Discover millions of ebooks, audiobooks, and so much more with a free trial

Only $11.99/month after trial. Cancel anytime.

Norræn Sakamál 2003
Norræn Sakamál 2003
Norræn Sakamál 2003
Ebook320 pages4 hours

Norræn Sakamál 2003

Rating: 0 out of 5 stars

()

Read preview

About this ebook

Sakamál eru meðal þeirra umræðuefna sem hvað oftast ber á góma í samfélaginu. Sakamálaþættir af ýmsum toga eru með vinsælasta afþreyingarefninu, bæði í sjón- varpi og kvikmyndahúsum. Íslenskar sakamálaskáldsögur hafa verið að ryðja sér til rúms á innlendum og alþjóðlegum markaði og notið verðskuldaðrar athygli.Öll þessi umfjöllun hefur vakið áhuga fólks á lögreglustörfum. Þau eru þó oft æði ólík þeirri mynd sem dregin er upp í sögum og kvikmyndum. Rannsóknir sakamála eru vandasamar og flóknari en fólk gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Afdrifaríkir atburðir eru til rannsóknar og opinberrar umfjöllunar og því mikil- vægt að réttur bæði þolenda og gerenda sé metinn jafnt.Rannsókn er í rauninni aðeins leit að sannleikanum, hver svo sem hann kann að vera og tilraun til þess að nálgast hann eins faglega og kostur er. Eðli málsins sam- kvæmt eru ekki allir jafnákafir í að leiða sannleikann í ljós og því er hæfni þeirra sem að málunum koma afar mikilvæg. Fordómaleysi, innsæi í mannlegar tilfin- ningar, hlutlaus vinnubrögð þar sem ekki er tekin persónuleg afstaða, er nauðsyn- leg til þess að rannsókn skili þeim árangri sem hún á að gera. Opinber umræða og neikvæð umfjöllun má ekki hafa áhrif á rannsakarann. Persónulegt álit hans á sökuðum manni, hvað svo sem hann kann að hafa til sakar unnið, má ekki heldur hafa áhrif á dómgreind hans eða vilja til þess að upplýsa sannleikann.Þetta getur verið erfiður línudans, sérstaklega í málum þar sem börn eða aðrir þeir sem minna mega sín koma við sögu.Þessi línudans er til umfjöllunar í bókinni Norræn Sakamál 2003. Margvísleg sakamál af ólíkum toga eru rakin af þeim sem best til þekkja, það er að segja af fólkinu sem vann að þessum málum á rannsóknarstigi. Reynt er að leiða lesandann inn í þann heim sem blasir við þeim sem daglega starfa að rannsóknum sakamála og uppljóstrunum afbrota. Í bókinni er skýrt frá ólíkum sakamálum hvaðanæva af norðurlöndunum. Vonandi verður þú lesandi góður einhvers vísari um störf lög- reglunnar við lesturinn.-
LanguageÍslenska
PublisherSAGA Egmont
Release dateSep 25, 2020
ISBN9788726511888
Norræn Sakamál 2003

Read more from Forfattere Diverse

Related to Norræn Sakamál 2003

Related ebooks

Related categories

Reviews for Norræn Sakamál 2003

Rating: 0 out of 5 stars
0 ratings

0 ratings0 reviews

What did you think?

Tap to rate

Review must be at least 10 words

    Book preview

    Norræn Sakamál 2003 - Forfattere Diverse

    Norræn Sakamál 2003

    Cover image: Shutterstock

    Copyright © 2003, 2020 Ýmsir höfundar and SAGA Egmont

    All rights reserved

    ISBN: 9788726511888

    1. e-book edition, 2020

    Format: EPUB 2.0

    All rights reserved. No part of this publication may be reproduced, stored in a retrievial system, or transmitted, in any form or by any means without the prior written permission of the publisher, nor, be otherwise circulated in any form of binding or cover other than in which it is published and without a similar condition being imposed on the subsequent purchaser.

    SAGA Egmont www.saga-books.com – a part of Egmont, www.egmont.com

    Formáli

    Sakamál eru meðal þeirra umræðuefna sem hvað oftast ber á góma í samfélaginu. Sakamálaþættir af ýmsum toga eru með vinsælasta afþreyingarefninu, bæði í sjónvarpi og kvikmyndahúsum. Íslenskar sakamálaskáldsögur hafa verið að ryðja sér til rúms á innlendum og alþjóðlegum markaði og notið verðskuldaðrar athygli.

    Öll þessi umfjöllun hefur vakið áhuga fólks á lögreglustörfum. Þau eru þó oft æði ólík þeirri mynd sem dregin er upp í sögum og kvikmyndum. Rannsóknir sakamála eru vandasamar og flóknari en fólk gerir sér grein fyrir í fljótu bragði. Afdrifaríkir atburðir eru til rannsóknar og opinberrar umfjöllunar og því mikilvægt að réttur bæði þolenda og gerenda sé metinn jafnt.

    Rannsókn er í rauninni aðeins leit að sannleikanum, hver svo sem hann kann að vera og tilraun til þess að nálgast hann eins faglega og kostur er. Eðli málsins samkvæmt eru ekki allir jafnákafir í að leiða sannleikann í ljós og því er hæfni þeirra sem að málunum koma afar mikilvæg. Fordómaleysi, innsæi í mannlegar tilfinningar, hlutlaus vinnubrögð þar sem ekki er tekin persónuleg afstaða, er nauðsynleg til þess að rannsókn skili þeim árangri sem hún á að gera. Opinber umræða og neikvæð umfjöllun má ekki hafa áhrif á rannsakarann. Persónulegt álit hans á sökuðum manni, hvað svo sem hann kann að hafa til sakar unnið, má ekki heldur hafa áhrif á dómgreind hans eða vilja til þess að upplýsa sannleikann.

    Þetta getur verið erfiður línudans, sérstaklega í málum þar sem börn eða aðrir þeir sem minna mega sín koma við sögu.

    Þessi línudans er til umfjöllunar í bókinni Norræn Sakamál 2003. Margvísleg sakamál af ólíkum toga eru rakin af þeim sem best til þekkja, það er að segja af fólkinu sem vann að þessum málum á rannsóknarstigi. Reynt er að leiða lesandann inn í þann heim sem blasir við þeim sem daglega starfa að rannsóknum sakamála og uppljóstrunum afbrota. Í bókinni er skýrt frá ólíkum sakamálum hvaðanæva af norðurlöndunum. Vonandi verður þú lesandi góður einhvers vísari um störf lögreglunnar við lesturinn.

    Árni Þór Sigmundsson

    ritstjóri.

    Afbrot og geðsjúkdómar

    Eftir Jóhannes Sigfússon, lögregluvarðstjóra á Akureyri og BA í sálfræði.

    Í greininni hér á eftir fjallar Jóhannes um geðsjúkdóminn ofsóknar-geðklofa og nefnir dæmi um hvernig aðilar með þennan sjúkdóm hafa komið til kasta lögreglunnar. Greint er frá máli manns sem vegna þessa sjúkdóms síns framdi voðaverk á Akureyri árið 1995.

    Hvað er „afbrotamaður"?

    Þótt fullyrða megi að störf lögreglunnar séu margbreytileg má með sanni segja að uppistaðan í þeim sé samskipti við fólk og viðbrögð við hegðun fólks. Fræðimenn hafa um aldir velt fyrir sér ástæðum þess að fólk leiðist út í afbrot og margs konar kenningar orðið til, sem eiga að skýra það. Þannig eru sumir sem einblína á áhrif umhverfisins og skella skuldinni á erfiðar uppeldisaðstæður, atvik í bernsku eða áhrif félagahópsins (slæmi félagsskapurinn). Aðrir horfa frekar á erfðir og segja að það sé eitthvað í genum einstaklinganna sem rekur þá til að hegða sér á skjön við viðtekin gildi.

    Allir brjóta gegn lögunum einhvern tíma, fikta við hnupl sem unglingar, aka hraðar en leyfilegt er eða spenna ekki á sig öryggisbeltið. Enginn lítur á þá sem „afbrotamenn enda væri allur almenningur þar með kominn með þann stimpil. Það er hins vegar sá hópur fólks sem er fastur í viðjum ofbeldis, fíkniefnaneyslu og ýmiss konar auðgunarafbrota sem er uppistaða þeirra sem fylla íslensk fangelsi. Margir eiga langan afbrotaferil að baki og hreinlega vilja ekki, eða virðast eiga erfitt með að snúa blaðinu við. Það eru því æði oft sömu einstaklingarnir sem eru á milli handanna á lögreglunni og eru eins og jó-jó inn og út úr fangelsunum. Þetta eru atvinnuafbrotamenn með „staðfastan brotavilja, eins og það er stundum orðað í dómum. Við þekkjum dæmi um menn sem hafa verið staðnir að afbrotum tveimur stundum eftir að hafa verið látnir lausir úr fangelsi. Þeir gera sér fulla grein fyrirhvaða afleiðingar afbrotin geta haft fyrir þá en láta samt slag standa. Það er erfitt að hafa samúð með þessum mönnum og „sagan endalausa" niðurdrepandi fyrir lögreglumennina.

    En svo eru til aðilar sem fremja afbrot af allt öðrum hvötum. Það eru einstaklingar sem hafa ekki lengur stjórn á hugsunum sínum og eru ekki sjálfráðir gjörða sinna. Þetta er fólkið sem þjáist af ýmiss konar geðsjúkdómum. Lögreglumenn eiga alloft samskipti við fólk sem þannig er ástatt fyrir og er stundum mjög átakanlegt að sjá og heyra þá kröm sem fólkið upplifir vegna veikinda sinna. Einstaka sinnum verða þessi veikindi til þess að alvarleg afbrot eru framin. Þetta eru mjög sorgleg tilvik og ekki hægt annað en hafa samúð með þeim sem þau fremja, enda er hér um sjúklinga að ræða frekar en afbrotamenn í almennum skilningi þess orðs. Dæmi eru um að þolendur þessara afbrota þekki ekkert til sjúklingsins og hafi ekki gert á hlut hans með nokkrum hætti. Einn af sjúkdómunum sem hefur verið rótin að slíkum afbrotum er ofsóknar-geðklofi (paranoid-schizophrenia). Við skulum nú líta nánar á þann sjúkdóm og skoða dæmi um alvarlegt afbrot sem var bein afleiðing af honum.

    Ofsóknar-geðklofi

    Algengt er að fólk rugli saman sjúkdómunum geðklofa (schizophrenia) og klofnum persónuleika (split/multiple-personality). Einkenni þessara sjúkdóma eru í raun mjög ólík. Klofinn persónuleiki er mun fátíðari sjúkdómur en geðklofi og kemur fram í því að einstaklingur hefur tvær eða fleiri persónugerðir, sem geta verið gerólíkar og haft hver sinn smekk, venjur, skoðanir, gildismat og minningar. Einstaklingurinn getur verið Pétur fyrir hádegi og Páll eftir hádegi og einhver enn annar seinnipartinn. Hjá geðklofum er persónuleikinn einn og hinn sami en helsta einkenni sjúkdómsins er brenglað hugsanaferli. Einkennin geta reyndar verið mörg og margbreytileg. Fyrir utan brenglað hugsanaferli sjást stundum truflanir í skynjun, tilfinningalífi, tengslum við annað fólk og viðmóti gagnvart umhverfinu almennt. Sjúkdómurinn kemur yfirleitt frekar fram hjá ungu fólki og birtingarform hans er misjafnt. Sumir verða alvarlega veikir og rekast ekki sjálfstætt í samfélaginu meðan aðrir fá það væg einkenni að það hefur lítil áhrif á líf þeirra. Sjúkdómurinn er sennilega miklu algengari en fólk gerir sér almennt grein fyrir því talið er að um 1% þjóðarinnar hafi eða muni hafa einkenni geðklofa á einhverju tímabili ævinnar. Meðferð er oft erfið en á seinni árum hafa þó verið þróuð lyf, sem reynst hafa vel við að halda einkennum sjúkdómsins í lágmarki.

    Geðklofi hefur verið greindur í nokkra undirflokka í alþjóðlegu greiningarkerfi í geðsjúkdómafræði. Einn þeirra er ofsóknar-geðklofi og skulum við nú beina sjónum að því afbrigði sérstaklega.

    Ranghugmyndir af ýmsum toga eru stórt einkenni á geðklofa. Sjúklingurinn hefur bjargfasta trú á einhverju, sem á sér engan stað í raunveruleikanum. Dæmi um þetta er að sjúklingnum finnst að það sé verið að brugga honum launráð, njósna um hann, hóta honum og ráðskast með hann. Einnig að annað fólk, yfirvöld eða geimverur stjórni hugsunum, tilfinningum og athöfnum hans. Sjúklingur kann að skynja sjónvarpsútsendingar svo að verið sé að sjónvarpa lífi hans eða útvarpa hugsunum hans í útvarpinu. Flugvélin, sem flaug yfir bæinn, kann í huga sjúklingsins af vera full af njósnurum sem eru að fylgjast með honum. Og það er ekki tilviljun að þessi strætisvagn, fullur af rannsakandi augum, átti leið hjá húsinu! Sjúklingurinn kann að lesa persónulegar ávirðingar í sinn garð út úr grein í dagblaði sem fjallar um t.d. inflúensufaraldur. Þessar upplifanir eru mjög raunverulegar í huga sjúklingsins og honum dettur ekki í hug að efast um réttmæti þeirra. Hann fyllist gjarnan ótta og reiði vegna þessara ofsókna og kann að snúa sér til lögreglunnar með vandamálið ef hann á annað borð treystir lögreglunni og lítur á hana sem bandamann sinn. Þá er þýðingarlaust að ætla að reyna að tala um fyrir viðkomandi eða að koma honum í skilning um að það sé ekki fótur fyrir umkvörtunarefni hans. Sjúklingurinn „veit" betur, þannig að nokkuð getur reynt á lagni og þekkingu lögreglumannsins til að koma málinu í góðan farveg.

    Mér er minnisstætt fyrsta skiptið sem ég stóð frammi fyrir aðila með þennan sjúkdóm. Ég var nýlega byrjaður í lögreglunni í Reykjavík og var á næturvakt um helgi. Við vorum þrír í áhöfn á útkallsbíl og það var skammt liðið á vaktina þegar kallað var til okkar úr stjórnstöð.

    „Bíll 20 – stöðin."

    „20 svarar."

    „Farið með forgangi að X-götu 36. Það kom tilkynning um að þrír menn væru að ráðast inn hjá gamalli konu á 3ju hæð."

    „Eru þeir vopnaðir?"

    „Það er ekkert meira vitað, símtalið rofnaði en við reynum að hringja aftur."

    „Hver er tilkynnandi?"

    „Konan sjálf."

    „X-gata 36, þriðja hæð þetta er móttekið."

    Bláu ljósin kveikt og ekið í loftköstum að vettvangi, sem var skammt undan. Þetta er fjölbýlishús og engar mannaferðir sjáanlegar við húsið þegar við komum að því. Útidyrnar reynast sem betur fer vera ólæstar. Göngum inn og hröðum okkur upp teppalagðan stigann. Ekkert óvenjulegt heyrist. Drögum upp kylfurnar og göngum í einfaldri röð meðfram veggnum. Komum upp á pallinn á þriðju hæðinni. Sjáum dyr opnar í hálfa gátt. Ýtum hurðinni upp og gægjumst inn. Ekkert hljóð og ekkert athugavert að sjá. Engin merki um innbrot á hurðinni. Köllum: „Halló! Þetta er lögreglan! Þá kemur smávaxin, gömul kona hikandi út úr herbergi. Hún er íklædd bleikum náttslopp, sem hún heldur að sér í hálsmálinu og á brjóstinu. Óttinn skín úr andlitinu. Við þokum okkur inn í íbúðina og skyggnumst inn í herbergin. Konan er ein í íbúðinni. Við reynum að róa konuna, fá hana til að setjast niður og segja okkur hvað var á undan gengið. Konan segist búa þarna ein og að það hafi þrír menn ráðist inn í íbúðina. „Þekktirðu þessa menn? spyrjum við. „Það voru þessir Mongólar, svarar hún. „Þeir eru búnir að elta mig í mörg ár og ofsækja mig. Þeir elta mig út um allt. Þeir eltu mig meira að segja til Svíþjóðar þegar ég fór þangað á síðasta ári. Ég veit ekki af hverju þeir láta mig ekki í friði þessir menn!! Og það er enginn sem hjálpar mér… Við rekum upp stór augu, enda Mongólar ekki á hverju strái á Íslandi. Sjáum að hér muni vera aðrar skýringar á hlutunum. „Og réðust þessir menn inn til þín? spyrjum við. „Þeir eru búnir að ofsækja mig í allt kvöld, segir hún og bendir síðan út um glugga og á bensínstöð, sem stendur þar spölkorn frá. „Þeir voru þarna á bíl. Þeir tengdurafmagnsbyssu við rafgeyminn í bílnum og sprautuðu síðan á mig rafmagni. Þeir gátu alltaf séð mig ef ég hreyfði mig og sprautuðu þá á mig. Ef ég lá grafkyrr í rúminu sáu þeir mig ekki en um leið og ég hreyfði mig sendu þeir rafmagnsgusu á mig. Svo þegar ég var búin að liggja lengi hreyfingarlaus urðu þeir reiðir og komu arkandi hingað. Þá hringdi ég á lögregluna. „Og komu þeir inn til þín? „Nei, þeir hafa ekki þorað það þegar þeir sáu til ykkar."

    Það var átakanlegt að sjá hversu illa þessari gömlu konu leið og það var ekki um að villast að frásögnin var fyrir henni frásögn af raunverulegum atburðum. Eftir gott spjall við konuna og nokkur símtöl fengum við lækni á staðinn, sem þekkti til konunnar. Hann sagði okkur að konan væri með ofsóknar-geðklofa og hefði þráast við að taka lyf sem héldu niðri einkennum sjúkdómsins.

    Eftir þetta útkall ræddum við það í lögreglubílnum að einstaka sinnum hefði maður óþægilegar og ruglaðar draumfarir. Það stæði þó stutt og maður vaknaði og gæti brosað með sjálfum sér að ruglinu. Þessi gamla kona væri hins vegar föst í viðjum ranghugmyndanna og það hlyti að vera hreint ömurlegt hlutskipti. Þetta væri sjúkdómur sem einnig hlyti að valda gífurlegu álagi á aðstandendur sjúklingsins.

    Síðan þetta var, hef ég í starfi mínu nokkrum sinnum rætt við einstaklinga sem hafa þennan sjúkdóm. Athyglisvert er hversu oft skynjun þeirra á ofsóknum og rangtúlkun á skilaboðum tengist fjölmiðlum og þá sérstaklega útvarpi og sjónvarpi. Það er þó ekki einhlítt. Gömul kona hringir iðulega á lögreglustöðina á Akureyri. Hún býr ein í íbúð, sem er á annarri hæð í húsi en á neðri hæðinni er einstaklingur með atvinnustarfsemi. Konan telur manninn ofsækja sig með því að dæla ólykt upp til hennar, hafa skrúfað frá öllum vatnskrönum í tíma og ótíma, hafa í gangi alls konar tæki og tól sem gefa frá sér hávært suð o.s.frv. Konan er reið yfir þessum ofsóknum og ósátt við aðgerðaleysi yfirvalda.

    Lögreglan er ótal sinnum búin að fara heim til konunnar og staðreyna að kvartanir hennar eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Rökræður um það við konuna eru algerlega tilgangslausar. Eilífar kvartanir hennar eru vissulega þreytandi en hún á samúð lögreglunnar því þetta er jú bara gömul kona sem líður fyrir erfið veikindi.

    Sjúklingur grípur til vopna

    Það mun vera fátítt að sjúklingar með ofsóknar-geðklofa grípi til örþrifaráða svo sem ofbeldisverka vegna þeirra ofsókna sem þeir upplifa. En því miður hendir það samt. Þann 28. mars 1995 varð starfsmaður hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri fyrir lífshættulegri árás manns, sem haldinn var ofsóknar-geðklofa.

    Árásarmaðurinn, sem við skulum segja að sé kallaður Gummi, kom með nokkrum harmkvælum í heiminn og varð strax að beita endurlífgunaraðferðum til að halda í honum líftórunni. Hann bjó með foreldrum sínum gegnum grunnskólaaldurinn en á þeim tíma flutti fjölskyldan nokkrum sinnum, fyrst innanlands, síðan innan borgarhverfa og loks erlendis, þar sem hún bjó á fjórum stöðum í tveimur löndum. Gummi fann sig ekki í skólunum og lenti upp á kant við skólafélaga og kennara. Hann varð fyrstur úr fjölskyldunni til að hverfa aftur til Íslands þegar hann hafði lokið grunnskóla og settist á skólabekk í framhaldsskóla. Fjölskyldanfylgdi svo á eftir ári seinna. Hjónaband foreldra hans fór að ganga illa og endaði með hjónaskilnaði þremur árum seinna. Hálfu ári eftir skilnaðinn fór að gæta vaxandi andlegrar vanlíðunar hjá Gumma. Hann var þá orðinn 24 ára gamall og bjó með föður sínum í Reykjavík.

    Gummi fór nú að taka eftir því að ef hann var í margmenni var fólk mikið að horfa á hann. Hann hafði líka mikinn baga af bílum sem óku fram hjá heimili hans á nóttunni og sérstaklega pirraði hann mótorhjól, sem honum fannst stöðugt vera á ferðinni og ollu honum mikilli truflun. Gummi tók ljósmyndir af ökutækjum sem áttu leið um, til að sanna að þau hefðu verið þarna. Greip hann til þess ráðs, eitt sinn í bræði sinni, að kasta hlutum út á götuna til að stöðva þennan ágang. Nágrannar kölluðu þá til lögreglu. Þetta ástand truflaði svefn hjá Gumma og námið fór að ganga illa. Hann mætti illa í skólann, lokaði sig af og forðaðist samskipti við fólk. Faðir hans tók það ráð að bera málið undir heimilislækni þeirra feðga. Læknirinn vildi leggja Gumma inn á geðdeild í Reykjavík til greiningar. Hann fékk þau svör að það væri löng bið eftir plássi þar og varð úr að Gummi flutti til Akureyrar í von um eiga greiðari leið að læknisþjónustu þar en einnig vegna þess að móðir hans og bróðir bjuggu þá á því svæði.

    Seinna greindi Gummi frá því að hann hafi þegar á þessum tíma verið farinn að hafa grunsemdir um að hann væri hleraður með útbúnaði sem einhvern veginn væri stýrt í gegn um fjölmiðla. Hann talaði þó ekki um þetta við neinn fyrr en nokkrum mánuðum seinna.

    Gummi var lagður inn á geðdeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í tvígang. Hann var greindur með sjúkdóminn ofsóknar-geðklofa, fékk lyf í samræmi við þessa greiningu og var í rúma 3 mánuði á sjúkrahúsinu. Þá fékk hann inni á sambýli á Akureyri og settist að nýju á skólabekk. Hann sýndi ótvíræða framför á ýmsum sviðum en var þó talinn þurfa á góðu eftirliti og stuðningi að halda.

    Þrátt fyrir bætt heilsufar losnaði Gummi ekki við þá tilfinningu að hugsanir hans væru hleraðar. Hann tók eftir því að það voru einkum Rás 2 og Bylgjan sem stóðu fyrir þessum hlerunum. Ekki var nóg með að hugsanirnar væru hleraðar, heldur var þeim jafnóðum útvarpað á þessum útvarpsrásum - og það jafnt í vöku sem svefni. Á nóttunni voru hugsanirnar lesnar í gegnum andardráttinn, með þar til gerðum hlerunarbúnaði, og síðan útvarpað. Einu sinni sá Gummi að hugsunum hans var einnig sjónvarpað. Að vonum olli þessi svívirðilega aðför að persónufrelsinu miklu hugarvíli.

    Gummi lét enn undir höfuð leggjast að greina læknum sínum frá þessu en ákvað þess í stað að kvarta formlega við þá sem fyrir þessu stóðu og reyna að fá þá til að hætta því. Hann ritaði tvö kvörtunarbréf til útvarpsstöðva af þessu tilefni og tilkynnti lögreglunni um hleranirnar. Gummi hringdi einnig nokkrum sinnum til Kristjáns Sigurjónssonar, sem hann vissi að var starfsmaður Ríkisútvarpsins á Akureyri, en þekkti að öðru leyti ekki. Hringdi hann í Kristján bæði á vinnustað og heim. Gummi gaf ekki upp rétt nafn í símann en stefndi Kristjáni til fundar við sig á sambýlinu og sagði honum að hann mundi hafa verra af ef hann hlýddi ekki. Kristján lét sér í fyrstu fátt um finnast en þegar hringingar voru farnar að berast á heimili hans og að auki var haft í hótunum, hafði hann samband við forstöðumann sambýlisins. Hann hafði einnig samband við lögregluna og voru gerðar ráðstafanirtil að rekja símtöl í heimasíma hans. Það tókst þó ekki strax vegna bilunar í búnaði.

    Gumma gramdist að ekki væri hlustað á kvartanir hans og ekkert lát væri á útvörpun hugsana hans. Hann hugleiddi hvernig hann gæti brugðist við.

    Að kvöldi þriðjudagsins 28. mars 1995 var Gummi staddur á sambýlinu þegar hann heyrði illkvittnislegan hlátur eins starfsmannanna. Gumma fannst strax að starfsmaðurinn væri að hlæja að honum og hefði verið að hlusta á hugsanir hans í gegn um útvarpið. Gummi snöggreiddist og ákvað að láta ekki bjóða sér þetta lengur. Nú var nóg komið! Hann sótti sér hníf í eldhúsið og stakk honum inn á sig. Þetta var nokkuð voldugur búrhnífur, með rúmlega 20 cm löngu og þykku blaði. Gummi fór síðan í yfirhöfn og kannaði í símaskránni hvar Kristján ætti heima en það reyndist vera skammt frá. Hann labbaði nú út án þess að starfsmenn sambýlisins gerðu við það athugasemdir, enda engin höft varðandi ferðir vistmannanna.

    Það var heilmikill snjór í bænum á þessum tíma og Gummi öslaði hann í þungum þönkum. Hann var öskureiður og ákveðinn í að drepa Kristján. Á göngunni bráði þó nokkuð af honum og þegar hann var kominn að heimili Kristjáns snerist honum hugur og hann ákvað að reyna frekar að særa hann - stinga hann einu sinni í magann eða síðuna. Það hlyti að duga sem rækileg áminning.

    Gummi gekk upp þrepin að íbúð Kristjáns og leit á nafnspjaldið á póstlúgunni og hringdi dyrabjöllunni. Hann dró fram hnífinn en hélt honum í felum.

    Á þessum tíma var Kristján heima ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu, og tveimur ungum dætrum þeirra. Kristján var að búa yngri stúlkuna í háttinn og sú eldri var að tala í símann þegar dyrabjöllunni var hringt. Ingibjörg fór til dyra en hún vissi þá allt um símaónæðið og hafði sjálf svarað Gumma í símanum og heyrt hótanir frá honum.

    Þegar Ingibjörg opnaði dyrnar spurði Gummi: „Býr Kristján Sigurjónsson hér? Ingibjörg þekkti röddina, vék frá dyrunum og kallaði á Kristján. Hjónin mættust þegar Kristján var á leið til dyranna og Ingibjörg blikkaði hann og sagði í hálfum hljóðum: „Þetta er hann, þetta er hann. Kristján vissi strax við hvað hún átti. Er hann kom til dyranna tók hann í hurðina og hélt henni þannig að dyrnar opnuðust ekki alveg upp á gátt. Fyrir utan stóð maður sem hann hafði aldrei séð áður. Gummi spurði: „Ert þú Kristján Sigurjónsson?" Kristján játti því. Gummi tók þá viðbragð og steig fram eitt skref um leið og hann rak hnífinn í Kristján miðjan. Kippti svo hnífnum að sér aftur, snerist á hæli og hljóp burt. Þetta gerðist það hratt að þótt Kristján hafi verið með varann á sér og reynt að víkja sér frá, komst hann ekki undan laginu.

    Ingibjörg hafði snúið við á eftir manni sínum þegar hann fór til dyra. Hún sá að Kristján stóð í hnipri við dyrnar og sá hníf í höndum aðkomumannsins, sem síðan hljóp á brott. Ingibjörg spurði Kristján hvort maðurinn hefði stungið hann og er Kristján lyfti fötum sínum kom stungusár í ljós. Kristján bað Ingibjörgu að hringja eftir sjúkrabíl og lögreglu. Ingibjörg gerði það en ákvað síðan að aka manni sínum sjálf á slysadeild, enda sjúkrahúsið skammt undan. Á leið sinni á sjúkrahúsið sáu þau árásarmanninn álengdar, þar sem hann fjarlægðist heimili þeirra.

    Gummi fór beint heim á sambýlið eftir þetta. Hann leit á hnífinn og sá ekkert blóð á honum. Hann stakk hnífnum í skúffuna aftur og fór til herbergis síns.

    Á lögreglustöðinni er hlustun á neyðarsíma slökkviliðs og sjúkraflutningsmanna. Hringt var í þann síma og óskað eftir sjúkrabifreið að heimili Kristjáns og Ingibjargar vegna hnífsstungu. Tveir lögreglumenn héldu þegar af stað á vettvang en fengu upplýsingar um það á leiðinni að verið væri að flytja þann slasaða með einkabifreið á sjúkrahús. Þar hittu þeir Ingibjörgu, sem tjáði þeim málavexti. Lögreglumennirnir lögðu leið sína í sambýlið og sáu strax snjóblauta skó í forstofunni og jakka sem svaraði lýsingu Ingibjargar á jakka árásarmannsins. Meðan lögreglumennirnir voru enn í anddyrinu kom Gummi til þeirra og sagðist vera sá sem þeir leituðu. Hann vísaði þeim síðan á hnífinn. Gummi var handtekinn og færður á lögreglustöðina þar sem hann gekkst undir læknisrannsókn og sýnatökur. Hann var allsgáður og gerði strax grein fyrir árás sinni og ástæðum hennar.

    Kristján Sigurjónsson hélt góðri meðvitund allan tímann. Þó var ljóst að um djúpan stunguáverka var að ræða og gekkst hann undir aðgerð um kvöldið. Við aðgerðina kom í ljós að hnífurinn hafði gert 5–7 cm gat alveg við neðsta rifbeinið, rétt vinstra megin við miðlínu. Hnífurinn hafði skorið út úr rifbeininu en síðan beinst upp á við og hafnað í lifrinni. Á lifrinni var um 7 cm skurður sem blæddi mikið úr. Var það álit skurðlæknisins að þótt hér væri um alvarlega áverka að ræða, hefði ekki mátt miklu muna til að hnífslagið lenti í hjarta eða ósslagæð, með mun alvarlegri afleiðingum. Aðgerðin tókst vel og Kristján var orðinn vinnufær rúmum mánuði síðar.

    Rannsókn málsins gekk vel. Gummi var leiddur fyrir dómara daginn eftir verknaðinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Jafnframt var úrskurðað að hann skyldi sæta geðrannsókn. Gummi var mjög kurteis og samstarfsfús og greindi af hreinskilni frá þeim upplifunum sem voru rótin að árásinni. Rúmri viku eftir handtökuna var hann fluttur á geðdeild, þar sem hann skyldi dvelja meðan á gæsluvarðhaldinu og geðrannsókninni stæði. Ríkissaksóknari ákærði Gumma fyrir tilraun til manndráps en til vara fyrir stórfellda líkamsárás. Málið var dómtekið þann 28. júlí 1995, þ.e. 4 mánuðum eftir atlöguna, sem verður að teljast nokkuð skilvirk afgreiðsla. Í dóminum var Gummi sakfelldur fyrir tilraun til manndráps.

    Þrír geðlæknar voru kvaddir fyrir dóminn til að leggja mat á það hvort Gummi gæti talist sakhæfur. Niðurstaða þeirra var á einn veg. Á þeim tíma sem árásin var framin var ekki hægt að gera Gumma ábyrgan fyrir hegðun sinni né hugsun. Dómgreind hans og raunveruleikamat voru verulega skert og hann lét stjórnast af sjúklegum hugmyndum. Dómari málsins komst því að þeirri niðurstöðu að Gummi hafi verið ósakhæfur er hann framdi verknaðinn og gerði honum þar af leiðandi ekki refsingu í málinu. Hins vegar dæmdi hann Gumma til að sæta öryggisgæslu og læknismeðferð á viðeigandi stofnun. Þessum dómi var ekki áfrýjað og Gummi fór fljótlega á réttargeðdeildina að Sogni. Þaðan er hann nú útskrifaður og býr á sambýli og stundar vinnu.

    Mín skoðun

    Af einhverjum ástæðum hafa geðsjúklingar mátt þola mikla fordóma gegnum tíðina og tilhneiging hefur verið til að líta á geðsjúkdóma sem feimnismál. Kannski er kvikmyndum að einhverju leyti um að kenna en geðsjúkdómar eru æði oft settir í dramatískt og blóðugt samhengi þar. Sá sem upplýsir að hann sé geðveikur er líklegri til að uppskera neikvætt viðmót eða

    Enjoying the preview?
    Page 1 of 1