Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Blaskjar
Blaskjar
Blaskjar
Ebook82 pages1 hour

Blaskjar

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Fáar sögur hafa notið jafn mikillar hylli á meðal íslenskra barna og sagan um Bláskjá, drenginn með bláu augun sem sígaunarnir rændu og lokuðu inni í dimmum helli. Ekkert þráði drengurinn heitar en að fá að koma út til þess að sjá sólina, þó ekki væri nema einu sinni. Loksins rættist sá draumur og Bláskjá tókst að sleppa. Flótti drengsins hafði afdrifaríkar afleiðingar bæði fyrir hann og aðra.
Vissulega hefur margt breyst síðan þessi saga var skrifuð af Franz Hoffmann einhvern tíma í kringum árið 1850. Hún er þó ekki eins fjarlæg okkur og ætla mætti við fyrst sýn. Þessi rafræna útgáfa af bókinni var þýdd úr enskri þýðingu af bókinni sem út kom árið 1863 og hét The Forest Cave Or Revenge: A Tale for The Young. Einnig var stuðst við þýðingu Hólmfríðar Knudsen úr dönsku en sú þýðing var mjög stytt.
Atburðarásin í sögunni er ævintýraleg og spennandi. Sígaunar ræna barni lénsherrans til þess að hefna harma sinna og sagan segir okkur frá örlögum þess barns. Sagan er reyndar gömul en hún eða svipaðar sögur geta samt verið að gerast einhvern staðar enn þann dag í dag einhvern staðar í heiminum.

LanguageÍslenska
PublisherDidda Einars
Release dateMar 15, 2012
ISBN9781476437798
Blaskjar

Related to Blaskjar

Related ebooks

Reviews for Blaskjar

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Blaskjar - Didda Einars

    Hellirinn í skóginum

    Fyrir langa löngu þegar þessi saga gerðist var mestallt landið þakið tröllauknum skógi.

    Gamli risastóri skógurinn er nú ekki þarna lengur. Stór flæmi hafa verið rudd og ræktuð.

    Í staðin fyrir risavaxnar eikur sem breiddu áður út laufþétt limið og hleyptu engum sólargeisla í gegn má nú sjá blómstrandi engi, tún og akra.

    Þar sem úlfar og bjarndýr áttu í gamla daga sína bestu felustaði í dimmum og drungalegum skóginum eru nú komin falleg þorp með görðum og ávaxtatrjám.

    Í dag eru hjarðir af kindum og nautgripum á beit á grasengjunum sem komið hafa í stað skóganna þar sem stóru hjartardýrin áttu áður heima.

    Nú býr hópur fólks sem er athafnasamt og glaðvært á mörgum af þeim stöðum sem engin hafði áður þorað að stíga fæti sínum á. Þannig hefur landið nú breyst sem betur fer.

    Í gamla daga geymdu þessir dimmu tröllslegu skógar nefnilega oft í dularfullu skauti sínu margt það sem fela þurfti fyrir dagsbirtunni og sólarljósinu.

    Þar höfðust ekki aðeins villidýrin við heldur áttu glæpamenn og alls konar óþjóðalýður sér öruggt hæli þar sem skógurinn var þéttastur.

    Á daginn földu þeir sig í hreysum sínum en þegar þögul nóttin hjúpaði veröldina rökkurblæju sinni skriðu þeir út úr felustöðum sínum til að ræna menn í byggðinni eða ráðast á saklausa vegfarendur.

    Langt inni í einum slíkum skógi var hellir einn dimmur og djúpur. Sígaunaflokkur nokkur hafði fundið hann fyrir mörgum árum og tekið sér bólfestu í honum.

    Háir snarbrattir klettar umluktu hellinn á alla vegu og stígurinn sem lá í gegnum skóginn að honum var svo krókóttur og kænlega troðinn að engir nema þeir sem gagnkunnugir voru gátu haft not af honum.

    Hellismunninn var einnig vandlega falinn. Það var að nokkru leyti vegna bjargs sem frá náttúrunnar hendi skagaði fram yfir innganginn og að öðru leyti vegna þéttvaxinna þyrnirunna sem sígaunarnir höfðu gróðursett fyrir utan.

    Til að komast inn í hellinn varð að skríða flötum beinum inn á milli runnanna og í gegnum hellismunnann. Þegar inn var komið tók hellirinn við og hann var mjög rúmgóður á alla vegu.

    Svo há var þessi myrkrahöll að hvergi sást til lofts þótt mörg blys loguðu í einu. Það var engu líkara en að myrkrið gleypti hvern ljósbjarma. Aldrei náði nokkur sólargeisli að skína þarna inn til að létta af endalausri og niðdimmri nóttinni sem sífellt grúfði yfir þessum ömurlega bústað.

    Inn úr aðalhellinum lágu ótal ranghalar langt inn í fjallið og þeir voru notaðir til að geyma í þýfi, vopn og ýmis áhöld.

    Dag einn um miðsumarleytið voru allir sígaunarnir saman komnir í hellinum. Úti var steikjandi hiti og það var eins og öll náttúran lægi í dvala. Engir fuglar sungu eða hoppuðu grein af grein, engin vindblær bærðist í laufblöðunum og þau héngu magnþrota niður í þurrkinum. Blómin drjúptu höfði til jarðar. Öll skógardýrin lágu máttlaus og másandi þar sem þau höfði leitað sér skjóls í skugganum.

    Innan úr hellinum mátti þó heyra skarkala og hávaða. Þangað inn náði ekki lamandi sólarhitinn. Þar lágu sígaunarnir í smáhópum, karlar, konur og börn, hvað innan um annað og gáfu frá sér alls konar ófögur hljóð sem bergmáluðu frá klettunum í kring.

    Þessir skeggjuðu, hörundsdökku sígaunar með sín svörtu og tindrandi augu urðu ennþá ægilegri en vanalega inni í þessari draugalegu birtu. Allt þeirra fas einkenndist af frekjulegri framkomu, drykkfeldni og ósæmilegri hegðun.

    Þessi óþjóðalýður hafði frá blautu barnsbeini lifað við ruddaskap og stjórnleysi. Allt gott og göfugt sem Guð hafði lagt þeim í hjörtu hafði fyrir löngu verið kæft af illgresi syndarinnar. Þeir höfðu ekki minnstu tilfinningu fyrir ósæmilegu framferði sínu, þeir rifust, slógust, öskruðu og æptu hver í kapp við annan og drukku óspart áfengan drykk sem gömul kona bar á milli þeirra og hellti í óhreinar trékollurnar hjá þeim.

    Einn sér og afskekktur sat lítill drengur sem skipti sér ekkert af ruddalegum gleðskap hinna. Hann starði hugsandi inn í eldinn og bærði ekki á sér. Drengurinn var á að giska níu til tíu ára gamall og mjög ólíkur hinum börnunum sem voru þarna í hellinum. Hár hans var ljóst og hrokkið en hin börnin höfðu svart og slétt hár. Drengurinn var ljós yfirlitum en öll hin börnin dökk og sólbrunnin. Drengurinn hafði blá og blíðleg augu sem í mátti lesa sorg og söknuð.

    Ekki langt frá honum lá lítil telpa á ábreiðuræfli sem breiddur var á gólfið. Hún reis hljóðlega á fætur, leit hrædd og hikandi í áttina að háværu mönnunum og læddist svo á tánum yfir til drengsins þegar hún þóttist viss um að enginn veitti sér eftirtekt.

    „Bláskjár, sagði hún lágt. „Af hverju liggur svona illa á þér. Hafa þeir nú verið vondir við þig, kannski barið þig? Drengnum brá dálítið en svo brosti hann og hristi höfuðið. „Nei, Ella mín, nú drekka þeir og eru kátir. Þeir skipta sér ekki af mér á meðan."

    „Þá ætla ég að vera hjá þér. Vertu ekki hræddur. Ég sest hérna á bak við þig í skuggann og þá sér mig enginn," sagði hún.

    Hún var jafngömul og Bláskjár en stærri og þrekmeiri að sjá.

    „Ég er ekkert hræddur við þá, sagði drengurinn. „Segðu mér nú hvernig það er úti þegar sólin skín. Mig langar svo ósköp mikið til þess að sjá það einu sinni. Ég hef aldrei fengið að koma út úr hellinum nema á nóttunni. Ó, hvað það hlýtur að vera gaman að sjá daginn og sólina!

    Já, það er satt, þá er allt svo fallegt. Sérstaklega þegar maður er kominn út úr skóginum og upp á hæðina og sér landið fyrir neðan. Þá er hægt að sjá engjar og akra, fjárhópa og blóm sem eru alla vega á litinn og glitra í sólargeislunum. En hvað ég vildi að þú gætir komið með mér, en það er víst ekki hægt, þú veist."

    „Já, en hvernig stendur á því? Þið megið alltaf fara út en ég verð alltaf að vera hérna inni í hellinum og fæ aldrei að fara út nema þegar dimmt er

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1