Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hreinsarinn 3: Jakkinn
Hreinsarinn 3: Jakkinn
Hreinsarinn 3: Jakkinn
Ebook32 pages27 minutes

Hreinsarinn 3: Jakkinn

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Bertram vill ekki fara til lögreglunnar með hlutinn sem hann fann í fóðri stolna jakkans. Lögreglan er á eftir honum og hann kærir sig ekki um að koma nálægt laganna vörðum. Eitt kvöldið mannar hann sig upp í að hringja án þess að segja til nafns. En hann er drukkinn og búinn að reykja nokkrar jónur og lögreglan tekur hann ekki trúanlegan. Síðar kemst Bertram að því að mamma hans er í lífshættu. Hann reynir að vara hana við en hún tekur heldur ekki mark á honum. Hann bregður á það ráð að fylgjast með ferðum hennar og uppgötvar að hún er farin að vera með manni sem hann kannast ekkert við. Þegar Bertram gengur á hana viðurkennir hún að hún sé komin með kærasta og að þau ætli að flytja burt og hefja nýtt líf saman. Bertram grefst fyrir um hvar maðurinn býr og brýst inn í íbúðina hans til að komast að því hvaða mann hann hefur að geyma. Í fórum mannsins finnur hann fölsuð vegabréf og ljósmynd af manninum í leðurjakkanum sem hann stal á veitingastaðnum.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 15, 2020
ISBN9788726474992

Related to Hreinsarinn 3

Titles in the series (7)

View More

Related ebooks

Reviews for Hreinsarinn 3

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hreinsarinn 3 - Inger Gammelgaard Madsen

    Inger Gammelgaard Madsen

    Hreinsarinn

    Þáttur 3:6

    Jakkinn

    SAGA

    Hreinsarinn 3: Jakkinn

    Original title:

    Sanitøren 3: Jakken

    Copyright © 2017, 2020 Inger Gammelgaard Madsen and SAGA Egmont, Copenhagen

    Translated by Erla Sigurðardóttir

    All rights reserved

    ISBN: 9788726474992

    1. E-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Hreinsarinn

    Þáttur 3:6

    Jakkinn

    Bertram hrökk við þegar dyrabjallan hringdi. Hann flýtti sér að drepa í sígarettunni áður en hann fór til dyra.

    Felix gekk inn án þess að heilsa og orðalaust fóru þeir beint inn í herbergi Bertrams.

    „Sástu vídeóin?" spurði Bertram hásum rómi. Honum hafði ekki tekist að ná í Felix alla helgina. Hann hafði verið í Svíþjóð með foreldrum sínum að halda upp á 16 ára afmælið sitt heima hjá ömmu og afa og hann gat ekki notað farsímann í útlöndum.

    „Ertu alveg viss um að þau séu ekta?" spurði Felix og kyngdi munnvatni nokkrum sinnum.

    „Sjálfsmorðið og bílslysið voru í fréttunum í blöðunum og sjónvarpinu."

    „Og þá er þetta hvorki sjálfsmorð né slys."

    „Hvað í andskotanum eigum við að gera, Felix?"

    Bertram settist á rúmið og starði örvæntingarfullur á Felix. Hann var sá klári og þegar þeir töluðu saman í símanum voru þeir sammála um að þeir ættu alls ekki fara til lögreglunnar og draga athyglina að sjálfum sér.

    „Við verðum að komast að því hver á þennan jakka. Þegar við vitum það þá getum við kannski kært hann til lögreglunnar."

    „En við vitum ekki einu sinni hvort gæinn sem á jakkann sé morðinginn ..."

    Felix settist á skrifborðsstólinn og klóraði sér í ljósu hárinu, hann hafði ekki tekið það saman í hnút eins og venjulega heldur liðaðist það niður á axlirnar.

    „Minnislykillinn lá í jakkanum hans, hvers vegna ætti hann annars að vera með hann á sér?"

    Bertram samþykkti það.

    Það var gott að geta loksins talað við einhvern um þetta. Hann var búinn að vera í fýlu við mömmu sína í marga daga og þau höfðu ekkert

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1