Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Sögur um vonina
Sögur um vonina
Sögur um vonina
Ebook56 pages52 minutes

Sögur um vonina

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hvað er von? Vonin skín í gegn um ævintýrin í þessu safni. Láttu Hans Christian Andersen heilla þig og láttu uppáhalds sögupersónurnar þínar kenna þér um vonina og hvernig hægt er að finna hana á jafvel myrkustu tímum! Safn fyrir forvitna og samúðarfulla unga og fullorðna lesendur.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Svanirnir Næturgalinn Koffortið fljúgandi Litla stúlkan með eldspýturnar Svínahirðirinn -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateDec 11, 2019
ISBN9788726353754

Read more from H.C. Andersen

Related to Sögur um vonina

Related ebooks

Reviews for Sögur um vonina

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Sögur um vonina - H.C. Andersen

    H.C. Andersen

    Sögur um vonina

    SAGA

    Sögur um vonina

    Translated by: Steingrímur Thorsteinsson

    Copyright © 2019 SAGA Egmont, Copenhagen

    All rights reserved

    ISBN: 9788726353754

    1. E-book edition, 2019

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrieval system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    Svanirnir

    Langt í burtu héðan, í því landi, sem svölurnar fljúga til, þegar fer að vetra hér, ríkti einu sinni konungur, sem átti ellefu sonu og eina dóttur, Elísu að nafni. Kóngssynirnir gengu í skóla með stjörnu á brjósti og korða við hlið, og þeir skrifuðu á gulltöflur með demantsgrifflum og lásu jafn reiprennandi utan bókar sem á bókina, svo auðheyrt var, að það voru kóngssynir. Elísa systir þeirra sat á dálitlum fótskemli, og átti myndabók, sem faðir hennar hafði keypt og gefið fyrir hálft kóngsríkið.

    Og þessum börnum leið mæta vel, en það átti nú ekki að verða svo alltaf.

    Faðir þeirra, sem réð yfir landinu, kvongaðist í annað sinn og gekk að eiga vonda drottningu, og það var síður en svo að hún væri góð við vesalings börnin. Þau fengu undir eins að kenna á því fyrsta daginn. Þá var mikið um dýrðir í höllinni, og öll börnin voru að leika gestaleik, en í stað þess, að þau fengu endranær allar þær kökur og öll þau steiktu epli, sem fyrir hendi voru, þá gaf nýja drottningin þeim ekkert nema sand í tebolla og sagði þeim, að þau gæru látið sem það væri eitthvert góðgæti.

    Viku síðar kom hún Elísu litlu fyrir hjá bændafólki úti á landsbyggðinni, og ekki leið á löngu áður hún fékk konunginn til að trúa ýmsum ósönnum áburði á vesalings drengina, sonu hans, svo að hann hirti ekkert um þá framar.

    „Fljúgið út í víða veröld og sjáið fyrir ykkur sjálfir, sagði vonda drottningin, „fljúgið í líki stórra fugla, sem enga rödd hafa. Samt fékk hún ekki eins miklu illu áorkað og hún vildi, því bræðurnir breyttust í ellefu prýðisfagra svani. Síðan flugu þeir með undarlegu gargi út um hallargluggana, yfir aldingarðinn, sem tilheyrði höllinni, og svo yfir skóginn, sem þá tók við.

    Um aftureldingu bar þá þangað sem Elísa systir þeirra hafðist við á bóndabænum og svaf þar fasta svefni. Þar sveimuðu þeir yfir þakinu, sveigðu hálsana og börðu vængjunum, en enginn heyrði það né sá, og var þá ekki annað fyrir en að fljúga þaðan hátt upp í skýin og langar leiðir út í víða veröld, og flugu þeir svo, uns þeir komu í stóran skóg og dimman, sem náði alla leið ofan að sjó.

    Elísa litla, vesalingurinn, var að leika sér að grænu laufblaði í stofunni á bóndabænum, því annað leikfang hafði hún ekki. Hún gerði gat á blaðið og horfði gegnum það upp í sólina. Þá þótti henni sem hún sæi augu bræðra sinna, björt og hýr, og í hvert sinn er ylgeislar sólarinnar skinu á vanga hennar, minntist hún allra kossanna, sem þeir höfðu kysst hana.

    Svona leið nú hver dagurinn af öðrum. Blési vindurinn gegnum rósarunnana fyrir framan húsið, þá hvíslaði hann að rósunum: „Hver skyldi geta verið fallegri en þið? „Hún Elísa, sögðu rósirnar, og hristu höfuðin. Og sæti bóndakonan gamla í húsdyrunum með sálmabókina sína og læsi í henni, þá fletti vindurinn blöðunum og sagði við bókina: „Hver skyldi geta verið guðræknari en þú? – „Hún Elísa, sagði sálmabókin, og það var líka hverju orði sannara, sem þær sögðu, rósirnar og sálmabókin.

    Þegar Elísa var orðin fimmtán ára, átti hún að fara heim, og er drottningin sá, hvað hún var orðin falleg, þá fylltist hún heift og hatri og mundi fegnust hafa brugðið henni í sams konar líki og bræðrum hennar, en þorði það ekki fyrst um sinn, með því að konungurinn vildi fyrir hvern mun fá að sjá dóttur sína.

    Snemma morguns fór drottning inn í baðherbergi sitt. Það var gert af marmara og skreytt með fegurstu ábreiðum og mjúkum hægindum. Hún tók þrjár pöddur, kyssti þær og sagði við eina: „Sestu á höfuð Elísu, þegar hún kemur til að baða sig, svo að hún verði eins doðaleg og þú. – Sestu á ennið á henni," sagði

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1