Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Ógróin jörð
Ógróin jörð
Ógróin jörð
Ebook170 pages2 hours

Ógróin jörð

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Ógróin jörð er smásagnasafn sem var jafnframt fyrsta bók höfundar. Hún orsakaði töluverðar deilur á sínum tíma og skrifaði Halldór Laxness meðal annars umdeildan ritdóm um hana, þá aðeins átján ára að aldri. Sögurnar endurspegla stjórnmálaskoðanir höfundar og er efni þeirra mikið til úr samtíma hans. Sögurnar eru: Þórólfur, Leikföngin, Forboðnir ávextir, Hún kemur seinna, Guðsdýrkun, Sól og stjarna og síðasta sagan ber nafnið Söknuður.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateJul 22, 2022
ISBN9788728240465
Ógróin jörð

Related to Ógróin jörð

Related ebooks

Related categories

Reviews for Ógróin jörð

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Ógróin jörð - Jón Björnsson

    Ógróin jörð

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1920, 2022 SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728240465

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    This work is republished as a historical document. It contains contemporary use of language.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    ÞÓRÓLFUR

    (1914)

    Þórólfur losði svefninn.

    Hvað var þetta?

    Vindþytur!

    Og þessar þungu, dimmu drunur?

    Brim! Komið brim!

    Og „Hafmærin" liggur við eina festi!

    Hann reis upp og settist framan á — smeygði sér í sokka og buxur og leit út um gluggann.

    Það var rétt í dögun.

    Grár, skýjaður nóvembermorgun með glóðlituð, hrikaleg ský í austri, dimmleita flóka yfir fjöllum alt í kring og háan, vonskulegan bakka yfir hafi. Öskrandi, beijandi norðaustanstormur og þyngslabrim.

    Þórólfur klæddi sig til fulls og gekk út síðan. Sá hann strax, að fært var fram í bátinn, ef undinn væri bráður bugur að. Þorði hann ekki að láta hann liggja við eina festi, ef hann gengi í algerðan garð. Hann vissi, að haustbyljirnir eru harðvitugir.

    Hann safnaði því saman sex mönnum og fékk sér bát.

    Allir voru mennirnir hraustir og vanir sjómenn, eldri og yngri.

    Þeir söfnuðust saman úti á kambinum við bátinn. Á meðan þeir klæddu sig í olíu-klæðin, töluðu þeir um, hvort fært væri að brjótast fram.

    „Það er enginn afgangur af því, að ólögum sé mætandi. Og nú stendur illa á sjó og brimið í vexti. Við fáum okkur fullkeypta, piltar!"

    Johann gamli leit hornauga fram í brimgarðinn um leið og hann sagði þetta. Hann var þeirra elstur og reyndastur. Þeim var öllum ljóst, að hann vissi hvað hann sagði um þetta mál, gamli maðurinn.

    Þórólfur horfði um stund á aðfarir brimsins.

    „Hann er fær, held eg. Það hefur verið flotið út og upp í þyngri sjó en þessum. Eg verð að komast fram. Báturinn liggur við eina festi, heldur lélega. Eg mundi ásaka mig, ef eitthvaö yrði að honum."

    Fleiri lögðu til málanna. Kváðu fært eins og væri. En voru jafnframt ásáttir um það, að versnaði mikið, yrði ólendandi.

    Johann gamli hafði lokið við að klæða sig. Hann rétti úr sér og horfði djörfum, hvössum augum á öldu-faldana, eins og hann væri að mæla mátt þeirra. Svo gekk hann fyrstur úr hópnum og mælti:

    „Ef á að fara, þá er að fara strax. Brimið bíður ekki eftir okkur."

    „Já — auðvitað förum við!" hrópuðu allir yngri mennirnir. Þeir voru í vígahug og horfðu glottandi á hinn mikilúðlega hrikaleik, sem fór fram við fætur þeirra, eins og þeim væri í lófa lagið, að ráða við þau öfl, sem brutust þarna um í algleymingi.

    Þeir hlupu allir fram að bátnum.

    Þórólfur stakk neglunni í, meðan hinir löguðu árarnar. Svd var bátnum hrundið fram, hálfum í sjó.

    Jóhann og Þórólfur fóru upp í hann og lögðu út árar. Nú var beðið lags. Holskeflurnar komu hver á eftir annari, himingnæfandi og breiðar, orguðu og freyddu, teygðu faldana hærra og hærra, urðu þynnri og þynnri, þangað til þær sprungu í löðrið, sem fyrir var.

    Sumir vildu fara strax. Sögðu, að aldrei kæmi slétta. Alt væri hvitfyssandi brot og boðar. Aðrir vildu biða. Bentu norður með fjörunni og sögðu, að sléttan væri þarna og þarna.

    Loks urðu þeir sammála um, að nú y r S í að fara.

    Fimm ýttu bátnum, þar til sjór tók þeim í mitti. Þá lyftu þeir sér upp á keipana, sentu sér inn fyrir borðstokkinn og lögðu út. Og síðan var róið eins og kraftairnir leyfðu. Árarnar svignuðu eins og grannvaxin strá í stormi. Báturinn sentisi áfram. Tók loftköst á hvítfreyddum, löðnrtyptum ölduhryggjunum. Þegar þeir voru koninir út úr brimgarðinum, tók ein alda sig upp. Hún hækkaði, þrútnaði eins og henni væri þeytt upp af einhverjum ógurlegum krafti niðri á mararbotni. Svo sprakk hún yfir bátinn. Og hann hvarf inn í einhvern rökkurbláma.

    Nokkrir sjómenn höfðu safnast saman á mölinni. Þeir stóðu og horfðu á bátinn út í gegn um brimgarðinn, og sáu hann hverfa undir brotnandi bylgjufaldinn.

    Þeir stóðu á öndinni. Ekki af hræðslu. En af bardagaskjálfta. Þá langaði til að hafa verið með þeim, sem hurfu inn undir þessa tígulegu, voldugu hrönn. Þá langaði til þess, að þessi bláhvíti, tæri faldur hefði hvelft sig yfir þeim. Þeir vissu, að bráðum kæmi báturinn út undan honum aftur.

    Og það varð.

    En hann var fullur af sjó. Aldan hafði fylt hann. En honum var róið enn, róið út fyrir brotsjóana. Þá fór einn að ausa. Hinir börðu á móti brimi og stormi fram að báťnum.

    Þeir reru þegjandi. Ekkert knýr til eins mikíllar alvöru og baráttan við náttúruöflin. Ísköld alvara þeirra skapar alvöru í mannssálina. Og baratta við sjóinn er alt af barátta við dauðann. —

    Pegar fram að bátnum kom, steig Þórólfur fyrstur upp í hann. Og þá fanst honum hann stiga fæti á land í konungsríki sínu. Báturinn var það eina, sem hann átti og unni.

    Hinir komu smátt og smátt á eftir.

    Þórólfur benti þeim að koma fram á bátinn. Þess gætti litð, þó ein mannsrödd léti eitthvað til sin heyra. Vindþotur og gnauð brotnandi bylgja yfirgnæfði alt annað. Og öðru hvoru ruku löðurslettur yfir bátinn eins og mjallrok.

    Þeir hlupu allir á festina og drógu inn nokkura faðma. Þá kom brotsjór, sem hóf bátinn upp og fleygði honum flötum undan sér. Þeir hrukku allir aftur á bak um leið. Festin hafði slitnað.

    Þeir litu hver framan í annan. Þórólfur fölnaði.

    „Út með atkeriö!" kallaði hann. Annað hvort heyrðu þeir Það ekki, eða þeir voru svo utan við sig, að þeir gáðu einskis. Hann þreif það einn og senti því út. Eftir fáein augnablik, var það komið í botn.

    „Hafmeyjan" lagðist flöt við vindinn, meðan hún var að teygja úr festinni. Henni var rent út á enda og búið um vel og tryggilega.

    Þórólfur gekk aftur að vélarhúsinu. Þar stóð hann og litaðist um. Hinir færðu sig þangað lika.

    Hann hvesti alt af. Og undirsjórinn jókst í sífellu. Fáein snjókorn féllu á þilfarið, stór og giær eins og perlur.

    „Er nokkuð meira hér að gera?" spurði Jóhann, gamli eftir stundarbið.

    Þórólfur hrökk við, eins og hann hefði veriðvakinn hastarlega.

    „Nei. Þið getið farið."

    „Þið?" hrópuðu þeir allir.

    „Já. Eg verð hér einn eftir."

    Þeir gláptu á hann eins og hann væri andi nýstiginn upp úr undirdjúpum sævarins.

    „Mér er alvara, kallaði hann gegnum brim gnýinn og veðurdyninn. „Það er kraftaverk, ef „Hafmeyna rekur ekki á land í þessu veðri og liggja ekki við betri legugögn. Ef hún týnist, á eg ekkert eftir nema sjálfan mig. En án hennar er alt einkis vert: framtíðin, lifið, eg sjálfur. Eg vil ekki lifa það, að sjá brotin úr henni skolast á land. Það væri eins og að sjá lík ástvinar manns reka, sundurtætt og limlest. En eg á þá enga. „Hafmeyjan er eini ástvinurinn minn.

    Jóhann gamli gekk þegjandi aftur þangað, sem báturinn var bundinn og leysti hann. Hann þekti Þórólf. Vissi, að hann lét ekki telja sér hughvarf, ef hann ætlaði og vildi eitthvað. Hinir komu á eftir.

    Þeir fóru að búa sig til að fara ofan í bátinn.

    „Lof mér að taka í hendina á þér, Þórólfur, sagði Jóhann gamli. „Það er ekki vist, að við sjáumst aftur. Mér þætti ekki mikið, þó feigð kallaði að þér.

    Þeir tókust í hendur.

    Þegar þeir voru komnir niður í bátinn, kastaði Þórólfur lykli niður til þeirra. „Þú tekur hann, Jóhann. Ef þú sérð mig ekki aftur, þá opnarðu koffortið mitt og skiftir því, sem þú finnur þar á milli ykkar fyrir þetta ómak."

    Svo hljóp hann undir þiljur eins og örskot, um leið og báturinn lagði frá „Hafmeynni".

    Þeim gekk vel í land. Jóhann gamli stýrði upp. Hann hafði fyr haldið um stjórnvölinn og heyrt öldurnar koma hvæsandi, öskrandi og sogandi aftan yfir bátinn. Og ein kom lika nú. Hún sprakk undir miðjum bátnum. Það var eins og hann vaggaðist á mjúkum, svellandi barmi. Hann lyftist og hneig likt og þetta mikla, volduga brjóst drægi andann, djúpt og þungt. Undan brjóstum bátsins freyddi mjallhvít löðurbylgja. En beint fór hann — og alla leið upp í fjöru. Þar tóku margar vanar hendur við honum og settu hann í naust.

    „En hvar er Þórólfur? „Hvar er Þórólfur? spurðu menn hver í kapp við annan. Sumír urðu hræddir:— héldu, að hann hefði fallið útbyrðis, slasast og ekki treyst sér í land. Engan grunaðl hið sanna.

    En Jóhann gamli benti þegjandi út að „Hafmeynni, og í þeirri bendingu var eitthvað alvöruþrurigið og hátiðlegt, sem kom við hjartarætur mannanna: „Hann ætlar að lifa og deyja með bátnum sinum. Svo gekk hann þegjandi upp frá naustinu og heim í hús sitt.

    Þeir, sem fram höfðu farið, hröðuðu sér hver heim til sín. Þeir áttu heima í smábýlum þarna á kambinum. Grunnarnir undir húsum þeirra nötruðu í aftaka brimum. Og hafrænan lék um brjóst þeirra, er þeir stigu úr rekkju á morgnana.

    En þeir, sem safnast höfðu saman í fjörunni, urðu eftir og störðu út á sjóinn — út á bátinn, sem öldurnar brutu á eins og skeri, bátinn, sem bar lifandi mátt og neista af guði í dauðu brjóstinu.

    Eftir skamma stund var það flogið um alt, að Þórólfur ætlaði að láta eitt yfir sig og „Hafmeyna" ganga. Og gömlu mönnunum varð tiðgengið út á fjöruna þann daginn.

    En það gerðist ekkert sögulegt.

    Hann var jafn hvass. En brimið varð meira með hverjum klukkutímanum. Það byltist og braut, flæddi og freyddi, hvæsti og hvíslaði, teygði löðurarma sina lengra og lengra upp á ströndina. Gömlum, hafvönum, riarðfylgnum mönnum þótti nóg um.

    Og alt af varð loftið illilegra og vonskulegra. Og norðan-bakkinn, geigvænlegur og bólginn af stórhríð, hækkaði stöðugt. Og loftvogin hrapaði niður. Það voru öll nierki þess, að það væri aftaka garður í aðsigi; einn þessara haustgarða, þegar ofsi vetrarins brýst i fyrsta skifti út.

    Og um nóttina kom garðurinn. Eftir náttmál brast hann á i moldroks byl. Þá nótt svaf margur sjómaðurinn laust. — — — — — — — — — — — — —

    Það var ekki mikil skíma morguninn eftir, þegar þeir fyrstu fóru á fætur. Þeim var órótt í rúmunum.

    Það sást lítið fyrir dimmviðri. Þó birti og hægði, er á daginn leið.

    Þegar giórði fram í „Hafmeyna", þóttust allir sjá, að hún hefði dregið. Og þegar birti til fulls, sáu menn, að hún var á leiðinni í land — í síðasta sinn.

    Ströndin lá þarna á þessu svæði í boga. Skarst þvi fram langur og grýttur tangi ofan og innan við „Hafmeyna. Á þeim tanga braut brimið ægilegast og þyngst. Það var að sjá sem einn samfeldąn, óslitinn brimgarð langt fram í ála. Fjaran nötraði þarna undan hrönnunum, skalf eins og lifandi likami, eins og jarðskjálftakippir ryktu í björgin. Þangab fóru allir bátar, sem losnuðu upp á Víkinni. Og þangað bar nú „Hafmeyna. Menn vissu, að hún mundi brotna í spón langt frammi á grynningunum.

    Sjómennirnir gengu í hópum ofan á bakkann upp undan tanganum. Það komu raunar fleiri en sjómenn. En þeir voru fyrstir og flestir.

    Þeim var órótt innan brjósts. Þeim var öllum ljóst, að einn af þeirra bardagabræðrum var að þoka burt úr lífinu, þoka fyrir þeirri voldugu hönd, sem hafði oft snortið við þeim sjálfum.

    Og það var ekki einn einasti í þessum hraustlega, alvarlega hóp, sem skildi ekki hvers vegna Þórólfur varð eftir í bátnum. Þeir áttu margir far, sem þeir höfðu flotið á út og inn fyrir brimgarðinn. Þeir þektu ástina til þess, sem margoft hafði geymt líf þeirra í tryllings-hamförum brotnandi hranna.

    Þeir voru ekki komnir þarna til að bjarga. Hér var ekkert annað að gera, en hirða leifarnar af báti og manni, þegar þeim skolaði á land. En þeim fanst einhver fróun í því, að fá að tína saman brotin úr bátnum og veita Þórólfi fyrsta umbúnaðinn eftir dauða hans.

    Það var nú komið allgott veður, — bjart til hafs og heiða, en beljandi stormur. En þess gleggra sást brimið. Það var tröllslegt, ógurlegt. Þeim, sem stóðu í fjörunni, sýndist koma blámötluð, tindalaus fjöll, líðandi utan að tanganuin. Þessi fjöll urðu hærri og hærri, teygðust nær og nær himni, uns eggin sprakk fram, og mjallhvítt grjótmulið veltist niður hlíðarnar. En þessi fjöll voru ekkert annað en öldur — himingnæfandi ferlíkis-öldur.

    „Hafmeyna" bar smátt og smátt nær.

    „Þarna er Þórólfur!" hrópaði einhver.

    Hann stóð á þilfari bátsins og veifaði sjóhattinum til lands, oft og lengi.

    „Hann er að kveðja okkur, sagði Jóhann gamli. „Eigum við ekki að svara honum, piltar?

    Samstundis blöktu yfir höfðum þeirra tugir sjóhatta, sem báru hinstu kveðjuna út yfir brimgarðinn.

    Þórólfur hijóp niður undir þiljur, er hann sá kveðju

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1