Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu
Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu
Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu
Ebook46 pages37 minutes

Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Drengskapur í leik er grundvöllur allrar íþróttaiðkunar og ekki leikur vafi á að einmitt sá grundvöllur á stóran þátt í að hrífa alla heimsbyggðina með sér. Mikil- vægi íþrótta í uppeldi, spennu og sanngjarnri keppni hefur farið vaxandi í áraraðir og mikilvægið hefur vaxið með þróun nútíma fjölmiðlasamfélags. Knatt- spyrna hefur oft verið í fararbroddi með ýmsar nýjungar til að gleðja þá fáu sem eru nógu heppnir til að vera á áhorfendapöllunum og þær milljónir manna um allan heim sem setjast fyrir framan sjónvarpið þegar útsendingar byrja. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 11, 2020
ISBN9788726523218
Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu

Read more from Forfattere Diverse

Related to Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu

Related categories

Reviews for Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu - Forfattere Diverse

    Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2001, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523218

    1. ebook edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.sagabooks.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Þegar ofbeldi kryddar knattspyrnu

    Eftir Per Larsen, yfirlögregluþjón, Kaupmannahöfn.

    Drengskapur í leik er grundvöllur allrar íþróttaiðkunar og ekki leikur vafi á að einmitt sá grundvöllur á stóran þátt í að hrífa alla heimsbyggðina með sér. Mikilvægi íþrótta í uppeldi, spennu og sanngjarnri keppni hefur farið vaxandi í áraraðir og mikilvægið hefur vaxið með þróun nútíma fjölmiðlasamfélags. Knattspyrna hefur oft verið í fararbroddi með ýmsar nýjungar til að gleðja þá fáu sem eru nógu heppnir til að vera á áhorfendapöllunum og þær milljónir manna um allan heim sem setjast fyrir framan sjónvarpið þegar útsendingar byrja.

    Því miður er það ekki aðeins knattspyrnan sjálf sem fjölmiðlar segja frá því á stöðugt fleiri knattspyrnuleikjum stíga ýmsar knattspyrnubullur fram og beita ýmis konar ofbeldi. Þetta er hinn svo kallaði „hooliganismi". Úrslitaleikurinn i UEFA bikarkeppninni, þann 17. maí árið 2000 á Parken í Kaupmannahöfn milli tyrkneska liðsins Galatasaray og Arsenal var engin undantekning frá þessu. Samhliða myndum frá spennandi og skemmtilegum leik sendu flestar sjónvarpsstöðvar í heiminum út nákvæmar fréttir úr miðborg Kaupmannahafnar þar sem knattspyrnubullurnar höfðu í frammi ofbeldi og sýndu heimskulega framkomu.

    Til þess að lögreglan geti varið leikinn fyrir þessum eyðingaröflum þarf hún að fara út í mjög umfangsmiklar og flóknar aðgerðir.

    Samvinna um drengilega keppni

    Íþróttasamband lögreglunnar í Evrópu (USAP) hélt í júlí árið 2000 50 ára afmælishátíð á Spáni með þátttöku lögreglufólks frá 38 löndum í Evrópu. Á meðal samtaka sem studdu þessa hátíð voru Alþjóða ólympíunefndin (IOC) og Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA).

    Forseti UEFA, Lennart Johansson, sendi þátttakendum á ráðstefnunni kveðju sína og vitnaði í henni í herferð UEFA fyrir drengilegum leik. Kveðja forsetans var sem hér segir:

    „Kæra íþróttafólk!

    Hugmyndin um að iðka íþróttir á drengilegan máta og koma fram við jafnt mótherja, samherja og dómara á íþróttamannslegan hátt er einn besti þátturinn sem finnst í sérhverri íþróttagrein. Það er staðreynd að það voru íþróttirnar sem ólu af sér hið útbreidda slagorð og hugmynd um drengilegan leik. Þessi hugmynd er alltaf mikilvægur þáttur í íþróttum í dag og flestir áhorfendur eru einhuga um að það er aðeins drengilegur leikur eða keppni sem er skemmtileg.

    Hugmyndina um drengilegan leik má brjóta niður í eftirfarandi meginreglur sem höfða jafnt til keppenda sem annarra sem koma að leiknum:

    Lög um fyrirkomulag keppninnar og reglur leiksins ber að virða.

    Þess skal kappkostað að koma fram á íþróttamannslegan hátt við mótherja, dómara og aðra sem koma að leiknum, til dæmis áhorfendur, forsvarsmenn annarra félaga og fulltrúa fjölmiðla.

    Þeirri áskorun er beint til allra annarra sem koma að leiknum að fylgja áðurnefndum atriðum fyrir keppni, á meðan hún stendur yfir og

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1