Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Gunnlaugs saga ormstungu
Gunnlaugs saga ormstungu
Gunnlaugs saga ormstungu
Ebook48 pages37 minutes

Gunnlaugs saga ormstungu

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Gunnlaugs saga ormstungu er ein af vinsælustu sögum Íslendingasagnanna. Hún er einnig frekar dæmigerð og einkennandi fyrir Íslendingasögur almennt. Í henni má finna hina hefðbundnu hetjuímynd, forlagahyggju, kveðandi skáld, ástarævintýri og bændasyni sem fljúgast á. Helstu persónur sögunnar eru Gunnlaugur ormstunga, Hrafn Önundarson og Helga hin fagra, barnabarn Egils Skalla-Grímssonar. Vart þarf að taka fram að mennirnir tveir keppast um hylli þessarar fögru konu. Höfundur gefur karlmönnunum þó töluvert meira rými í sögunni en Helga sjálf verður meira eins og aukapersóna. Verkið er ómissandi partur af Íslendingasögunum en það er stutt og heldur auðlesið.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 28, 2020
ISBN9788726225419

Read more from Óþekktur

Related to Gunnlaugs saga ormstungu

Related ebooks

Reviews for Gunnlaugs saga ormstungu

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Gunnlaugs saga ormstungu - Óþekktur

    Gunnlaugs saga ormstungu

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1997, 2020 Óþekktur and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726225419

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Gunnlaugs saga ormstungu

    Saga þeirra Hrafns og Gunnlaugs ormstungu eftir því sem sagt hefir Ari prestur hinn fróði Þorgilsson er mestur fræðimaður hefir verið á Íslandi á landnámasögur og forna fræði.

    1

    Þorsteinn hét maður. Hann var Egilsson, Skalla-Grímssonar, Kveld-Úlfssonar hersis úr Noregi en Ásgerður hét móðir Þorsteins og var Bjarnardóttir.

    Þorsteinn bjó að Borg í Borgarfirði. Hann var auðigur að fé og höfðingi mikill, vitur maður og hógvær og hófsmaður um alla hluti. Engi var hann afreksmaður um vöxt eða afl sem Egill faðir hans því að svo er sagt af fróðum mönnum að Egill hafi mestur kappi verið á Íslandi og hólmgöngumaður og mest ætlað af bóndasonum, fræðimaður var hann og mikill og manna vitrastur. Þorsteinn var og hið mesta afarmenni og vinsæll af allri alþýðu. Þorsteinn var vænn maður, hvítur á hár og eygur manna best.

    Svo segja fróðir menn að margir í ætt Mýramanna, þeir sem frá Egli eru komnir, hafi verið menn vænstir en það sé þó mjög sundurgreinilegt því að sumir í þeirri ætt er kallað að ljótastir menn hafi verið. Í þeirri ætt hafa og verið margir atgervismenn um marga hluti sem var Kjartan Ólafsson pá og Víga-Barði og Skúli Þorsteinsson. Sumir voru og skáldmenn miklir í þeirri ætt, Björn Hítdælakappi, Einar prestur Skúlason, Snorri Sturluson og margir aðrir.

    Þorsteinn átti Jófríði Gunnarsdóttur Hlífarsonar. Gunnar hefir best vígur verið og mestur fimleikamaður verið á Íslandi af búandmönnum, annar Gunnar að Hlíðarenda, þriðji Steinþór á Eyri.

    Jófríður var átján vetra er Þorsteinn fékk hennar. Hún var ekkja. Hana hafði átt fyrr Þóroddur son Tungu-Odds og var þeirra dóttir Húngerður er þar fæddist upp að Borg með Þorsteini. Jófríður var skörungur mikill.

    Þau Þorsteinn áttu mart barna en þó koma fá við þessa sögu. Skúli var elstur sona þeirra, annar Kollsveinn, þriðji Egill.

    2

    Eitt sumar er það sagt að skip kom af hafi í Gufárós. Bergfinnur er nefndur stýrimaður fyrir skipinu, norrænn að ætt, auðigur að fé og heldur við aldur. Hann var vitur maður.

    Þorsteinn bóndi reið til skips og réð jafnan mestu hver kaupstefna var og svo var enn. Austmenn vistuðust en Þorsteinn tók við stýrimanninum fyrir því að hann beiddist þangað. Bergfinnur var fátalaður of veturinn en Þorsteinn veitti honum vel. Austmaðurinn henti mikið gaman að draumum.

    Um vorið einn dag ræddi Þorsteinn um við Bergfinn ef hann vildi ríða með honum upp undir Valfell. Þar var þá þingstöð þeirra Borgfirðinga en Þorsteini var sagt að fallnir væru búðarveggir hans. Austmaðurinn kveðst það víst vilja og riðu þeir heiman of daginn þrír saman og húskarl Þorsteins þar til er

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1