Hylmarann, sjáið þið hver er að koma!"

    Bertram leit upp og kom auga á smávaxinn feitan karl sem kom kjagandi yfir grasflötina þar sem skólakrakkar sátu undir trjánum með námsbækurnar. Það var margt um manninn í Myllugarðinum þótt vorið væri skammt á veg komið.

    Hylmarinn stóð lafmóður fyrir framan þá. Með dökkar svitaklessur undir skyrtuermunum.

    „Mér datt í hug að þið væruð að hangsa hérna. Ég er með verkefni fyrir ykkur í kvöld."

    „Er eitthvað upp úr því að hafa?" spurði Bjarki og hljómaði áhugalaus.

    „Já, hvort það er. Nema hvað. Þið fáið ykkar hlut eins og venjulega. Hylmarinn þurrkaði horið úr nefinu með handarbakinu. „En ég þarf ekki nema á tveimur að halda. Þetta þarf að gera varlega. Bjarki, þú ert annar þeirra.

    „Af hverju ég?" mótmælti Bjarki.

    „Af því að þú ert sá eini sem er orðinn átján ára og ert með ökuskírteini. Ég er búinn að redda bíl. Kasper, þú ferð með honum. Þú ert líklega sterkastur af ykkur."

    Hylmarinn virti þá alla fjóra fyrir sér rétt eins og hann hefði aldrei áður tekið eftir því hvernig þeir voru vaxnir. Hann tók ekkert eftir ásakandi augnráði Bjarka, sem taldi sig að sjálfsögðu vera sterkastur í hópnum. Það var svo annað mál að hann var sá ofbeldisfyllsti.

    Kasper stóð hlýðinn á fætur og dustaði skít af buxunum. Hann virtist óöruggur eins og alltaf þegar Hylmarinn var nálægt. Bertram vissi ekki hvaðan þeir þekktust en hann efaðist ekki um að Kasper var skíthræddur við karlinn.

    „Hvað eigum við þá að gera?" spurði hann og benti á Felix með þumalfingrinum.

    Hylmarinn pírði lengi á hann blóðhlaupnum augum. Sú saga gekk að hann drykki upp alla peninga sem hann græddi á innbrotum þeirra. En á meðan þeir fengu sinn hlut var Bertram gjörsamlega sama um hvað karlinn gerði við sína peninga.

    „Þið hjálpið til seinna þegar þarf að koma vörunum til kúnnans. Við erum með pöntun um sérhönnuð húsgögn sem eru í vörugeymslu í Hasselager."

    Hylmarinn rétti Bjarka miða með heimilisfangi og mynd af svörtum stól. Þeir höfðu stolið svipuðum stól áður. Hylmarinn kallaði hann Eggið.

    Bertram gat ekki sé hvað væri svona sérstakt við þennan stól og gat engan veginn skilið hvernig hann gæti verið sjötíu þúsund króna virði. Hylmarinn leit ekki af honum.

    „Þetta er aldeilis flottur jakki sem þú hefur nælt þér í, ungi maður. Varstu að græða pening?" spurði hann.

    Eins og hendi væri veifað smaug napur vindur yfir garðinn og þyrlaði upp visnum laufum. Hrollur fór um Bertram.

    „Ég ... humm, hef lagt svolítið til hliðar í hvert sinn sem þú borgaðir okkur," muldraði hann.

    Hylmarinn kinkaði kolli og lyfti brúnum, hann trúði honum greinilega ekki.

    „Þá er ég greinilega að borga ykkur allt of mikið! Hann lítur út fyrir að vera dýr þessi."

    „Eva Maja gaf mér líka smá vasapeninga," laug hann.

    „Eva Maja? Mamma þín?! Hvað ætli hún geti það, svo mikið fær hún ekki borgað fyrir að afgreiða á þessari skítabúllu?"

    „Það er ekki búlla. Það er fínn veitingastaður."

    „Fínn! Hylmarinn hnussaði. „Það er ekkert fínt við þessa búllu né hana mömmu þína.

    Hann sló sígarettu upp úr pakkanum og reyndi að kveikja í henni með því að nota lófann sem skjól gegn gustinum. Kasper stökk til og hjálpaði honum.

    Hylmarinn starði enn á Bertram og blés reyknum út um nasirnar eins og æstur dreki.

    „Vel á minnst, sá gamli biður að heilsa þér. Hann langar að sjá þig."

    Bertram kom ekki upp orði og kyngdi nokkrum sinnum. Hann fann hjartað slá hraðar.

    „Þú getur ekki hagað þér svona, strákur. Þegar ég sat inni hefði ég ekki lifað það af ef konan mín og börnin hefðu ekki heimsótt mig. Mamma þín fer heldur ekki."

    Bertram svaraði engu og Hylmarinn hristi hausinn í uppgjöf. Bjarki og Kasper fóru með honum. Hann ætlaði að sýna þeim hvernig þeir kæmust inn í vörugeymsluna. Bertram vissi hvernig þetta myndi ganga til.

    Felix hafði varla litið af skjánum þótt Hylmarinni hefði mætt á svæðið. Hann var algerlega í eigin heimi. Allt í einu skellihló hann og sló sér á lær.

    „Svona! Mér tókst það! Enginn í netheimum getur falið sig fyrir Felix!"

    „Hvað tókst þér?" spurði Bertram og gat ekki annað en brosað þegar Felix hló svona. Það var ekki oft að hann sýndi einhver geðhrif.

    Felix sneri skjánum að honum, en Bertram skildi ekkert í öllum þessum tölum og kóðum.

    „Hvað er þetta?"

    Felix sneri pirraður tölvunni að sér aftur. Hann sló eitthvað inn og sýndi honum aftur skjámyndina.

    „Ókei, skilurðu þetta betur núna?"

    „Uh, heimasíða menntaskóla, hvað ..."

    „Fattarðu þetta ekki, maður? Ég var að hakka mig inn í tölvukerfi skólans þar sem bróðir minn er. Ég var að breyta fjarvistum hans í núll."

    Felix hló aftur og Bertram hristi höfuðið.

    „Þeir verða ekki lengi að komast að þessu? Veistu ekki að þú getur fengið margra ára fangelsisdóm fyrir þetta?"

    „Það kemst enginn að þessu. Ekki þegar ég geri það svona. Þetta er bara djók."

    „Ég meina það, Felix. Lögreglan er orðin mjög klár í að finna svona. Ef hún kemst að því að það varst þú þá ..."

    „Þá hvað? Mundir þú þá ekki heldur heimsækja mig í fangelsið? Ég hef ekki drepið neinn eins og pabbi þinn, er það ... svaraði Felix og sá strax eftir því. „Nei, fyrirgefðu. Ég skil vel að þú viljir ekki hitta pabba þinn þegar hann ... líka að mamma þín vilji heldur ekki ...

    „Þú segir andskotans ekkert meira um pabba minn, hreytti Bertram úr sér. „Eða um Evu Maju!

    „Fyrirgefðu."

    Felix starði í hægan strauminn. Hann var eldrjóður í vöngum og upp á fölt ennið sem kom í ljós þegar hann tók saman axlarsítt ljóst hárið í hnút uppi á höfðinu. Bertram virti hann fyrir sér frá hlið. Hann var eins og stelpa. Hann hafði alltaf verið nörd. Þeir voru algjörar andstæður en samt var Felix fyrsti strákurinn sem hafði orðið vinur hans þegar þau Eva Maja fluttu í sömu blokk og þeir Kasper og Bjarki bjuggu í.

    Þeir Felix voru í sama bekk og höfðu nánast alist upp við sameiginlegt grill úti í bakgarðinum á sumrin þar sem lyktin af hassmekkinum yfirgnæfði bræluna frá grillinu og karlarnir svölluðu og slógust. Oft birtust lögreglubílar þegar nágrannarnir fengu nóg af látunum og svallinu. En lífið varð samt allt betra þegar hann var orðinn einn með Evu Maju.

    „Ég meina bara, Felix ... Passaðu þig á því að Hylmarinn uppgötvi ekki hæfileika þína. Hann myndi örugglega notfæra sér þá. Og þá verður þetta ekki lengur gaman."

    „Hæfileikar og hæfileikar, ég er nú bara að æfa mig," muldraði Felix.

    Í sömu andrá kom önd og greip eitthvað í nefið sem flaut á ánni

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1