Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997
Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997
Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997
Ebook52 pages44 minutes

Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Árið 1997 kom út bókin Lögreglan á Íslandi, stéttartal og saga; höfundar Þor- steinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn. Bókin var gefin út í samvinnu við Landssamband lögreglumanna með tilstyrk dómsmálaráðuneytisins. Hér á eftir er samantekt Guðmundar, byggð á söguþáttum hans er fram koma í bókinni. Í bókinni er gerð grein fyrir heimildum og því ekki ástæða til að geta þeirra í einstökum atriðum hér.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 18, 2020
ISBN9788726523355
Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

Read more from Forfattere Diverse

Related to Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

Related ebooks

Related categories

Reviews for Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997 - Forfattere Diverse

    Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

    Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2002, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523355

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Brot úr sögu lögreglunnar í Reykjavík á árunum 1918 til 1997

    Eftir Guðmund Guðjónsson, yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra.

    Arið 1997 kom út bókin Lögreglan á Íslandi, stéttartal og saga; höfundar Þor-steinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson yfirlögregluþjónn. Bókin var gefin út í samvinnu við Landssamband lögreglumanna með tilstyrk dómsmálaráðuneytisins. Hér á eftir er samantekt Guðmundar, byggð á söguþáttum hans er fram koma í bókinni. I bókinni er gerð grein fyrir heimildum og því ekki ástæða til að geta þeirra í einstökum atriðum hér.

    Embætti lögreglustjórans í Reykjavík stofnað 1918

    Lögreglustjórn og meðferð sakamála í Reykjavík var í höndum bæjarfógeta fram til ársins 1918, en þá var stofnað sérstakt embætti lögreglustjórans í Reykjavík,með skiptingu bæjarfógetaembættisins. Enn fremur tóku lögin til þess að í kaup-stöðum og kauptúnum á Íslandi, þangað sem siglingar væru mestar, skyldu skipaðir lögreglumenn lögreglustjórunum til aðstoðar. Fyrsti lögreglustjórinn í Reykjavík var Jón Hermannsson og gegndi hann því starfi til ársloka 1928. Það sem fyrst og fremst kallaði á þessa breytingu voru stórauknar siglingar til landsins og ráðstafanir sem gera þurfti vegna laga um áfengisbann.

    Aðflutningsbann á áfengi gekk í gildi á Íslandi árið 1912 og sölubann 1915. Í áfengisbannlögunum var ákvæði sem skyldaði bæjarfógeta til að hafa á hendi inn-siglun áfengisbirgða og tolleftirlit. Með þessu ákvæði var tollgæsluhlutverkið í Reykjavík í höndum lögreglunnar. Við stofnun lögreglustjóraembættisins í Reykjavík færðist tollinnheimta og tollgæsla frá bæjarfógeta til hins nýja embættis lögreglustjóra. Í fyrrnefndum lögum er fyrsta ákvæðið um sjálfstæði toll-gæslunnar, þar sem kveðið er á um að stofna skuli jafnskjótt og því verði við komið sérstaka tollgæslu fyrir Reykjavík, undir stjórn lögreglustjórans í Reykjavík. Komu þá sérstakir tollverðir sem unnu með lögreglunni við tollgæslustörfin. Toll-verðir fengu í hendur lögregluskjöld, sem var sporöskjulaga skjöldur, nokkuð stór. Á ýmsu gekk fyrstu árin og skal eitt dæmi nefnt. Um 1920 var sjómaður einn að rogast með áfengi úr skipi frá höfninni. Tollvörður mætti honum á stein-bryggjunni, sýndi honum skjöldinn og segir við sjómanninn að hann sé tekinn fastur. Maðurinn svaraði með því einu að slá tollvörðinn. Var sjómaðurinn hand-samaður og dreginn fyrir lögreglustjóra. Var spurður hverju þetta sætti að hann réðist á tollvörðinn. Hvort hann hefði ekki séð lögreglumerkið. „Merkið – mér sýndist hann hafa lok af skósvertudós í hendinni," svaraði sjómaðurinn.

    Lögreglustjóri lagði fram tillögur til bæjarstjórnar í desember 1918, þar sem hann lagði meðal annars til að lögreglunni yrði skipt eins og gerðist í nágranna-löndunum, í eftirlitslið og rannsóknarlið, með stöðu sérstaks rannsóknarlögreglu-manns. Ósk lögreglustjórans um fjölgun lögreglumanna úr níu í nítján var ekki samþykkt að öðru leyti en því að ráðinn var yfirlögregluþjónn sem hafði rannsóknir afbrota með höndum samhliða yfirverkstjórn lögregluliðsins. Í fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1922 samþykkti bæjarstjórnin að veita fé svo hægt væri að fjölga lögreglumönnum í bænum um sjö. Urðu miklar umræðum um málið í bæjarstjórn og lyktir þær að frestað var að fjölga í lögreglunni.

    Óspektir á gamlárskvöld 1920

    Í byrjun þriðja áratugarins fór að bera á óspektum og skrílslátum á gamlárs-kvöldum. Segja má að þetta ástand hafi verið viðvarandi í um það bil þrjá áratugi. Ekki er gott að segja hvað hefur

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1