Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Norræn Sakamál 2001
Norræn Sakamál 2001
Norræn Sakamál 2001
Ebook470 pages7 hours

Norræn Sakamál 2001

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sannleikurinn er ekki eingöngu sagna bestur, heldur oftast ótrúlegri en besti skáldskapur. Það er væntanlega þess vegna sem bækurnar "Norræn sakamál" selj- ast árlega í stóru upplagi á hinum Norðurlöndunum. En í bókunum segja lögreglu- menn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka. Nú hafa íslenskir lögreglumenn gengist til liðs við norræna félaga sína og fyrsta bókin í þessum bókaflokki er komin út á íslensku, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum sem taka hinum erlendu ekkert eftir hvað varðar spennu og dulúð. Þess er vandlega gætt að fyllsta trúnaðar sé gætt í frásögnum lögreglumannanna. Dómur hefur gengið í öllum málunum sem fjallað er um og þau því orðin opinber. Þrátt fyrir þetta ákváðu íslensku lögreglumennirnir að sýna fulla aðgát í nærveru sálar og forðast að nota rétt nöfn íslenskra sakamanna í sögunum sem hér fara á eftir, bæði þeirra vegna og ekki síður aðstandanda þeirra. Íslensku sögurnar endurspegla störf lögreglumanna, lýsa vel starfsumhverfi þeirra og eljusemi við rannsókn mála sem oft virðast óleysanleg. Í bókinni er einn- ig rakin saga lögreglunnar í Reykjavík til ársins 1918 og merkileg saga fingrafara- rannsókna hérlendis þar sem fyrsta sönnun glæps með fingrafari sannaði sekt manns sem var með pottþétta fjarvistarsönnun og hefði annars sloppið undan klóm réttvísinnar. Það er von okkar lögreglumanna að þessi bók sé kærkomin viðbót í þá stóru flóru sakamálabóka fyrir er á markaðinum, því hvergi er að finna sannari glæpa- sögur en einmitt hér. -
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateAug 11, 2020
ISBN9788726523140
Norræn Sakamál 2001

Read more from Forfattere Diverse

Related to Norræn Sakamál 2001

Related ebooks

Reviews for Norræn Sakamál 2001

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Norræn Sakamál 2001 - Forfattere Diverse

    Norræn Sakamál 2001

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2001, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726523140

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Ritstjórar:

    Ísland – Egill Bjarnason

    Danmörk – Per Larsen

    Svíþjóð – Gustaf Andersson

    Finnland – Jan-Erik Björkgård

    Noregur – Björn Enoksen

    Inngangur

    Sannleikurinn er ekki eingöngu sagna bestur, heldur oftast ótrúlegri en besti skáldskapur. Það er væntanlega þess vegna sem bækurnar „Norræn sakamál" seljast árlega í stóru upplagi á hinum Norðurlöndunum. Í bókunum segja lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás sakamálanna, rannsókn þeirra og gefa raunsæja lýsingu á gerningsmönnum og ástæðunum sem liggja að baki afbrotum þeirra.

    Nú hefur Íþróttasamband lögreglumanna bæst í samstarfið um hina Norrænu sakamálabók og fyrsta bókin í þessum bókaflokki er komin út á íslensku. Hún inniheldur frásagnir af sönnum sakamálum, bæði frá Íslandi og hinum Norðurlöndunum.

    Fyllsta trúnaðar er gætt í frásögnum lögreglumannanna. Forðast er að nota rétt nöfn íslenskra sakamanna í sögunum sem hér fara á eftir, bæði vegna þeirra sjálfra og ekki síður aðstandenda þeirra. Síðast en ekki síst hefur dómur gengið í öllum málunum sem fjallað er um og þau því orðin opinber.

    Íslensku sögurnar endurspegla störf lögreglumanna, lýsa vel starfsumhverfi þeirra og eljusemi við rannsókn mála sem oft virðast óleysanleg. Í bókinni er einnig rakin saga lögreglunnar í Reykjavík til ársins 1918 og merkileg saga fingrafararannsókna hérlendis þar sem fyrsta sönnun sakamáls með fingrafari sannaði sekt manns sem var með „pottþétta" fjarvistasönnun og hefði annars sloppið undan klóm réttvísinnar.

    Það er von okkar lögreglumanna að þessi bók sé kærkomin viðbót í þá stóru flóru sakamálabóka sem fyrir eru á markaðinum, því hvergi er að finna sannari sakamálasögur en einmitt hér.

    f. h. ÍÞRÓTTASAMBANDS LÖGREGLUMANNA

    Óskar Bjartmarz

    Eftirlýstur bankaræningi handtekinn á Íslandi.

    Eftir Omar Smára Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjón, Reykjavík.

    Einn frægasti strokufangi Vestur-Þýskalands, bankaræninginn Ludwig Lugmeier, var handtekinn fyrir hreina tilviljun af fimm óvopnuðum reykvískum lögreglumönnum að kvöldi föstudagsins 29. júlí árið 1977.

    Í kjölfarið fylgdi mikil umfjöllun innlendra sem erlendra fjölmiðla af atburðinum, sem þótti með þeim merkari hér á landi. Eftir handtökuna endurheimtust 277 þúsund mörk úr ránsfengnum.

    Nokkrum dögum seinna tóku um 50 þýskir lögreglumenn með alvæpni á móti Lugmeier þegar íslenskur rannsóknarlögreglumaður skilaði honum af sér á flugvellinum í Frankfurt. Þar með lauk ævintýralegum og átakanlegum 18 mánaða flótta hans undan réttvísinni vítt og breytt um heiminn.

    Íslensku lögreglumennirnir héldu ró sinni þrátt fyrir afrekið. Þótt málið hafi vakið mikla athygli hér á landi vakti það ekki minni athygli í Þýskalandi. Þegar Lugmeier hafði verið færður þangað var t.d. ekki farið með hann í fangelsi fyrr en búið var að færa hann á blaðamannafund og láta hann svara hinum margvíslegustu spurningum um flótta sinn.

    Lugmeier-málið er án efna í hópi sérstæðustu mála sem lögregla hér á landi hefur unnið að. Það mun og lifa lengi í minni lögreglumannanna sem höfðu hendur í hári bankaræningjans, rannsóknaraðilanna sem og mannanna tveggja, sem komu að máli við Þorstein Alfreðsson, varðstjóra, og gáfu honum upplýsingar er síðan leiddu til handtökunnar. Þýskur banki og þýsk yfirvöld greiddu mönnunum síðar verðlaunafé fyrir vikið eins og lofað hafði verið.

    Dagbók lögreglunnar 30. júlí 1977.

    Í handritaðri dagbók árdegisvaktar lögreglunnar í Reykjavík laugardaginn 30. júlí árið 1977 má sjá yfirskriftina: Um grunsamlega menn með mikið af erlendri mynt í fórum sínum. Fjölmiðlar fái ekki upplýsingar um þetta mál. Geymsla. Til hliðar fylgdi útdráttur úr lögregluskýrslu nr. 6360:

    „Lögreglumaður nr. 132 gefur skýrslu um tvo erlenda menn, sem lögreglunni var tilkynnt um. Var talið að menn þessir væru grunsamlegir. Þeir fóru í Glæsibæ [veitingahús]. Lögreglumenn fóru þangað. Sáu þeir þar í grennd bifreiðina R 52664. Í þessari bifreið voru tveir menn og stúlka. Þegar lögreglumaður ætlaði að handtaka fólkið kom til átaka við ökumanninn þar sem bifreiðin var stöðvuð við Gnoðarvog og Skeiðarvog. Nafn ökumanns: John Michael Waller, Dúfnahólum 4, f: 10.07.’41. Hann var með íslenskt ökuskírteini, en írskt vegabréf. Mun vera þýskur. Farþeginn heitir Henry C. Hackert, Hringbraut 43, f: 1922. Hann var með í fórum sínum mjög stóra upphæð í þýskum mörkum. Einnig fannst í fyrrgreindri bifreið mikil upphæð þýskra marka. Mennirnir voru fluttir til geymslu í fangageymsluna. Stúlkan er var með þeim í bifreiðinni, Anna Ziskin Fagaro, Laugavegi 49, baðst gistingar. Hún var sett í klefa 2, kvd. Menn frá Útlendingaeftirlitinu og Rannsóknarlögreglu ríkisins voru boðaðir. Einnig ríkisrannsóknarlögreglustjóri, Hallvarður Einvarðsson.

    Um þetta var tilkynnt kl. 23.00".

    Stöðvarmaður morgunvaktarinnar hafði fengið skýrslu lögreglumanns nr. 132, Þórðar E. Hilmarssonar, sem hann hafði ritað á næturvaktinni og skráð skilmerkilega helstu atriði hennar í dagbókina, gefið henni númer og skráð í málaskrá.

    Í málaskrá Lögreglunnar í Reykjavík fylgdi máli númer 6360 eftirfarandi skýring: Um menn með mikið af erlendri mynt í fórum sínum. Geymsla. Síðan eru við það skráð nöfn karlmannanna, sem handteknir voru. Ökumaðurinn var skráður sem John Michael Waller, Dúfnahólum 4. Farþeginn Henry C. Hackert, Hringbraut 43. Nafn konunnar var ekki skráð í málaskrána.

    Á aðallögreglustöðinni í Reykjavík hófst næturvakt föstudagsins 29. júlí klukkan 20:00 og lauk klukkan 06:00 að morgni laugardags 30. júlí. Þegar skýrslan var skráð í dagbókina að morgni 30. júlí var enn ekki vitað annað en að John Michael Willer væri sá, sem hann sagðist vera, en hann hafði sýnt mótþróa við handtöku auk þess sem ástæða þótti til að rannsaka sérstaklega tilvist hinnar háu fjárhæðar í þýskum mörkum sem fundist hafði í fórum hinna handteknu útlendinga. Annar þeirra var með íslenskt ökuskírteini og írskt vegabréf, hinn með bandarískt vegabréf. Þá flækti það málið, en gaf jafnframt tilefni til nánari athugunar, að konan hélt því fram að Bandaríkjamaðurinn hefði stolið peningunum, sem teknir voru af honum, af Íranum. Hann hefði bara verið að reyna að endurheimta þá þegar þau voru handtekin.

    Næturvaktin 29. júlí 1977.

    Eins og fyrr segir hófst næturvakt B-vaktar lögreglunnar í Reykjavík, vakt Magnúsar Gunnars Magnússonar, aðalvarðstjóra, stundvíslega kl. 20:00 föstudagskvöldið 29. júlí. Að upplestri loknum, þar sem vakthafandi lögreglumönnum var tilkynnt hvar og með hverjum þeir ættu að vera, fór hver til sinna starfa. Þórður E. Hilmarsson var stjórnandi „fólksbifreiðar í Austurborginni. Með honum var Laufey Bonnie Debuis. Venja var að skrá tvo reynda lögreglumenn á fólksbifreið á vaktinni á móti þremur í önnur ökutæki, „Maríurnar. Áhöfn fólksbifreiðarinnar var m.a. ætlað að sinna eftirliti, einkum með ölvunarakstri og útköllum öðrum en slagsmálum, s.s. innbrotum, dauðsföllum o.s.frv.

    Undirritaður var stjórnandi aukabifreiðar og með honum voru tveir menn. Okkur var ætlað að sinna eftirliti og útköllum hvar sem var í borginni eftir þörfum. Aðrar lögreglubifreiðar, utan sérstakra umferðareftirlitsbifreiða og slysarannsóknarbifreiðar, voru skráð á afmörkuð varðsvæði í borginni. Með mér í bifreiðina á þessari vakt voru lögreglumennirnir Guðmundur Ómar Þráinsson og Sigurður Sigurðsson, báðir sumarafleysingamenn. Þegar áhöfn viðkomandi svæðisbifreiðar var upptekin í verkefnum var ætlunin að áhöfn aukabifreiðarinnar tæki við útköllum á því svæði á meðan.

    Vakt Magnúsar, B-vaktin, hafði hlutfallslega hæstan samanlagðan aldur starfsmanna á þeim tíma. Annars vegar voru á henni eldri menn með mikla starfsreynslu og hins vegar nokkrir ungir. Eldri mennirnir voru þá margir hverjir skráðir inni við eða til eftirlitsgöngu um nærliggjandi götur, s.s. Laugaveg og Hverfisgötu. Sjálfur hafði ég einungis verið nokkur misseri við löggæslustörf og fann því eðlilega til mikillar ábyrgðar að vera orðinn stjórnandi lögreglubifreiðar á helgarnæturvakt með tvo sumarafleysingarmenn mér við hlið. Verkefnin gátu verið fjölbreytt og ekki alltaf auðveld úrlausnar, auk þess sem okkur var ætlað að hafa afskipti af ólíku fólki í misjöfnu ástandi við hinar margvíslegustu aðstæður.

    Mikill annatími var á næturvöktunum í þá daga – og er enn. Helgarnætur í Reykjavík eru heldur ekki neinar venjulegar nætur. Venjulegir borgarbúar verða hins vegar ekki varir við það, þeir sofa. Samt gerist margt og sumt harla óvenjulegt. Þegar það gerist, gerist það yfirleitt fyrirvaralaust.

    Upplýsingar.

    Við höfðum verið úti í eftirliti, sinnt útköllum í heimahús og stöðvað ökumann, sem grunaður var um ölvun við akstur. Áhafnir beggja bifreiðanna hittust í kaffistofunni um kl. 22:30. Skömmu síðar kallaði Þorsteinn Alfreðsson, varðstjóri, í Þórð og bað hann um að fara með sína menn að veitingahúsinu Glæsibæ við Álfheima og kanna þar grunsamlegan miðaldra útlending, Bandaríkjamann, sem þar hefði verið fyrir utan staðinn með mikið af peningaseðlum á sér. Hann þyrfti að fara varlega að honum því grunur væri um að maðurinn væri vopnaður. Maðurinn gæti hafa farið inn á veitingahúsið.

    Tveir ungir menn, sem verið höfðu á veitingahúsinu höfðu komið á aðallögreglustöðina og komið þessum upplýsingum á framfæri. Þótt þetta virtist ekki merkilegt væri rétt að skoða þetta nánar.

    Þórður hitti mig á ganginum er hann var á leið út. Hann bað mig um að kalla í mitt fólk, fylgja sér í Álfheima og vera í nágrenninu honum til aðstoðar ef þurfa þætti. Ekki síst ef maðurinn væri vopnaður í raun og veru. Ungu mennirnir fóru í lögreglubifreiðinni með Þórði og Laufeyju.

    Ber til tíðinda.

    Þórður hafði ekið að Gæsibæ. Þegar hann nálgaðist staðinn sáu þau mann í Gnoðarvogi, aðliggjandi götu, sem lýsingin gæti átt við. Hann stöðvaði og benti ungu mönnunum á mann þennan. Þeir voru alveg vissir um að hann væri sá, sem þeir höfðu rætt við utan við veitingastaðinn skömmu áður. Þau fylgdust með manninum um stund. Á meðan á því stóð var Volkswagenbifreið ekið hratt frá Glæsibæ inn í Gnoðarvog. Bifreiðin var stöðvuð í skyndi á móts við manninn og honum þegar kippt inn í hana. Að því búnu var bifreiðinni ekið austur götuna í átt að Álfheimum með manninn innanborðs. Hann bað piltana tvo um að fara út úr lögreglubifreiðinni því það gæti komið til einhverja átaka minnugur upplýsingum þeirra um að maðurinn, sem kippt hafði verið inn í Volkswagenbifreiðina, gæti verið vopnaður. Síðan ók hann hratt af stað austur Gnoðarvog að gatnamótum Álfheima.

    Þegar við ókum suður Álfheima kallaði Þórður í talstöðina að Volkswagenbifreið væri ekið austur Gnoðarvog og hann á eftir henni. Í bifreiðinni væri maðurinn, sem við leituðum að. Í því sáum við hvar henni var ekið yfir gatnamótin framundan. Í bifreiðinni virtust vera tveir farþegar auk ökumanns, annar í framsæti og hinn í aftursæti. Það var þurrt og bjart þrátt fyrir að klukkan væri að nálgast miðnætti. Nokkur umferð var um Álfheima.

    Ég beygði til vinstri, austur Gnoðarvog, á eftir Volkswagenbifreiðinni. Ökumaðurinn virtist ekki hafa áhyggjur af lögreglubifreiðinni. Þórður ók yfir Álfheima frá Glæsibæ og áfram austur Gnoðarvog á eftir okkur.

    Handtakan.

    Þegar við nálguðumst gatnamót Skeiðarvogs ákváðum við að ég myndi fara framúr Volkswagenbifreiðinni og reyna að stöðva akstur hennar, en Þórður myndi aka fast að henni og reyna að koma í veg fyrir að henni yrði ekið á brott þá leiðina. Á leiðinni fram með bifreiðinni kveiktum við á rauðu viðvörunarljósunum á þaki lögreglubifreiðarinnar og ökumanninum var bent á að hann ætti að stöðva.

    Við gatnamótin stöðvaði ég lögreglubifreiðina rólega svo Volkswagenbifreiðin var þétt aftan við hana. Í sama mund stöðvaði Þórður fast aftan við Volkswagenbifreiðina. Eftir það gerðust hlutirnir mjög hratt.

    Ég fór þegar út, gekk ákveðið að vinstri hlið Volkswagenbifreiðarinnar og opnaði dyrnar með vinstri hendinni, án þess að líta af ökumanninum, karlmanni á fertugsaldri, klæddur ljósleitum jakka. Hann horfði á mig og virtist rólegur, en undrandi á þessum aðgerðum lögreglunnar. Þegar hann ætlaði með hægri höndina í innri vasa jakkans, sennilega til að ná í ökuskírteinið, tók ég höndina af hurðinni, greip í jakkaboðunginn og dró ökumanninn til mín með vinstri hendi til öryggis, minnugur þess að annar mannanna gæti verið vopnaður. Hann lét höndina síga til baka og notaði hana til að ýta sér hægt á móti mér út úr bifreiðinni. Þegar hann hafði stigið með vinstri fótinn út og var að draga þann hægri að sér beygði hann sig niður fyrir framan mig. Ég ætlaði að reisa manninn upp, en í því gaf hann mér talsvert högg með vinstri hnefanum í magann og reyndi samstundis að hlaupa af stað aftur með bifreiðinni. Höggið hafði hins vegar ekki tilætluð áhrif. Ég beygði mig þó ósjálfrátt fram við það, en náði um leið að grípa með fingrum hægri handar í jakkakraga ökumannsins. Á hlaupunum reyndi hann að snúa mig af sér, vinda sig og beygja. Hann gerði allt sem hann gat til að snúa sér af mér. Ég náði ekki taki með vinstri hendinni á honum, lætin voru svo mikil, en hékk í kraganum með þeirri hægri á meðan hann hamaðist sem óður við að reyna að fikra sig aftur með bifreiðinni. Ökumaðurinn náði að komast aftur fyrir hana með mig hangandi á sér en þar kom Guðmundur Ómar á móti honum, greip hann föstu taki, lagði hann ákveðið á magann ofan á grasið vestan götunnar og handjárnaði hann við það sama með aðstoð Sigurðar. Þegar þeir reistu manninn við var ekki hægt að komast hjá því að sjá að hann hafði komist í nána snertingu við grasið. Stráin stóðu út úr munnvikjunum á honum.

    Ég hafði alveg jafnað mig um það leyti sem tekist hafði að færa ökumanninn í handjárn. Hann virtist rólegur. Við færðum hann yfir í lögreglubifreiðina okkar þar sem við leituðum bæði í vösum hans og á honum að hugsanlegu vopni. Þau fundust engin.

    Þórður og Laufey höfðu strax snúið sér að Volkswagenbifreiðinni og farþegunum, sem í henni voru. Báðir, stúlka og eldri karlmaður, voru færð yfir í lögreglubifreiðina okkar eftir að leitað hafði verið vandlega á þeim. Maðurinn reyndist einnig óvopnaður. Það eina sem hann hafði í jakkavasanum var kveikjari.

    Laufey ók Volkswagenbifreiðinni á eftir okkur að aðallögreglustöðinni við Hverfisgötu.

    Fólkið aftur í lögreglubifreiðinni virtist þekkjast en sagði fátt á leiðinni niður á lögreglustöð. Guðmundur Ómar og Sigurður sátu á milli þeirra. Ökumaðurinn skyldi ensku svo og hin tvö. Hann virtist eiga einhverjar óuppgerðar sakir við farþegann. Sá virtist þó rólegur og talsvert ölvaður. Það var að heyra að þau væru öll búsett hér á landi og hefðu verið það um nokkurn tíma.

    Er komið var á lögreglustöðina færðum við fólkið, eitt og eitt í einu, fyrir varðstjóra eins og venja var. Þar var því gert grein fyrir afskiptum okkar, auk þess sem það var spurt um nafn, fæðingardag og heimilisfang. Að því loknu voru karlmennirnir færðir til vistunar í fangageymslu á annarri hæð. Til þess að komast þangað urðum við að taka lyftu á milli hæða. Ég og Guðmundur Ómar fengum það hlutverk að fylgja ökumanninum upp í fangageymsluna. Á leiðinni horfði ökumaðurinn stöðugt á mig eins og hann ætti von á að ég myndi þá og þegar nota tækifærið til að svara höggi hans á vettvangi. Það hvarflaði hins vegar ekki að mér. Maðurinn var minni en ég og ekki fyrir mikinn mann að sjá þar sem hann stóð þarna handjárnaður með hendur fyrir aftan bak. Ég horfði í augu hans og brosti. Hann leit undan.

    Viðbrögð fangans.

    Í fangageymslunum færðum við ökumanninn í klefa nr. 8 eftir að hafa tekið af honum úr, belti og tæmt vasa hans. Hann hafði hvorki framvísað vegabréfi né ökuskírteini, sem hann hafði á sér. Vegabréfið virtist útgefið á Írlandi en ökuskírteinið hér á landi. Hvortveggja báru nafn Johns Michaels Wallers. Þegar við ætluðum að færa manninn í fangaklefa eftir að hafa losað af honum handjárnin virtist hann átta sig. Hann brást skyndilega reiður við og hafði í hótunum við okkur. Sagðist hann vera bandarískur ríkisborgari og við hefðum engan rétt á að loka hann inni í fangaklefa. Við skyldum gera okkur grein fyrir því að við værum að gera mjög alvarleg mistök. Krafðist hann þess að fá sendiherra Bandaríkjanna á staðinn og neitaði að hreyfa sig. Ég spurði hvort hann væri með einhver skilríki, sem sýndu að hann væri bandarískur ríksiborgari. Hann sagðist ekki hafa þau á sér. Ég bað hann þá um að stíga inn fyrir klefadyrnar þar sem hann þyrfti að bíða á meðan leitað væri staðfestingar á hver hann væri. Hann þagnaði, horfði á mig, hugsaði sig um, leit í kringum sig og virtist átta sig á stöðunni. Hann sté áfram inn grænmálaðan klefann.

    Við lokuðum hurðinni á eftir honum. Þungur dynkur heyrðist þegar lokunum var rennt fyrir. Í gegnum lítinn glugga á hurðinni mátti sjá hvar maðurinn settist á klefabekkinn, greip höndum um höfuð sér og horfði niður á gólfið. Hann virtist hugsi.

    Stúlkan virtist vera undir áhrifum áfengis. Eftir að varðstjórinn hafði rætt við hana og spurt hana um dvalarstað bað hún um að fá að halla sér í einhverjum klefanna til að jafna sig. Hún væri orðin mjög þreytt. Orðið var við þeirri beiðni hennar. Upplýsingar, sem hún hafði gefið þörfnuðust nánari athugunar.

    Karlfarþeginn sagðist heita Henry C. Hackert og vera bandarískur. Þegar hann var handtekinn hafði talsvert af þýskum peningaseðlum á sér. Aðspurður hvar hann hafði fengið þá sagði hann ökumanninn, sem hann þekkti, hafa gefið sér þá. Meira væri að finna í Volkswagenbifreiðinni. Hann var einnig færður til vistunar í fangaklefa.

    Ráðstafanir og leit í bifreiðinni.

    Varðstjórinn hafði samband við Árna Sigurjónsson hjá Útlendingaeftirlitinu og gerði honum grein fyrir stöðu mála. Kanna þyrfti hvort mennirnir væru þeir sem þeir sögðust vera auk þess sem athuga þyrfti hvort þeir væru hugsanlega á skrá yfir eftirlýsta afbrotamenn. Árni kom á lögreglustöðina, leit á fangana og tók vegabréfin í sína vörslu. Hann ætlaði að fara í gegnum gögn eftirlitsins morguninn eftir. Tollgæslan hafði áður spurt hann um Waller og hann vissi ekki betur en að sá maður hefði allt sitt á hreinu.

    Varðstjórinn hafði samband við rannsóknarlögreglumann á bakvakt hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins og kynnti honum það sem laut að peningunum en skýringu vantaði á tilvist þeirra þar sem John M. Waller vildi ekki kannast við að eiga þá.

    Einnig lét varðstjórinn ríkisrannsóknarlögreglustjórann vita um málavexti eins og reglur kváðu um. Rannsóknarlögregla ríkisins hafði verið stofnuð 1. júlí þetta ár svo talið var mikilvægt að fylgja vel eftir öllum fyrirmælum og tilmælum er að henni laut og snéru að lögreglunni. Henni var ætlað að rannsaka öll stærri og meiriháttar mál sem upp kæmu. Þetta mál virtist vera þess eðlis þótt ekki lægi fyrir neitt eiginlegt afbrot á þeirri stundu, annað en að sá handtekni veitti mótspyrnu við handtöku og hafði óvenjumikið að erlendum peningaseðlum undir höndum, sem átti að hafa verið stolið frá honum, en eigandinn vildi ekki kannast við að væru hans.

    Samkvæmt bifreiðaskrá var John M. Waller skráður eigandi hinnar sjö ára gömlu Volkswagenbifreiðar. Síðar kom í ljós að hann hafði sjálfur keypt bifreiðina á bílasölu í borginni gegn staðgreiðslu.

    Peningafundur.

    Að boði varðstjóra var hafin leit í Volkswagenbifreiðinni. Undir framsætinu farþegamegin var böggull með miklum peningum í, að mestu þýsk mörk. Þegar þreifað var undir ökumannssætið kom í ljós annar peningaböggull. Til öryggis var leitað annars staðar í bifreiðinni, en án þess að meiri peningar fyndust.

    Pakkarnir voru þegar færðir til varðstjóra. Honum var augsýnilega brugðið, en tók pakkana og færði þá inn í annað herbergi þar sem var betra næði. Hann kallaði í eina starfsmanninn, sem ekki var bundinn við störf þá stundina, Friðrikku Pálsdóttur, kvenfangavörð, og læsti að þeim til öryggis. Talningin fór því fram fyrir luktum dyrum. Þegar upp var staðið reyndist upphæðin vera 277 þúsund þýsk mörk. Varðstjórinn hafði aftur samband við rannsóknarlögreglustjórann. Ákveðið var að geyma mennina til morguns. Þá yrði Útlendingaeftirlitið væntanlega búið að leita af sér allan grun.

    Komið var fram yfir miðnætti. Þórður snéri sér að skýrslugerðinni, en við hin fórum út til eftirlitsstarfa. Tilkynnt hafði verið um slagsmál og hávaða í heimahúsi í Þingholtunum. Síðan tóku við hefðbundin verkefni; slagsmál á og við veitingastaði, skemmdarverk, eftirlit með umferðinni, slysaútkall og akstur með ölvað fólk sem ekki kunni fótum sínum forráð.

    Beðist afsökunar.

    Í lok næturvaktarinnar hafði fangavörður samband við mig og bað mig um að koma sem snöggvast upp í fangageymslu. „Þessi John M. Waller vill eitthvað tala við þig", sagði hann.

    Þegar ég opnaði klefa nr. 8 var fanginn vakandi. Annar lögreglumaður stóð við dyrnar mér til halds og trausts ef maðurinn skyldi reyna útgöngu. En hann sat bara kyrr á bekknum og horfði á mig, stóð síðan hægt upp, staðnæmdist og rétti fram hægri höndina. Sagðist hann vilja biðjast afsökunar á framkomu sinni, einkum högginu, sem hann hafði veitt mér eftir að hann var stöðvaður. Hann hefði verið í ójafnvægi, en væri nú búinn að átta sig betur á hlutunum. Honum virtist létt. Ég rétti honum höndina og við tókumst í hendur eins og ekkert væri sjálfsagðara. Ég bað hann um að hafa ekki áhyggjur af þessu, það væri þegar gleymt. Hann settist aftur á bekkinn og virtist létt. Samtali okkar var lokið. Hurðinni var lokað á ný.

    Ég sá ekki John M. Wallis aftur eftir þetta, en frétti hins vegar daginn eftir að lögreglan í Reykjavík hefði um nóttina handtekið hættulegan þýskan bankaræningja, Ludwig Ludmeier að nafni.

    Sagt var frá því að Ludwig þessi Lugmeier, eins líttburðugur og hann var nú, hefði framið vopnuð rán, verið á flótta undan réttvísinni í nokkur ár og væri eftirlýstur um allan heim sem einn hættulegasti glæpamaður veraldar. Síðar kom fram að meiri peningar hefðu fundist við leit í plastbrúsum á Þingvöllum. Á fréttum mátti heyra og sjá að ræninginn væri sjálfur feginn að þessum flótta væri nú loksins lokið. Flóttinn hefði verið honum erfiður.

    Glæpamanninum hafði verið komið fyrir í Síðumúlafangelsinu á meðan mál hans væru til skoðunar.

    Á blaðamannfundi var haft eftir þýskum lögreglumanni, sem komið hafði til landsins vegna þessa, að Lugmeier hafði heilsað honum eins og aldarvini og viðurkennt að réttvísin hefði loks sigrað. Hann væri búinn að flækjast út um allan heim, á eilífum flótta, og fundist stöðugt sem lögreglan væri á hælunum á honum. Það hefði heldur ekki verið fjarri lagi, þótt svo tækist til lengi vel, að þegar þýska lögreglan frétti af honum og kom á vettvang, var hann nýfarinn eitthvað annað.

    Forsagan.

    Lugmeier-málið hófst í München í Vestur-Þýskalandi rétt fyrir jólin árið 1972 þegar Ludwig Lugmeier sem þá var 23 ára, og félagi hans á líku reki, Gerhard Linden að nafni, ræna brynvarða peningaflutningabifreið, vopnaðir skammbyssu og vélbyssu, og komast undan með hálfa milljón marka.

    Næst spyrst til þeirra í Frankfurt 30. október 1973 þegar þeir félagarnir ráðast aftur til atlögu við peningaflutningabifreið og komast undan með 2 milljónir marka, sem í dag jafngildir rúmum 84 milljónum íslenskra króna. Verið var að flytja peningana frá stórbankanum Dresner Bank í Frankfurt. Þetta var mesta bankarán í sögu Vestur-Þýskalands, sló metið frá árinu áður þegar maður nokkur komst undan með 1,8 milljónir marka. Á þeim tíma hefur þýskur banki aldrei tapað svo miklu fé í hendur ræningja.

    Ekki náðust ræningjarnir að svo komnu máli. Fljótlega grunaði þó lögregluyfirvöld að hér væru um sömu menn að ræða og talið var að hefðu framið ránið í München. Ýmislegt benti til þess að þar hefðu verið á ferðinni félagarnir Ludwig Lugmeier og Gerard Linden. Talið var að Linden væri skipuleggjandinn á bak við afbrotin, en Lugmeier bæri þungann af sjálfri framkvæmdinni.

    Þeir kumpánar komust úr landi og gerðu víðreist en eftir að Lugmeier féll í þá freistingu að senda kærustunni heima í Þýskalandi póstkort, voru þeir félagar handteknir í Mexíkó síðla árs 1974. Þeir voru fluttir til Þýskalands. Þar hófust réttarhöld yfir þeim í ársbyrjun 1976.

    Í málsskjölum kemur fram að þann 31. júlí 1973 hefðu félagarnir sem þá höfðu um skamman tíma leigt íbúð að Goldsteinstrasse 42 í Wiesbaden, stolið appelsínulitum Porche fólksbifreið frá Wielandstrasse 10 þar í borg með því að brjótast inn í hana og skipt um númeraplötur.

    Þann 8. ágúst stálu þeir á sama hátt blárri Porche fólksbifreið frá Kepplerstrasse 16 í Frankfurt. Þeir skiptu einnig um númeraplötur á henni.

    Þann 16. ágúst stálu þeir síðan grænni Alfa Romeo fólksbifreið við Heinrich-Seliger Strasse 44 og skiptu enn um númeraplötur. Með þeirri bifreið stöðvuðu þeir síðan umferð um Neckarstrasse í miðborg Frankfurt þann 29. október þetta ár, skömmu áður en peningaflutningabifreiðinni var ekið þar um. Ökumaðurinn var þvingaður af Lugmeier, vopnuðum vélbyssu, til að opna afturdyr flutningabifreiðarinnar á meðan Linden miðaði skammbyssu á aðstoðarmanninn. Þeir fjarlægðu úr flutningabifreiðinni tvær ferðatöskur og einn poka er innihéldu samtals um tvær milljónir þýskra marka og flúðu út í myrkrið.

    Ludwig Lugmeier var sonur landbúnaðarverkamanns í Bayern í Suður-Þýskalandi. Skólaganga hans var stutt og eftir að lögbundnu námi hans lauk tók við skóli lífsins. Hann las mikið og aðhylltist menntun og menningu. Til að mynda lagði hann stund á tungumálanám. Foreldrar hans voru mesta sómafólk. Ekkert benti til þess þá að unglingurinn ætti eftir að velja sér það hlutskipti sem raun varð á og að hann yrði stórtækasti bankaræningi Þýskalands fyrr og síðar.

    Flóttinn.

    Þann 4. febrúar það ár þegar verið var að færa Lugmeier handjárnaðan í réttarsalinn, varpaði hann skyndilega af sér hlekkjunum, stökk út um glugga í viðurvist dómara, fangavarða, áhorfenda og fjölda blaðamanna, fimm metra niður á gangstétt og hvarf sjónum þeirra.

    Á meðan nánast öllu var snúið við í borginni, leyndist Lugmeier í myrkri eins kvikmyndahúsanna fram á kvöld. Að því búnu laumaðist hann óséður inn í vöruskemmu nálægt miðborginni. Daginn eftir hófst endalaus flótti hans úr einu landinu í annað, alltaf með lögregluna á hælunum og yfirvofandi handtöku. Alþjóðalögreglunni, Interpol, var gert viðvart. Eftir það varð Lugmeier hvergi óhultur. Hann var 26 ára aldri er hér var komið við sögu.

    Undir morgun keypti Lugmeier sér stóran síðan frakka, auk þess sem hann varð sér úti um hárkollu svo hann gæti enn frekar villt á sér heimildir. Þannig tókst honum að komast í járnbrautarlest til heimabyggðar sinnar í Bayern, sem er í nágrenni við Alpana, án þess að nokkur bæri kennsl á hann. Hann útvegaði sér því næst hlýjan klæðnað, tjald og nauðsynlegan viðlegubúnað og hélt upp til fjalla.

    Það var ekki fýsilegur kostur um hávetur. En Lugmeier vildi allt til þess vinna að komast undan lögreglunni enda gat hann enn gengið að ránsfengnum vísum. Hann þorði ekki að freista þess strax að komast úr landi. Málið var á allra vitorði og viðbúnaður lögreglunnar var slíkur að hann hefði varla komist í gegnum gildrur hennar á flugvöllum eða við landamærinn.

    Í fjöllunum dvaldi Lugmeier í nokkurn tíma og beit á jaxlinn. Þegar hann hélt loks að honum væri orðið óhætt að skríða úr fylgsni sínu tíndi hann saman pjönkur sína og hélt úr landi.

    12 ára fangelsisdómur.

    Skömmu eftir flóttann úr dómshúsinu var kveðinn upp dómur í málinu að Lugmeier fjarstöddum. Hann var dæmdur til 12 ára fangelsisvistar. Félagi hans, Linden, sem setið hafði eftir með sárt ennið, byrjaði að taka út sinn 13 ára dóm.

    Á næstu mánuðum spurðist til Lugmeiers í London, Bahamaeyjum, Frakklandi, Írlandi, Spáni, Eqvador, Suður-Ameríku og á Kanaríeyjum. Ekki skorti hann fé, enda ránsfengurinn enn ófundinn.

    Lugmeier hafði yfir að ráða helmingi ránfengsins eða um einni milljón þýskra marka. Hann naut lífsins, fór landa á milli og hafði ávallt töluvert umleikis. Ýmist dvaldi hann á lúxushótelum ellegar varð sér úti um dýrar leiguíbúðir sem hann síðan bjó húsgögnum og ríkulega af tækjum. Það var því fjarri að Lugmeier hefði farið sérstaklega varlega með fé sitt þennan tíma. Hann ánetjaðist meðal annars spilavítum og freistaði gæfunnar víða. Einkum lagði hann mikið undir í London. Lengi vel gekk honum vel en að því kom að gæfan snýri við honum baki. Eitt kvöld tapaði hann hvorki meira né minna en þúsund mörkum í spilavítinu. Hann lét sér það að kenningu verða.

    Ferðalögin héldu áfram. Lugmeier hafði ávallt á tilfinningunni eftir að hafa dvalið í nokkurn tíma á sama staðnum að lögreglan hlyti að vera handan við hornið. Hann var orðinn þreyttur og farinn að hallast æ meir að því að draga sig í hlé ef þess væri nokkur kostur. Til að það gæti orðið að veruleika datt honum í hug að gott væri að reyna að flytja eitthvert norður á bóginn, kaupa sér jarðskika og lifa í skjóli kyrrðar og náttúru um sinn.

    Til Íslands.

    Ludwig Lugmeier kom til Keflavíkurflugvallar þann 2. mars árið 1977 undir öðru nafni. Við vegabréfaskoðun á flugvellinum framvísaði hann vegabréfi frá Írlandi og kvaðst heita John Michael Waller. Sem slíkum var honum hleypt inn í landið þótt tollverði þætti svolítið grunsamlegt að maður sem talaði ensku með þýskum hreim skyldi bera með sér í handfarangri mikið reiðufé í erlendri mynt. Grennslaðist tollvörðurinn fyrir um málið hjá Útlendingaeftirlitinu, en þar fannst ekkert er benti til að maður væri að villa á sér heimildir eða væri eftirlýstur. Vegabréf ferðamannsins virtist líka ófalsað. Honum var leyft að halda ferð sinni áfram.

    Vegabréfinu með nafninu „Waller" hafði Lugmeier keypt dýrum dómum. Falsarinn kunni sitt fag. Með vegabréfinu var Lugmeier auðfúsugestur hvar sem var í heiminum. Í rauninni var hann svo til hættur af hafa áhyggur af Lugmeiernafninu.

    Waller bjó fyrst á Hótel Esju í Reykjavík eftir komu sína hingað til lands, en tók sér fljótlega á leigu íbúð að Dúfnahólum 4 í borginni. Hann greiddi ársleiguna fyrirfram, keypti sér dýr húsgögn og ýmislegt annað sem þurfti til heimilisins. Hann tók bílpróf og keypti sér síðan Volkswagen bjölluna og byrjaði að læra til flugs.

    Waller var maður fáskiptinn og sagði þeim sem hann þurfti að hafa samskipti við að hann væri írskur rithöfundur, þýskur í aðra ættina er hefði komið hingað til lands með það fyrir augum að skrifa barnabók. Hann hafði orð á því að honum fyndist landið fagurt og frítt og fólkið gáfað, skemmtilegt og fallegt. Hann gæti vel hugsað sér að setjast hér að til frambúðar og opna veitingastað eða kaupa sér jörð og fara að búa. Hann gerði meira að segja tilboð í ákveðið húsnæði í Reykjavík sem hann hafði fengið augastað á. Eigandanum fannst það of lágt og vildi ekki ganga að því. Waller varð þessum málalyktum líka heldur feginn er hann komst að því að hann yrði að sækja um rekstrarleyfi til lögreglunnar ef hann hygðist setja á fót veitingastað. Þetta varð til þess að hann hætti við öll áform um eigin veitingarekstur. Hann vildi fyrir alla muni komast hjá því að eiga viðskipti við lögregluna.

    Besti félagi Wallers varð Henry, Bandríkjamaður, sem hér var búsettur og kvæntur íslenskri konu. Henry fannst að vísu strax nokkuð dularfullt að hinn írski Waller skyldi tala ensku með þýskum hreim og snéri sér því til ræðismanns Breta til að spyrjast fyrir um manninn. Ekkert kom út úr því annað en að mönnum fannst Henry einkennilega tortrygginn. Að svörum fengnum afskrifaði hann grunsemdir sínar í fyrstu sem hverja aðra vitleysu.

    Þann 9. júní 1997 fara þeir félagarnir saman til Englands. Henry kom einn til baka eftir nokkra daga því Waller sagðist þurfa að verða eftir. Hann gaf þá skýringu að hann væri að undirbúa flutning frá Íslandi og þyrfti að skreppa til Hong Kong og Equador. Waller bað Henry að annast og ganga frá málum hans á Íslandi.

    Á meðan á Lundúnadvölinni stóð jukust grunsemdir Henrys í garð Wallers. Hann vissi ekki hvar hann ætti að bera niður, en grunaði að vinur hans gæti jafnvel verið eftirlýstur glæpamaður er hugsanlega tengdist Baader-Meinhof hryjuverkahópnum. Af ótta við hefndaraðgerðir þorði hann þó ekki að gera annað en fyrir hann var lagt.

    Peningar á Þingvöllum.

    Nú liðu nokkar vikur uns skömmu fyrir miðnætti aðfararnótt föstudagsins 29. júlí þetta ár að knúið var dyra hjá Henry og konu hans vestur á Hringbraut. Við þröskuldinn stóð John Michael Waller, æstur og taugaveiklaður. Hann bað Henry að koma tafarlaust með sér í bíltúr.

    Waller ók austur til Þingvalla. Í hraungjótu skammt frá hjólhýsastæðinu í þjóðgarðinum dró hann fram rauðan plastbrúsa og upp úr honum seðlabúnt. Henry var nú sannfærður um að grunsemdir hans hefðu allan tímann átt við rök að styðjast.

    Næsta dag þegar Waller ætlaði að halda kveðjuhóf fyrir vini sína hér á landi drakk Henry sig fullan. Í vímunni stal hann peningum úr brúsanum rauða og hélt að veitingahúsinu í Glæsibæ. Skömmu síðar uppgötvaði Waller að Henry var horfinn svo og hluti af peningunum. Hann varð æfur. Vinkona eiginkonu Henrys, sem var í samkvæminu, taldi Waller líklegan til að gera Henry mein. Hún heimtaði að fá að fara með Waller að leita hans. Þau óku af stað á Volkswagenbifreið Wallers.

    Um svipað leyti gaf Henry sig á tal við piltana tvo fyrir utan Glæsibæ. Hann sagði síðar við yfirheyrslu að það hefði verið gert til að vekja athygli lögreglunnar á sér. Tilgangurinn með því var þó eitthvað á reiki.

    Verðlaun.

    „Við tókum eftir peningunum þegar hann færði einn bunkann úr buxnavasa sínum í brjóstvasann. Það var greinilegt að þarna var um miklar upphæðir að ræða því í bunkanum sáum við ekki annað en 500 marka seðla, sagði annar piltanna síðar í samtali við eitt dagblaðanna. „Við fórum strax niður á lögreglustöð og sögðum frá manninum, en því er ekki að neita að lögreglumennirnir virtust nokkuð vantrúaðir á sögu okkar í upphafi.

    Í október þetta ár fengu ungu mennirnir verðlaun frá Þýskalandi fyrir þátt sinn í málinu. Hlaut hvor um sig jafnvirði 13.850 marka. Hafði tryggingarfélag bankans heitið 10% af því fé, sem kæmi í leitirnar úr ráninu, hverjum þeim sem gæfu upplýsingar, er leiddu til að það fyndist. Það var þá á aðra milljón króna er féll í hlut hvors þeirra.

    Lokin – feginleiki.

    Þegar mál Lugmeiers fór til framhaldsrannsóknar hjá ríkisrannsóknarlögreglunni fékk það númerið 3482. Við fyrstu yfirheyrslu, klukkan 18:30 þann 30. júlí, hélt Lugmeier því fastlega fram að hann héti John Michael Waller, væri írskur, fæddur í Dublin á Írlandi og ætti lögheimili að 9 Groom Pl. Belgravia í London. Hann hefði grætt stórfé á viðskiptum í Suður-Afríku. Hann gaf þá skýringu að hann hefði komið til Íslands til að læra flug og til þess að sinna ritstörfum. Hann sagði frá ferð sinni til London og kvaðst nú einungis vera hér á landi í örfáa daga í því skyni að taka saman eigur sínar. Peningarnir væru hans en hann skyldi ekki af hverju þeir ættu að vekja tortryggni lögreglu. Tollverðir hefðu ekki gert athugasemdir við peningana, sem þeir fundu í fórum hans er hann kom til landsins á sínum tíma. Hann hefði borið þá með sér í bakpoka og ekki reynt að fela þá á nokkurn hátt. Þá ætlaði hann að nota til að festa kaup á bújörð hér á landi auk þess sem hann hefði hug á að leggja einhvern pening í arðbært fyrirtæki. Úr þessum fyrirætlunum hans hefði hins vegar ekkert orðið. Þá lýsti hann grunsemdum sínum um að Henry hefði kvöldið áður stolið frá honum um helming þess fjár, sem hann hann hafði geymt í íbúðinni og verið nýbúinn að hafa upp á honum þegar hann var stöðvaður af lögreglunni fyrir engar sakir. Aðspurður aðdraganda handtökunnar hafði rannsóknarlögreglumaðurinn Sigurður Benjamínsson eftirfarandi eftir honum:

    „Síðar um kvöldið allt framundir tólf var kærði með þeim Önnu og frú Hackert að Laugavegi 49, en um miðnætti fóru þau saman í bifreið niður að húsi við Laufásveg, en hann hafði illa bifur á Henry og treysti honum ekki, eftir að hafa látið hann hafa fé í London vegna vörusendingar. Er á Laufásveginn kom aðgætti hann fé sitt og komst þá að raunum að um helmingur þess hafði verið fjarlægður [af þeim stað sem hann hafði geymt það á]. Taldi hann víst að Henry hefði tekið féð og hugleiddi hvar hann kynni að finna [hann]. Taldi hann líklegt að hann hefði farið til N vinar síns, þangað sem hann sækti alltaf er hann væri ölvaður. Eftir að hafa komist að heimilisfangi N ók hann þangað ásamt Önnu og þar í grennd sá hann til Henry á göngu. Kallaði hann til Henry úr bílnum. Kom Henry þá inn í bílinn. Spurði hann Henry hvers vegna hann hefði gert þetta en Henry virtist þá verða miður sín og taldi hann réttast að aka honum heim. Ók hann í því skyni af stað, en hafði ekki ekið nema um tvö hundruð metra eða svo er akstri lauk.

    Um ástæður þess að akstri lauk og þar sem síðar gerðist vill kærði ekki tjá sig frekar að sinni. Aðspurður kveðst kærði ekki hafa verið undir áhrifum áfengis er hér var komið." Yfirheyrslu lauk kl. 10:15.

    John M. Waller var tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá tæknideild lögreglunnar. Meðal annars voru tekin af honum fingraför. Einnig vakti ör, sem hann bar á öðrum framhandleggnum, athygli lögreglumanna. Grunaði þá að það væri eftir húðflúr, sem hefði verið fjarlægt og þyrfti að skoða nánar.

    Í skýrslu Njarðar Snæhólms,rannsóknarlögreglumanns, dags. 1. ágúst, um „Athugun á felustað, þar sem peningar voru geymdir á Þingvöllum", kemur eftirfarandi fram:

    „Í morgun fór undirritaður ásamt þeim Ívari Hannessyni, Högna Einarssyni, rannsóknarlögreglumönnum, og Henry Hackert, gæslufanga, til Þingvalla í þeim tilgangi að fá Henry til að sýna okkur stað þann er John Waller (Ludwig Lugmeier)

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1