Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Hadda padda
Hadda padda
Hadda padda
Ebook95 pages1 hour

Hadda padda

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Hadda Padda er leikrit eftir Guðmund Kamban sem kom út árið 1914. Tíu árum síðar var gerð dönsk-íslensk kvikmynd eftir handritinu. Sagan segir frá raunum Hrafnhildar 'Höddu Pöddu' og Kristrúnu systur hennar, í kjölfari þess að sú fyrri ákveður að hefna sín á unnusta sínum Ingólfi þegar hann skyndilega slítur ástarsambandi þeirra.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateOct 4, 2022
ISBN9788728353912
Hadda padda

Related to Hadda padda

Related ebooks

Reviews for Hadda padda

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Hadda padda - Guðmundur Kamban

    Hadda padda

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 1914, 2022 Guðmundur Kamban and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788728353912

    1st ebook edition

    Format: EPUB 3.0

    No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    www.sagaegmont.com

    Saga is a subsidiary of Egmont. Egmont is Denmark’s largest media company and fully owned by the Egmont Foundation, which donates almost 13,4 million euros annually to children in difficult circumstances.

    SKÚLI, bæjarfógeti.

    FRÚ ANNA, kona hans.

    HRAFNHILDUR, kölluð Hadda Padda dætur þeirra.

    KRISTRÚN dætur þeirra.

    SKÚLI LITLI, sonarsonur peirra.

    RANNVEIG, fóstra Höddu Pöddu.

    SÝSLUMAÐURINN á Breiðabóli.

    FRÚ MARGRÉT, kona hans.

    INGÓLFUR, lögfræðingur börn þeirra.

    ÓLÖF börn þeirra.

    STEINDÓR, maður Ólafar, skrifari sýslumanns.

    SIGGA börn Steindórs og Ólafar.

    DODDI börn Steindórs og Ólafar.

    MAGGA börn Steindórs og Ólafar.

    GRASAKONA.

    SUMARGESTIR OG FERÐAMENN.

    BERGMÁL.

    Leikurinn fer fram á Íslandi nú á dögum. Fyrsti páttur í Reykjavík; annar þáttur á sýslumannssetri sunnantil á landinu; tveir síðustu pættirnir í grend við sýslumannssetrið.

    FYRSTI PÁTTUR

    Fögur dagstofa í húsi bæjarfógeta. A framsviðinu til hægri dyr. Á miðju baksviðinu opnar dyr með pungum dökkrauðum dyratjöldum. Til vinstri stór gluggi. Í horninu milli gluggans og dyranna flygill, og bak við pálmi sem slútir yfir hann. Á framsviðinu til vinstri dívan; við hliðina stendur mynd úr svörtum brendaleir á viðarsúlu.

    HADDA PADDA OG KRISTRÚN sitja í djúpum hægindastólum á framsviðinu. Þær kasta kristalskúlu á milli sín, fram og aftur. Skamt frá stendur borð með dúk og svartri flauelsbót, þar sem kúlan hefir legið. Hadda Padda er dökkbrún á hörund af sólbruna.

    RANNVEIG kemur inn frá baksviðinu og er að prjóna í slenzka skotthúfu og hefir hnykilinn í handarkrika sér. Hún er í íslenzkum búningi.

    RANNVEIG

    Varið ykkur á að láta ekki kúluna detta! (Missir niður lykkju og tekur hana upp — brosir ). Hver veit nema þetta sé fjöreggið ykkar, telpur mínar!

    KRISTRÚN

    Fjöreggið! . . . Er það æfintýr?

    RANNVEIG

    Kunnið þið það ekki? (Tekur stól og sezt hjá Þeim ). Einu sinni voru tvær tröllkonur; þær voru systur og höfðu heillað til sín kongsson. Þær létu hann sofa undir gullofinni ábreiðu og sváfu sjálfar undir silfurofinni. Þegar hann hafði loksins heitið annari þeirra eiginorði, fekk hann að vita hvað þær hefðust að úti á skóginum á daginn. Þær veiddu dýr og fugla, en þess á milli settust þær undir eik eina og hentu á milli sín fjöregginu sínu. Það mátti ekki brotna, þá voru þær báðar dauðar. Næsta dag fer kongsson út á skóg, og sér hvar systurnar sitja undir eikinni. Önnur heldur á gulleggi og snarar því að hinni. Þá skýtur kóngsson spjóti sínu. Það kemur í eggið á fluginu og brýtur það, en tröllkonurnar detta niður örendar.

    KRISTRÚN

    Hugprúðu tröllkonur, sem þorðuð að fara svo gálauslega með ykkar helgustu eign!

    RANNVEIG

    Hefndin gengur á ullarskóm; hún kom til þeirra fyr en þær varði.

    KRISTRÚN

    Ég vildi óska að öll mín forlög væru saman komin í þessari kúlu.

    RANNVEIG

    Hvað mundirðu þá gera?

    KRISTRÚN

    Ég mundi leggja hana sjálf í lófa þess manns sem ég elskaði, og segja: Geymdu hana á öryggum stað! og ég mundi loka augunum meðan hann leitaði að staðnum.

    RANNVEIG

    Ef hún systir mín væri komin, gæti hún ef til vill lesið forlög þín í kúlunní, bæði fortíð þína og framtið. . . . Hver veit nema öll náttúran speglist í þessum eina glerhnetti.

    KRISTRÚN

    Það er gamla hjátrúin þín. (Brosir íbyggin ). Segðu mér, Veiga — átt þú ekkert fjöregg? (Litur strax af henni og kastar kúlunni til Höddu ).

    RANNVEIG með undanfærslu.

    Ég átti það einu sinni . . .

    KRISTRÚN grípur kúluna aftur.

    Þú átt það ekki lengur?

    RANNVEIG

    Nei.

    KRISTRÚN

    Og samt lifirðu?

    RANNVEIG

    Sá, sem einu sinni hefir lifað sæll, deyr tvisvar. (Systurnar kasta kúlunni óðara og óðara ).

    RANNVEIG

    Kastið ekki kúlunni svona óvarlega.

    KRISTRÚN

    Það er óhætt: Kóngssonurinn kemur ekki. Og þó hann kæmi nú — heldurðu þá að við eigum sama fjöreggið, við Hrafnhildur?

    RANNVEIG

    Vertu nú ekki að skopast að mér! Kúlan getur lent í andlitinu á ykkur — svona, rétt varstu búin að rota hana Höddu mína . . . . Það er undarlegt að hafa gaman af þessu. (Tekur kúluna upp af gólflnu og leggur hana á flauelsdúkinn ).

    KRISTRÚN

    Segðu mér, Veiga? Fjöreggið þitt var ef til vill ungs manns hjarta . . .

    RANNVEIG

    Við skulum hætta þessu tali.

    KRISTRÚN

    . . . Og hvernig brast það.

    RANNVEIG móðgast.

    Ég lék mér að minsta kosti ekki að því. Eg hefi aldrei leikið mér að tílfinningum annara.

    KRISTRÚN

    Nú, nú, ekki svona grimm, þú geltir — vá, vá!

    RANNVEIG æstari.

    Hvað eru þeir margir, sem þú hefir dregið á tálar?

    KRISTRÚN

    Við skulum sjá. (Telur á fingrum sér ). Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu, tíu, (fleygir öðrum skónum og telur á tánum ) ellefu . . . tólf . . . þrettán — og þarna er gat á sokknum! Þrettán! Óhappatalan! Ágætt!

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1